Vísir - 23.03.1979, Blaðsíða 24
Föstudagur 23. mars 1979
síminnerðóóll
.
IH9H
HHHH
SpásvæM Veöur.stofu lslands
eru þessi: 1. Faxaflói. 2.
Breiöafjöröur. 3. Vestfiröir. 4.
Noröurland.S.Noröausturland.
6. Austfiröir. 7. Suöaust-
urland. 8. Suövesturland.
veðurspð
dagslns
Suðvesturland, Faxaflói,
suövesturmiö og Faxaflóa-
mið: Austan gola og bjart
veður til landsins, en smáél og
sumstaðar kaldi á miöunum.
Breiöafjörður, Vestfirðir,
Breiöafjaröarmið og Vest-
fjarðamið: Austan gola eða
hægviðri, bjart veöur til
landsins, en smáél á mið-
unum.
Noröurland og norðurmiö:
Hægviöri, víðast léttskýjaö.
Norðausturland, Austfiröir,
norðausturmiö og Austfjarða-
miö: Norðan gola, bjart veöur
til landsins, en smáél á miö-
unum.
Suöausturland og suöaustur-
mið: Austan og noröaustan
gola og siöar kaldi, bjart
veður til landsins i dag, annars
smáél.
Austurdjúp og Færeyja-
djúp: Noröan 3-5 vindstig og
él.
VeðrlD hér
09 har
Veöriö kl. 6 i morgun: Akur-
eyri 15 skýjað,Bergen 1
snjóél, Helsinki h- 1, alskýjað,
Kaupmannahöfn 1, þokumóöa,
Oslo 0, skýjað, Reykjavik + 13.
léttskýjaö, Stokkhólmur + 1
alskýjað, Þórshöfn -r2 létt-
skýjaö.
Veöriö kl. 18 i gær: Berlin 7,
skýjað, Chicago 13, skýjaö,
Feneyjar 9, skýjaö, Frankfurt
9, skýjaö, Godthaab + 3, snjó-
koma, London 6, skýjað,
Luxemborg 7, léttskýjaö,
Montreal 10, léttskýjað, New
York 18, heiðskirt, Paris 6,
rigning, Róm 13, léttskýjað,
Malaga 15, skýjaö, Vin 8, al-
skýjað, Winnipeg 1, skýjað.
„Oslillnn (s er svo
langt sem augað aðr”
sagðl Jóhann Pétursson. vltavðrður á Hornhlargsvlta.í morgun
Hafisinn færist stöðugt nær Noröuriandi og suöur meö Austurlandi.
Hann nær nú suður undir Skrúö, sem er fyrir utan Reyöarfjörö, og
mikiil rekis er landfastur viö Hornbjarg eftir þvi sem Markús A-
Einarsson, veöurfræöingur, tjáöi VIsi I morgun.
Niðurstaöan úr isflugi Land-
helgisgæslunnar i gær er sú að
verulegar breytingar hafa oröiö
til hins verra við Norðvesturland.
Isinn hefur þar færst mjög nálægt
og er mikill rekis landfastur við
Hornbjarg. Frá þeim rekis, sem
er landfastur og I meginisinn eru
örfáar sjómilur.
Út af Skaga og Eyjafirði hefur
þéttari is fært sig nær. Talsvert
mikill rekis er við Langanes og is-
hraflið teygir sig allt suður undir
Skrúð. Þéttari is mun hins vegar
vera út af Héraösflóa.
Vitavörðurinn á Hornbjargs-
vita sagöi blaðinu i morgun að
talsverður is hefði komiö upp að
landinu en hann hefði gisnað
nokkuð siðan sökum sjávarhita.
Frá Hornbjargi er aö siá ó-
slitinn Is svo langt sem augað eyg
ir, en þarna var eins og annars
staðar á landinu stórfínt veður.
A Siglufiröi hefur orðið nokkur
breyting til batnaðar frá þvi i
gær. Isinn I firðinum er ekki eins
mikill eftir þvi sem lögreglan á
Siglufiröi tjáöi blaöinu i morgun.
A Húsavik hefur aftur á móti
orðið mikil breyting til hins
verra. Fréttaritari Visis á Húsa-
vik, Hjörtur Jóhannesson, sagöi
að varla sæist I sjó fyrir is, svo
langt sem augað eygöi I veður-
bliöunni. Þaö tókst að loka höfn-
inni i tæka tiö meö stálvir, þannig
aö floti Húsvikinga er öruggur.
Togarinn og stærsti bátur Hús-
víkinga fóru hins vegar út áöur en
isinn kom og munu meðan þetta
ástand varir, halda út fyrir sunn-
an, frá Keflavik eða Reykjavik.
- SS -
Kona lést eflir
harðan érekslur
vlð Skálatún á vesturlandsvegl
Sextiu og fjögurra ára gömul kona lést eftir umferöarslys sem varö á
Vesturlandsvegi viö Skálatún i gærkvöldi.
Þar varö mjög haröur árekstur
er Landrover jeppi á leiö til
Reykjavikur og Citroen bifreið
mættust og skullu saman. Konan
ók Citroen-bllnum en ungur
maður jeppanum. Voru þau ein i
bflunum.
Bæði voru flutt á slysadeild eft-
ir áreksturinn, sem varö klukkan
21:25. Þar lést konan skömmu
siðar. Grunur leikur á að maður-
inn er ók jeppanum hafi veriö
undir áhrifum áfengis að sögn
lögreglunnar. —EA
BHMI FETAR I
FÚTSPOR BSRB
„Okkur er ekki sérlega annt um þessi 3 prósent, þar sern okkur var
dæmt þetta á sínum tfma. Forsendan var sú aö BSRB haföi fengiö þetta
I sfna samninga, þannig aö I sjáifu sér má segja aö forsenda fyrir
þessari grunnkaupshækkun sé fallin”, sagöi Jón Hannesson, formaöur
launamáiaráös Bandalags háskóiamanna i samtali viö Visi i morgun.
„Við höfum ekki haft verkfalls-
rétt, en sá verkfallsréttur sem
Bandalag rikis og bæja hefur
fengið nú, er i samræmi við hug-
myndir sem við höföum og meiri-
hluti var fyrir samkvæmt skoð-
anakönnun, sem gerð var fyrir
nokkru”.
Jón sagðist reikna með þvi að
BHM myndi fara á eftir BSRB
varöandi nýgeröa samninga
þeirra. „Það er erfitt fyrir okkur
aö vera með annars konar samn-
ingsrétt en BSRB. Þetta á við sér-
staklega ef sérfélögin innan
BSRB fá sama rétt. Að visu eiga
hópar innan okkar raöa erfitt með
að fara i verkfall, en ef samið
verður eins og BSRB, þá er hægt
að skjóta málum til gerðar-
dóms”.
—KP.
Branduglan lét fara vel um sig á trjágrein viö Laufásveginn.
Visismynd: GVA
Brandugia í bæjarleyfl
Branduglur eru ekki meðal þeirra fugla# sem við
sjáum dags daglega í höfuðborginni# en í gær fékk
Vísir tilkynningu um að ein siik sæti á trjágrein við
hús eitt við Laufásveg.
Ljósmyndari og blaðamaður
brugðu skjótt við og héldu á
staðinn og viti menn, þarna sat
brandugla i grenitré, að þvi er
virtist alls ósnortin af þeirri
athygli, sem henni var veitt.
Húsmóöirin i húsinu númer 15
• við Laugarásveg, Guðriöur Ein-
arsdóttir, sagði, aö uglan hefði
setið þarna siðan klukkan átta
um morguninn, en klukkan var
þá oröin um tvö. Skömmu siöar
flaug hún á brott.
Aö sögn Ævars Petersen,
fuglafræöings, er branduglan
staðfugl hér á landi og dreifð um
það allt. Hún er tiltölulega nýr
varpfugl hér, eða siðan 1912.
—SS
Loki
seglr
Alveg er ég hissa á honum
Gils alþingisforseta aö vera aö
skamma þingmenn fyrir aö
mæta ekki á þingfundum. Veit
hann ekki aö Gvendur Jaki
ræöur þessu öllu?
Mosfeiissveit varð
símasambandsiausi
Ný slmstöð veréur tekln í notkun eftlr marga mánuðl
##ófremdarástand ríkir hér enn i símamálum# og fyrr í
þessum mánuði sió stöðinút og Mosfellssveit varð síma-
sambandslaus"# sagði Jón Baldvinsson# sveitarstjóri# i
viðtali við Vísi.
ibúar i Mosfellssveit afhentu samgönguráðherra í vik-
unni mótmælaskjal# þar sem bent var á slæmt ástand í
simamálum sveitarinnar og úrbóta krafist# en ný stöð
mun fyrst komast í gagnið eftir marga mánuði.
Slmstööin aö Brúarlandi annar
einungis 600 númerum, og þeim
fjölda hefur fyrir löngu verið náð.
Afleiðingin er sú, að á álags-
stundum slær stöðin út og sveitin
verður sambandslaus.
Jón Baldvinsson, sveitarstjóri,
sagði að þessi undirskriftarsöfn-
un væri einkaframtak nokkurra
kvenna i sveitinni.
„Hreppsnefndin hefur marg-
sinnis bent ráöuneytinu á ófremd-
arástand, sem rlkir i simamálun-
um, og við bentum ráðherra á þaö
i fyrra, að sú hætta væri fyrir
hendi aö stöðin slægi út. Stöðin sló
svo út núna I mars og allt varö
simasambandslaust”.
Póst og simamálastjóri, Jón
Skúlason, sagði, að fyrir rúmu ári
hefði verið ákveðið að kaupa ný
tæki fyrir sveitina en og fyrrv.
samgönguráöherra hafi ákveðið
aö þetta svæði skyldi vera á höf-
uöborgarsvæðinu og Ibúarnir
borga samkvæmt innanbæjar-
taxta.
„Þá var pöntuð mjög fullkomin
1000 númera tölvustýrð stöð.
Uppsetning hennar hefur verið
undirbúin, hús byggt og efniö flutt
til landsins. Nú á að fara að setja
stöðina upp, en það tekur nokkra
mánuöi. Eftir það veröur hægt aö
fjölga simunum á svæðinu og
taka eitthvaö af sveitasimunum
inn á hana”.
—SS—