Vísir - 04.05.1979, Side 3

Vísir - 04.05.1979, Side 3
vtsm Föstudagur 4. mal 1979 ivwV'Nxv^ Geir Hallgrímsson á Landsíundi Sjálfstæðisllokksins: P9 UTUM STEFNUNA BLOMSTRA. EN HOFNUM VALDASTREITU" „Við Sjálfstæðismenn skulum hafa það hugfast, að flokkur okkar verður aldrei öflugri en samstaða okkar segir til um. Innan stjórnmálaflokks samein ast menn um hugsjónir þess vegna byggist velferð flokks á þvi að menn láti stefnuna blómstra, en hafni valdastreitu. Eðlilegt og sjálfsagt er að kjósa um menn og málefni. Enginn einn maður er sjálfsagður for- maður Sjálfstæðisflokksins, á- kvörðunin er í höndum lands- fundarfulltrúa. En formaður flokksins á hverjum tíma verð- ur að hafa flokksmenn að baki sér og að forsvari gegn sam- eiginlegum andstæðingum. Við látum ekki andstöðuflokka eða málgögn þeirra velja okkur for- ystumenn”. Þannig komst Geir Hall- grimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, að orði I ræðu þeirri, sem hann hélt yið setn- ingu Landsfundar Sjálfstæðis- flokksins i gærkvöldi. Á fundin- um leitar Geir Hallgrimsson eftir endurkjöri sem flokksfor- maður, en Albert Guðmundsson alþingismaður hefur kunngert, að hann muni keppa við Geir um formannssætið. Kosningaáföllin I ræðu sinni ræddi Geir Hall- grimsson m.a. störf siðustu rikisstjórnar, fyrirheit og efndir núverandi rikisstjórnarflokka og stefnu Sjálfstæðisflokksins i stjórnarandstööu. Hann sagði m.a.: „Ekki skal nein fjöður yfir það dregin, aö ekki tókst að hemja verðbólguna i tlð siðustu rikisstjórnar, þótt hún minnk- aði um helming frá 1974 til 1977. Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu sina við setningu 23. landsfund- ar flokksins i gærkvöldi. Visis- mynd: JA. Ekki tókst heldur að móta raun- hæfa stefnu I kjaramálum með samningum launþega og vinnu- veitenda. 'Foringjaklíkur kommúnista og krata i verka- lýðshreyfingunni misnotuðu samtök sin og hófu mestu blekk- ingarherferö i Islenskri stjórn- málasögu, er leiddi til ósigurs Sjálfstæðisflokksins I siðustu kosningum til alþingis og sveit- arstjórna. Ég dreg ekki úr alvöru þess á- falls, sem Sjálfstæöisflokkurinn varð þá fyrir. sérstaklega að Sjálfstæðisflokkurinn missti ó- slitna meirihlutaaðstöðu sina i borgarstjórn Reykjavikur á 50. starfsári sinu, þótt enginn einn flokkur geti búist við þvi að vera ávallt við stjórn. Ég vik mér ekki undan ábyrgð á þessu áfalli flokksins, sem for- maður hans, og það gera áreið- anlega ekki heldur aðrir for- ystumenn flokksins, alþingis- menn og frambjóðendur til al- þingis og sveitarstjórna. Afallið var þvi meira sem það fylgdi i kjölfar einna mestu kosninga- sigra flokksins 1974”. Frjálsræðisstefnan ein dugar Um stefnu Sjálfstæðisflokks- ins nú, sagði Geir m.a.: „Nú eru mikilvæg timamót fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina i heild. Rikisforsjár- stefnan hefur beðið skipbrot viða um lönd meö atvinnuleysi, hægum eða engum hagvexti og verðbólgu. Skattborgarar hafa risið gegn skattpiningarstefnu stjórnvalda. I frjálshyggjunni eygja menn von um betri tima. Reynsla siðustu og núverandi rikisstjórnar i baráttunni við verðbólguna sýnir okkur, að að- eins frjálsræði i samskiptum manna er til þess falliö að koma á jafnvægi og ráða niðurlögum verðbólgunnar. Hér verður að brjóta blað. Sifelldar málamiðl- unarlausnir duga ekki. Aukinn sparnaður er mikil- vægt tæki i baráttu við verð- bólgu, og nauðsynlegur fyrir fjárfestingu og rekstur at- vinnuvega. Vextir og verð- trygging verða þvi aö fara eftir framboði og eftirspurn en ekki ákvörðun stjórnarherra eða lánsfjárskömmtunarstjóra. Með þessum hætti mun fjár- magnskostnaður lækka til lengdar og verðgildi sparifjár veröa tryggt. Frjáls verömyndun vöru og þjónustu eykur samkeppni, lækkar vöruverð og færir hús- bóndavaldiö i hendur neytenda, veitir aðhald þeim, sem viö verslun fást, og skapar þeim um leið þá fullnægingu i starfi að leita sifellt hagstæðari inn- kaupa, sem kemur bæði þeim og kaupendum til góða. Stiga verður til fulls skrefið til frjálsrar gjaldeyrisverslunar. Óttinn við gjaldeyrisfrelsið er jafnástæðulaus og hrakspárnar i upphafi viðreisnar, þegar vöruinnflutningur var gefinn frjáls. Hver játar þvi nú, að hann telji til bóta að hverfa aft- ur til hafta, banna og skömmt- unar”. srt L! B L L L L L L I a OPBD KL/9-9 'Allar skreytingar unnar af fagmönnum. Nag bllastoaSI a.m.k. á kvöldln ITIOMLWIXIIH HAFNARSTRÆTl Sinrt 12717 1 Cfuirfei c! ffte <&fz, • snyrtivörur Mjög fjölbreytt lína dásamlegra amerískra snyrti- vara fyrir allar húögerðir og öll tækifæri. Heíms- fræg og vióurkennd lúxusvara framleidd í Frakk- landi úr bestu fáanlegum hráefnum meö fullkomn- ustu aöferöum, sem þekkjast, eftir uppskriftum, sem nýta aila nýjustu efnafræöi- og tækniþekkingu nútimans. Hagstætt verö miðaö viö gæöi. Einnig aörar snyrtivörur, t.d.: CKristian Dbr REVLON *SANSSOUCIS JTOWOWKf RpC max Factor phyris LÍTIOINNOG LÍTIÐÁ LAUGAVE8S APOTEK snyrtivörudeiki t ■ UTGAFA FJOLVA Klapparstíg 16 HA? HITLER? HVAÐ ER ÞAÐ? 2-66-59 Nú eru liðin nærri 35 ár siðan Seinni heimsstyrj- öldinni lauk. Tíminn líður og smám saman fyrnist yfir þessa atburði, þó að þeir séu enn undir niðri stórbrotinn áhrifavaldur í lífi nútímamanna um víða veröld. Nú er svo komið að mikill meiri- hluti núlifandi Islendinga er fæddur eftir lok Heimsstyrjaldarinnar. Nýja kynslóðin tekur smámsaman völdin, þok- arsér inn í áhrifastöður í stjórnmálum og tekur í sínar hendur ákvörðunar- vald í stefnumörkun og stjórnsýslu. Smámsaman rofnar tilfinning og skilningur á þeim geysi- viðtæku áhrifum sem stafa frá hinum mikla hildarleik og leyndum áhrifum hans á líf þjóð- anna. Við höfum gert svolitla prufu á þvi hvernig er varið þekkingu yngstu kynslóðarinnar á at- buröum Heimsstyrjaldarinnar, lögöum spurningar fyrir um 20 fermingarbörn og útkoman varð furðuleg. 2 vissu ekki að nein Heimsstyrjöld hefði verið, 6 geröu sér ekki grein fyrir hvaöa þjóðir höfðu tekist á. Virðist útbreidd sú skoðun meðal yngstu kynslóðarinnar, að Bandarfkjamenn, Þjóðverjar og Japanir hafi barist við Rússa. Fyrir nokkru reis upp hneykslunaralda I Þýskalandi yfir fáfræði yngstu kynslóðar- innar um nasismann og Seinni heimsstyrjöldina. Þar stafar það sennilega af þvi að Þjóðverjar voru hin sigraða og dæmda þjóð, sakbitin og niður- lægð, hefur hún af tilfinninga- ástæðum ekki miölað eðlilegri þekkingu til unga fólksins. En ástanaio neiur veriö litiö betra hér á landi. Engin sagnfræðirit hafa verið fáanleg I áratugi um Heimsstyrjöldina og þá póli- tisku þróun, sem þar stóð að baki. En saman við það kemur lika að nætur- og helgidaga- vinnu-kynslóðin hefur nú I ára- tugi vanrækt börn sin og svikist um aö miðla þeim þekkingu i manneskjulegu samtali og um- gengni. Af þeim sem spurðir voru höfðu þrir engar spurnir af Hitler. Aðrir 6 gerðu sér enga grein fyrir hlutverki hans. Hins- vegar kom undarlegt I ljós, að allir vissu að kjarnorku- sprengju hafði verið kastað og nokkurnveginn allir, að henni heföi verið kastað á Japan en undarlegt var að nokkrir sem imynduöu sér að Japanir hefðu veriö Bandamenn Bandarikja- manna höfðu samt grun um að það hefðu verið Bandarfkja- menn sem köstuðu sprengjunni en skildu ekkert i þeirri mót- sögn. Taka veröur fram aö nokkrir unglinganna sem spurðir voru voru vel á nótunum, þekktu vel til Hitlers, Churchills og Stalins, og sumir strákarnir voru sér- lega vel inni i flugvélategund- um, Spitfire, Messerschmitt og þekktu herskip eins og Bis- marck Hood og Scharnhorst. Stafaði það frá módelgerö en einnig var Flugvélabók Fjölva vel kunn i þessum hópi. Hér þarf ekki að fara mörgum orðum um, að vá er fyrir dyr- um, þegar æska nokkurrar þjóðar misSir tengsl við nánustu sögu og örlagavalda i lifi sinu. Má imynda sér hve brotakennd heimshugmyndin verður eöa hve örðugt hlýtur að vera að byggja upp rökstuddar skoðanir á heimsmynd og tilveru. Á sama tima stefnir allt I þá átt að lækka stöðugt kosningaaldurinn meðan eðlileg skoöanamyndun byggð á þekkingu er i molum. Fjölvaútgáfan vill leitast við að bæta úr þessari brýnu þörf. Hún hefur nú riðiö á vaöið með útgáfu á grundvölluðum ritum um Seinni heimsstyrjöldina. Aðgerðir þessar eru I tvennu lagi. Stóra heimsstyrjaldarsagan kom nýlega út. Þetta er mikiö rit, samfléttuð ýtarleg frásögn og mikill fjöldi ljósmynda. Hér er allt á einum stað um Seinni heimsstyrjöldina. Textinn skemmtilegur og uppfræðandi, áhersla lögð á að útskýra póli- tiskar forsendur. Hitt er Teiknimyndaröðin um Seinni heimsstyrjöldina. Ódýr- ar og sérlega aögengilegar bæk- ur um helstu þætti hildarleiks- ins og bætt inn i mörgum grein- um um tsland á strlðsárunum. Út eru komin fimm hefti: Leifturstrlðið, Dunkerque, Orustan um Bretland, And- spyrnan og Rauðskeggur. Kynnið ykkur vel þessar bæk- ur, uppsprettu þekkingar, góð fræðsla fyrir unga fólkið. i AUGLÝSING

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.