Vísir - 02.05.1979, Page 8

Vísir - 02.05.1979, Page 8
vísm Miðvikudagur 2. mai 1979. 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurður Slgurðarson, Slgurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson og Kjártan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3«oo á mánuöi innanlands. Verö t lausasölu kr. 1S0 eintakið. jPrentun Blaðaprent h/f HEIMASTJÚRN A GRÆNLANDI Næstu nágrannar okkar (slend- inga, Grænlendingar, hafa nú fengið heimastjórn í eigin mál- um. Það mun þó taka Grænlend- inga allmörg ár að taka innan- landsmálefni sín að fullu í eigin hendur. Stjórnarfarslega séð eru Grænlendingar nú í svipuðum sporum og við íslendingar vorum árið 1904, er við fengum heima- stjórn. f kjölfar heimastjórnar okkar fylgdi eitthvert mesta framkvæmda- og framfaratíma- bil íslensku þjóðarinnar. Er von- andi, að heimastjórn verði Græn- lendingum jafngiftudrjúgt skref í sjálfstæðisátt og hún reyndist okkur íslendingum. Við íslendingar gerum oft — alveg með réttu — mikið úr því, hve erfitt það sé jafnfámennri þjóð og okkur að halda uppi menningarþjóðfélagi í svo stóru landi og við þau skilyrði f rá nátt- úrunnar hendi, sem við búum við. En hversu miklu er ekki erf iðara hlutskipti granna okkar á Græn- landi heldur en okkar? Þeir byggja stærstu eyju heimsins, sem að flatarmáli er meira en tuttugu sinnum stærri en Island, eru aðeins í kringum 50 þúsund og búa við ennþá óblíðari náttúru heldur en við gerum. Okkur er líka tamt að benda á einhæfni atvinnuvega okkar. En einnig í þessum ef num eru Græn- lendingar enn verr settir heldur en við erum. Þeir byggja að vísu afkomu sína að verulegu leyti á fiskveiðum eins og við, en eru í þeim efnum miklu skemmra á veg komnir. A undanförnum árum hafa menn verið að gera sér vonir um, að olía kynni að finnast við Grænland, sem að sjálfsögðu gæti bætt efnahag þjóðarinnar mjög. Olíuleitin hefur þó borið miklu minni árangur en vonast hafði verið til, og er nú allsendis óvist, hver árangur verður af henni, allavega virðist séð, að hann verði enginn alveg á næstu árum. Þegar við íslendingar fengum okkar sjálfstæði, var því spáð af mörgum, að svo fámennt ríki fengi ekki staðist. Sem betur fer haf a þær spár ekki ræst til þessa, og er vonandi, að þær rætist aldrei. Á sama veg eru sjálfsagt margir vantrúaðir á, að Græn- lendingar geti byggt sitt stóra land, haldið þar uppi lífskjörum sambærilegum við lífskjör grannþjóða og jafnframt haldið stjórnarfarslegu sjálfstæði sínu. Slíkar úrtöluraddir verða Græn- lendingum vonandi aðeins hvatn- ing til átaka með sama hætti og þær brýndu okkur (slendinga. Það eru forn og ný sannindi, að sjálfs er höndin hollust. Vonandi mun Grænlendingum svo reynast í sinum málefnum. Það breytir þó ekki því, að ómetanlegt er að eiga góða að, hafa góða sam- vinnu við aðrar þjóðir á sem flestum sviðum, ekki síst í viðskiptum, menningarmálum og öryggismálum. I þessum efn- um höfum við íslendingar verið lánsamir eftir að við öðluðumst sjálfstæði. Er vonandi, að leiðir okkar og Grænlendinga liggi nærri hver annarri í samfélagi þjóðanna. Samskipti íslendinga og Græn- lendinga hafa um langan aldur verið lítil, miklu minni en söguleg tengsl og nábýli gefa tilefni til. Okkur ber að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að auka þessi samskipti á næstu ár- um báðum þjóðunum til heilla. (slendingar samfagna Græn- lendingum með hið aukna sjálf- stæði og óska, að það verði þeim til aukinnar hagsældar. Mikll verkefni biOa grænlensks æskufólks á komandi árum. Þaö þarf aö nýta hi8 aukna sjálfstæói tii framfarasóknar I atvinnullfi og á öðrum sviðum þjóOIifsins. Landsfundur SjálfstæOisflokksins A morgunhefst 23. landsfundur SjálfstæOisflokksins. Talsvert hefur veriö skrifaö I blöö um þennan landsfund aö undanförnu, einkum formanns- og varafor- mannskjör. Landsfundurinn fer meö æöstu völdin I ftokknum. Auk þess aö kjósa forystumenn setur fundurinn flokknum starfsreglur og markar heildarstefnuna. Astæöan fyrir þvi aö augu manna beinast aö landsfundi Sjálfstæöisflokksinsnii fremur en oftast áöur er þaö áfall sem hann varö fyrir i kosningum á siöasta ári. Ftokksstarfiö i vetur hefur meira og minna tekiö miö af kosningaUrslitunum og birzt i umræðu um forystu skipulagsmál og stefnu flokksins. Landsfundur- neöanmóls inn slær tvöföldu striki undir um- ræöumar um kosningaófarirnar og nýtt timabil hefst þar sem áherzlan hvflir á skarpari, frjáls- lyndari stefnu og nýjum vinnu- brögöum. Ytri aðstæður eru flokknum hagstæöar. Vinstri stjórnin hefur grafiö sér gröf og skoðanakannanir sýna ótvírætt, aö kjósendur vilja breytta stefiiu. Breytt skipulag Skipulagsreglur flokksins hafa veriö i endurskoöun i vetur. Fjöl- margar breytingartillögur hafa veriö reifaöar. Tvær helztu breytingarnar gera annars vegar ráö fyrir meiri áherzlu á fræöslu- og útbreiöslumál og hins vegar fyrir fjölgun æöstu forystumanna flokksins. Hugmyndir hafa veriö uppi meöal Sjálfstæöismanna aö leggja niður skipulagsnefnd flokksins en setja i staöinn á laggirnar tvær nefndir, fræöslu- nefnd og útbreiöslunefnd. Þaö er samdóma álit þeirra, sem kynnzt hafa starfi flokksins aö mikiö vanti á, aö útbreiöslumálunum séu gerö viöeigandi skil. T.d. hefur útgáfústarfsemin verið i al- gjöru lágmarki hjá flestum sam- tökum flokksins nema ungum Sjálfstæöismönnum, sem hafa gefiö út fjölda smárita og standa aö útgáfu Stefnis meö miklum myndarbrag. Tillagan um fjölgun I forystu- sveit flokksins og sérs^ka fram- kvæmdastjórn er bein afleiöing þeirrar gagnrýni, aö forystan hafi engan tima aflögu fyrir flokks- starfiö þegar flokkurinn á aöild aö rlkisstjórn. Flestir eru sam- mála um, aö æskilegt sé aö bæta viö manni I æöstu forystusveitina en ágreiningur er um formiö. Skipulagsnefnd leggur til aö landsfundur kjósi formann fram- kvæmdastjórnar sérstaklega en fjórir aörir framkvæmda- stjórnarmenn veröi skipaöir af miöstjórn. Aukaþing ungra Sjálf- stæðismanna sem haldiö var aö Þingvöllum s.l. haust lagöi hins vegar til aö landsfundur kysi sér- staklega formann miöstjórnar auk formanns og varaformanns flokksins. Mörg atriöi önnur, sem skipta verulegu máli fyrir starfshætti flokksins, veröa til umræöu og ákvöröunar á fundinum. Kosning formanns og varaformanns Kosning formanns og varafor- manns Sjálfstæöisflokksins eru óbundnar og án tilnefninga. Menn veröa þvi ekki sjálfkjörnir for- ystumenn flokksins. Fyrir vikiö er opin leiö fyrir menn aö gefa kost á sér án beinna yfirlýsinga,! nokkurs konar liöskönnunar- skyni. Ennfremur eru kosning- arnar mælir á stööu forystu- mannanna. Kosningarétturinn á þessum óbundnu kosningum er þvi mikilvægt tæki landsfundar- fulltrúanna til aö láta álit sitt i ljós á starfi forystunnar á milli landsfunda og styrk hennar meöal ftokksmanna. Frá siöustu kosningum hafa eölilega oröiö miklar umræöur um forystumál flokksins og eru skiptar skoöanir þar um. Óþarfi er aö tiunda hér stööu þeirra mála. Dagblöðin hafa ekki látið sitt eftir liggja viö aö skýra frá áhuga sumra á nýrri hlutverka- skipan í forystusveitinni. Mál- gögn vinstri flokkanna hafa gert sérmikinn matúrþessum málum og látiö aö þvi liggja aö flokkur- inn sé aö klofna. Slik afstaöa vinstri pressunnar er eölileg I ljósi þeirrar staöreyndar aö vinstri flokkarnir tvistrast venju- lega, þegar ágreiningur veröur um forystuna. Þessu er ööruvisi fariö I Sjálfstæöisftokknum. Kosningar I æðstu trúnaöarstööur eru eölilegar I lýöræöisftokki. Margir álita kosningar nú æski- legar til þess aö hreinsa and- rúmsloftiö og styrkja stööu þeirra, sem kjörnir veröa. Vist er, aö eftir landsfundinn getur forysta flokksins snúiö sér af full- um krafti aö stjórnmálabarátt- unni. Ftokkurinn mun standa óskiptur aö baki henni. Auk kosninga formanns og varaformanns fer fram miö- stjórnarkjör og engin leiö er aö spá um úrslit þar fremur en á slöustu landsfundum. Einbeittari lýðræðis- stefna Stefna Sjálfstæöisflokksins i efiiahagsmálum, sem miöstjórn og þingflokkur samþykktu i febrúar undir heitinu ,,Endur- reisn I anda frjálshyggju” hefur aö vonum vakiö mikla athygli og um hana stofnazt til umræöna i dagblööum. Meö þessari stefnu- mörkun hefur Sjálfstæöisftokkur- inn stigiö skref i frjálsræðisátt meö ákveönari hætti en oftast áöur. Landsfundurinn mun fjalla um þessa stefnu auk þess sem ályktaö veröur um einstaka málaflokka aö venju. Fyrir fundinum liggur ennfremur stefiia til langs tima, þar sem reynt er aö gera sér grein fyrir viöhorfum næstu tvo áratugina. 1 innantómri hávaöastyrjöld núverandi rikisstjórnarflokka innbyröis hafa fáir tekið eftir þvi aö Sjálfstæöisflokkurinn hefur unniö mikilvægt endurnýjunar- starf i steftiumörkun og lagöur hefur veriö grundvöllur að sk%leggri baráttu fyrir frjáls- hyggjunni á breiöari grunni en áöur. A undanförnum árum hefur risiö upp ný kynslóö innan flokks- ins. Þessi kynslóö mótaöi á sinum tima hugmyndir ungra Sjálf- stæðismanna um „Bákniö burt” og hún mun á þessum landsfundi fylgja þeim eftir. Ef til vill veröur 23. landsfundarins helzt minnzt i framtiöinni fyrir þá fersku vinda sem leika um flokkinn i uppreisn frjálshyggjunnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.