Vísir


Vísir - 31.05.1979, Qupperneq 4

Vísir - 31.05.1979, Qupperneq 4
VISIR Fimmtudagur 31. mai 1979 í'í/'frvf»r. sem dæl md ur uga Fyrri fundir leiötoga Sovétrikjanna og Bandarfkjanna hafa sýnt aO þeir geta veriO strangasta puO. — Á myndinni hér fyrir ofan er Brezhnev aO leggja áherslu á ákveOiO atriOi í samræOum viö Nixon þegar hinn siOarnefndi átti fund meö Brezhnev viö Svarta hafiO 1974. — Fyrirhugaöur fundur þeirra Brezhnevs og Carters heföi átt aO vera i Bandarfkjunum samkvæmt diplómatalögmálum, en heilsufar Brezhnevs mun hafa ráOiö þvi aö þeir munu mætast heldur I Vfnarborg. Á undanförnum árum hafa hinar frábæru amerísku UNIVERSAL dælur áunnið sér óbilandi traust íslenskra iðnaðarmanna og verktaka, bæði fyrir mikinn dugnað og ótrúlega endingu. Hinar viðurkenndu sænsku GRINDEX dælur hafa ekki siður vakið hrifningu. Einstaklega léttar og meðfærilegar rafmagnsdælur sem hægt er að nota við hinar erfiðustu aðstæður. Það er óhætt að treysta dælunum frá UNIVERSAL og GRINDEX fyrir flestum vandamálum. Um leiö sýnist þeim, aö hann hafi ekki Jullt vald á hreyfingum handar og fótar öörum megin. Þótt Kremverjar reyni aö sýna með Ungverjalandsheimsókninni og hinni fyrirhuguðu ferö til Vinarborgar að Brezhnev sé fær i flestan sjó vita menn að þaö var ákveöin tregða af þeirra hálfu til þess að fastákveða fundardagana i Vin 15. til 18. júni. Vilja þeir raunar enn ekki við annaö kann- ast en þessir dagar séu einungis hálfákveðnir. Þykir liklegt, að sú tregða stafi af þvi að i Kreml vilji menn hafa vaðið fyrir neðan sig ef veikindi kynnu að aftra Brezhnev. 1 rauninni hefði fundur þeirra Carters og Brezhnevs átt að verða i Washington þvi að siöustu tveir fundir leiðtoga Bandarikj- anna og Sovétrikjanna voru haldnir á sovésku yfirráðasvæði og röðin komin að Sovétmönnum að endurgjalda heimsóknirnar. Kvisast hefur, að Vinarborg hafi orðið fyrir valinu f stað Washing- ton vegna þess að menn kviðu þvi að Washingtonheimsókn kynni aö reynast Brezhnev of erfiö. Hvaða heilsufarsvandamál sem Brezhnev kann að eiga við að striða þá sýnist staða hans heima fyrir ekkert hafa haggast. Ekki alls fyrir löngu var honum sýndur sérstakur sómi með orðuveitingu fyrirbókmenntir, og honum veitt- ist sú ánægja að sjá son sinn skipaðan fyrsta aðstoðarráðherra i ráðuneyti millirikjaverslunar. í sovéskum blöðum hefur ekki verið unnt að finna minnstu vis- bendingu þess, að nokkur annar sé farinn að keppa að sæti Breshnevs. Augu manna hafa þó beinst að Kosygin forsætisráöherra sem þrem árum eldri en Brezhnev virðist viö hestaheilsu. Fyrr i þessum mánuði brá hann sér til Prag til þess, að þvi er virtist að ráöa fram úr einhverjum vanda- málum við samstillingu strengja tékknesku og sovésku stjórnanna. — Ef einhver þyrfti að taka sæti Brezhnevs I viðræðum um al- þjóðamál þá yrði það án nokkurs vafa Kosygin sem lengi var utan- rikisráðherra Sovétrikjanna. Kosygin þykir öruggur i sæti sinu sem forsætisráöherra vegna sérþekkingar sinnar i efnahags- málum, en hugsanlegt er, að hann kynni að eftirlátá forystu sina i sovéska kommúnistaflokknum hinn 73 ára gamla Andrei Kiri- lenko. Kirilenko hefur oftsinnis tekiö formannssæti Brezhnevs i fjórtán manna æösta ráöinu i fjarveru Brezhnevs sjálfs sem hefur æ oftar veriö frá siðustu ár- in. in Smiðjuvegi 8 - Simi 73111 Brezhnev UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar ettir tilboðum i lagningu o 500 mm Ductilpipu 1500 m að lengd i nágrenni Svartsengis. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10A Keflavík og á verkfræðiskrifstofunni Fjarhitun h/f, Álfta- mýri 9 R. gegn 20.000,- kr. skilatryggingu Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtudaginn 14. júní n.k. TILRAUNAVEIÐAR á hrygningarsíld nú í sumar Sjávarútvegsráðuneytið áætlar nú i júní nk. að veita tveim hringnótabátum heimild til veiða á sild.Miðar þessi tilraun að því að kanna möguleika á vinnslu og sölu á hrygn- ingarsild. Heimildin til veiða miðast við seinni hluta júnímánaðar og verða þessar tilraunir fram- kvæmdar undir stjórn og eftirliti Hafrann- sóknastof nunarinnar. Sjávarútvegsráðuneytið mun ákveða veiði- magn, ennfremur hvar síldin verður lögð upp til vinnslu hverju sinni, en veiðar þessar verða að öllu leyti á kostnað og ábyrgð útgerðarmanna skipanna. Umsóknir um leyfi skulu hafa borist ráðu- neytinu fyrir 6. júni n.k. og skal í umsókn greina frá útbúnaði skipsins. Sjávarútvegsráðuneytið 30 mai 1979 áfar- aldsfæti Leonid Brezhnev leiðtogi Sovét- rikjanna kom til Búdapest i gær i ferð sem kölluð er „kurteisis- heimsókn”, en virðist fyrst og fremst farin til þess að hrekja það álit sem skapast hefur á vestur- löndum af veikindafréttum af honum siðasta áriö, að Brezhnev sé orðinn útbrunnið skar. Hinn 72 ára gamli Brezhnev, sem flestum fréttum bér saman um, aö hafi við flest opinber tæki- færi undanfarinna mánaöa komið mönnum kranklega fyrir sjónir, fer i Ungverjalandsheimsóknina aðeins tveim vikum, áður en hann leggur i annað og erfiðara ferða- lag. Nefnilega til fyrirhugaðs fundar viö Carter Bandarikjafor- seta i Vinarborg. Það veröur fyrsti fundur Brezhnevs og Carters og veröur haldinn til þess að undirrita nýj- ustu samningana um takmarkan- ir kjarnorkuvopna SALT II. — Undirritunarathöfnin sjálf þykir ekki það erfiöa á fundinum heldur þær viðræður, sem hljóta að fara fram milli leiðtoga þessara tveggja stórvelda, þegar þeir loksins hittast i fyrsta sinn. Reynslan af fyrri fundum leið- toga þessara tveggja rikja sýnir, að þeir geta verið stifasta puð. Austantjalds halda menn þvi fram að Ungverjalandsheim- sóknin hafi verið ákveðin löngu áður en SALT-fundurinn i Vinar- borg bar á dagskrá. Margir ætla bó. að hún sé fyrst og fremst farin FRA BORGARBOKASAFNI Hljóöbókasafnið veröur lokað til 11. júní n.k. Verður þá opnáö í Hólmgarði 34. Opið mánudaga — föstudaga kl. 10-4 Heimsendingaþjónusta á prentuðum bókum við fatlaða og aldraða verður áfram í Sólheimasafni, simi 83780. Símatími mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12. BORGARBÓKAVÖRÐUR til þess að sýna að læknar Kreml- verja séu vissir um, að Brezhnev hafi heilsu fyrir hvorutveggja. Fréttir af heimsókn Titós Júgóslaviuforseta til Moskvu (dagana 16.-21. mai) þykja líka bendatil þess aö Brezhnev geti vel tekist á hendur langar og strang- ar viðræður um erfiö málefni. Að visu virtist Brezhnev með dauf- ara yfirbragði þegar hann tók á móti Tító á flugvellinum, en föru- nautar Titós sögðu eftir ferðina að dagana á eftir hefði forseti Sovétrikjanna leikið á als oddi og hvergi hlift sér. Frá öðrum heimildum hafa menn það að Brezhnev hafi verið ólikt hressari meðan á heimsókn Titós stóð, heldur en tveim vikum fyrr, þegar hann gegndi gest- gjafaskyldum sinum við Valery Giscard d’Estaing Frakklands- forseta. Var frönsku gestunum um og ó. Spurningin um heilsubrest Brezhnevs hefur brunnið á vörum manna frá þvi á siðasta ári þegar aðstoðarmenn hans þurftu að hjálpa honum úr sæti eftir við- ræöur við Kekkonen Finnlands- forseta og eftir að menn tóku eftir fjarveru Brezhnevs við ýmis opinber tækifæri. En i Sovét- rikjunum heyrist ekki á þetta mál minnst i fjölmiðlum, enda er heilsufar ráðamanna í Kreml jafn heilagt og einkalif þeirra sem aldrei ber á góma i sovéskum blöðum. Sovéskir embættismenn og blaðamenn bregðast oft gram- ir við ef vestrænir fréttamenn færa slik mál i tal við þá. Þrátt fyrir miklar vangaveltur á vesturlöndum um heilsufar Brezhnevs slðustu árin og hvað aö honum ami þar sem ýmsar get- gátur hafa skotiö upp kollinum um hina alvarlegustu sjúkdóma, þá hallast menn orðiö að þvi að i rauninni þjaki hann ekkert annað en gliman við Elli kerlingu. Meðal erlendra sendifulltrúa I Moskvu er þaö þó hald margra aö hann sé haldinn veiki sem komi niöur á mæli hans og heyrn, svo aö hann heyrist vera drafandi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.