Vísir - 31.05.1979, Síða 9
' 9
VlSIR
Fimmtudagur
31. mai 1979
Asgeir Guömundsson segir þaö furöulegt, aö ráöist skuli á garöinn þar sem hann sé lægstur og skólatlmi
skertur á því skólastigi, sem leggi grunninn aö frekari skólagöngu alls þorra ungmenna.
Spara, spara
Ekki hefur farið fram hjá
neinum sem kominn er til vits
og ára að nú skal spara meðal
opinberra stofnana. Ráðuneytin
hafa eitt með öðru fengið fyrir-
mæli um að draga úr rekstrar-
útgjöldum samkvæmt ákvörðun
Alþingis með samþykkt fjár-
laga rétt fyrir jólin. En eitthvað
hefur gengið erfiðlega að fá
sparnaðaráætlanir frá einstök-
um ráðuneytum og furðar
engan þvi flest eru þau sjálfsagt
fjárvana stofnanir.
Viðmiðunarstunda-
skráin.
Eins og önnur ráðuneyti hefur
menntamálaráðuneytið einnig
kynnt sinar sparnaðarráð-
stafanir og sent skólum landsins
nýverið i formi viðmiðunar-
stundaskrár.
Vægast sagt gekk sú fæðing
erfiðlega og langt liðið vors er
hún birtist embættismönnum
fræðslukerfisins, sem þurftu á
þvi plaggi að halda til að undir-
búa komandi skólaár löngu fyrr.
Það að fæðingin gekk illa á
rætur að rekja til þess að af litlu
er að taka i stundaskrá skól-
anna á grunnskólastigi. Er
furðulegt að ráðist skuli á garð-
inn þar sem hann er lægstur og
skólatimi skertur á þvi skóla-
stigi sem leggur grunninn að
frekari skólagöngu alls þorra
ungmenna. A þessu skólastigi
hafa orðið stórfelldar breyt-
ingar á seinasta áratug með
nýjum og/eða breyttum náms-
greinum og áherslu á breytt
vinnubrögð. Þess er krafist af
skólunum að þeir sinni fjölda
námsþátta sem enga tima hafa
á viðmiðunarstundaskrá s.s.
umferðarfræðslu, heimilisfræði,
fræðslu um skaðsemi tóbaks og
áfengis, slysavörnum o.fl. o.fl.
Allir viðurkenna að þessir þætt-
ir eru nauðsynlegir, en til að
sinna þeim er tekið af öðrum
námsgreinum skólanna. En
ekki verður endalaust tekið af
þvi sem litið er og hollt er að
minnast þess að þetta er þriðja
árið i röð sem skorið er af tim-
um til grunnskólans.
Óskemmtilegt verkefni
Kunnugt er að það þvældist
lengi fyrir ráðherra og
embættismönnum ráðuneytis-
ins að koma sér niður á niður-
skurðarformið enda óskemmti-
legtverkefni. Voru uppi margar
tillögur og sumar hverjar miklu
róttækari en niðurstaðan varð
og má vafalitið þakka það
embættismönnum ráðuneytis-
ins og námstjórum að niður-
skurður varð þó ekki meiri.
Aðrar leiðir til
sparnaðar i skólakerf-
inu
Skerðing á timamagni til
skólahalds snertir flesta nem-
endur skólans meira eða minna
og rýrir möguleika skólanna á
fjölþættu innra starfi og um-
fjöllun um mörg skráð og
óskráð verkefni sem hafa enga
sérstaka tima á viðmiðunar-
stundaskrá. Þessar 200
milljónir hefði sem best mátt
spara með lagfæringum á
skólaskipulagi, sem viða um
land er þörf á að breyta ef
marka á ýmsar upplýsingar
sem liggja á lausu i ráðuneyti og
annars staðar.
Það verður örugglega ekki
laust i hendi að fá umrædda
tima aftur til skólahaldsins ef
taka á mið af rikjandi ástandi i
peningamálum og þeim skoð-
unum sem þvi miður margir
háttvirtir þingmenn hafa á
skólahaldi og skólastarfi.
Það héfur þvi miður oft sýnt
sig i umræðum um skólamál á
Alþingi og á opinberum vett-
vangi að skólastarfið á sér fáa
formælendur i röðum stjórn-
málamanna.
• Skeröing á timamagni skól-
anna er að bita höfuöiö af
skömminni. Þaö sem þjóöfélag-
ið þarfnast i dag er aö skólarnir
veröi hæfari til aö aö sinna
náms- uppeldis-og félagsþörfum
nemenda....
Eiginhagsmunapólitik
eða skjólstæðingar
I umræðum um starfið i skól-
um hafa skólamenn orðið sjálf-
skipaðir verjendur litilmagn-
ans, nemenda, sem ekki geta
borið hönd fyrir höfuð sér.
Ekkert annað „organ” i landinu
tekur þetta verkefni að sér. For-
eldrafélög eru aðeins við ein-
staka skóla og ekkert samband
á milli þeirra og þvi hefur farið
svo að nemendur verða eins-
konar skjólstæðingar skóla-
manna.
Illar tungur segja að öll þessi
barátta kennara sé i eiginhags-
munaskini en þar vaða menn i
villu.
Barátta kennara og annarra
skólamanna hefur fyrst og
fremst beinst að þvi að gera
skólann að betri vinnustað þar
sem hægt væri að veita nem-
endum betri skilyrði til náms og
þroska, hverjum við sitt hæfi.
Nú er enn eitt skrefið stigið til
baka.
Það er timi til kominn að
þjóðfélagið færi að skilja þýð-
ingu góðs skóla fyrir uppvax-
andi æsku og að ráðamenn setji
fram stefnumið i samræmi við
það.
Alþingi gæti t.d. samþykkt að
taka eitt eða tvö happdrættislán
til að gera skóla landsins viðun-
andi i búnaði og byggingu.
Háttvirtir
alþingismenn
Hvernig væri nú á ári barnsins
að þið ákveðið að gera 10 ára
framkvæmdaáætlun um bættan
aðbúnað i skólum. Þið hafið enn
möguleika á haustþingi 1979 i
formi þingsályktunartillögu
sem gæti hljóðað svo: Alþingi
ályktar að fela rikisstjórninni
að láta semja 10 ára fram-
kvæmdaáætlun er miði að þvi að
bæta skólahald i landinu i sam-
ræmi við markmið grunnskóla-
laga, framhaldsskólalaga og
námskár i næstu framtið.
Þörf er fyrir einsetinn skóla,
hæfilegan nemendaf jölda i
deild, skóladvöl fyrir nemendur
með sérþarfir i almenna skóla-
kerfinu, bættan tækjabúnað,
samfellda skóladvöl, sálfræði-
og sérkennsluþjónustu, bættan
hag kennaramenntunar, aukinn
námstjórnarþátt, eflda skóla-
rannsóknadeild öfluga náms
gagnamiðstöð, aukið félags-
málastarf o.s- frv.
Já, lesandi góður, það er af
nógu að taka.
Skerðing á timamagni skól-
anna nú er að bita höfuðið af
skömminni.
Það sem þjóðfélagið þarfnast
i dag er að skólarnir verði hæf-
ari til að sinna náms-, uppeldis-
og félagsþörfum nemenda og
það verður ekki gert með þvi að
skera niður fjármagn til þeirra.
HATfB ANDAHS
1 kirkjulegri merkingu er
Hvitasunnan hátið andans. Hún
er haldin til að minnast þeirra
atburða, sem segir frá i 2. kap.
Postulasögunnar. En það er
engu likara en þessi hátiö vors-
ins og hækkandi sólar sé að
fjarlægjast sitt upphaflega til-
e£ni og tilgang og snúast að
veraldlegri viðfangsefnum —
jafnvel enn frekar en sagt
verður um aðrar hátiðir og
helgidaga, sem rót sina eiga að
rekja til Kristindómsins og
uppruna hans.
En hvað um það — höldum
okkur við andann — hinn
heilaga anda Hvitasunnunnar,
sem postularnir fengu sendan tii
að styrkjast i trú sinni og til
þess að á þeim rættist fyrir-
heitið, sem þeim hafði verið
gefið: Þér munuð öðlast kraft,
er heilagur andi kemur yfir
yður.
Og sannarlega fengu þeir
þennan kraft. Um það ber
Postulasagan glöggt vitni.
Undir sigurfána andans gengu
hinir fyrstukristnu fram i krafti
trúar sinnar á Drottin sinn og
frelsara Hann hafði birst þeim
lifandi eftir kross-dauðann og
leitt i ljós lif og ódauðleika.
Fyrirnáðarverkanirþessaanda
létu þeir að orðum Péturs i
Hvi'tasunnuræðunni, þar sem
segir: Látið frelsast frá þessari
rangsnúnu kynslóð. Andinn
heilagi tók sér bústað i hjörtum
þeirra og fyllti þau slikum eld-
móði, slikri sannfæringu um
sigurafl kristindómsins aö jafn
hátt sem lagt mátti vikja fyrir
kraftinum þeim. —
Siðan þetta var, hefur mikið
vatn til sjávar runnið.
Margar stefnur hafa sprottið
upp — ýmsar breytingar i
margskonar anda. Sumar hafa
átt sér langan aldur — aðrar
orðið skammlifar. Og gagnið?
Ýmsar hafa komiö miklu góðu
til leiðar, aörar einskis nýtar,
sumar orðið til óþurftar — allt
eftir þvi I hvaöa anda hefur
verið unnið.
Nýlega las sá, er þetta ritar,
grein eftir gamalreyndan
félagsmálamann, sem hann
hafði ritaði tilefni af hátiöisdegi
verkalýösins. Þar fjallar höf-
undur um þrjár félagsmála-
hreyfingar, sem eflaust hafa —
hver með sinum hætti verið
einna áhrifarikastar i þróun
þjóðmála hér á landi á þessari
öld.—
I ljósi þess, sem nú er að
gerast og þess ástands sem
skapast hefur i þjóðmálum
samtimans fellir greinarhöf-
undur svofelldan dóm:
öldfélagshyggjunnar er liðin.
Allur glæsibragur er nú af
starfi ungmannaféiaganna.
Séra GIsli
Brynjólfsson
skrifar.
H ■ M ■■ tm I
Samvinnuhreyfingin er ekki
lengur til.
Sú verkalýðshreyfing, sem
lifði blómaskeiö sitt á fyrri hlutE
20. aldarinnar, er nú i dauða-
teygjunum.
Ef til vill kann mönnum þykja
hér all fast að orði kveöið. En
næsta athyglisverð hljóta þau
að vera þessi orð fyrir hvern
hugsandi Islending. Eðlilegt er,
að hreyfingar og félög risi og
starfi, hnigi og hverfi.
En öll þessi félagssamtök,
sem að ofaneru talin — þau eru
enn við lýði — En þau eru að
missa upprunalegt gildi sitt og
bera á sér feigðarmörkin að
dómi fyrmefnds greinarhöfund-
ar.
Hvers vegna?
Svarið þyrfti eflaust að vera i
löngu máli, en e.t.v. mætti i sem
fæstum orðum segja, að hug-
sjónin hefði þokað fyrir hags-
munum, baráttan um ytri kjör
ráðið meiru en innri uppbygg-
ing, holdið sigrað andann.
En hvað sem um það er, þá
ætti kirkjan að geta dregið af
þessu vissa lærdóma, minnug
þess að hún var stofnuð á hátið
andans og ætti ætið að starfa
undir merki hans og biðja:
Þinn andi Guð mitt helgi og
betrihjarta
og hreinsi það af allri villu
ogsynd,
svo höll þar inni byggi dýra
ogbjarta
er bliða sifellt geymi
Jesú mynd.