Vísir - 31.05.1979, Síða 12

Vísir - 31.05.1979, Síða 12
 VISIR Fimmtudagur 31. mai 1979 ■ÍÉÍÉÍÍÍMÉÉÉÍÉÉÉÉÍÉÍIÍHIpii ERFWLEIKAR VIÐ KROFLU ABALLEGA PÖLITÍSKIR Vísir ræöir við Gunnar inga Gunnarsson stöövarstjóra viö Kröfluvirkjun „Það veröur að gæta þess að það er ekki komið fullt álag á tækin en vélabiinaðurinn hefur reynst vel i vetur og við höfum ekki átt i neinum erfiðleikum. Það vantar bara meiri gufu”, sagði Gunnar Ingi Gunnarsson stöðvarstjóri i Kröfluvirkjun i samtali við Visi er Visismenn voru á ferðinni fyrir norðan fyrir nokkrum dögum. Vélarnar i Kröfluvirkjun voru fyrst reynslukeyrðar i einn mánuð sumarið 1977. I febrúar árið 1978 voru vélarnar settar i gang og lokaprófanir fóru fram. Siðan var tilraunarekstur á virkjuninni fram til 15. júli með 7-8 MW. Virkjunin var aftur sett i gang i lok janúar á þessu ári og hefur hún framleitt um 7-8 MW siöan en Krafla notar rúm 500 KW sjálf að sögn Gunnars. Sem kunnugt er er aðeins önnur vélasamstæðan tengd en hin stendur ósamansett i stöðvarhúsinu. Vélarnar eru hvor um sig um 30 MW Gunnar sagði að ráðgert væri að stöðva virkjunina nú i júni. Þá yrðu vélarnar teknar upp og vinnsluholur mældar. Bortæknilegur vandi „Við notum aðeins fimm hol- ur af þeim tólf sem boraðar hafa verið en þess ber að geta að tvær fyrstu holurnar voru að- eins rannsóknarholur en ekki ætlaðar til vinnslu,” sagði Gunnar. Það eru aðallega tvær holur sem gefa orku — hola 9 og 12 — en orkan er um 3 MW aö jafnaði á holu. 1 stöðvarhúsinu starfa um 15 manns, 10 vélgæslumenn, 2 verkamenn og 3 stjórnendur. Vélgæslumennirnir ganga þriskiptar vaktir og eru tveir á vakt i senn. Flestir starfs- mannanna búa i Mývatnssveit — Reykjahliðarþorpi — en einn eða tveir búa i Kröflu- búðum. „Við teljum að borholur hér á Kröflusvæðinu hafi ekki skemmst vegna jarðhræringa. Það sem hefur eyðilagt holurn- ar er að Orkustofnun hefur átt við bortæknileg vandamál að striða,” sagði Gunnar. „Það er á mörkunum að það sé rekstrargrundvöllur fyrir virkjunina eins og hun er núna, ef við undanskiljum fjármagns- kostnað, Það er ljóst að við þurfum meiri gufu og eina ráöið til þess að ná henni er að bora meira. Við viljum að það verði borað minna og jafnara.Arið 1976 voru boraðar hér 6 hoiur. Þá var rok- ið i hverja holuna á fætur ann- arri i svo miklum flýti að Orku- stofnun gat ekki notfært sér reynslu hverrar holu og lært af mistökunum þannig að sömu mistökin voru endurtekin. Barn stjórnmála- manna Það þarf um 20 til 30 holur til þess að nýta báðar vélasam- stæðurnar og mér finnst hæfi- legt að boraðar verði 3 til 4 holur á hverju ári. Ef ekkert verður borað i ár óttast ég að á næsta sumri, þeg- ar ráðamenn óhjákvæmilega horfa framr ó orkuskort i land inu, að rokið verði upp til handa og fóta og sömu mistökin gerð og árið 1976. Erfiðleikar Kröfluvirkjunar eru aðallega pólitiskir. Gallinn við stjórnvöld er fyrst og fremst ákvörðunarleysi. Krafla er nú einu sinni barn stjórnmála- mannanna og þeir eiga að bera ábyrgð á uppeldinu. Það hefur verið litið um það aö þingmenn komi á staðinn og kynni sér málin. Það er fásinna þegar búið er að leggja alla þessa milljarða i virkjunina að ekki sé reynt að afla meiri gufu til þess að nýta stöðina. Ég held að Krafla hafi sannað gildi sitt i vetur, þegar bilanir urðu á Norðurlinu. Ef við hefð- um ekki verið i gangi hefði kom- ið til stórra vandræða á mörg- um stöðum,” sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. Þegar Visismenn ræddu við Gunnar stóð siðasta skjálfta- hrina i Mývatnssveit yfir. „Viö verðum ekkert varir við þessi umbrot.” sagði Gunnar. „En óneitanlega hefur það alltaf ein» hver sálræn áhrif þegar von er næstu hrinu.en við tökum þessu ósköp rólega.” — KS. ' ; ,s.t- ^ ' ■ ' ■ ■ . VISIR Fimmtudagur 31. mai 1979 Gunnar Ingi Gunnarsson stöðvarstjóri i Kröfluvirkjun i stjórnher- bergi virkjunarinnar. Gunnar sýnir blaöamanni VIsis hiuta úr seinni vélasamstæöunni en hún var keypt tii landsins um leiö og fyrri vélin og hefur legiö i vélarsainum ónotuö siöan. A myndinni sjást stjórnlokar fyrir vél- ina. Stöövarhúsiö viö Kröflu. Myndin er tekin seint I máí og allt á kafi i snjó. Starfsmenn hafa ekki átt I neinum erfiöleikum aö komast til vinnu sinnar frá Reykjahlfö aö Kröfiu I allan vetur en snjórinn I vor hefur gert þeim erfitt fyrir. Vísismynd GVA Lesiö af hallmælinum viö Kröfiu. Hann er svo nákvæmur aö hann mælir brot úr millimetra. Brim viö ströndina I 80 km fjarlægö kem- ur fram á mælinum og hægt er aöfá hreyfingu á mælinn aöeins meö þvi aö styöja hendi fast á stöðvarhúsvegginn. Textl: Klartan Stetánsson Myndlr: Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.