Vísir - 31.05.1979, Síða 16

Vísir - 31.05.1979, Síða 16
VISLH Fimmtudagur 31. mai 1979 Um sjón: Sigurveig .lóns'Játtir Alvaran aö bakl skonslns Leikfélag Akureyrar: Skrítinn fugl — ég sjálfur Höfundur: Alan Ayckbourn Þýðandi: Kristrún Eymunds- dóttir Leikstjóri: Jill Brooke Arnason Svið: Hallmundur Kristinsson Búningar: Freygerður Magnús- dóttir Siðasta frumsýning L.A. á þessum vetri er afstaðin. Fimmta verkefni leikársins er gamanleikurinn Skritinn fugl — ég sjálfur (Absurd Person — singular) eftir Bretann Alan Ayckbourn en ég hef sannspurt frá Lundúnum að hann sé mjög vinsæll höfundur i þeim stað og ýmis verk hans á sviði þar við ágætar undirtektir. í leikskrá L.A. segir að Skritinnfuglsé eitt besta verk hans. Það er undarlegt hvað Bretar virðast standa meö báða fætur kolfasta i hjónalífsstúdfum og velta sér upp úr hjúskapar- vandamálum öðrum fremur. 1 Skritnum fugli nægja ekki færri en þrjú hjónabönd með tilheyr- andi mismunandi stórvandræð-- um. Litiö er inn hjá þrennum hjónum sem koma i heimsókn hver hjá öðrum um þrenn jól. Fyrst er komið i eldhúsið hjá smákaupmannsgreyi sem rembist við aö verða stór og hreinlætisbilaðri, einfaldri konu hans sem reynir af vanmætti sinum að gera allt sem hann heldur að geti hjálpað sér við að koma sér i mjúkinn hjá meiri mönnum. Þá er næst komið til kvenna- gullsins og misheppnaöa arki- tektsins og sálsjiirar pilluét- andi konu hans með tilheyrandi afbrýði og sjálfsmorðstilraun- um. Lokst er komið i eldhús bankastjðrans sjálfumglaða og drykkjusjúkrar konu hans. Eins og sjá má eiga persón- urnar hér við vandamál að striða og þau ekki smá. Adeila verksins er mikil, sá sem er afbrigðilegur á einhvern hátt stendur einn, afskiptaleysi, skyn- og skilningsleysi sam- ferðamannanna er algert, fals- viðmót og kurteisiskjaftæði ræður ferðinni. Enginn má vera hreinskilinn og þess vegna geta litlir kallar komið sér i þá að- stöðu að teyma aðra á asnaeyr- unum ef þeim sýnist. Þetta er brot af þvi sem ég þóttist geta séð í þessari sýningu. Þegar að er gáð virðist þetta.mun frekar harmsögulegt efni en skoplegt en það er ef til vegna þess hve vandamálin era nærtæk I nú- timasamfélagi að mér fannst óviðkunnanlegt á pörtum aö sjá þau dregin upp á svið til þess að láta hlæja að þeim. Vonandi verða þeir fleiri sem sjá alvöruna að baki skopinu en hinir sem koma, hlæja og gleyma. Gamanleikur er ekki einfalt leikform. Ef vel á að takast skiptir hraði, nákvæmni, smekkvisiog ákveðin hófstilling meira máli en hægt er að komast af með i annars konar verkum. Hættan. á ofleik og vanleik er meira en ella. Hvort sem um er að kenna frumsýn- ingarskjálfta eöa stuttum æfingatima fannst mér þetta fara nokkuð úr böndum á sýn- ingu L.A. og óþarflega mikið lagt upp út fiflalátum og billeg- um farsatrikkum (detta á rass- inn, kippa burtu stól o.s. frv.) Margir virtust þó skemmta sér hið besta og auðvitað var þarna fullt upp af ágætum bröndurum sem hægt var að hlæja að með ölium skrokknum. Svanhildur Jóhannesdóttir og Viðar Eggertsson léku kaup- mannshjónin, Gestur E. Jóns- son og Þorey Aðalsteinsdóttir arkitektinn og konu hans og Sigurveig Jónsdóttir og Theódór Júliusson bankastjorahjónin. Ég ætla ekki að tiunda frammi- stöðuhvers ogeinshérenget þó ekki stillt mig um að nefna ágæta túlkun Þóreyjar f slnu hlutverki. Þvi skilaði hún mjög vel og eðlilega. Leikmynd Hallmundar Krist- inssonar var ágæt. Það þarf heUmikla útsjónarsemi til að koma þremur heilum sviðs- myndum fyrir á litlu föstu sviði en það tókst hér. Myndirnar undirstrikuðu ágætlega þær manngerðir sem við hvert eld- hús bjuggu. I sýningarlok var kvaddur ArniValur Viggóssonsem hefur veriö ijósameistari i þúsund sýningarkvöld en lætur af störf- um að þessu verki loknu. Vist er að ekki verður auðhlaupið i skarð hans enda ekki á hvers manns færi að lýsa svið og oft mikil list. Nú er tekið til starfa leikhús- ráð hjá L.A. Með þvi geta leik- arar og starfsfólk Leikfélagsins haft áhrif á verkefnaval og aðr- ar ákvatfianir varðandi starfið og má þvi binda vonir við að lif og gróska færist á ný i leikhúsið. Máttur leikhúss getur verið mikill ef þvi er stjórnað af sönn- um metnaði en ekki öðrum hvðtum. innrðs I friðhelgi einkalffsins? Félagslegar rannsóknlr verða tll umræðu á almennum fundl á flmmtudaglnn Nokkur umræða hefur orðið i vetur um skoðanakannanir og framkvæmd þeirra. Þingmenn hafa meðal annarra látið málið til sin taka og á Alþingi hafa verið lögð fram frumvörp, þar sem gert erráðfyrirtakmörkunum á frelsi til slikra kannana. Nú hyggst Félag þjóðfélags- fræðinga efna til umræðna um málið á breiðum grundvelli á al- mennum fundi i Æfingaskóla Kennaraháskólans við Bólstaðar- hlið. Fundarefnið ber heitið: Félags- legar rannsóknir, friðhelgi einka- lifs. Ragnhildur Helgadóttir, al- þingismaður og Þorbjörn Broddason, dósait munu flytja stutt framsöguerindi og að þeim loknum verða almennar umræð- ur. Félag þjóðfélagsfræðinga hefur starfað um nokkurra ára skeið. Fyrir tveimur árum var það Félagsvisindafélag Islands, en það var stofnað með tilkomu námsbrautar i þjóðfélagsfræðum við Háskóla íslands. Félagsmenn eru nú 63 talsins. Fundurinn i Æfingaskólanum verður á fimmtudagskvöldið og hefst ki 20. Hann er öllum opinn. - SJ SUMARSYNING I ÁSGRÍMSSAFNI Arleg sumarsýning Asgrims- safns hefur nú verið opnuð og er hún 46. sýning safnsins frá stofnun þess áriö 1960. A sýningunni eru nokkur ný verk, sem safninu hafa borist. Meðal þeirra eru tvær vatnslita- myndir sem nú eru sýndar i fyrsta sinn. Aðra þeirra færði Gunnar Hjörvar safninu að gjöf, en hún er af bænum Litla-Vatnshorni i Dölum. Hin myndin er ein af stærstu vatns- litamyndum Asgrimssafns og var hún i eigu Jóns Sveinbjörnssonar konungsritara i Kaupmannahöfn. Þaðan kom myndin fyrir nokkr- um mánuðum. 1 heimili Ásgrims Jónssonar er sýning á vatnslitamyndum frá ýmsum timum, en i vinnustofunni oliumál verk og nokkrar þjóðsagnateikningar. Safnið verður opið alla daga, nema laugardaga, i júni, júli og ágúst kl. 1.30-4. unnar PRINSESS- AN FÉLL Söngleikurinn Prinsessan á bauninni á ekki langa lifdaga hér á landi. Aðsókn hefur verið með eindæmum dræm og nú hefur Þjóðleikhúsið ákveðið að á fimmtudags- kvöldið verði siðasti sýning á leiknum. Þá hefur Prinsessan aöeins verið sýnd 10 sinnum, og hafa sýningar Þjóðleikhússins vist sjaldan orðið færri á neinu öðru verki. Þær geta raunar ekki orðiö öllu færri, þvi á fyrstu 8 sýningarnar er nokk- ur hluti aðgöngumiðanna seld- ur á haustin til áskrifenda. - SJ Leikararnir fengu yfirleitt góða dóma gagnrýnenda, þótt söngleikurinn vekti litla hrifn- ingu. Hér er Sigriöur Þor- valdsdóttir I hlutveii prinsess- LJÖflATÚHLEIKAR AÐ KJARVALSSTÖflUM John Speight, baritonsöngvari og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, pianóleikari halda ljóðatónleiaka aö Kjarvalsstööum i kvöld, 3Lmai kl. 20.30. A efnisskránni eru Islensk þjóð- lög I útsetningu Þorkels Sigur- björnssonar, lög eftir Fauré og Ravel oghinn þekkti ljóðaflokkur Schumanns „Dichterliebe” við ljóö Heine. Aðgöngumiðar veröa seldir við innganginn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.