Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 31
fluttur með leiguflugi. Þetta voru um 100 manns og tugir tonna af búnaði og allt þurfti þetta að vera á réttum stað á réttum tíma. Við tók- um að okkur að púsla þessu öllu saman, sjá um tollafgreiðslu o.s.frv. Að sjálfsögðu fólst mikið hagræði í því fyrir kvikmyndafélagið að fela okkur verkið í stað þess að þurfa sjálft að skipuleggja og ráðast í svo mikla og margþætta flutninga til fjarlægs og ókunns lands.“ Getur ekki margt farið úrskeiðis við slíkar aðstæður? „Jú, blessaður vertu en við höfum lært að besta leiðin til að lágmarka óvæntar uppákomur er að skipu- leggja aðgerðirnar vel og vinna ein- göngu með góðum miðlurum er- lendis sem maður þekkir náið og hefur góða reynslu af. Þá getur maður fylgst með því hvar hver ein- asti smáhlutur er staddur og verið fljótur að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Elton John-tónleikarnir síðasta sumar eru annað dæmi um slíkan verkefnaflutning sem við tókum að okkur. Þar skipti jafnvel enn meira máli að knöpp tímaáætl- un stæðist þar sem búið var að aug- lýsa hljómleika um alla Evrópu með nokkurra daga millibili og hljóðfæri og annar búnaður varð að komast á sama tíma á áfangastað og hljóm- sveitin.“ Gleggri verkaskiptingu vantar á flutningamarkaði Þórður segist vera sæmilega sáttur við starfsumhverfi fyrirtæk- isins og segir það tvímælalaust hafa batnað á síðustu árum. „Ég tel þó að verkaskiptingin mætti vera gleggri á flutninga- markaðnum og þá á milli flutninga- fyrirtækja og flutningsmiðlana. Er- lendis ríkja skörp skil á milli þessara aðila og flutningafyrirtæk- in sjá sér hag í því að sjálfstæðar flutningsmiðlanir þrífist á mark- aðnum. Það kveður hins vegar að því hér að flutningafélögin vilji líka vera miðlanir og sjá um vöruna frá a til ö. Þetta hefur t.d. komið fram í kaupum skipafélaganna á flutnings- miðlunum hér heima og erlendis. Flutningsmiðlanir eru stærstu við- skiptavinir flutningafyrirtækjanna en þau eru jafnframt helstu keppi- nautar okkar.“ Íslandspóstur með undirboð Þórður er afar ósáttur við aukna innkomu Íslandspósts á flutninga- markaðinn og segir hann að um óeðlilega samkeppni sé að ræða. „Íslandspóstur er í síauknum mæli að hasla sér völl á flutningamarkaði innan lands og tekur m.a. að sér tollskýrslugerð á mun lægra verði en áður hefur þekkst. Það er erfitt að bregðast við slíkum undirboðum frá fyrirtækjum í eigu hins opin- bera sem brjótast þannig til áhrifa á markaði í krafti yfirburðastöðu.“ Áframhaldandi uppbygging Ársvelta fyrirtækisins er nú ná- lægt 100 milljónum króna að sögn Þórðar og telst honum til að hún hafi aukist um 70% á ári frá stofn- un. „Ég er ánægður með þennan vöxt og tel hann sýna að við erum á réttri leið. Ég byrjaði einn í rekstr- inum en nú eru starfsmennirnir sex. Álagið hér getur vissulega orð- ið mikið en ég legg áherslu á að það eigi samt að vera gaman í vinnunni. Á svo litlum vinnustað þarf hver starfsmaður að geta gengið í öll störf og því þarf að virkja hug- myndaflug allra á jákvæðan hátt. Stefnan er sú að fyrirtækið haldi áfram að vaxa og dafna án þess að glata þeirri snerpu eða hinum já- kvæða uppbyggingaranda sem hef- ur einkennt starfsemina fram að þessu,“ segir Þórður að lokum. Morgunblaðið/Golli Þórður byrjaði einn síns liðs, en nú eru starfsmennirnir sex. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 31 • AA í upplýsingatækni og hótelstjórnun (1 1/2 til 2 ár) • AA í hótelstjórnun (2 1/2 ár) • BA í alþjóðlegri hótelstjórnun og ferðaþjónustu (3 ár)* • Diplomanám í hótelstjórnun að loknu BA prófi (1 ár) IHTTI - School of Hotel Management í Sviss er vel þekktur og viðurkenndur skóli á sínu sviði. Fagmennska er ávísun á góða kennslu og gerir þig hæfan til að standast þær kröfur sem gerðar eru í alþjóðlegri hótelstjórnun og ferðaþjónustu. Nemendum frá IHTTI bjóðast atvinnumöguleikar víða um heim. Kennslan fer fram á ensku. Svissnesk gestrisni er alþjóðleg viðmiðun Lækjargötu 4 • Sími 562 2362 info@vistaskipti.is * BA gráðan er viðurkennd af Bournemouth University, Bretlandi. www.ihtti.ch N Á M Í A L Þ J Ó Ð L E G R I H Ó T E L S T J Ó R N E S S E M M 0 2 / 0 1 ENSKA ER OKKAR MÁL Julie Ingham Sandra Eaton Edward Rickson Sam Chughtai Rob Otorepec Enskuskólinn FYRIR FULLORÐNA SÉRNÁMSKEIÐ INNRITUN STENDUR YFIR - Hringdu og kannaðu málið Almenn enskunámskeið, áhersla á talmál. Umræðuhópar. Sérnámskeið fyrir byrjendur og eldri borgara. símar 588 0303/588 0305 NÁMSKEIÐIN HEFJAST 5. MARS FAXAFENI 10 FRAMTÍÐIN Póstfang: enskuskolinn@isholf.is — Heimasíða: www.enskuskólinn.is Viðskiptaenska Einkatímar Umræðuhópar FYRIRTÆKI: Bjóðum upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja. MÁLASKÓLAR Í BRETLANDI Námskeið fyrir fullorðna allt árið. Sumarskólar fyrir börn (12-16) FYRIR BÖRN Hraðnámskeið fyrir 10. bekk Sumarskóli í júní (6-12 ára)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.