Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TUTTUGASTA Íslandsmeistara- og
Reykjavíkurkeppni unglinga í
frjálsum dönsum fór fram í íþrótta-
húsi Álftamýrarskóla á föstudags-
kvöld. Um 150 keppendur á aldr-
inum 13 til 17 ára, alls staðar að af
landinu, kepptu í hóp- og ein-
staklingsdansi. Baráttan um Ís-
landsmeistaratitilinn var hörð enda
fjöldi góðra dansara sem steig á
svið þetta kvöld. 32 hópar dönsuðu
og þóttu Textíl-stelpurnar úr
Reykjavík skara fram úr og hlutu
að launum báða titlana eftirsóttu,
Reykjavíkurmeistaranafnbótina og
Íslandsmeistaratitilinn. Hópinn
skipa þær Hrefna Hákonardóttir,
Aðalheiður Jónsdóttir, Vala Védís
Guðmundsdóttir, Berglind Þóra
Pétursdóttir og Sóley Valgeirs-
dóttir. Í öðru sæti hafnaði hópurinn
Andrómeda, einnig frá Reykjavík
og því þriðja varð hópurinn Depius
frá Kópavogi. Vilhelmína Ósk Ólafs-
dóttir frá Hafnarfirði stóð uppi sem
Íslandsmeistari í flokki einstaklinga
en þar tóku 18 þátt. Önnur varð
Berglind Þ. Ólafsdóttir sem einnig
var valinn Reykjavíkurmeistari, og í
þriðja sæti hafnaði Katrín Gunn-
arsdóttir frá Reykjavík.
Keppnin í ár var sú stærsta til
þessa og aðsóknin svo mikil að hún
sprengdi utan af sér félagsmiðstöð
Tónabæjar þar sem keppnin hefur
verið haldin um áratugaskeið.
Vegna fjöldans var keppnin færð út
í íþróttahús Álftamýrarskóla þar
sem hvert sæti var skipað áköfum
stuðningsmönnum dansaranna.
Baráttan um
Íslandsmeistara-
titilinn hörð
Morgunblaðið/Kristinn
Textíl-danshópurinn kom, sá og sigraði og hlaut bæði Íslandsmeistara- og Reykjavíkurtitilinn.
Úrslit Íslandsmeistara- og Reykjavík-
urdanskeppni Tónabæjar og ÍTR
MYS ZENIT, skip íslenska sjó-
mannsins Hrafns Margeirs Heimis-
sonar, fékk brottfararleyfi frá rúss-
neskum yfirvöldum í bænum
Nevlisk á Sakhalín-eyju á fimmtu-
dag og sigldi þegar úr höfn. Hrafn
sagðist í samtali við Morgunblaðið
vera afar feginn að málið væri loks
leyst. „Útgerðin stóð heillengi í
stappi og samningaviðræðum og svo
bara eins og þruma úr heiðskíru
lofti fengum við siglingaleyfið, ég
veit ekkert hvort eða hvað þeir
borguðu eða hvernig það var – það
er best að spyrja ekkert um svona
lagað,“ sagði Hrafn og bætti við að
það besta væri að vera laus við
óvissuna sem fylgdi því að vera
kyrrsettur og vita ekkert hvað væri
framundan.
Skipið siglir nú suður fyrir Japan,
á leið sinni á veiðar, út á rækjumiðin
við Kamsjatka, en mikill hafís er á
svæðinu. Hrafn segir ísinn óvenju
mikinn enda hafi miklir kuldar verið
á þessum slóðum að undanförnu.
Hrafn sendi utanríkisráðuneytinu
símbréf fyrr í mánuðinum þar sem
hann fór fram á að borin yrði fram
kvörtun til rússneskra yfirvalda
vegna ólögmætrar handtöku þar
sem hann og japanskur skipsfélagi
hans höfðu verið teknir í vörslu yf-
irvalda yfir nótt án nokkurra út-
skýringa eða yfirheyrslu. Hann
sagði að honum hefði borist til eyrna
að lögregluforinginn, sem hafi farið
með þá félagana í „þessa umtöluðu
skoðunarferð,“ hafi fengið einhverj-
ar ákúrur frá yfirmönnum sínum.
Skipið farið frá Sakhalín-eyju
Áhöfnin fegin
að vera laus
við óvissuna
LÖGREGLAN handtók tvo menn
fyrir líkamsmeiðingar í miðbænum í
fyrrinótt. Í fyrra skiptið kýldi maður í
gegnum bílrúðu með þeim afleiðing-
um að ökumaður slasaðist og þurfti að
fá aðhlynningu á slysadeild. Þá slas-
aðist dyravörður veitingastaðar í
átökum við mann rétt fyrir klukkan
fjögur í fyrrinótt. Einnig voru tveir
menn handteknir fyrir að hafa lítil-
ræði af fíkniefnum á sér. Fátt var í
miðbænum að sögn lögreglu í fyrri-
nótt og vaktin fremur róleg.
Líkamsmeið-
ingar í bænum
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur
um farbann yfir karlmanni sem sak-
aður var um að hafa ráðist á karlmann
og veitt honum tvö stungusár með
hnífi 5. janúar sl. fyrir utan veitinga-
stað í Faxafeni. Héraðsdómur hafði
ákveðið að banna manninum för frá
Íslandi allt til 2. apríl 2001. Maðurinn
kærði til Hæstaréttar.
Í niðurstöðum Hæstaréttar segir
m.a. að maðurinn hafi um nokkurn
tíma haft hug á að halda af landi brott.
Fallist var á að nauðsynlegt væri að
tryggja nærveru hans til að ljúka
mætti rannsókn málsins og taka
ákvörðun um hvort af saksókn yrði.
Var hin kærða ákvörðun því staðfest.
Málið dæmdu hæstaréttardómararn-
ir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kol-
beinsson og Gunnlaugur Claessen.
Ákvörðun
um farbann
staðfest
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir manni sem
er borinn sökum um að hafa ásamt
öðrum manni framið rán í fjórum
söluturnum í Reykjavík, ógnað
starfsmönnum með vopnum og að
hafa gert tilraun til ráns í sölu-
turni í eitt skipti til viðbótar. Mað-
urinn var úrskurðaður í gæslu-
varðhald frá 12. febrúar sl. til 12.
mars og var úrskurðurinn kærður
til Hæstaréttar. Hæstiréttur
kemst að þeirri niðurstöðu að full-
nægt sé skilyrðum laga til gæslu-
varðhalds og var hinn kærði úr-
skurður staðfestur.
Gæsluvarð-
haldsúrskurð-
ur staðfestur
SKIPSTJÓRA- og stýrimanna-
félagið Aldan, sem er félag skip-
stjórnarmanna í Reykjavík,
Hornafirði, Þorlákshöfn og á Snæ-
fellsnesi, hefur samþykkt verk-
fallsboðun. 368 voru á kjörskrá og
157 greiddu atkvæði, eða 42,7%.
109, eða 69,4%, sögðu já við verk-
fallsboðun og 48, eða 30,6%, sögðu
nei. Verkfall hefst 15. mars nk.
hafi ekki tekist að semja fyrir
þann tíma.
Ríkissáttasemjari hafði boðað
útvegsmenn og sjómenn til fundar
í gær, en fundinum var frestað.
Aldan sam-
þykkti verkfall
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
Vátryggingafélag Íslands í tveim-
ur málum, sem snerust um hvort
ökumenn hefðu neytt áfengis eftir
slys, eða hvort þeir hefðu verið
ölvaðir þegar slysið varð.
Í fyrra tilvikinu var um það að
ræða að ökumaður missti stjórn á
bifreið, sem hann hafði tekið í
heimildarleysi. Bifreiðin valt út af
veginum og kastaðist maðurinn út
úr henni. Hann slasaðist alvarlega
og eru líkur til þess að hann verði
bundinn hjólastól það sem eftir er
ævinnar.
Maðurinn lá í vegkantinum í
fjóra tíma, en þegar lögregla kom
loks að var hann talsvert ölvaður.
Hann sagði að vegna kulda hefði
hann drukkið áfengi úr pela sem
hann var með á sér.
Hæstiréttur sagði að heimildar-
laus notkun mannsins á bifreiðinni
ætti ein og sér ekki að valda því að
slysatrygging ökumanns næði ekki
til hans. Maðurinn bæri hins vegar
sönnunarbyrðina fyrir því að ölv-
unarástand hans yrði rakið til
áfengisneyslu hans eftir slysið. Í
ljósi þess, að engin ummerki voru
um áfengisneyslu á vettvangi og
að staðhæfing mannsins um áfeng-
isneyslu eftir slysið kom fyrst
fram við skýrslugjöf í refsimáli
sem höfðað var á hendur honum,
lagði Hæstiréttur til grundvallar
að vínandinn í blóði hans hefði átt
rætur að rekja til áfengis, sem
hann neytti fyrir slysið.
Niðurstaðan var sú, að áfeng-
ismagn í blóði mannsins hefði ver-
ið slíkt er slysið varð, að sam-
kvæmt vátryggingaskilmálum ætti
hann ekki rétt til bóta úr hendi
VÍS.
Hitt málið var einnig vegna bíl-
veltu. Eftir slysið gekk ökumað-
urinn af vettvangi og lagðist til
svefns. Þegar hann fannst, fáein-
um klukkustundum síðar, var hann
talsvert ölvaður. Viðurkenndi hann
í refsimáli, sem höfðað var á hend-
ur honum, að hafa ekki neytt
áfengis eftir slysið. Í héraðsdóms-
stefnu bar hann hins vegar að
hann hefði drukkið áfengi eftir
slysið.
Ekkert studdi
fullyrðingu mannsins
Hæstiréttur sagði að maðurinn
bæri sönnunarbyrðina fyrir því að
ölvunarástand hans yrði rakið til
áfengisneyslu hans eftir slysið.
Þar sem ekkert var talið hafa
komið fram, er stutt gæti þessa
fullyrðingu hans, var lagt til
grundvallar að vínandinn í blóði
hans hefði átt rætur að rekja til
áfengis, sem hann neytti fyrir slys-
ið. VÍS var því sýknað af kröfum
hans um bætur.
Enginn bótarétt-
ur vegna ölvunarSTARFSMENN útkeyrslu-
deildar Íslandspósts eru afar
óánægðir með nýgerða kjara-
samninga Póstmannafélagsins
og Íslandspósts. Þeir krefjast
því þess að breytingar verði
gerðar til að efla þeirra hlut og
vilja að sérstaklega sé samið við
þá. Þetta er meðal þess sem kom
fram á fundi sem starfsmenn
deildarinnar boðuðu til í gær.
Starfsmennirnir vilja hærri laun
vegna aukinnar ábyrgðar, meiri
orlofsréttindi og styrki til vinnu-
fatakaupa. Þetta mun að sögn
fundarmanna auka stöðugleika
innan deildarinnar en meðal-
starfsaldur þar er mjög stuttur.
„Við öxlum mikla ábyrgð í
starfi, meðal annars flytjum við
oft háar peningaupphæðir, posa-
vélar og ábyrgðarsendingar frá
fyrirtækjum og stofnunum, og
það er okkar réttur að þessi
ábyrgð sé metin að verðleikum,“
sagði Matthías Freyr Matthías-
son, einn forsprakka fundarins.
Póstmenn
óánægðir
með kjörin
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
SLÖKKVILIÐ þurfti að dæla upp
vatni sem lekið hafði í íbúð í Norð-
urmýri í Reykjavík um klukkan eitt í
nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn
var þriggja sentimetra djúpt vatn á
eldhúsgólfi íbúðarinnar og urðu tals-
verðar skemmdir af völdum lekans.
Vatnsleki í íbúð
♦ ♦ ♦
STUTT