Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/2–10/2  ÚTVEGSMENN hafa í undirbúningi að boða verkbann á þá sjómenn sem ekki hafa samþykkt verkfall 15. mars nk. Frið- rik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta gert svo útvegsmenn lendi ekki í því að vera með hluta áhafnar á launa- skrá en skipin bundin við bryggju vegna verkfalls.  LAGIÐ I’ve Seen it All eftir Björk, Sjón og Lars von Trier úr myndinni Myrkradansarinn hefur verið tilnefnt til Ósk- arsverðlauna. Meðal ann- arra tónlistarmanna sem tilnefndir eru í sama flokki eru Bob Dylan, Sting og Randy Newman.  BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hækka gatnagerðargjöld í Reykjavík frá 7,1% upp í 22,5% eftir því hvernig íbúðarhús er um að ræða. Þrátt fyrir hækkunina er langt frá því að gatna- gerðargjöld standi undir kostnaði við gatnagerð í borginni.  UM 150 íbúðir í félags- lega íbúðakerfinu staðið tómar á landsbyggðinni í meira en sex mánuði. Að- allega er þetta á Vest- fjörðum, Austfjörðum, auk Vestmannaeyja, þar sem atvinnuástand hefur verið bágborið að undanförnu.  FÓLKSBIFREIÐAR eru orðnar fleiri en íbúar í landinu með ökuskírteini. Í lok árs í fyrra voru skráðar 158.936 fólks- bifreiðar í landinu og 152.493 íbúar með öku- skírteini. 98,56% hlutur í Kísiliðjunni seldur ALLIED EFA hefur keypt 98,56% hlut í Kísiliðjunni í Mývatnssveit af ríkinu og Celite Corporation fyrir um 130-40 milljónir króna. Nýir eigendur hyggjast stofna félagið Promeks á Ís- landi um kaup á Kísiliðjunni og eiga þar og reka kísilduftsverksmiðju. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra, kvaðst bjartsýn á að með þess- um breytingum skapist tækifæri til atvinnuuppbyggingar í Mývatnssveit. Truflanir á alþjóðlegu flugi ekki liðnar ALÞJÓÐA flugmálastofnunin, ICAO, hefur sent samgöngumálaráðherra bréf þar sem kemur fram að ekki verði liðnar truflanir á alþjóðlegu flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið og að end- urteknar truflanir muni leiða til þess að flugumferðarþjónusta verði tekin úr höndum Íslendinga. Bréfið var sent í kjölfar þess að Þorgeir Pálsson flug- málastjóri sendi ICAO bréf þar sem hann tilkynnti um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra. Þróun á lyfjum gegn geðklofa og æðakölkun hafin ÍSLENSK erfðagreining og F. Hoff- mann-La Roche hafa tilkynnt nýjan áfanga í rannsóknarsamstarfi fyrir- tækjanna í erfða- og lyfjafræði. Hjá Roche er hafin þróunarvinna við ný meðferðar- og greiningarúrræði sem beinast að sjúkdómsþáttum sem vís- indamenn ÍE hafa uppgötvað í geð- klofa og æðakölkun. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði þetta vera í fyrsta skipti sem rannsóknir ÍE skila þeim árangri að komnar séu þær líffræði- legu forsendur sem Roche þarf á að halda til að geta farið að þróa lyf. INNLENT Samið um samsteypu- stjórn í Ísrael EHUD Barak, starfandi forsætisráð- herra Ísraels, og Ariel Sharon, verð- andi forsætisráðherra, náðu sam- komulagi til bráðabirgða á föstudag um samsteypustjórn Verkamanna- flokksins og Likud, hægriflokks Shar- ons. Barak kvaðst vona að hægt yrði að skýra forystu Verkamannaflokksins frá endanlegu samkomulagi eftir helgi. Hermt var að samið hefði verið um að Verkamannaflokkurinn tæki að sér ráðuneyti varnarmála og utanríkis- mála. Sharon bauð Barak embætti varnarmálaráðherra. Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og flokksbróðir Baraks, segist vera reiðubúinn að gegna embætti í sam- steypustjórninni. Mikil sorg og reiði ríkir meðal al- mennings í Ísrael eftir að palestínskur bílstjóri varð átta manns að bana með því að aka rútu inn í hóp af fólki á bið- stöð nálægt Tel Aviv á þriðjudag. Dag- inn áður beið einn af yfirmönnum líf- varða Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, bana í árás ísraelska hersins. Flugskeytum var skotið úr herþyrlu á bifreið hans. Mannskæður jarð- skjálfti í El Salvador AÐ MINNSTA kosti 274 manns létu lífið í jarðskjálfta sem reið yfir El Salvador á þriðjudag. Óttast er að tala látinna hækki þar sem tuga manna er enn saknað. Meira en 2.400 manns slösuðust í skjálftanum sem mældist 6,6 stig á Richters-kvarða. Skjálfta- miðjan var aðeins 20 km frá höfuð- borginni San Salvador. Rúmlega 15.000 íbúðarhús eyðilögð- ust í skjálftanum og um 123.000 manns misstu heimili sín. Réttum mánuði áð- ur létu a.m.k. 844 El Salvadorbúar lífið í skjálfta sem mældist 7,6 stig.  BANDARÍSKA geim- farið NEAR lenti á mánu- dag á smástirninu Eros sem er um 314 milljón km frá jörðu. Er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem geimfar lendir á smástirni.  NIÐURSTÖÐUR fyrstu rannsókna vísindamanna á genamengi mannsins benda til þess að fjöldi gena í mannsfrumunni sé mun minni en áður var tal- ið, eða um 30.000. Aðeins nokkur hundruð gen í manninum virðast ekki eiga sér samsvörun í gena- mengi músarinnar.  ALRÍKISLÖGREGLAN í Bandaríkjunum, FBI, og alríkissaksóknari í New York hafa hafið rannsókn á því hvort annarlegar ástæður hafi legið að baki sakaruppgjöf sem Bill Clinton veitti kaupsýslu- manninum Marc Rich á síðasta degi sínum í emb- ætti forseta. Rich flúði til Sviss vegna ákæru um skattsvik.  STUÐNINGUR við Framfaraflokkinn í Noregi mældist 6% minni, eða 17,1%, í fyrstu skoð- anakönnuninni sem gerð var eftir að tvær konur sökuðu tvo frammámenn í flokknum um nauðgun.  VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslavíu, sagði á þriðjudag að verið væri að semja lagafrumvarp um samvinnu við stríðs- glæpadómstólinn í Haag sem gæti heimilað framsal grunaðra stríðsglæpa- manna. ERLENT SÍÐUSTU fjögur árin hafa fleiri konur en karlar innritast í lækna- deild Háskóla Íslands og á síðasta hausti voru þær tvöfalt fleiri en karl- arnir, 142 á móti 71. Brautskráðir læknar hafa aftur á móti verið fleiri úr hópi karla flest ár frá 1982 með tveimur undantekningum og eitt árið var fjöldi kynjanna jafn. Þetta er ný þróun þar sem karlar hafa verið í meirihluta í læknanámi og meðal starfandi lækna. Fjallað er um konur í læknastétt í síðasta hefti Læknablaðsins og er þar annars vegar greint frá starfi Félags kvenna í læknastétt sem stofnað var í maí 1999. Hins vegar ritar Guðrún Agnarsdóttir læknir grein þar sem hún segir meðal ann- ars að brýnt sé fyrir Læknafélag Ís- lands, Háskóla Íslands og heilbrigð- isþjónustuna að bregðast við þeim öru breytingum sem eru að verða á nýliðun í læknastétt og móta stefnu til að tryggja læknum jafnrétti til að nýta menntun sína og samfélaginu öruggt framboð á læknisþjónustu. Konur í færri stjórnunarstöðum en karlar Í samtali við Morgunblaðið segir Guðrún að þar sem farið sé að bera á læknaskorti í ákveðnum greinum þurfi að gæta að því að menntun allra lækna nýtist sem best og að þeir fái jafnframt að nýta menntun sína í samræmi við óskir sínar. Hún segir ljóst að konur rati ekki enn í stjórn- unarstöður í eins miklum mæli og karlar. Bendir hún á það í grein sinni að aðeins 5% kvenna hafi gegnt stöðum yfirlækna og forstöðulækna hjá Landspítalanum við lok síðasta árs. Hlutfall kynjanna sé mun jafnara í stöðum aðstoðarlækna með 45% kvenna og 55% karla og deildar- lækna þar sem konur eru í 41% staða og karlar í 49%. „Það er staðreynd að á sama skeiði ævinnar, þegar flestir hasla sér völl og fóta sig á starfsvettvangi lækn- isfræðinnar, eiga flestar konur börn sín. Starfsþjálfun og sérmenntun er því oft undir miklu vaktaálagi og fjar- vistum frá heimili fyrir unga foreldra og veldur aukaálagi á margar konur í læknastétt. Það kann líka að móta að einhverju leyti val þeirra á sérgrein- um en það er hins vegar mikilvægt fyrir samfélagið að vel sé skipað í all- ar sérgreinar til að tryggja góða heil- brigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Við þurfum að finna leiðir til að styrkja fólk í starfi þannig að það geti notið sín og nái betri fótfestu. Við þurfum að huga að því hvort konur nýtast nógu vel á öllum tíma starfsævi sinn- ar.“ Í þessu sambandi sagði Guðrún mikilvægt að heilbrigðisstofnanir eins og fyrirtæki almennt sýndu ákveðinn sveigjanleika t.d. varðandi vinnutíma, vinnuhlutfall og fleira til að mannauður nýttist sem best hverju sinni. Hún sagði hlutfall kvenna í læknanámi sífellt hækka, þær yrðu brátt jafnmargar og karlar og kannski fleiri en þeir í framtíðinni. Búast mætti því við að þær skiluðu sér enn betur til starfa á næstu árum. „Það er nauðsynlegt að huga að þeirri öru breytingu sem framundan er til að auðvelda hana og það er far- sælla ef menn sjá hana fyrir og huga að stefnumótun. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera vakandi gagnvart þess- ari þróun og það skiptir ekki síður máli varðandi val lækna á sérgrein- um. Bæði kynin þurfa að ná farsælu jafnvægi í þessum efnum, að læknar fái að njóta þess að vera bæði feður og mæður auk þess að starfa sem læknar og nýtast samfélaginu á þann hátt.“ Um 80 konur í Félagi kvenna í læknastétt Fram kemur í viðtali við Ólöfu Sig- urðardóttur, formann Félags kvenna í læknastétt, að um 80 konur séu í félaginu og sýni undirtektir að þörf fyrir félagið hafi verið orðin brýn. Hún segir markmið félagsins fyrst og fremst að efla konur í stéttinni, auka samvinnu þeirra, halda uppi umræðu um málefni þeirra og standa vörð um stéttarhagsmuni og fjár- hagslega hagsmuni kvenna í stétt- inni. Ólöf segir starfið byggjast á vinnuhópum og sé einn m.a. að skoða stöðu kvenna í læknastétt. Fyrri hluta síðasta árs voru á Íslandi 958 læknar 70 ára eða yngri, 751 karl og 207 konur. Fleiri konur en karlar innritast í læknanám ÞEIR tóku á því, þessir kappar á Hafnarfjarðarhöfn á dögunum þeg- ar þeir unnu við vírasplæsingar í vetrarnepjunni. Splæsingin getur kallað á átak og þarf þá að beita kröftum til handa jafnt sem fóta. Morgunblaðið/Ómar Splæsing með tilþrifum Gatnagerðargjald Mismun- andi grunn- ur fyrir innheimtu MJÖG er mismunandi á hvaða grunni gatnagerðargjöld eru inn- heimt í sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu og því ekki alltaf einfalt að bera saman kostnað í þeim efnum milli sveitarfélaganna. Í Reykjavík og Garðabæ er miðað við stærð hús- næðis í fermetrum, í Kópavogi er miðað við stærð húsnæðis í rúm- metrum og í Hafnarfirði og Mos- fellsbæ er miðað við lóðastærð. Á borgarráðsfundi í vikunni var ákveðið að hækka gatnagerðargjöld og nemur hækkunin 7,1% til 22,5% eftir tegund húsnæðis. Fram kom jafnframt í tillögu borgarverkfræð- ings af þessu tilefni að langt sé frá því að gatnagerðargjöld standi undir kostnaði við gatnagerð í borginni. Svo dæmi séu tekin þá er verið að innheimta eftir hækkun 11.470 kr. á fermetra í einbýlishúsi, 7.876 kr. á fermetra í raðhúsi, parhúsi, tvíbýlis- og keðjuhúsum, 3.747 kr. á fermetra í fjölbýlishúsum og 6.500 kr. á fer- metra í í öðru húsnæði. Í lögum um gatnagerðargjald seg- ir að við ákvörðun gjaldsins skuli miða við lóðarstærð, rúmmál húss og/eða flatarmál húss samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Gjaldið megi vera mismunandi eftir notkun lóðar, t.d. eftir því hvort um sé að ræða lóð fyrir íbúðarhúsnæði, versl- unarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði o.s.frv. Þá megi gjald af lóð fyrir íbúðarhúsnæði vera mismunandi eft- ir því hvort um er að ræða lóð fyrir einbýlishús, raðhús, fjölbýlishús o.s.frv. Gatnagerðargjald, sem mið- að sé við stærð byggingar, geti af hverjum rúmmetra eða fermetra numið allt að 15% af heildarbygging- arkostnaði samsvarandi einingar í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann sé hverju sinni samkvæmt byggingar- vísitölu og gatnagerðargjald, sem miðað sé við stærð lóðar, skuli ekki vera hærra en ef það væri miðað við stærð byggingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.