Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ S AMVINNA á sviði menn- ingarmála tók að þróast innan Evrópusambands- ins í byrjun 8. áratugarins þótt hennar væri hvergi getið í formlegum sáttmálum þess. Meðal fyrstu verkefna voru Evrópu- hljómsveit æskunnar, sem stofnuð var árið 1976, og menningarborg Evrópu, sem í fyrsta skipti var út- nefnd árið 1985. Í kjölfar aukins stjórnmálalegs- og efnahagslegs samruna á níunda og tíunda ára- tugnum jókst áhugi ráðamanna á að efla enn frekar samskipti landanna á sem flestum sviðum mannlífsins. Eftir gildistöku Maastricht-sáttmál- ans árið 1993 hófst síðan víðtækt samstarf á vettvangi menningarmála þar sem markmiðin voru þríþætt:  Að styrkja menningarflóru aðild- arríkja Evrópusambandsins en virða á sama tíma margbreytileika í menningu þjóða og landsvæða.  Að virkja sameiginlegan menning- ararf Evrópu.  Að styðja menningarsamvinnu við ríki utan Evrópusambandsins og ýmis alþjóðasamtök. Menningarsamstarf Evrópuríkja felur eingöngu í sér fjölþjóðlega samvinnu sem þýðir að Evrópusam- bandið sjálft getur engar ákvarðanir tekið sem bindandi eru fyrir þátt- tökuríkin. Er það því hrein viðbót við menningarstefnu einstakra aðildar- ríkja. Samstarfið byggist fyrst og fremst á áætlunum sem settar eru fram til nokkurra ára í senn en við Íslendingar erum fullgildir þátttak- endur í þeim á grundvelli samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið. Fjórar af umræddum áætlunum, Raphaël, Arianne, Kaleidoscope og Connect, runnu skeið sitt á enda í árslok 1999 og ekki er hægt að segja annað en hlutur Íslendinga hafi verið mjög góður, enda hlutu verkefni með íslenskri þátttöku samtals um 100 milljónir íslenskra króna í styrki. Íslendingasögurnar þýddar á ensku Með Raphaël-áætluninni voru þátttökuríkin hvött til ýmiss konar samvinnu, miðlun þekkingar, reynslu og verklags sín á milli til verndunar evrópskrar menningar- arfleiðar. Stuðningur var m.a. veitt- ur til alþjóðlegrar samvinnu á menn- ingarsviðinu, til rannsókna, starfsþjálfunar og nýsköpunar, auk þess sem sett voru upp samevrópsk samstarfsnet. Þar að auki var leitast við að bæta almennan aðgang að hin- um evrópska menningararfi, auka fræðslu og aðra kynningu. Á milli 1996 og 1999 hlutu fimm verkefni með íslenskri þátttöku styrki úr Raphaël, þ.á m. Byggðasafn Hafn- arfjarðar fyrir verkefnið Ísland í 1200 ár. Ariane-áætluninni var m.a. ætlað að efla þýðingar á nútímabókmennt- um, leikritum og fræðiverkum og einnig voru fjárstyrkir veittir til kynningar á evrópskum bókmennt- um. Stuðlað var að bættum aðgangi að bókmenntaverkum og auknum al- mennum áhuga á bókalestri auk þess sem stutt var við þjálfun þýðenda og annars fagfólks. Frá 1996 til 1999 hlutu níu íslensk verkefni styrk úr Ariane og eitt samvinnuverkefni var unnið í fjölþjóðlegri samvinnu. Með- al íslenskra styrkþega má nefna út- gáfufyrirtækið Leif Eiríksson, sem hlaut styrk til þýðingar Íslendinga- sagna á ensku. Á sama tíma fengu erlend útgáfufyrirtæki styrki til þýð- ingar 10 íslenskra skáldverka á önn- ur evrópsk tungumál. Kaleidoscope-áætluninni var kom- ið á fót til að breiða út evrópska menningu og ýta undir menningar- leg samskipti Evrópubúa. Einnig var henni ætlað að auka kynningu á þeim listgreinum sem hún náði til, þ.e. byggingarlist, dansi, högg- myndalist, hönnun, leiklist, ljós- myndun, margmiðlun, myndlist, óp- erum og annarri tónlist. Styrkir voru veittir til ýmissa menningarvið- burða, þjálfunar listamanna og fag- fólks sem og listrænna og menning- arlegra samstarfsverkefna, er byggðust á samvinnu aðila frá þrem- ur eða fleiri ríkjum. Fjögur íslensk verkefni hlutu styrki úr Kaleido- scope-áætluninni og voru þau unnin af Íslenska dansflokknum, Skemmti- húsinu, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og leikhópnum Á senunni. Connect-áætluninni var ætlað að tengja saman nútímatækni og mennta- og menningarstarfsemi í álfunni. Verkefninu ,,Raddir Evr- ópu“ sem Reykjavík, menningar- borg Evrópu árið 2000, stóð m.a. að, var úthlutað hæsta styrk sem veittur var úr þeirri áætlun, 350.000 evrur. Þar að auki hefur Reykjavík hlotið frekari styrki af framlagi Evrópu- sambandsins til menningarborga Evrópu árið 2000. Úr fyrrnefndum fjórum áætlunum hafa samstarfsverkefni með ís- lenskri þátttöku fengið úthlutaðrúm- um 100 milljónum króna frá árinu 1996 og hafa Íslendingar átt stjórn- arnefndarfulltrúa í þeim öllum. Ný rammaáætlun í menningu og listum Í ársbyrjun 2000 var nýrri ramma- áætlun í menningarmálum, Culture 2000, hleypt af stokkunum og þannig var fyrrnefndum áætlunum í þeim málaflokki steypt saman í eina. Cult- ure 2000 er ætlað að efla sameigin- legt menningarsvæði Evrópubúa, m.a. með því að stuðla að samvinnu milli listamanna, skipuleggjenda og stjórnenda menningarviðburða. Einnig er stuðningur veittur við starfsemi menningarneta og ann- arra menningarstofnana í þátttöku- ríkjunum. Þátttökurétt í Culture 2000 hafa öll ríki Evrópska efna- hagssvæðisins og bráðlega einnig þau ríki sem nú undirbúa inngöngu í Evrópusambandið. Samtals verða þátttökuríkin þá 31 talsins. Jafnan er sú krafa fyrir styrkveitingu gerð að verkefni feli í sér þátttöku aðila frá a.m.k. þremur þessara ríkja, þ.á m. einu Evrópusambandsríki. Á 5 ára tímabili er áætlað að úthluta samtals um 167 milljónum evra, rúmlega 13 milljörðum íslenskra króna, til ým- issa verkefna er tengjast menningu og listum. Skiptast þau í nokkra flokka sem reglulega eru endurskoð- aðir en styrkupphæðirnar eru mjög mismunandi eftir flokkum. Þó er gert ráð fyrir að þeir nemi í mesta lagi 60% af heildarkostnaði við við- komandi verkefni. Öllum þeim aðil- um sem starfa að menningu og list- um er heimilt að sækja um stuðning, en ekki eru veittir styrkir til einstak- linga. Á síðasta ári fengu verkefni með íslenskri þátttöku úthlutaðar tæpar 70 milljónir úr umræddri Culture 2000. Hér á landi hefur upplýsingaþjón- usta menningaráætlunar Evrópu- sambandsins, Cultural Contact Point á Íslandi, verið rekin frá því 1. september 1996 og sér um hún al- menna ráðgjöf, kynnir umsóknar- fresti og verkefni menningaráætlun- arinnar. Einnig veitir skrifstofan aðstoð við gerð umsóka og leit að samstarfsaðilum svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki sér upplýsinga- þjónustan um reglulega útgáfu fréttabréfa og heldur úti upplýsinga- vef á slóðinni http://www.centrum.is/ ccp. Áhugasömum skal bent á að setja sig í samband við þjónustuna varðandi þátttöku í menningaráætl- un Evrópusambandsins og allar frekari upplýsingar. Menningaráætlanir Evrópusambandsins Á síðastliðnu ári hóf göngu sína ný rammaáætlun Evrópusambandsins í menningarmálum, Culture 2000, og í byrjun þessa árs hófst næsta stig kvikmyndaáætlunarinnar, Media-plus. Þorsteinn Brynjar Björnsson segir að fastlega megi gera ráð fyrir að Íslendingar taki áfram virkan þátt í evrópsku samstarfi á umræddum vettvangi, enda hafi það reynst afar árangursríkt á undanförnum árum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Kaleidoscope-áætl- uninni var komið á fót til að breiða út evrópska menningu og ýta undir menn- ingarleg samskipti Evrópubúa. FELIX Bergsson er höfundur og að- alleikari leikritsins Hinn fullkomni jafningi, sem sýnt var fyrir stuttu hér á Íslandi sem og í nokkrum öðr- um Evrópulöndum. Hann var beðinn að segja stuttlega frá þátttöku sinni í menningaráætlun Evrópusambands- ins og samstarfi við evrópskt leik- húsfólk. „Fljótlega eftir að ég hóf að skrifa hinn fullkomna jafningja, þá búsett- ur í London, kviknaði sú hugmynd hjá okkur Kolbrúnu Halldórsdóttur að endurvinna sýninguna á ensku og leika hana utan Íslands. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sem við séum að gera í íslensku leikhúsi standist fullkomlega samanburð við margt af því besta í Evrópu, en tæki- færin til að koma verkum okkar á framfæri virtust lítil. Þó hafði ég tekið eftir ákveðinni opnun í Bret- landi, t.d. með hópum á borð við Theatre de Complicité, sem er suðu- pottur leikhússlistamanna úr allri Evrópu. Ég hafði frá upphafi leyft listrænum stjórnendum Drill Hall leikhússins í London, þeim Julie Par- ker og Mavis Seaman, að fylgjast með framvindunni og komu þær til Íslands í ársbyrjun 1999 og sáu sýn- inguna í Íslensku óperunni. Í kjölfar- ið buðu þær okkur að setja hana upp í London og þá fór boltinn að rúlla. Við höfðum einnig átt samstarf við breska listamenn við frumupp- setninguna og fór þar fremst í flokki Maggie Kinloch, leikstjóri, en hún fylgdist vel með á meðan ég skrifaði verkið og var okkur innan handar þegar æfingar hófust. Það má því segja að Evróputengingin hafi verið til staðar frá upphafi. Við hófum síð- an samstarf við leikhópinn Grímu í Færeyjum en eins og við hafa þau mikla þörf á að komast í snertingu og samstarf við erlenda listamenn. Efni leikritsins var vel til þess fallið að vekja athygli í Færeyjum, enda hefur nánast engin umræða verið þar í landi um samkynhneigð. Þriðja samstarfsleikhúsið var síðan Há- logalandsleikhúsið í Tromsö í Nor- egi þar sem Haukur Gunnarsson réð ríkjum. Við sóttum um Kaleidoscope- styrk á vordögum 1999 ásamt félög- um okkar í Bretlandi, Færeyjum og Noregi og fengum fljótlega jákvætt svar. Undirbúningur við The Per- fect Equal var settur í fullan gang og ætluðum við okkur að klára verk- efnið það sama ár. Þar sem end- anlegt svar barst þó ekki fyrr en í júlí var auðséð að við næðum ekki að sýna í öllum löndunum þremur á þeim tíma. Við fórum þó til Færeyja og Tromsö í nóvember, unnum með leikhúsfólkinu þar og sýndum við ágætar undirtektir. Í London lékum við í apríl 2000 og snerum svo aftur með sýninguna til Reykjavíkur í maí. Við fórum síðan aftur af stað nú á haustdögum og lékum í London til að svara eftirspurn, en þar hafði verið uppselt á allar vorsýning- arnar. Samtals urðu sýningarnar 42 í 4 löndum og var fjölmiðlaumfjöllun veruleg og gagnrýni mjög jákvæð. Reynslan af styrknum var að mestu leyti jákvæð og gerði hann samstarfið óneitanlega mögulegt. Þótt upphæðin hafi verið miklu hærri en við eigum að venjast hér á landi reyndist hún þó of lág þegar upp var staðið, m.a. vegna vanreikn- aðs ferða- og flutningskostnaðar. Það tók Evrópusambandið síðan næstum heilt ár að greiða styrkinn og höfðum við þegar lokið verkefn- inu er hann loks barst okkur í hend- ur í júní árið 2000. Þá hafði hann í raun dregist saman um heil 20% vegna falls evrunnar og vaxtakostn- aður vegna lána sem við urðum að taka hér heima varð einnig veruleg- ur. Mér sýnist þó að Evrópusam- bandið hafi brugðist við þeim vanda- málum sem komu upp með Kaleidescope og nýju Culture 2000 styrkirnir eru mun hærri. Styrkveitingin hafði mun fleiri já- kvæðar hliðar en neikvæðar. Við fengum tækifæri til að vinna með frábæru leikhúsfólki í þremur Evr- ópulöndum og náðum að koma list okkar á kortið, ekki einungis sem gestasýningu heldur með samstarfi við annað leikhúsfólk. Þannig kynnt- um við líka list okkar í þessum lönd- um og ég er sannfærður um að eitt- hvað mun koma út úr því. Höfum við m.a. verið í sambandi við bresku samstarfsaðilana um áframhaldandi samstarf og einnig er kvikmynda- gerð til skoðunar. Landkynningin var líka veruleg og ég fullyrði að kynningarefni hafi náð til milljóna manna. Fyrst og fremst held ég þó að sjálfstraust okkar allra sem að sýningunni stóðum hafi aukist og við vitum nú að leiklist okkar er full- komlega samkeppnishæf við það sem gerist annars staðar í Evrópu. Reynslan er dýrmæt og við vitum nákvæmlega hvernig við eigum að bera okkur að þegar við förum næst í svona samstarf. Evrópa stendur okkur opin og það er bara kjarkleysi að taka ekki fullan þátt í þeirri grósku sem er í leiklistinni og auðga hana um leið hér heima. Einangrun er einungis af hinu slæma.“ Kaleidescope og Hinn full- komni jafningi Morgunblaðið/Árni Sæberg Felix Bergsson í hlutverki sínu í eigin leikriti, Hinn fullkomni jafningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.