Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. ✝ Droplaug Páls-dóttir, fyrrum húsfreyja í Brekku- götu 25 á Akureyri, fæddist á Borg í Njarðvík við Borgar- fjörð eystri 3. mars 1911. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson, f. 7.6. 1879 í Glúms- staðaseli í Norðurdal í Fljótsdal, d. 3.12. 1948 í Hafnarfirði, og kona hans Margrét Grímsdóttir, f. 7.4. 1882 á Arnaldsstöðum í Suð- urdal í Fljótsdal, d. 21.8. 1963 í Hafnarfirði. Droplaug ólst upp á Borg, í Breiðuvík við Borgarfjörð og í Bakkagerðisþorpi til 11 ára aldurs en fór þá til Þorsteins Pálssonar og Áslaugar Maack á Reyðarfirði. Systkini Droplaugar: Guðný, f. 9.2. 1906, d. 24.1. 1997; Vilborg, f. 1.9. 1907, d. 31.10. 1999; Þorsteinn, f. 8.6. 1909, d. 12.2. 1944; Unnur, f. 3.3. 1911, d. 12.5. 2000; Magnús, f. 8.1. 1913, d. 10.11. 1948; Sigur- björg, f. 19.3. 1917, d. 1.6. 1983; Jón, f. 20.12. 1919, og Sigbjörn, f. 24.5. 1924, d. 23.6. 1955. Barn Droplaugar og Harðar Gestssonar, Margrét, f. 3.2. 1933, d. 27.1. 1934. Droplaug giftist 30. nóvember Vignir Jónsson, f. 27.3. 1939. 3) Auður, f. 10.6. 1939, maki Ágúst Þorleifsson, f. 7.7. 1930, börn: a) Elfa, f. 19.10. 1959, maki: Höskuld- ur Jónsson, f. 31.8. 1965, börn: Þóra og Pálína. b) Vala, f. 25.5. 1962, maki Ingólfur B.Æ. Sigurjónsson, f. 10.3. 1959, barn: Ágúst Ævarr. c) Arna, f. 23.1. 1964, börn: Emma og Logi. d) Þorleifur, f. 28.6. 1966, maki Heiða Björg Hilmisdóttir, f. 21.2. 1971, barn: Hilmir Jökull. e) Birna, f. 22.1. 1971, maki Pétur Guðmundur Broddason, f. 9.10. 1975, börn: Auður Kristín og Ágústa Dröfn. 4) Gerður, f. 7.6. 1941, f.v. maki Magnús Lyngdal Stefánsson, börn: a) Ólafur, f. 5.11. 1962, maki Arna Arnarsdóttir, f. 5.10. 1967, börn: Arnar, Sindri og Ólafur. b) Bára Lyngdal, f. 3.7. 1964, maki Peter Engkvist, f. 29.5. 1957, barn: Freyr, börn hennar: Þengill og Þorkell. c) Brynja, f. 8.7. 1971, maki Jón Blomsterberg, f. 20.5. 1959, börn Sunnefa Líf og Vera Sif. d) Stefán, f. 5.10. 1975, e) Magnús, f. 5.10. 1975, maki Hlíf Ís- aksdóttir, f. 13.10. 1974, barn: Bára Lyngdal. 5) Áslaug, f. 10.3. 1947, maki Jón Hjartarson, f. 6.4. 1944, börn: a) Hjörtur Heiðar, f. 14.9. 1967, maki Bryndís Snæbjörnsdótt- ir, f. 25.1. 1968, börn: Jón Halldór, Snædís Rán og Áslaug Ýr. b) Ólafur Páll, f. 19.8. 1969, maki Anna Sveinsdóttir, f. 20.2. 1970, barn: Ása. c) Frosti, f. 1.5. 1972. d) Sigríð- ur Droplaug, f. 17.9. 1972. Minningarathöfn um Droplaugu fór fram í Grensáskirkju 15. febr- úar. Útför hennar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju á morgun, mánu- daginn 19. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1937 Ólafi Magnússyni pípulagningameistara, f. 7.9. 1906 á Ketilstöð- um á Völlum, d. 17.12. 1985 á Akureyri. Börn þeirra: 1) Stjúpdóttir Ásta, f. 25.5. 1934, móðir Bjarnheiður Sigurrínsdóttir, f. 14.9. 1906, d. 2.2. 1988. Maki Guðni Valdi- marsson, f. 7.9. 1932. Börn: a) Valdimar, f. 8.11. 1957, b) Drop- laug, f. 12.12. 1959, maki Kristján Geirs- son, f. 25.5. 1963, börn: Bjarni Páll, Birkir og Anna Björk. Sonur Droplaugar er Baldvin Eyj- ólfsson, f. 12.8. 1974. c) Páll, f. 17.5. 1964, maki Sólveig Arna Jóhann- esdóttir, f. 4.6. 1965, börn: Ásta Mekkín, Guðlaug Marín og Signý Malín, d) Guðrún Anna, f. 22.5. 1972, maki Sigurjón Haukur Hauksson, f. 14.12. 1971, barn: Guðni Þór. 2) Guðrún, f. 30.11. 1936, maki 1. Geir Snorrason, f. 31.8. 1932, börn: a) Anna Lísa, f. 22.2. 1963, maki Jón Eiríksson, f. 16.2. 1964, börn: Selma Ósk og Harpa Marín. b) Hjördís, f. 12.5. 1964, maki Óðinn Birgisson, f. 18.6. 1960, börn: Róbert Aron og Tinna Líf. c) Bjarni Heiðar, f. 1.8. 1966, maki Bryndís Guðmundsdóttir, f. 10.10. 1965, barn: Arnar Darri. Sonur Guðrúnar er Ólafur Guð- brandsson, f. 12.7. 1957. Maki 2. Nú er amma Dodda dáin eftir hart- nær 90 ára fjörmikið líf. Hún átti fimm dætur og sagði mér einhvern tímann að hún hefði haft börnin fleiri ef ekki hefði verið fyrir astmann. Ég kynntist ömmu ekki náið fyrr en ég fór til Akureyrar í menntaskóla. Vissulega hafði ég þekkt hana áður, hún kom í heimsóknir austur á Klaustur og ég heimsótti hana með foreldrum mínum norður á Akureyri. En þegar ég fór til Akureyrar í menntaskóla þá heimsótti ég hana reglulega og kynntist henni mun nánar. Yfirleitt byrjaði ég á að fá kaffisopa hjá henni og leggja mig stuttan dúr. Ég fór svo í búðina fyrir hana að kaupa mjólk og sitthvað fleira, einkum súpukjöt. Þegar ég kom úr búðarferðinni undraðist hún jafnan hvað ég hafði verið fljótur, enda var ég ekki astmaveikur, og svo hrósaði hún mér fyrir hvað ég kom með mikinn afgang, enda gleymdi ég ævinlega einhverju. Svo fékk ég meira kaffi og tók kannski í spil með henni. Eitt sinn spurði hún mig hvort mig vantaði ekki tösku. Ég kvað það ekki ótrúlegt. Þá dró hún fram íþrótta- tösku sem hún hafði keypt af óskap- lega huggulegum ungum manni sem hafði bankað uppá hjá henni og var að selja töskur og fleira dót. Hún hafði boðið honum inn, gefið honum kaffi og spurt hann hverra manna hann væri. Hann átti rætur að rekja austur á land og þar með varð ekki aftur snúið. Amma vissi vel hverra manna hann var og gat sagt honum ýmsar sögur af forfeðrum hans, en þar með varð hún líka að kaupa af honum eins og eina tösku. Seinna flutti hún til Reykjavíkur. Þá var ég kominn í háskólann og var því líka í höfuðstaðnum og hélt áfram að sendast fyrir hana í búð. Ég man hins vegar ekki til þess að ég hafi keypt fyrir hana súpukjöt hér syðra, en á hinn bóginn finnst mér eins og ég hafi naumst farið í búðina öðruvísi en að kaupa kleinur, sem hún nátt- úrlega borðaði ekki sjálf, ekki nema bara svona rétt til að smakka. Það var á þessum árum sem einn kunningi minn krækti sér í stúlku sem heitir Lóa. Þetta sagði bróðir minn ömmu. Hún hugsaði sig um stutta stund og rifjaði svo upp gamla vísu sem hún kunni. Vísan er svona: Þú skalt ekki elta rjúpur upp um heiðar, heima eru götur greiðar og gott að fara á lóuveiðar. Ári síðar tók ég sjálfur saman við stúlku sem heitir Anna. Þetta sagði ég ömmu, en hún mátti þá til með að segja mér eina sögu og vísu með. Sagan var af tveimur nafnkunnum Akureyringum sem voru að labba inn Hafnarstræti einn sunnudagsmorg- un þegar þeir mættu konu sem hét einmitt Anna. Anna þessi var víst allra kvenna fegurst á Norðurlandi í þann tíma, og gott ef ekki ólofuð líka, og því varð þessi vísa til: Anna er fegurst af öllum, hún ætti að búa í höllum. Hjá Önnu vildi ég vera, vefja hana að mér bera. Væta hana tittlings tári, tvisvar sinnum á ári. Eftir að við Anna tókum saman fórum við jafnan bæði í heimsókn til ömmu. Í eitt slíkt skipti komum við að henni þar sem hún lá undir snúru- staurnum og gat sig hvergi hrært. Hún hafði hnotið um hellubrún, dott- ið og brotið handlegg og farið úr liði. Fyrst höfðum við áhyggjur af því að eitthvað fleira hefði skaddast við fall- ið, en þegar verið var að bera hana út í sjúkrabíl og hún bað mennina að doka við svo hún gæti sagt okkur að í ísskápnum væri afgangur af kjöt- súpu og sitthvað fleira sem gæti skemmst, þá var okkur ljóst að það eina sem hefði gengið úr lagi voru nokkur bein. Annað væri á sínum stað. Handarbrotið greri fljótt, en hún átti lengi í basli með liðinn, og upp úr þessu sagðist hún oft vera hætt allri handavinnu, og þó sá ég ekki betur en að milliverkin rynnu fram af heklunálunum hennar og langömmu- börnin fengju öklahosur og fleira smálegt rétt sem fyrr. En núna, sumsé, er hún hætt allri handavinnu, og núna verð ég víst að læra vísurnar mínar af annarra vörum. En það sem eftir stendur er þetta: Það var gaman að þekkja ömmu Doddu. Ólafur Páll Jónsson. Við systkinin bjuggum svo vel alla okkar æsku að eiga bæði föðurafa og ömmu, Þóru og Þorleif, og móðurafa og ömmu, Droplaugu og Ólaf búandi hér á Akureyri. Amma Dodda og afi Lalli bjuggu í Brekkugötu 25, lítilli íbúð sem þó alltaf var nógu stór. Þar ólu þau upp sínar fimm dætur og er frá leið var alltaf pláss fyrir okkur barnabörnin sem ætíð vorum vel- komin. Brekkugata 25 er þriggja hæða hús. Séð með barnsaugum var það stórt og leyndardómsfullt með kjallaraherbergjum, geymslum, stigahúsi og kyndikompu. Mikið var búið að ærslast með Lalla í húsinu og garðinum. Á sumrin strengdi afi upp vindskýli sunnan við hús. Við krakk- arnir skriðum út og inn um eldhús- gluggann, bárum út púða og teppi. Vorum í sólbaði og amma bauð upp á veitingar, djús og kleinur eða pönnu- kökur. Þetta voru góðir dagar. Amma var barngóð með afbrigðum, aldrei blöskraði henni fjörið í leikjum eða að við rusluðum allt til. Á að- fangadagskvöld vorum við í Brekku- götunni. Fjölskyldan borðaði saman og svo las afi utan á alla pakkana. Mér finnst það aldrei hafa verið gert almennilega síðan. Amma var mikil húsmóðir og kokkur. Mjög þrifin og aldrei sást á neinu. Eldamennska og handavinna voru hennar aðall. Sláturtíðin á haustin var annatími hjá ömmu. Þá voru balarnir teknir fram og síðan gert slátur fyrir fjöl- skylduna og svo aðstoðað á öðrum heimilum út um allan bæ. Í mörg ár sá hún um sláturgerðina fyrir Elli- heimilið. Laufabrauðið var annað, þá kom fjölskyldan saman, amma bjó til deig- ið og flatti út og við skárum og skár- um. Kökurnar bornar fram á stór lök á hjónarúminu og svo steiktar þegar þær voru orðnar passlega þurrar. Prjónaskapur og hekl lék í hönd- unum á ömmu. Hún kenndi lítilli ömmustelpu að hekla á barbídúkk- urnar. Við systurnar áttum falleg kot og annað prjónles frá henni. Hún prjónaði sjöl og dúka með flóknum gatamynstrum og heklaði mikið af milliverkum í sængurföt. Oftast var einn dúkur í strekkingu á borðstofu- borðinu. Amma fæddist á Borgarfirði eystri og bjó þar til 11 ára aldurs. Þá var hún send í vist til Reyðarfjarðar. Þar var hún hjá góðu fólki og talaði oft um það, eins og Austfirðina, það var hennar sveit. Amma átti orðið marga afkomend- ur, börn, barnabörn og barnabarna- börn. Á öllum kunni hún skil og fylgdist vel með þeim. Alltaf var hún jafn barngóð, þegar við komum með Þóru tveggja ára til hennar sullaði hún úr kaffibolla á stofuborðið. Vildi þurrka sjálf og amma sótti tusku. Barnið þurrkaði og ömmu fannst hún svo verkleg að hún hellti bara meira fyrir hana á borðið. Svo var farið inn í herbergi og þar fékk Þóra að skoða í skúffur og skrín og máta eyrnalokka og hálsfestar. Við amma spjölluðum um börn og hún sagði mér frá Margréti sinni sem dó bara ársgömul. Við skoðuðum litla mynd af henni, þá einu sem til er. Aldrei grær hjartasár þess sem miss- ir lítið barn. Hún sagði mér líka margar sögur af því þegar stelpurnar hennar voru litlar, það var hamingju- tími hjá ömmu. Amma mín var við- kvæm og skapmikil. Heiðarleg og hreinskiptin, enginn velktist í vafa um hennar álit. Kát og hrókur alls fagnaðar á góðum stund- um, ættfróð og kunni mikið af vísum og sögum. Hún bjó við mikið barna- lán, dætur hennar og stjúpsonur hafa alltaf verið boðin og búin að aðstoða hana á alla lund. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur eiga Guðrún og Lalli að öðrum ólöstuðum mikinn heiður skil- ið. Við systkinin þökkum ömmu að leiðarlokum, við elskum þig. Þín Elfa. Ei skulum gráta setzta sólu, sem eftir langan æfidag heima skilnaðarfjöllin fólu, því fegri nú með betri hag ljómar hún fyrir æðri öld, hvar enginn lítur nokkurt kvöld. (Bjarni Thorarensen.) Það er undarlegt til þess að hugsa að amma í Brekkugötu hafi kvatt okkur í hinzta sinn. Hún hefur alltaf verið til staðar og reynst okkur systkinunum ákaflega vel. Ófáar stundirnar sátum við hjá henni og hlýddum á ömmu rifja upp æskuárin fyrir austan, tímann á Akureyri með afa og síðast en ekki sízt kynni henn- ar af gestum og gangandi. Amma var alla tíð afar mannblendin manneskja og kunni hvergi betur við sig en í fjöl- menni. Þar var hún jafnan hrókur alls fagnaðar. Þá kunni amma betri skil á skyldleika manna en annað fólk. Oftar en ekki var fullt hús hjá ömmu, enda afar gestrisin mann- eskja og í Brekkugötunni hallaði margur næturgesturinn höfðinu. Íbúðin var ekki stór, en allir voru vel- komnir og sofið var í öllum sófum og á gólfinu ef með þurfti. Margsinnis rifjaði amma upp söguna af því þegar Jónsi bróðir hennar kom með rút- unni að austan á leið sinni til Reykja- víkur, en þá þurftu Austfirðingar að skipta um bíl á Akureyri. Rútan suð- ur fór ekki af stað fyrr en daginn eftir og Jónsi hugðist því gista hjá ömmu. Hann átti lítilsháttar erindi í Akur- eyri og var ekki kominn í Brekkugöt- una fyrr en kvöldaði. Þá vildi svo til að allir farþegarnir sem höfðu verið honum samferða í rútunni að austan voru lagstir til svefns hjá ömmu. Jónsi var steinhissa, en hann fékk vitanlega pláss. Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum. Við lærðum margt af ömmu og ein helsta dyggð hennar var hreinskilni – stundum lág við að undan sviði – en amma kom til dyranna eins og hún var klædd; og má ekki gleyma nyt- seminni. Amma brýndi jafnan fyrir okkur að fara vel með; gilti einu hvort um var að ræða peninga, klæðnað, muni eða mat, svo fátt eitt sé nefnt. En amma var örlát og aldrei vék hún sér undan því að rétta þeim hjálp- arhönd sem þess þurftu við. Þá kenndi amma okkur mikilvæga lexíu – og kannski þá dýrmætustu – að njóta þess sem við höfum. Á góðri stundu rifjaði amma gjarn- an upp æskuárin á Borgarfirði, skólagönguna fyrir austan eða dvöl- ina hjá Þorsteini og Áslaugu á Reyð- arfirði. Þá voru henni árin með afa séstaklega minnisstæð. Það var mik- ilvægt, ekki hvað sízt fyrir okkur yngri systkinin sem lítið kynntumst afa, að amma sagði gjarnan frá einu og öðru sem á daga þeirra hjóna dreif. Enn í dag er sem afi standi ljóslif- andi fyrir okkur og við sitjum á spjalli í Brekkugötunni rétt eins og í gamla daga, svo skemmtilegar og innilegar voru frásagnirnar. Af þeirri hlýju og birtu sem brá fyrir í augum ömmu, þegar afi barst í tal, má ráða að vináttan og væntumþykjan var mikil. Aðeins þeir sem vel ritfærir eru gætu lýst ömmu Doddu, svo vel megi við una. Það sem hér hefir verið tínt til er hálfgert klór í bakkann. Líklega munum við systkinin bezt eftir ömmu sem hlýrri og góðri manneskju sem lét sig varða um hag sinna nánustu; og við vitum að henni þótti afskap- lega vænt okkur öll. Að vísu verður ekki af frekari kaffidrykkju eða mat- arboðum hjá ömmu – hvoru tveggja hafði hún unun af – en amma býr í hjarta okkar og lífsviðhorf hennar verður okkur veganesti út í lífið. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, Það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Ólafur, Bára Lyngdal, Brynja, Stefán og Magnús Lyngdal. Með örfáum orðum og þakklæti minnist ég móðursystur minnar, Droplaugar Pálsdóttur. Ég hef notið vináttu hennar og samfylgdar um áratuga skeið, á Akureyri, á Dalvík og síðast í Reykjavík. Droplaug var afar falleg stúlka og var til þess tekið. Hún var myndarleg húsmóðir, aldrei iðjulaus enda ekki alin upp við slíkt. Ógrynni af fallegri handavinnu, prjóni og saumaskap skilaði hún af miklu listfengi. Hún var fróð og minnug með afbrigðum og því ánægja að ræða við hana og fræðast. Mikil vinsemd og væntumþykja var með mér og Droplaugu og ég þakka heilshugar allar góðar stundir, sem fjölskylda mín átti með henni. Ég minnist systranna, móður minnar Guðnýjar, Vilborgar, Unnar, Sigurbjargar og Droplaugar með hlýhug, mikilli virðingu og þakklæti. Kærum frænkum, Ástu, Guðrúnu, Auði, Gerði, Áslaugu og Ólafi og fjöl- skyldum þeirra sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Margrét Halldóra. DROPLAUG PÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.