Morgunblaðið - 20.02.2001, Side 4

Morgunblaðið - 20.02.2001, Side 4
Morgunblaðið/Kristinn Sigbjörn Þór Óskarsson, þjálfari ÍBV. HANDKNATTLEIKUR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Að vera eða vera ekki EYJAMEYJAN Tamara Mandzic, sem skoraði úr vítakastinu á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma svo að framlengja varð leikinn, varð afar spekingslegt þegar hún var spurð um hvernig henni hefði liðið með örlögin í hendi sér: „Að vera eða vera ekki,“ var svarið en henni þótti leikurinn taka sinn toll. „Þetta var mjög erfiður leikur en það eru tvö lið á toppnum á Íslandi svo að það var bæði spennandi og því meira hvetjandi að sýna góðan leik en það hefur líka gengið á ýmsu við und- irbúningin hjá okkur. Framlengingin var líka erfið og mér fannst eins og ég væri með hundrað kíló á hvorum fæti svo að erfitt var að spila,“ sagði Júgóslavinn Tamara, sem gekk til liðs við Eyjaliðið eftir að leiktíðin var hafin í haust og hún kann vel við sig þar. „Það er frábært að vera í Vestmanna- eyjum og mjög vingjarnlegt fólk þar.“ „ÉG VAR aldrei hræddur – jú ann- ars, auðvitað var ég dauðhræddur um tíma en samt hafði ég alltaf trú á að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Sigbjörn Óskarsson þjálfari Íslandsmeistara og nú einnig bikarmeistara ÍBV eftir sigur á Haukastúlkum. „Við vor- um að spila illa en vinnum samt. Ég var til dæmis grautfúll yfir frammistöðu okkar í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn yfirhöfuð var alls ekki nógu góður en það var karakter, barátta og vilji í liðinu – við náðum í bikarinn útaf því. Samt var ég ósáttur við að við skyldum ekki spila betur í fyrri hálfleik en sem betur fer kom það ekki að sök og við gerum bara bet- ur næst. Nú erum við komin með alla bikarana heim svo að þetta er fínt og við ætlum að njóta stund- arinnar.“ Hann sagði stöðu liðanna í deild- inni og stórt tap fyrir Haukum ekki hafa skipt máli á laugardag- inn. „Við vitum að Haukarnir eru búnir að vera bestir í vetur en núna erum við bestir. Þetta veltur á því að vera með liðið í ham á réttum tíma. Við komum til lands á fimmtudaginn og höfðum nægan tíma svo að við hefðum ekki getað kennt því um ef við hefðum ekki unnið svo að við bara unnum,“ sagði þjálfarinn og var ánægður með stuðning Eyjamanna á leikn- um. „Við eigum fullt af góðu fólki í kringum þetta og það er virkilega gaman þegar vel gengur. Svo standa Vestmannaeyingar alltaf saman, sérstaklega þegar vel gengur og ég vissi að fólkið myndi fjölmenna hingað í Höllina og styðja við bakið á okkur.“ Dauðhræddur en hafði trú á sigri Taugar voru þandar frá fyrstumínútu enda fóru fyrstu fjórar sóknir Haukastúlkna í súginn. Það stressaði þær enn frekar en þeim tókst að komast yfir það með því að fá útrás í varnarleikn- um, þegar þær létu Eyjastúlkur finna rækilega fyrir sér. Haukar spiluðu 5+1 varnarleik með Söndru Anulyte fremsta í flokki og tókst þegar leið á leikinn að brjóta niður sóknarleik Eyjastúlkna, ekki síst með mikilli hörku enda voru dóm- arar alls ekki með á nótunum þeim megin. Fyrir vikið liðu tíu mínútur á milli annars og þriðja marks Vestamannaeyinga og síðar átta mínútur á milli næstu marka svo að Hafnfirðingar höfðu tveggja marka forystu í leikhléi, 8:6. Eftir hlé var svipað upp á ten- ingnum nema hvað Eyjastúlkur voru búnar að fara aðeins yfir hvað fór úrskeiðis í sóknarleiknum og tóku að saxa niður forskotið uns þær jöfnuðu 11:11 eftir tæpar 11 mínútur. Eftir það kom kafli hjá Haukastúlkum þegar ekkert gekk upp, boltinn fór ýmist í slá eða stöng og Vestmannaeyingar ná for- ystu 14:13. Síðan skiptust liðin á að skora en mörkin urðu samt ekki mörg því sóknir voru langar og mikið um mistök vegna spennunn- ar. Sérstaklega fóru Haukar illa að ráði sínu þegar eitt vítakast fór í slá og annað varið. Engu að síður voru þær byrjaðar að teygja sig eftir bikarnum með 17:16 forystu þegar Eyjastúlkur missa boltann og fjörutíu sekúndur eftir af venju- legum leiktíma. Það dugði hinsveg- ar ekki til því Vigdís Sigurðardóttir markvörður og fyrirliði ÍBV varði þegar átta sekúndur voru til leiks- loka, Vestmannaeyingar geystust í sókn og eftir mikinn darraðardans var dæmt víti hinum megin þegar sekúnda var eftir á leikklukkunni. Tamara Mandrec jafnaði úr vítinu svo að framlengja varð leikinn. Jafnt var eftir fyrstu fimm mín- útur fyrri framlengingar þegar hvoru liði tókst að skora eitt mark en á síðustu fimm gekk allt upp hjá Eyjastúlkum þegar þær skoruðu þrjú mörk af öryggi án þess að Hafnfirðingum tækist að svara fyr- ir sig nema hvað Söndru Anulyte tókst að minnka muninn niður í tvö á síðustu sekúndu. Morgunblaðið/Kristinn Tamara Mandzic sækir að vörn Hauka. Hún skoraði jöfnunarmark ÍBV úr vítakasti, 17:17. ÞAÐ sannaðist rækilega í Laugardalshöllinni á laugardaginn að bik- arleikir er ekki eins og aðrir leikir, hvað þá bikarúrslitaleikir eins og Haukastúlkur og ÍBV háðu. Tilþrif voru mikil og hvergi gefinn þuml- ungur eftir, hvort sem það fólst í að brjótast í gegnum vörn eða taka hraustlega á móti þegar reynt er að brjótast í gegnum vörn. Til að hnykkja enn betur á þessu skoruðu Eyjastúlkur jöfnunarmark úr víti, sem dæmt var einni sekúndu fyrir leikslok og komust síðan á skrið í framlengingunni, sem lauk með 21:19 sigri. Það voru því glaðar en lúnar hetjur sem skunduðu klukkustund síðar til móts við Herjólf á leið heim til Eyja þar sem fagnað var fram á nótt. Stefán Stefánsson skrifar Dýrmæt sekúnda                     !!  " "#             

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.