Morgunblaðið - 20.02.2001, Qupperneq 5
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 B 5
17. 02. 2001
8
3 1 7 0 6
10 11 28 32
7Einfaldur1. vinningur
í næstu viku
1. vinningur
seldur í
Noregi
14. 02. 2001
2 15 37
43 44 46
9 19
FRÉTTIR, héraðsblaðið í Eyjum,
var með fréttaritara í Laugardals-
höllinni á laugardaginn þegar Eyja-
stúlkur kepptu við Hauka. Þaðan
sendi blaðið fréttir beint á Netinu til
áskrifenda jafnt í Eyjum, uppi á landi
og á hinu meginlandinu því þeir eru
með áskrifendur þar líka. Hressir
Eyjamenn kölluðu þá áskrifendur á
Stór-Vestmannaeyjasvæðinu.
HEIÐURSGESTIR á bikarleik
kvenna voru Steinþór Skúlason for-
stjóri SS, Guðjón Hjörleifsson bæj-
arstjóri í Eyjum, Magnús Gunnars-
son bæjarstjóri í Hafnarfirði,
Þorgeir Haraldsson formaður hand-
knattleiksdeildar Hauka og Þor-
varður Þorvaldsson formaður hand-
knattleiksdeildar ÍBV.
HARPA Melsteð skaut mest
Haukastúlkna eða 13 sinnum, 5 sinn-
um lá boltinn í netinu, Vigdís Sigurð-
ardóttir náði að verja frá henni tvisv-
ar sinnum og voru bæði þau skot úr
vítaköstum. Önnur skot Hörpu fóru í
tréverkið á Eyjamarkinu, vörnin
varði, eða skotin fóru framhjá.
TVEIR leikmenn Hauka höfðu
100% skotnýtingu, Björk Hauksdótt-
ir og Sandra Anulyte. Björk skoraði
fyrsta mark Hauka en Sandra það
síðasta og var það í einu skiptin sem
þær stöllur skutu á mark ÍBV.
EYJASTÚLKUR klipptu á helstu
vopn Hauka í vetur, sem eru gegn-
umbrot þeirra Auðar, Brynju og
Hörpu. Þær brugðust alveg í bikar-
úrslitunum og skoruðu þær ekki eitt
einasta mark eftir gegnumbrot.
TÖK ÍBV á skyttunum í Haukalið-
inu voru ógurleg því ekki aðeins
stoppuðu Eyjastúlkur gegnumbrotin
heldur komu þær nær algjörlega í
veg fyrir það að Haukar skoruðu
með skoti utan punktalínu, en aðeins
eitt mark kom þannig.
HANNA G. Stefánsdóttir og Edda
B. Eggertsdóttir, hægri og vinstri
hornamenn Hauka og ÍBV, háðu
mikla rimmu sín á milli. Edda hafði
betur en hún skoraði 4 mörk úr
vinstra horninu á meðan Hanna
skoraði 3 mörk úr hægra horninu.
AMELA Hegic skaut oftast í liði
ÍBV, alls 17 sinnum. Skotnýting
hennar var jafnframt ein sú versta í
Eyjaliðinu en hún skoraði aðeins tvö
mörk. Hún bætti það hins vegar upp
með því að eiga tvær stoðsendingar
sem gáfu mörk.
TAMARA Mandzic var atkvæða-
mest í liði ÍBV, hún skaut 14 sinnum,
skoraði 5 mörk, átti 3 stoðsendingar
og fiskaði eitt vítakast, sem einmitt
varð til þess að ÍBV náði að knýja
fram framlengingu.
BRYNJA Steinsen var atkvæða-
mest í liði Hauka, hún skoraði 3 mörk
úr 9 skotum, átti þrjár stoðsendingar
og fiskaði fjögur vítaköst.
FÓLK
Auðvitað eru alltaf vonbrigði aðtapa, en ég tek ofan fyrir liði
sem gerir eins og þær gerðu í þess-
um leik. Þær höfðu
meiri vilja og gerðu
færri vitleysur. Við
erum ekki nema sex
stigum á undan ÍBV
í deildinni, en megnið af þeim stig-
um sem þær hafa tapað í vetur fóru
áður en þær voru komnar með full-
skipað lið. Við vissum það fyrir
leikinn að þetta yrði mjög jafnt, en
þær kláruðu leikinn aðeins betur en
við,“ sagði Ragnar Hermannsson.
Gríðarleg vonbrigði
„Mér líður vægast sagt alveg
hörmulega. Þetta voru gríðarleg
vonbrigði, við áttum að klára þetta
í venjulegum leiktíma, en því miður
gekk það ekki eftir. Heppnin var
þeirra megin í dag. Það var mjög
góð stemmning í okkar hópi fyrir
leikinn, en þegar þær jafna og ná
framlengingunni þá verður ósjálf-
rátt ákveðið spennufall hjá okkur
sem hefur áhrif, þó maður vilji ekki
alltaf viðurkenna það. Annars var
ég mjög ósátt við vítakastsdóminn í
restina, Tamara stendur langt inní
teig þegar hún tekur boltann og
það hefði því í raun átt að dæma á
hana línu. En við breytum því ekki
núna,“ sagði Harpa Melsted, fyr-
irliði Hauka.
„Seinni hálfleikurinn í framleng-
ingunni kláraðist í raun þegar við
misstum mann útaf. Það er hræði-
legt að missa mann útaf í framleng-
ingu og það var nokkuð sem við
vildum alls ekki. Við verðum að
berja okkur saman og gera okkar
besta í deildinni, við eigum eftir að
fara til Vestmannaeyja og svo gæti
það farið þannig að þessi lið mætt-
ust í úrslitakeppninni og þá vona ég
bara að við fáum að lyfta bikarn-
um,“ sagði Harpa.
Köstuðum sigr-
inum frá okkur
„ÞÆR voru grimmari í öllum litlu atriðunum í leiknum, þær tóku öll
fráköst og voru pínulítið fastari í öllum þessum atriðum. Svo hend-
um við leiknum frá okkur, við misnotum 4 víti og þegar 25 sekúndur
eru eftir af leiknum og við yfir þá segi ég þeim að skjóta framhjá.
Það er ekkert við Sonju að sakast í því efni, það er eðlilegt að leik-
menn reyni skot þegar þeir komast í færi, en ég var búinn að biðja
um að þær skytu framhjá eða yfir eða eitthvað. Þá hefði enginn tími
verið eftir fyrir ÍBV að jafna, sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari
Hauka, við Morgunblaðið.
Eftir
Ingibjörgu
Hinriksdóttur
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, stjórnar sveit sinni í leiknum gegn ÍBV.
ÁHORFENDUR á bikarleik
Eyja- og Haukastúlkna voru
tæplega 1400. Það átti ekki fyr-
ir Eyjamönnum að liggja að
sleppa eins vel, leikmenn sjálfir
ætluðu sér að koma í land á
föstudeginum en flýttu för
sinni um einn dag vegna óhag-
stæðrar spár enda varð ófært,
bæði í flugi og með Herjólfi.
Stuðningsfólk, sem ætlaði sér
einnig til Reykjavíkur á föstu-
deginum varð einnig að bíða
átekta því ekki leit út fyrir að
það kæmist á leikinn. Það rof-
aði samt til og fólk komst með
Herjólfi á laugardagsmorgni
en þá voru margir hættir við
vegna slæmrar spár. Samt
mættu rúmlega þrjú hundruð
Eyjamegin í stúkuna í Laug-
ardalnum því nóg er af dyggu
stuðningsfólki uppi á landi.
Viðbúnaður Hauka var mik-
ill, þeir voru með opið hús strax
klukkan tíu um morguninn þar
sem fólk gat snætt morgun-
verð, spjallað um leikinn og lát-
ið mála sig stríðsmálningu í
framan. Síðan voru strætóferð-
ir í Laugardalshöllina og þurfti
fjóra slíka, með rúmlega þrjú
hundruð stuðningsmenn á öll-
um aldri, til að ferja fólkið á
leikstað Auk þeirra mættu 600
til viðbótar svo að Hafnfirð-
ingar voru alls um 875.
Var smeykur
„Ég er í öðrum heimi núna,
þetta er búið að vera svo æð-
islegt,“ sagði Þorvarður Þor-
valdsson rámur og lafmóður
formaður handknattleiks-
deildar ÍBV eftir bikarsigurinn
á Haukum á laugardaginn. „Ég
var auðvitað smeykur um tíma
en hafði trú á mínu liði. Það er
allt búið að ganga á afturfót-
unum fyrir þennan leik, veð-
urguðirnir og allt annað svo að
það hlaut að koma svolítill bón-
us hjá okkur í lokin. Ég óska
stuðningsmönnum til hamingju
og vil þakka Eyjamönnum fyrir
þeirra stuðning.“
Sluppu
upp á land
Það væri mjög gaman að eiga eft-ir nokkra leiki í úrslitakeppn-
inni gegn Haukunum en við vitum
það að til þess að komast í þá leiki
þá þurfa liðin að hafa mjög mikið
fyrir því. Það eru sex mjög jöfn lið í
efstu sætum deildarinnar og það
verður mjög erfið fæðing að komast
í úrslitaleikina. Við erum núverandi
Íslandsmeistarar, bikarinn er kom-
inn heim og við stefnum ótrauðar að
því að halda Íslandsbikarnum í Eyj-
um,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir.
Verra á hliðarlínunni
en vellinum
„Mér finnst miklu verra að vera
við hliðarlínuna en á vellinum,“
sagði Ingibjörg Jónsdóttir, sem var
þjálfara ÍBV til aðstoðar en sjálf á
hún marga spennandi leiki að baki
og hefur margsinnis leitt liðið til
sigurs sem fyrirliði. Ingibjörg lét
ekki stöðva sig í að hvetja lið sitt til
dáða þó að hún sé komin átta mán-
uði á leið. „Ég vissi að það skipti
öllu að halda haus því við vorum að
spila mjög góða vörn á meðan sókn-
arleikurinn var að klikka og það var
erfitt að horfa upp á það. Við vorum
litla liðið í þessum leik, töpuðum
fyrir þeim í deildinni með sextán
mörkum og enginn hafði trú á okk-
ur en við vissum að við væru með
öflugan mannskap, að vísu ekki
margar en sterkar. Við urðum því
bara að sanna okkur, það var ekkert
annað að gera,“ sagði Ingibjörg.
Trúði þessu
þegar tíu
sekúndur
voru eftir
ÞETTA var mjög erfiður leikur. Ég held að við höfum tekið þá um-
fjöllun fyrir leikinn um að Haukarnir væru mikið sterkari en við of
trúanlega en þegar leið á leikinn sáum við að við gætum unnið þær
og þá náðum við að stemma okkur vel saman. Ég var samt allan tím-
ann mjög hrædd um að við næðum ekki að klára þetta og það var í
raun ekki fyrr en 10 sekúndur voru eftir af framlengingunni og við
þremur mörkum yfir sem ég leyfði mér að trúa því að titillinn væri í
höfn,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, fyrirliði og markvörður ÍBV, við.
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir og Vigdís Sigurðardóttir með bikarinn.