Morgunblaðið - 20.02.2001, Side 8
HANDKNATTLEIKUR
8 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það gekk eftir en við náðum ekkiað halda það út og lið eins og við
erum með, með alla þessa reynslu, á
auðvitað að halda út
svona leik. Það var
alls ekki nauðsynlegt
að búa til þessa
spennu í síðari hálf-
leik og það var ekki með vilja gert þó
svo áhorfendur hafi sjálfsagt haft
gaman af.
Það fór allt í svekkelsi hjá okkur
eftir hlé, við köstuðum boltanum til
mótherjanna í hraðaupphlaupi og
sóknir okkar urðu miklu þyngri en
nauðsynlegt var.“
Þú tókst nokkrum sinnum af skar-
ið í síðari hálfleiknum.
„Já, já, maður varð að gera það, en
ég lék ekki nógu vel í dag. Haraldur
sá um þetta fyrir hlé hjá okkur og
Óskar var búinn að reyna og reyna í
síðari hálfleiknum og ég varð auðvit-
að að hjálpa honum því hann var orð-
inn dauðþreyttur, karlinn.
Vörnin var góð á stórum kafla en
Sigurður Sveinsson kom inn með
þrusugóðan leik og okkur tókst að
stöðva hann. Í síðari hálfleik var það
fyrst og fremst lélegur sóknarleikur
okkar sem kom HK inn í leikinn. Þeir
fengu allt of mörg auðveld mörk
vegna þess hve sóknin var léleg hjá
okkur.
Hornin nýttust ekki eins og þau
gera oft og kannski var það vegna
þess að hornamennirnir byrjuðu á að
fara inn og klikka og gerðu lítið af því
að fara inn úr hornunum eftir það.
Við verðum að læra af þessum leik
og nýta okkur hann í Evrópukeppn-
inni og ég ætla rétt að vona að menn
læri af þessu og mæti tvíefldir í Evr-
ópuleikina,“ sagði Rúnar.
Óþarfi að
gera þetta
spennandi
„ÞETTA var vissulega erfiðara en ég átti von á í hálfleik,“ sagði
Rúnar Sigtryggsson eftir sigurinn, en hann átti góðan leik fyrir
Hauka og gerði tvö mikilvæg mörk á lokakaflanum. Fyrir leikinn
átti ég alveg eins von á mjög erfiðum leik, en ég taldi að ef við
næðum góðum leik í byrjun þá ættum við að geta náð ágætri
forystu.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson
Það var fyrst og fremst reynslu-leysið sem háði okkur til að
byrja með en gamli karlinn kom inn
á og kom okkur í
gang. Fyrsta korter-
ið fór með leikinn
fyrir okkur, með
betri byrjun hefði
sigurinn getað lent hvorum megin
sem var. Í leikhléi vorum við stað-
ráðnir í að láta ekki sigla yfir okkur
og ég tel að liðið hafi sýnt mikinn
karakter í seinni hálfleiknum. Það
vantaði aðeins herslumun til að
jafna. Ég er ekki vanur að gagnrýna
dómara en mér fannst óþarfi af
þeim að hjálpa Haukunum svona
mikið eins og raunin var.“
Þið breyttuð ekki um varnarleik
fyrr en Haukar voru komnir sjö
mörkum yfir. Hefðuð þið ekki þurft
að grípa til þess fyrr að setja einn
fyrir framan, eins og þið gerðuð
gegn Aftureldingu með góðum ár-
angri?
„Eftir á að hyggja hefði líklega
verið betra að grípa til þess fyrr því
við réðum ekkert við Halldór hægra
megin. En það kostar gífurlega orku
að spila svona varnarleik og það er
erfitt að halda hann út í heilan leik,
og Páll hefur því eflaust viljað spara
hana sem lengst. En ég vona að okk-
ur takist að nota reynsluna úr þess-
um úrslitaleik á jákvæðan hátt í
þeim deildarleikjum sem við eigum
eftir. Við eigum að geta unnið
marga leiki ef við spilum eins og við
höfum gert í bikarnum. Nú er hann
búinn en við ætlum að halda okkar
striki og laga stöðu okkar í deild-
inni,“ sagði Óskar Elvar.
Vantaði ótrúlega
lítið til að jafna
„Það var ekkert mál fyrir mig að
koma inn í svona leik, ég þekki þetta
allt saman. Þetta var erfiðara fyrir
strákana að koma inn í leikinn, þeir
voru mjög taugaspenntir, börðust
vel frá byrjun en í fyrri hálfleik
fylgdi hausinn ekki með og það
vantaði alla skynsemi. En þetta kom
allt hjá okkur og það vantaði ótrú-
lega lítið upp á að við næðum að
jafna. Við hefðum bara þurft að
byrja leikinn betur,“ sagði Sigurður
Sveinsson, hin aldna stórskytta HK-
inga, sem varð markahæsti leikmað-
ur Kópavogsliðsins með 7 mörk, 16
dögum fyrir 42. afmælisdaginn.
„Eftir ömurlegan fyrri hálfleik
komum við til baka með góðri bar-
áttu, höfðum trú á því sem við vor-
um að gera og vorum komnir í takt
við leikinn. En eftir það féllu öll
vafaatriði Haukunum í hag, og það
var okkur sérlega dýrt í 2–3 skipti
þar sem Haukar fengu hraðaupp-
hlaup eftir að brotið var á okkur.
Þarna voru á ferð bestu dómarar Ís-
lands og mér finnst þetta leiðinlegt
fyrir þeirra hönd. Ég veit ekki hvort
þeir voru svona hræddir við Viggó
eða hvað þetta var, en þetta var
sorglegt,“ sagði Sigurður Sveinsson.
Reynslu-
leysið
háði okkur
„ÞAÐ er alltaf leiðinlegt að tapa og ég er mjög svekktur með þessi
úrslit. En við getum verið ánægðir með að hafa komið til baka eftir
erfiðan fyrri hálfleik og verið nálægt því að jafna metin, og ég vil
sérstaklega þakka áhorfendum úr Kópavogi fyrir frábæran stuðn-
ing. Við vorum með hálfa Höllina á okkar bandi og af því er ég mjög
stoltur sem HK-ingur og Kópavogsbúi,“ sagði Óskar Elvar Óskars-
son, fyrirliði HK, við Morgunblaðið eftir úrslitaleikinn.
Eftir
Víði
Sigurðsson
Það var gríðarleg stemmning íLaugardalshöllinni, stuðnings-
menn liðanna í sínum litum, rauðu og
hvítu, og kynning leik-
manna með nýstárleg-
um hætti þar sem
krakkar úr yngstu
flokkum félagsins
gengu í sínum búningum inn með leik-
mönnum. Stund sem þau gleyma
örugglega seint.
En svo hófst leikurinn og það voru
HK menn sem hófu hann en misstu
boltann eftir að hafa reynt að finna
glufu á sterkri vörn Hauka í eina mín-
útu og 40 sekúndum betur. Hlynur Jó-
hannesson varði langskot Hauka.
Þetta var eina skotið sem hann varði í
leiknum og þetta var eina sóknin í lang-
an tíma, eða allt þar til tíu mínútur
voru eftir af hálfleiknum, sem misfórst
hjá Hafnfirðingum. Já, sóknarnýting
Hauka í fyrri hálfleik var einstaklega
góð, 14 mörk í 21 sókn, eða 67% og eftir
að hafa misnotað fyrstu sóknina komu
11 sóknir í röð þar sem liðið skoraði.
Glæsilegt hjá Haukum og erfitt fyrir
HK að verjast slíkum ágangi. Fram að
leikhléi gerðu Haukar síðan þrjú mörk
úr níu sóknum.
Sigurður Valur
Sveinsson mætir
Haukar komust í 4:0 eftir rúmlega
átta mínútna leik og þá tók Páll Ólafs-
son, þjálfari HK, leikhlé. Sigurður
Sveinsson mætti til leiks og hvílík end-
urkoma hjá honum. Hann var búinn að
skora eftir tæpar 20 sekúndur og
Haukar réðu ekkert við hann því hann
átti fyrstu sex mörk HK, skoraði sjálf-
ur fyrstu tvö, gaf síðan á línuna með
sínu einstaka hætti og áhorfendur hrif-
ust með, jafnt stuðningsmenn HK sem
Hauka. Enda annað ekki hægt.
HK misnotaði fyrstu fimm sóknirnar
en síðan komu fimm í röð þar sem lið-
inu tókst að skora en Haukar svöruðu
alltaf í sömu mynt þannig að staðan
breyttist lítið, munurinn hélst og jókst
heldur og um tíma munaði sex mörk-
um, 12:6 en fimm mörkum í leikhléi.
Fremsur í flokki Hauka var örvhentur
leikmaður eins og hjá HK, Halldór
Ingólfsson. Hann fór einnig á kostum,
þó á annan hátt en Sigurður. Halldór
gerði þrjú mörk fyrir hlé og þrívegis
fékk hann dæmt vítakast sem Jón Karl
Björnsson nýtti af miklu öryggi.
HK notuðu leikhléið vel
Fæstir áttu von á spennu eftir hlé og
höfðu ýmislegt fyrir sér í því. Í fyrsta
lagi hafði sókn HK byggst nær ein-
göngu á Sigurði og vörn Hauka hlaut
að finna svar við því. Í annan stað hafði
engin ógnun komið af vinstri væng HK
þaðan sem Sverrir Björnsson gerði eitt
mark fyrir hlé og var það eina mark
hans í leiknum. Í þriðja lagi var Jón
Bersi Ellingsen, varnarjaxl HK, búinn
að fá tvær brottvísanir og því vá fyrir
dyrum. Hann fékk sína þriðju brott-
Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, og Bjarni Frostason markvörðu
SKEMMTILEG endurkoma Sigurðar Vals Sveinssonar í HK-liðið dugði
ekki til að leikmenn þess fengju að hampa bikarnum, til þess voru mót-
herjarnir, Haukar úr Hafnarfirði, einfaldlega of sterkir. Haukar sigruðu
24:21 eftir að hafa verið 14:9 yfir í leikhléi. Með baráttu og aftur bar-
áttu tókst Kópavogsliðinu að minnka muninn í eitt mark, 20:21, þegar
fimm mínútur voru eftir, en lengra komust þeir ekki en geta vel við un-
að að fá silfurpening um hálsinn í sínum fyrsta bikarúrslitaleik.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Skemmtileg endu
Sveinssona
Haukar of ste