Morgunblaðið - 20.02.2001, Side 9
Þetta er voðalega sárt en þaðkemur nýr dagur á morgun og
leikur á miðvikudaginn þannig að
það gefst ekki mikill
tími til að svekkja
sig. Þetta er stór
dagur í sögu HK, en
það er leiðinlegt að
skila ekki gulli. Samt sem áður get-
um við sjálfsagt vel við unað í sjálfu
sér og þurfum ekki að skammast
okkar fyrir að tapa fyrir Haukum.
Við ætluðum að sigra og komum til
leiks með það í huga, en spennustigið
í upphafi leiks var svo hátt að menn
voru hreinlega hræddir við að skjóta
á markið. Haukar náðu því mjög
góðri byrjun og það er skelfilegt að
byrja bikarúrslitaleik svona og vera
síðan að eltast við þennan mun allan
leikinn.
Ég er rosalega stoltur af strákun-
um að gefast aldrei upp og ná að
minnka muninn niður í eitt mark og í
raun munaði sáralitlu að við næðum
að jafna, en það tókst því miður ekki.
Við vorum í bölvuðum vandræðum
með Halldór [Ingólfsson] og þrátt
fyrir að við værum búnir að leggja
upp ákveðna línu gegn honum gekk
dæmið einfaldlega ekki upp. Hann
átti fínan leik, skoraði mörk og fékk
víti og sókn Haukanna í fyrri hálfleik
byggðist nær eingöngu á honum.Við
breyttum því um vörn, tókum Hall-
dór úr umferð og eftir á að hyggja
hefði ég kanski átt að láta taka hann
fyrr út, maður veit það ekki og getur
því verið vitur eftir á. Við notuðum
svipaða vörn með góðum árangri á
móti Aftureldingu í undanúrslitun-
um, settum einn mann fyrir framan
en hann var meira fljótandi fram og
til baka en ekki alveg á einum manni
eins og núna. Þetta gekk vel eftir að
við byrjuðum á þessu en þetta fór
eins og það fór og við verðum bara að
mæta hérna eftir ár.“
Hvað sagðir þú við leikmenn í hálf-
leiknum?
„Við fórum bara yfir það sem við
höfðum verið að gera í fyrri hálfleik
og reyndum að ná stressinu úr mönn-
um. Siggi kom inn og sýndi mönnum
að það væri óhætt að skjóta á markið.
Þegar menn síðan fóru að skjóta
losnaði um spennu í liðinu, menn
urðu árásargjarnari og það skilaði
sér í vörnina með auknu sjálfstrausti.
Við misstum síðan Jón Bersa útaf og
það var slæmt en það kemur maður í
manns stað. Undir lokin voru lykil-
menn í liðinu orðnir þreyttir enda
fengu þeir ekki mikla hvíld.“
Páll Ólafsson, þjálfari HK
Svaka-
lega erfitt
að tapa
„ÞAÐ er alveg svakalega erfitt
að tapa, sérstaklega er það
svekkjandi þegar munar svona
litlu og maður veit að liðið hefði
getað gert aðeins betur,“ sagði
Páll Ólafsson, þjálfari HK, en
hann tók nú þátt í sínum þriðja
bikarúrslitaleik. Í hinum tveimur
fékk hann gull og sagði að sér
þætti það mun fallegra en silfur.
%
!! "
"#
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 B 9
FÓLKEftirSkúla UnnarSveinsson
STEFÁN Arnaldsson dæmdi á
laugardaginn sinn 15. bikarúrslita-
leik frá upphafi, í karla- og kvenna-
flokki, og Gunnar Viðarsson sinn 9.
Þeir hafa dæmt saman í eitt ár og sáu
einnig um úrslitaleik karla í fyrra.
Stefán dæmdi sinn fyrsta úrslitaleik
fyrir 20 árum, bikarúrslitaleikinn í
kvennaflokki.
OSVALDO Povea Dominguez, nýi
Kúbumaðurinn hjá HK, var ekki í
hópnum frekar en í leikjunum á und-
an. Hann sat framarlega í miðjum
hópi stuðningsmanna HK, hvatti liðið
vel og gaf landa sínum, Jaliesky
Garcia af og til góð ráð.
ÚRSLITALEIKUR karla tafðist
um 20 mínútur vegna framlenging-
arinnar í úrslitaleik kvenna. Ekki
voru allir sáttir við þessa töf og ljóst
að HSÍ hefði mátt gera ráð fyrir að
meiri tíma þyrfti á milli leikjanna.
SIGURÐUR Sveinsson kom til
leiks hjá HK á 9. mínútu þegar lið
hans hafði enn ekki skorað mark.
Hann var aðeins 20 sekúndur að
skora og eftir átta mínútur hafði Sig-
urður gert þrjú mörk og lagt önnur
þrjú upp.
PETR Baumruk, harðjaxlinn í
Haukavörninni, er með slitgigt í hné
og getur því ekki beitt sér á fullu.
Hann lét þó engan bilbug á sér finna í
úrslitaleiknum og að sögn Haukanna
er ákveðið að hann leiki með þeim eitt
tímabil í viðbót, en Baumruk verður
39 ára í sumar.
HAUKAR sungu afmælissönginn í
búningsklefanum eftir leikinn við
HK. Yngsti leikmaður þeirra, Ásgeir
Örn Hallgrímsson, varð 17 ára á
laugardaginn og fékk góða gjöf, bik-
armeistaratitil.
HAUKAR tóku laugardaginn
snemma og strax um tíuleytið um
morguninn, sex tímum fyrir leik,
voru hátt í fjögur hundruð manns
mætt á Ásvelli til að búa sig undir úr-
slitaleikinn.
HK-INGAR höfðu líka tímann fyrir
sér og þeirra stuðningsmenn voru
mættir í stórum stíl í Digranes um
klukkan 12. Margar rútur fluttu
stuðningsmenn beggja liðanna til
leiks í Laugardalshöllinni.
BÆÐI félög nýttu vel það pláss
sem þeim var úthlutað í Laugardals-
höllinni sem var þétt setin, rauður lit-
ur Haukamegin og hvítur HK-megin.
JALIESKY Garcia skoraði ekki
mark fyrir HK gegn Haukum og
Sverrir Björnsson aðeins eitt. Þessir
tveir voru í aðalhlutverkum þegar
HK vann Aftureldingu í undanúrslit-
unum og skoruðu þá 12 af 23 mörkum
Kópavogsliðsins.
ÞRÁTT fyrir tapið gæti HK fengið
keppnisrétt í Evrópukeppni bikar-
hafa næsta vetur. Ef Haukar standa
uppi sem Íslandsmeistarar í vor
hreppir HK Evrópusæti í fyrsta
skipti í sögu félagsins.
vísun og um leið útilokun þegar síðari
hálfleikur var hálfnaður og staðan
15:17 fyrir Hauka. Það var vel tekið á
hlutunum í fyrri hálfleik og dómararn-
ir, sem höfði í nógu að snúast, gáfu lín-
una, sem var nokkuð strangari en oft
hjá þeim. Eftir ellefu mínútna leik
hafði tveimur Haukum verið vikið af
velli og einum HK-manni.
Kópavogsbúar tóku hins vegar ekk-
ert mark á vangaveltum misviturra
handboltafræðinga í leikhléi. Þeir
vissu fyrir víst að það hlyti að koma að
því að sóknir Hauka mistækjust og það
reyndist rétt hjá þeim. Haukar skor-
uðu raunar úr fyrstu sókninni eftir hlé
en síðan komu aðeins tvö mörk úr
næstu 12 sóknum. HK-piltar gerðu
hins vegar sex mörk úr fyrstu 13 sókn-
um sínum og munurinn var því kominn
í tvö mörk, 13:15, eftir fimm mínútna
leik og 15:17 eftir rúmar þrettán mín-
útur. Fimmtánda mark HK var dæmi-
gert fyrir baráttu Kópavogsliðsins.
Þeir áttu skot sem Bjarni Frostason
varði. Boltinn barst út í hornið en ekki
út úr vítateignum og varnarmaður
Hauka virtist vera með boltann, en
Sigurður Sveinsson henti sér inn í teig-
inn úr horninu og gaf á Alexander Arn-
arson línumann, sem kom fljúgandi inn
af miðri línunni og skoraði. Haukar
fylgdust með.
HK breytti aðeins um varnarleik á
þessum tíma, Guðjón Hauksson var
sendur út á móti Halldóri Ingólfssyni
og hafði hann góðar gætur á honum.
Haukar héldu hins vegar sinni vörn að
mestu en komu nú heldur framar á
völlinn. Haukar léku 3-2-1 vörn og
stundum 5-1 þar sem Aliaksandr
Shamkuts var fremstur lengst af en
síðan Óskar Ármannsson.
Eftir ævintýramark HK kom kafli
sem skipti sköpum. Bjarni Frostason
varði vítakast Sigurðar Sveinssonar og
kom þannig í veg fyrir að HK minnkaði
muninn í eitt mark og í næstu sókn
Hauka var Jón Bersi rekinn útaf þriðja
sinni. En munurinn hélst áfram tvö til
þrjú mörk þar til HK gerði tvö mörk í
röð og munurinn varð eitt mark, 20:21,
þegar fimm mínútur voru eftir.
Nú kom að þætti Rúnars Sigtryggs-
sonar, sem hafði raunar verið ágætlega
traustur í liði Hauka. Hann tók af skar-
ið í næstu sókn þegar allt var komið í
óefni og braust í gegnum vörnina og
skoraði. Ruðningur var dæmdur á
Óskar Elvar í næstu sókn HK og nafni
hans Ármannsson kom Haukum í 20:23
með langskoti. Óskar Elvar minnkaði
muninn með langskoti þegar rúm ein
og hálf mínúta var eftir og HK reyndi
að taka Rúnar og Halldór úr umferð og
unnu boltann en Sigurður Sveinsson
átti línusendingu beint í hendurnar á
Rúnari sem brunaði upp, stökk inn í
teiginn og skaut á milli fóta sér í netið.
Þar með lauk þessum skemmtilega og
spennandi bikarúrslitaleik.
Hjá HK átti Sigurður stórleik og þó
hann sé að verða 42 ára er þess óskandi
að hann eigi eftir að leika fleiri bikarúr-
slitaleiki enda lífgar hann upp á alla
leiki með leik eins og á laugardaginn.
Alexander línumaður er örugglega
sammála enda Sigurður iðinn við að
senda boltann á línuna. Óskar Elvar
átti einnig fínan leik og Arnar Freyr
markvörður sömuleiðis. Hins vegar er
það áhyggjuefni ef skytturnar, Sverrir
og Jaliesky Garcia, gera aðeins eitt
mark samtals.
Hjá Haukum var vörnin sterk og
sóknin í fyrri hálfleik mjög árangurs-
rík. Halldór, Óskar, Rúnar og Bjarni
áttu allir fínan dag og Shamkutsk einn-
ig en það var áberandi hversu lítið
hornamenn liðanna nýttust að þessu
sinni.
Morgunblaðið/Kristinn
ur með bikarinn. Þeir félagar komu mikið við sögu í úrslitaleiknum.
urkoma Sigurðar
r dugði ekki
erkir fyrir HK