Morgunblaðið - 20.02.2001, Page 16

Morgunblaðið - 20.02.2001, Page 16
 VERNHARÐ Þorleifsson, júdó- maður úr KA, sigraði í opnum flokki á móti í Danmörku um helgina og Bjarni Skúlason úr Ármanni fékk brons í sama flokki. Vernharð lagði fimm Japani á leið sinni til sigurs og Bjarni fjóra. Í -100 kg flokki varð Vernharð þriðji og Bjarni sjöundi í -81 kg flokki eins og Heimir Har- aldsson úr Ármanni í þungavikt. Ís- lenska liðið varð í þriðja sæti.  JANICA Kostelic, króatíska stúlk- an sem hefur heldur betur slegið í gegn í heimsbikarnum á skíðum í vetur, sagði á sunnudaginn að það hefði ekki verið nein alvara í því hjá sér að hætta keppni eftir slæma út- komu á heimsmeistaramótinu á dög- unum. Kostelic, sem er 19 ára, vann enn eitt heimsbikarmótið á sunnu- dag, í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi, og sagði að líf sitt yrði ansi dauflegt ef hún drægi sig í hlé frá skíðaíþróttinni.  KOSTELIC hefur nú unnið átta heimsbikarmót í röð, sem er met- jöfnun, og fátt getur komið í veg fyr- ir að hún sigri í stigakeppni heims- bikarsins í vetur.  PIERRICK Bourgeat frá Frakk- landi sigraði í tveimur svigmótum í heimsbikar karla um helgina en þau fóru fram í Shigakogen í Japan. Bourgeat hafði ekki unnið heimsbik- armót í tvö ár.  JEVGENI Kafelnikov frá Rúss- landi hélt upp á 27. afmælisdaginn sinn á sunnudaginn með því að sigra Sebastian Grosjean frá Frakklandi, 7:6 og 6:2, í úrslitaleik á opna Mars- eille-mótinu. Þetta var 23. mótssigur Ólympíumeistarans frá því í Sydney í haust.  HENRIK Larsson, Svíinn snjalli, hefur nú skoraði 40 mörk fyrir Celtic í skosku knattspyrnunni í vetur. Larsson skoraði tvívegis gegn Dunfermline í bikarkeppninni á laugardaginn en mörkin dugðu þó aðeins til jafnteflis, 2:2, og liðin mæt- ast aftur á heimavelli Celtic.  JENS Nowotny, þýski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu hjá Lever- kusen, meiddist illa á ökkla þegar lið hans tapaði, 2:1, fyrir Hansa Rost- ock á laugardaginn. Hann missir væntanlega af landsleik Þjóðverja og Frakka í næstu viku. FÓLK Ég veiktist á föstudaginn og varafar slappur af flökurleika og magakveisu auk hausverks á meðan keppnin fór fram. Miðað við það er hægt að vera sátt- ur,“ sagði Jón að keppni lokinni í Austurríki. „Fyrir vikið vantaði mig alla snerpu í sprettunum og eins var eitt þúsund metra hlaupið erfiðara en ella. Ef allt hefði verið með felldu átti árangurinn í eitt þúsund metra hlaupinu að vera betri því að þessu sinni fann ég ekki fyrir krampa í fót- unum eins og í Tallinn,“ sagði Jón ennfremur. Hann byrjaði keppnina í Austur- ríki á því að hlaupa 60 metrana á 7,07 sekúndum. Það er nærri fjórð- ungi úr sekúndu lakari tími en Jón á best. „Ég ætlaði bara aldrei að kom- ast upp úr viðbragðsblokkunum, sá bara í bakhlutann á andstæðingun- um,“ sagði Jón um 60 m hlaupið. Jón stökk lengst 7,49 metra í langstökki, nokkuð frá sínu besta og síðan varpaði hann kúlunni 15,98 metra. „Ég komst eiginlega ekki í gang fyrr en í kúluvarpinu,“ sagði Jón. Í fjórðu og síðustu grein stökk Jón yfir 2,02 metra í hástökki. „Það skiptir geysilegu máli að komast vel yfir tvo metra, í stað 1,95 metra sem ég stökk yfir í Tallinn, á þessu mun- ar rúmum sextíu stigum.“ Að loknum fyrri keppnisdegi var Jón með 3.462 stig, sama stigafjölda og hann hafði önglað saman í þraut- inni í Tallinn. Tíminn í 60 m grinda- hlaupinu, fyrstu keppnisgrein síðari dags, var viðunandi, 8,04 sekúndur. Jákvæðasti hluti keppninnar var að mati Jón Arnar, stangarstökkið. Þar lyfti hann sér yfir 5,10 metra. „Ég var óheppinn að fara ekki yfir 5,20 metra. En það var jákvætt að fara yfir 5,10, það tekst mér ekki oft í fjölþrautarkeppni,“ sagði Jón Arn- ar. Eitt þúsund metrana hljóp Jón Arnar á 2.55,50 mínútum sem er all- verulega frá hans besta. „Ég gat ekki gefið meira í hlaupið. Ef ég hefði gert það var hætt við að ég kastaði upp á miðri leið og þar með hefðiþrautin verið unnin fyrir gýg.“ Jón Arnar segist nú bíða og vona að árangurinn nægi sér til þess að komast á heimsmeistaramótið. Með árangrinum um helgina náði hann að færast upp um eitt sæti á heims- afrekalista ársins í sjöþraut, er nú í fjórða sæti. Mótið um helgina var hið þriðja á jafnmörgum helgum sem Jón Arnar tekur þátt í. Fyrir þremur vikum keppti hann í Tallinn, þá í fimm greinum á Meistaramóti Íslands og loks í sjöþrautinni í Vínarborg. Burt séð frá veikindunum kvað hann lík- amann þolaerfiðið vel og engin meiðsl hafa komið upp. „Formið er fyrir hendi, ég hef náð að halda því við. Auk þess kenni ég mér einskis meins þrátt fyrir afar stífa keppni þrjár helgar í röð. Þetta er afar jákvætt bæði andlega og lík- amlega og veitir ákveðið sjálfstraust fyrir átökin á þessu ári. Einnig tel ég mig eiga meira inni en ég hef sýnt í sjöþrautarkeppni vetrarins, til dæmis með betri ár- angri í stökkum og eitt þúsund metra hlaupinu á ég að geta bætt við mig 150 til 200 stigum,“ sagði Jón Arnar Magnússon. Jón Arnar varð langfyrstur Jón Arnar fékk ekki mikla keppni í sjöþrautinni á austurríska meist- aramótinu. Klaus Ambrosch varð austurrískur meistari, fékk 5.633 stig. Annar varð Thomas Tebbich með 5.492 stig og þriðja sæti kom í hlut Thomas Lorber, hann safnaði saman 5.355 stigum í greinunum sjö. Jón Arnar bætir sig JÓN Arnar Magnússon, fjölþrautarmaður úr Breiðabliki, færðist skrefi nær þátttöku á heimsmeistaramótinu í Lissabon í næsta mánuði er hann hlaut 6.084 stig í sjöþraut á austurríska meistara- mótinu sem fram fór í Vínarborg um helgina. Bætti Jón Arnar ár- angur sinn um 28 stig frá þrautinni í Tallinn fyrir hálfum mánuði. Til þess að vera öruggur um þátttöku á HM þurfti Jón að ná 6.100 stig- um, en meiri líkindi eru til þess en ekki að árangurinn í Austurríki hafi tryggt honum farseðilinn til Lissabon. Ívar Benediktsson skrifar Björgvin sigraði í Svíþjóð BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, sigr- aði í svigi á alþjóðlegu móti sem fram fór í Sundsvall í Svíþjóð á sunnudaginn. Björgvin var með 1,10 sek. forystu eftir fyrri ferðina á næsta keppanda og varð 0,85 sek. á undan eftir seinni ferð- ina. Alexander Seinestam frá Svíþjóð varð annar og Per Rönnmark frá Svíþjóð þriðji. Fyrir sigurinn fékk Björgvin 25,46 FIS-stig sem er mjög góður árangur en hann var með 36,08 FIS-stig í svigi á stigalista alþjóða skíða- sambandsins sem gefinn var út 5. febrúar. Björgvin er nú staddur í Oppdal í Noregi þar sem hann mun stunda æfingar fram á fimmtudag en þá fer hann til Oslóar til að taka þátt í alþjóðlegum mótum þar um helgina. Einar setti Íslandsmetið í ann-arri tilraun og bætti Íslands- metið sem hann setti nokkrum mín- útum fyrr í keppninni er hann lyfti sér yfir 2,25 metra í fyrstu tilraun. Einar fór áður yfir 2 metra slétta, 2,10 og 2,20 metra, í fyrstu tilraun. Eins og nærri má geta hafði Einar talsverða yfirburði í keppninni, næstur honum varð Björgvin Reyn- ir Helgason, HSK, með 1,95 metra. Einar átti sjálfur fyrra Íslands- metið í hástökki, 2,24 metra, en yfir þá hæð lyfti hann sér 28. janúar í fyrra, einnig í Laugardalshöllinni. „Fylgja þessu eftir“ „Nú er bara um að gera að drífa sig yfir 2,30 metra. Ég var mjög ná- lægt því að þessu sinni og það var léttara en ég reiknaði með,“ sagði Einar glaður í bragði. „Ég vissi að geta var fyrir hendi, spurningin var bara um að töfra hana fram og það tókst. Nú er bara að fylgja þessu eftir.“ Aðspurður sagðist Einar Karl vonast til þess að árangurinn nægði sér til þess fá keppnisrétt á heimsmeistaramótinu en Vésteinn Hafstseinsson, landsliðsþjálfari, er að kanna möguleikana á því. Með þessum árangri hefur Einar Karl lyft sér upp í flokk hástökkv- ara á alþjóðlega vísu, en oft er sagt að 2,25 metrar sé ákveðinn þrösk- uldur sem hástökkvurum reynist erfitt að komast yfir. Samkvæmt heimsafrekalista ársins í hástökki karla, sem alþjóða frjálsíþróttasam- bandið tekur saman, er Einar Karl í 11. – 15. sæti. Hann er í góðum félagsskap þar sem Ólympíumeist- arinn í hástökki, Rússinn Sergey Klyugin, hefur hæst stokkið 2,28 meta á innanhússtímabilinu. Meðal þeirra sem eru næstir á eftir Einari með 2,27 metra er Bandaríkjamað- urinn Charles Austin, Ólympíu- meistari í Atlanta 1996, og heims- methafinn Javier Sotomayor frá Kúbu. Svíarnir Stefan Holm og og Stef- an Strand hafa stokkið karla hæst innanhúss í vetur, 2,34 metra. Einar Karl Hjartarson tvíbætti Íslandsmetið, stökk 2,28 metra „Ég á meira inni“ „ÉG reiknaði með að bæta met- ið og fara yfir 2,25 metra, en að fara fjórum sentimetra yfir gamla metið var meira en ég reiknaði með,“ sagði Einar Karl Hjartarson, hástökkvari úr ÍR. Hann bætti á sunnudaginn eigið Íslandsmet í hástökki innan- húss um fjóra sentimetra, stökk 2,28 metra á Meistaramóti Ís- lands, 15–22 ára sem fram fór í Laugardalshöll. Einar var hárs- breidd frá því að fara yfir 2,30 metra sem er lágmarksárangur til þátttöku á heimsmeist- aramótinu í Lissabon í næsta mánuði. Morgunblaðið/Golli Einar Karl Hjartarson, ÍR, bætti eigið Íslandsmet í hástökki um 4 sentímetra á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.