Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 1
2001 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
HAUKAR GERÐU GÓÐA FERÐ TIL LISSABON / B4,B5,B6
Eins og fram hefur komið í Morg-unblaðinu þá eru nokkrar vik-
ur síðan Derby óskaði eftir því við
Las Palmas að fá Þórð á leigu en
eftir mikil fundahöld forráðamanna
félaganna slitnaði upp úr samninga-
viðræðum fyrir tveimur vikum.
Ástæða þess var sú að Derby fannst
leiguverðið allt of hátt auk þess sem
Las Palmas vildi ekki fella leigu-
verðið inn í hugsanleg kaup.
„Það var að mínu frumkvæði sem
málin fóru í gang aftur. Ég óskaði
eftir því að fá að fara til Derby og á
endanum samþykkti Las Palmas að
lána mig til enska liðsins án þess að
þiggja greiðslu fyrir. Ég er mjög
ánægður með þessi málalok og það
er bara vonandi að Derby kaupi mig
í sumar,“ sagði Þórður í samtali við
Morgunblaðið í gær en hann var þá
staddur á Brittania-leikvanginum í
Stoke og var á leið til að hitta for-
ráðamenn Derby.
Las Palmas keypti Þórð í fyrra
frá belgíska liðinu Genk fyrir 190
milljónir króna og gerði við hann
þriggja ára samning. Þórður hefur
lítið fengið að spreyta sig með Kan-
aríeyjaliðinu á leiktíðinni og þegar
24 umferðum er lokið í spænsku 1.
deildinni hefur hann aðeins verið
með í átta leikjum og í þeim öllum
hefur hann komið inná sem vara-
maður.
„Þetta hefur ekki verið skemmti-
legur tími á Kanaríeyjum hvað
varðar fótboltann enda er maður í
þessu til að fá að spila. Ég geri mér
samt alveg grein fyrir því að ég
labba ekkert inn í lið Derby strax
enda hefur liðinu gengið ágætlega í
síðustu leikjum,“ sagði Þórður.
Derby er í 16. sæti úrvalsdeild-
arinnar með 31 stig og er aðeins
fjórum stigum frá fallsæti. Aðal-
vandamál liðsins á leiktíðinni hefur
verið að skora mörk og Jim Smith,
stjóri félagsins, hefur því verið að
leita að sóknarmönnum til þess að
skerpa sóknarleik liðsins á loka-
sprettinum.
Þórður í raðir Derby
ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður
Las Palmas á Kanaríeyjum, skrifar væntanlega undir samning við
enska úrvalsdeildarliðið Derby í kvöld. Þórður gekkst undir lækn-
isskoðun hjá Derby í gær og ef ekkert óvænt kemur upp á verður
gengið frá samningi í dag. Um lánssamning er að ræða en Derby
hefur möguleika á að kaupa Þórð í sumar nái hann að heilla for-
ráðamenn félagsins.
ÞÓREY Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr
FH bætti sinn persónulega árangur á
meistaramóti suðurríkjanna í
Bandaríkjunum um helgina. Þórey sigraði
með yfirburðum á mótinu og stökk 4,40
metra en hún átti best 4,37 metra. Þórey
bætti jafnframt háskólametið í greininni og
þessi árangur hennar er aðeins 5
sentímetrum frá Norðurlandameti Völu
Flosadóttur.
Þórey Edda
yfir 4,40 m
FINNSKA skíðasambandið er í uppnámi eftir að tveir
af landsliðsmönnum þeirra féllu á lyfjaprófi á heims-
meistaramótinu í norrænum greinum sem fram fór í
Lahti í Finnlandi. Jari Isometsä og Janne Immonen
reyndust báðir hafa notað ólögleg blóðþynningarlyf. Yf-
irþjálfari finnska skíðalandsliðsins og tveir aðrir finnsk-
ir þjálfarar fengu að taka pokann sinn. Viku fyrir
heimsmeistaramótið í Lahti fannst læknataska á bens-
ínstöð í bænum sem var merkt finnska skíðalandsliðinu
en í töskunni fundust ólögleg lyf. Á blaðamannafundi
sem finnska skíðasambandið hélt vegna lyfjamálsins var
búið að setja svartan dúk yfir vörumerki styrktaraðila
sambandsins, en öllum samningum var rift í kjölfar
lyfjamálsins og finnska ríkisstjórnin íhugar að draga til
baka rúmlega 60 milljóna króna styrk sem búið var að
veita til HM í Lahti.
Tveir Finn-
ar féllu á
lyfjaprófi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingibergur Sigurðsson og Pétur Eyþórsson, félagar úr Víkverja, glíma á loka-
mótinu í landsglímu. Pétur hlaut nafnbótina landsglímumeistari 2001.