Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Baumruk æsti stuðningsmenn NÆRRI 160 stuðningsmenn Hauka studdu ríkulega við bakið á sínum mönnum á meðan leikurinn fór fram. Settu þeir skemmtilegan svip á leikinn, með hrópum, trommuslætti og glaðværð frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Voru þeir félagi sínu til mikils sóma. Þátttaka þeirra í leiknum kom stuðnings- mönnum Sporting mjög á óvart og voru þeir sem slegnir út af laginu á stórum köflum leiksins. Þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum var gert stutt hlé á leiknum á meðan leikgólfið var þurrkað áður en leikmenn Sporting tóku vítakast. Petr Baum- ruk, leikmaður Hauka, gaf stuðningsmönnum sínum merki um að bæta í seglin og auka stuðninginn. Var því fúslega tekið og jókst hávaðinn frá stuðningsmönnum Hauka til muna. Um leið og þetta gerðist lifnaði heldur betur yfir stuðnings- mönnum Sporting sem tóku heldur betur við sér. Var hávað- inn slíkur að nær ólíft var í húsinu og ekki heyrðist mannsins mál fyrir hávaða. ÞEGAR leikmenn Hauka og Sport- ing voru einn af öðrum kynntir til leiks með háværri tónlist, hrópum og ljósasýningu áður en leikurinn hófst hlupu ungir handknattleiks- menn á aldrinum 10 til 12 ára með hverjum leikmanni inn á völlinn. Voru drengirnir klæddir aðal- og varabúningum Sporting-liðsins enda eru þeir félagsmenn í yngri flokkum félagsins. Sporting mun hafa haft þennan hátt á heima- leikjum sínum í Evrópukeppninni til þess að efla áhuga yngri kynslóð- arinnar á leikjunum. Ekki eins há laun Aðgöngumiði á leik Sporting og Hauka kostaði 1.000 eskúdos, um 390 krónur. Er það nokkuð hærra en á heima- leiki Sporting í deildarkeppninni. Mörgum Íslendingum þótti miðinn ódýr, sé tekið mið af miðaverði á handknattleiksleiki á Íslandi. Þeg- ar Portúgölum barst til eyrna að Ís- lendingunum þætti miðaverðið lágt þá sögðu þeir að ekkert væri að marka, Íslendingar hefðu hærri laun en þeir. Lágmarkslaun í Portúgal eru um 28.000 krónur á mánuði. Ungir strákar í sviðs- ljósinu DRÍFA Skúladóttir, landsliðskona í handknattleik, átti stjörnuleik með Sola í norsku úrvalsdeildinni í fyrra- dag. Drífa skoraði 5 mörk fyrir lið sitt sem hafði betur gegn Stabæk, liði Kristjáns Halldórssonar, 27:24. Drífa og Þórdís Brynjólfsdóttir gengu sem kunnugt er til liðs við Sola frá FH síð- astliðið sumar og hafa þær lítið sem ekkert fengið að spreyta sig. Í norska blaðinu Rogalands Avis í síðustu viku var haft eftir þeim að þær hyggðust snúa heim eftir tímabilið enda súrar að fá ekki að spila meira. Drífa fékk svo loks tækifæri gegn Stabæk og ekki verður annað sagt að hún hafi nýtt tækifærið í botn. „Ég er mjög ánægð með minn leik og nú er bara að halda sæti sínu í lið- inu,“ sagði Drífa í samtali við Roga- lands Avis eftir leikinn. Ragnheiður Stephensen og stöllur hennar í Bryne urðu að láta í minni pokann fyrir botnliði Selbu, 25:23. Ragnheiður skoraði eitt af mörkum Bryne. Sola er í 7. sæti deildarinnar með 15 stig, Stabæk í 9. sætinu með 10 stig og Bryne er í 10. sæti af tólf liðum með 8 stig. Drífa lék vel með Sola Róbert Julian Duranona var ímiklu stuði í liði Nettelstedt sem sigraði Solingen, 34:29, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Duranona, sem ekki er ánægður í herbúðum Nettelstedt, skoraði 9 mörk í leiknum og komu átta þeirra með þrumuskotum utan af velli. Gústaf markahæstur Gústaf Bjarnason skoraði 6 mörk og var markahæstur í liði Minden sem gerði jafntefli, 30:30, á útivelli gegn Hameln. 3000 áhorfendur í íþróttahöllinni í Essen urðu fyrir vonbrigðum með leik sinna manna gegn Gummers- bach því gestirnir fóru með sigur af hólmi, 23:20. Patrekur Jóhannesson hafði hægt um sig í liði Essen og skoraði aðeins eitt mark. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í marki Nordhorn sem tapaði á heima- velli fyrir Sigurði Bjarnasyni og félögum hans í Wetzlar, 27:24. Mikið kemur til með að mæða á Guðmundi því keppinautur hans um markvarð- arstöðuna, Svíinn Jasper Larsson, er kominn á sjúkralistann og verður frá næstu vikurnar. Sigurður skoraði þrjú af mörkum Wetzlar í leiknum. Duranona í ham gegn Solingen DUNKERQUE, lið Ragnars Óskarssonar, sigraði á laugardag botnlið Pontault combault 22:15 í frönsku 1. deildinni í handknatt- leik á heimavelli. Ragnar skoraði 6 mörk í leiknum sem var afar jafn framan af og var staðan jöfn, 9:9, í hálfleik. Í síðari hálfleik sigu heimamenn hins vegar fram- úr og áttu ekki í nokkrum vand- ræðum með botnliðið. „Við vorum kannski stressaðir í byrjun því þetta var svona leikur sem við áttum að vinna og það er oft erfitt að koma sér í gang þeg- ar svo er en svo small þetta sam- an í síðari hálfleik,“ sagði Ragnar Óskarsson við Morgunblaðið. Ragnar byrjaði inni á í stöðu leikstjórnanda eins og venjulega en þurfti að bíða lengi eftir fyrsta marki sínu. „Leikurinn byrjaði ekkert alltof vel hjá mér og svo var mér kippt aðeins útaf og ég hafði bara gott af því. Ég fékk að sitja aðeins á bekknum og sjá hvað við vorum að gera vitlaust en svo fannst mér ég koma mjög sterkur inn og var mjög ánægður með seinni hálfleikinn,“ sagði Ragnar. Dunkerque heldur 8. sæti deildarinnar með 25 stig. Ragnar skoraði sex Ólafur Stefánsson var marka-hæstur í liði Magdeburgar með 7 mörk en fimm markanna skoraði Ólafur úr vítaköstum. Franski línumaðurinn Gueric Kervadec skoraði 6 mörk og Rúss- inn Oleg Kuleschow 5. Í liði Lemgo var svissneski landsliðsmaðurinn Marc Baum- gartner með 8 mörk og Volke Zerbe skoraði 5. „Þetta er alls ekki búið. Lemgo hitti einfaldega á slæman dag og ég býst við mjög erfiðum leik um næstu helgi,“ sagði Alfreð á blaða- mannafundi eftir leikinn. Ungverska liðið Pick Szged og spænska liðið Bidasoa háðu harða rimmu en það fór svo að lokum að Ungverjarnir, sem léku á heima- velli, fóru með eins marks sigur af hólmi, 28:27. Í 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar tóku leikmenn Evrópumeistara Kiel júgóslavneska liðið Lovcen Cetinje í kennslustund og unnu með 13 marka mun, 35:22. Júgóslavneski risinn Nenad Peer- unicic var í miklum ham og skoraði 10 mörk, Daninn Nicolaj Jacobsen skoraði 9 og sænski landsliðsmað- urinn Stefan Lövgren 6 mörk. Eins og Kiel á Barcelona öruggt sæti í undanúrslitunum en Bör- sungar unnu Badel Zagreb frá Króatíu á útivelli með tólf marka mun, 29:17. Haukabanarnir í ABC Braga eiga erfitt verk fyrir höndum í ljónagryfju sinni í Portúgal um næstu helgi því liðið tapaði fyrir Portland San Antonio, 25:16, á Spáni. Magdeburg stendur vel að vígi MAGDEBURG stendur vel að vígi eftir fyrri viðureign sína gegn Lemgo í 8 liða úrslitum EHF-keppninar í handknattleik, þeirri sömu og Haukar leika í. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sóttu Lemgo heim og unnu þar sex marka sigur en lokatölur urðu 28:22 eftir að staðan hafði verið 12:8 í hálfleik. Magdeburg hafði undirtökin allan leiktímann og var sigur liðsins aldrei í hættu. Bjarni reyndist leikmönnumSporting óþægur ljár í þúfu og kunnu stuðningsmenn portúgalska liðsins Bjarna litlar þakkir. „Ég var bú- inn að fara vel yfir helstu leikmenn Sporting-liðsins af myndbandi og kom því vel undirbú- inn til leiks. Auk þess var þetta ein- faldlega einn af þessum dögum þar sem allt gengur upp. Þá var vörnin mjög góð og hjálpaði verulega uppá hjá mér. Nú erum við komnir með ákveðið forskot eftir þetta jafntefli. Svo sannarlega erum við ekki búnir að vinna neitt ennþá, en staðan er þann- ig að það ætti að vera gott að vinna úr henni í síðari leiknum. Við höfum sýnt leikmönnum Sporting að þeir fá ekkert ókeypis hjá okkur. Þeir verða að leggja eitthvað undir í síðari leiknum ætli þeir að snúa taflinu sér í hag,“ sagði Bjarni Frostason, sem að margra mati lék einhvern sinn besta leik á ferlinum gegn Sporting á laug- ardaginn. Árangur góðrar heimavinnu „Við erum með betra lið en Sport- ing og áttum að vinna, en síðustu fimm mínúturnar voru erfiðar þegar dómararnir voru alltaf að gefa okkur merki um töf,“ sagði Petr Baumruk, sem fór mikinn í vörn Hauka og átti mikilvæga spretti í sóknarleiknum. „Vörnin hjá okkur var góð, Bjarni markvörður stóð sig frábærlega auk þess sem sóknarleikurinn var lengst af í lagi, en það vantaði herslumun- inn upp á að okkur tækist að vinna. Niðurstaðan þessa leiks er fyrst og fremst árangur af góðri heimavinnu. Þótt við hefðum viljað vinna, eins og mál stóðu, eru þetta góð úrslit sem við eigum alla möguleika á að nýta okkur til þess að komast áfram í keppninni,“ sagði Baumruk. Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason Petr Baumruk og samherjar fögnuðu vel eftir leikinn í Lissabon. Allt gekk upp „ÞAÐ rigndi yfir mig smápeningum og hráka á tímabili í fyrri hálf- leik. Það var aðeins til þess að herða mig því mér hefur aldrei þótt óþægilegt að hafa fólk á móti mér,“ sagði Bjarni Frostason, mark- vörður Hauka. Hann átti stórleik gegn Sporting, varði 23 sköt, mörg úr dauðafærum. Eftir Ívar Benediktsson Bjarni Frostason, hetja Hauka í Lissabon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.