Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 11

Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 11
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 B 11 Try gg ðu þé r á sk rif t s tra x Beinar útsendingar í vikunni England - Spánn Landsleikur í knattspyrnu ÍR - Skallagrímur Epson-deildin Leeds - Man. United Enski boltinn Real Madrid - Barcelona Spænski boltinn Evander Holyfield - Johnny Ruiz Hnefaleikar Ítalski boltinn Ipswich Town - Bradford Enski boltinn Toronto Raptors - New York Knicks NBA miðv. fim. lau. lau. lau. sun. sun. sun. Tryggðu þér áskrift á netinu  HEIÐURSGESTIR á bikarleik kvenna í Laugardalshöll á laugar- daginn voru Halldór Kjartansson forstjóri Kj. Kjartanssonar, Skúli Skúlason, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, og Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þeim fylgdu Sveinn Jónsson, formaður KR, og Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.  PÉTUR HRAFN Sigurðsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleiks- sambandsins, hafði í nógu að snúast á laugardaginn. Það voru ekki bara tveir bikarúrslitaleikir á dagskrá, heldur hélt Körfuknattleikssam- bandið upp á fertugsafmæli sitt með veislu og út kom vegleg bók eftir Skapta Hallgrímsson um sögu körfubolta á Íslandi. Það var ekki allt því Pétur Hrafn átti fertugsafmæli á laugardaginn og hélt uppá það um kvöldið en honum til heiðurs sungu leikmenn beggja liða saman að leik loknum afmælissöng fyrir hann.  TVÆR stúlkur, hvor úr sínu kvennaliðinu, voru samkvæmt reglum teknir í lyfjapróf eftir úr- slitaleikinn. Starfsmenn ÍSÍ skrifuðu þá niður nöfn allra leikmanna og voru miðarnir allir settir í pott, sem liðstjóri hvors liðs dró eitt nafn úr. Hjá Keflavík var nafn Birnu Val- garðsdóttur dregið og hjá KR nafn fyrirliðans Kristínar B. Jónsdóttur.  TÍU ungar og sprækar klappstýr- ur úr Keflavík sýndu við góðar und- irtektir listir sínar undir drynjandi tónlist í leikhléi í kvennaleiknum. FÓLK Við höfum lent í því áður að veralangt undir en samt unnið. Ég hélt að við hefðum karakter til að klára þessa leiki en KR er greinilega með of sterkt lið til að hleypa þeim svona langt frá sér. Það var örvænting hjá okkur þeg- ar við lentum undir. Við vorum alltaf að elta og náðum ekki eðli- legu flæði í leikinn. Sumir af okkar bestu leikmönnum komust aldrei í takt við leikinn, við náðum ekki að virkja Birnu og Brooke fór á köfl- um að reyna of mikið. Þessi nýi leikmaður þeirra kann greinilega eitthvað fyrir sér í körfubolta en ég sagði við mínar stelpur fyrir leikinn að ef ég væri þjálfari KR þá myndi ég reyna að nota fjar- veru Hönnu Kjartansdóttur til að þjappa liðinu betur saman.“ „Ég er mjög ósátt við mig í dag. Ég var drulluléleg. Það var alveg sama hvað ég reyndi, það gekk ekkert upp. Ég fékk ekki boltann í fyrstu sóknunum og ef til vill hef- ur það haft áhrif á mig þannig að ég náði ekki að rífa mig upp. Við eltum KR-ingana allan leikinn og það er ekki snjallt á móti jafn sterku liði og KR-ingarnir hafa,“ sagði Birna Valgarðsdóttir, leik- maður Keflavíkur. Vantaði herslumuninn „Það kemur leikur eftir þennan leik og þrátt fyrir að við höfum tapað hér í dag þá verðum við að halda áfram og treysta því að það komi betri dagar. Það vantaði nokkrum sinnum herslumuninn á því að okkur tækist að snúa leikn- um okkur í hag. Þetta eru tvö mjög jöfn lið og það breytti engu fyrir okkur að þær væru með nýj- an leikmann og að það vantaði Hönnu Kjartansdóttur. Þetta datt bara þeirra megin í dag,“ sagði Erla Þorsteinsdóttir, leikmaður Keflvíkinga, vonsvikin eftir leik- inn.“ „ÉG er mjög óánægður, en við getum engum nema okkur sjálfum um kennt. Sökin liggur hjá mér og stelpunum. Við komum greini- lega ekki nægilega undirbúin í þennan leik og höfum ekki unnið heimavinnuna okkar nógu vel. Ég tek þá sök á mig og verð að hrósa Henning og hans stelpum. Þar skein sjálfstraustið úr hverju andliti og þær voru bara sterkari en við í dag,“ sagði Kristinn Óskarsson, þjálfari Keflvíkinga. Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Verð að hrósa Henning IEPER, liðið sem Helgi Jónas Guðfinnsson leikur með í belgísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, sigraði Brüss- el 73:63 á laugardag. Helgi lék í um 25 mínútur í leiknum og skoraði 9 stig og náði að auki fjórum sinnum að stela boltanum af andstæðingum sínum. „Ég var nokkuð sáttur við mína frammistöðu. Ég hefði kannski mátt skjóta meira en ég tók bara fjögur skot,“ sagði Helgi en Ieper er nú í 4. sæti deildarinnar eftir þriðja sigurleik sinn í röð. Liðið heldur svo til Ítalíu á miðviku- dag þar sem það mætir Telit Pall.Trieste í 8 liða úrslitum Korac-keppninnar í Evrópu. Enn sigur hjá Ieper KR-ingar komu til þessa úrslita-leiks með nokkuð breytt lið. Til liðsins var kominn erlendur leikmað- ur, Heather Corby, en mikið skarð var hoggið í lið KR-ingar þegar ljóst varð að Hanna Kjartans- dóttir, stigahæsti leikmaður KR í vetur, gæti ekki verið með vegna veikinda. En KR-ingar létu fjarveru Hönnu ekki á sig fá heldur þjöppuðu sér vel saman og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þær skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins og náðu forystu sem þær létu aldrei af hendi. Kristín Jónsdóttir og Heather Corby byrj- uðu leikinn af miklum krafti og skor- uðu 17 af 19 stigum sem KR skoraði í fyrsta leikhluta. Brooke Swartz hélt Keflvíkingum inn í leiknum og skor- aði 10 af 12 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta. KR-ingar náðu fljótlega 11 stiga forskoti í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Keflvíkingar næðu að minnka muninn í 7 stig þá var aldrei nægilegur vilji og kraftur í Keflvík- ingum til að brjóta góðan leik KR- ingar á bak aftur, en KR leiddi með 10 stigum í leikhléi 35:25. Kristinn Óskarsson, þjálfari Kefl- víkinga, hefur örugglega haldið góða ræðu yfir sínum stúlkum í leikhléinu því á fyrstu mínútum þriðja leik- hluta minnkuðu þær muninn í 5 stig. En þá hrukku KR-ingar í gang, skoruðu 11 stig í röð og lögðu grunn- inn að bikarmeistaratitlinum. Heather Corby kom mjög sterk til leiks og í raun ótrúlegt að leikmaður geti með jafn skömmum fyrirvara fallið jafn vel inn í lið eins og hún gerði í KR-liðinu á laugardag. Styrk- ur hennar er á öllum sviðum, hún lék í fullar 40 mínútur, hún skoraði 35 stig, hirti 17 fráköst og átti 5 stoð- sendingar. Sannarlega frábær leik- maður sem á örugglega eftir að falla enn betur inn í leik KR, sem verður með óárennilegt lið þegar Hanna Kjartansdóttir verður búin að jafna sig af veikindunum. Kristín Jóns- dóttir átti sömuleiðis góðan leik, eins og raunar KR-liðið allt, og þar virð- ist hvergi veikan blett vera að finna. Keflvíkinga skorti trúna og and- ann til að eiga möguleika á sigri. Þar munaði einnig mestu að Birna Val- garðsdóttir komst aldrei í takt við leikinn, skoraði ekki stig og þurfti að fara af leikvelli með fimm villur þeg- ar fjórði leikhluti var nýbyrjaður. Kristín Blöndal fann sig ekki vel og skoraði aðeins 4 stig. Enda var skot- nýting Keflvíkinga í heildina mjög slök eða tæplega 30% og Swartz, sem var langbest í Keflavíkurliðinu, skoraði rúmlega helming stiga þeirra, 30 af 52. Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-ingar sterkari á öllum sviðum KR-ingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna á laugardag, þegar KR-stúlkur mættu stöllum sínum úr Keflavík í Laugardalshöll. Þessi tvö lið hafa marga hildi háð í gegnum tíðina og líkt og búist hafði verið við var mikil barátta í leiknum allt frá upphafi. En KR-ingar voru sterkari á öllum sviðum leiksins og unnu sanngjarnan sigur, 76:58. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar HANNA B. Kjartansdóttir, sem leikið hefur stórt hlutverk með KR í körfuknattleik og skorað flest stig liðsins í vetur, var fjarri góðu gamni á laugardaginn þegar félag- ar hennar bitust við Keflvíkinga um bikarmeistaratitilinn. Hún lá heima með flensu en eftir sigurinn skund- uðu félagar í heimsókn til að færa henni verðlaunapening og bikar. Fóru með bikarinn til Hönnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.