Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 16
SUNNA Gestsdóttir bætti fimm ára gamalt Íslands- met í 200 m hlaupi innan- húss, þegar hún hljóp á 24,80 sek. á sunnudaginn. Metið setti hún á meist- aramóti Noregs sem haldið var í Stangehallen í Nor- egi. Gamla metið, sem var 24,85 sek., átti Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, sem hún setti í Ósló 1996. Sunna með met í Ósló Fyrsti leikhlutinn var mjög jafnog átti hvort lið 6 skot sem hittu markið. Aðeins eitt skot rataði þó inn; Clark McCormick náði forystu fyrir SA með því að sneiða skot Leifs Finney í markið á 15. mínútu. Annar leik- hluti var einnig mjög jafn, sóknirn- ar þyngri og uppskeran var líka betri. Dimitry Zinoviev jafnaði fyrir Björninn, Anders Lindner kom SA yfir skömmu síðar en Zinoviev jafn- aði aftur. Heimamenn lentu síðan í því að leika tveimur færri og gest- irnir nýttu sér það og Sergei Zak skoraði. Staðan því 2:3. Í síðasta leikhlutanum höfðu leik- menn SA undirtökin og pressuðu stíft. McCormick jafnaði á 5. mín. eftir sendingu frá Ingvari Þór Jóns- syni og heimamenn pressuðu áfram. Björninn náði skyndisókn á 7. mín. og Sergei Zak skoraði eftir frábær- an undirbúnings Zinovievs. Þetta reyndist vera sigurmarkið í leiknum því þrátt fyrir þungar sóknir SA og alls 13 skot sem hittu markið, auk þess sem mörg fóru fram hjá, þá tókst liðinu ekki að jafna. Rússarnir Zinoviev og Zak voru yfirburðamenn hjá Birninum ásamt Pavel Tcherkas í markinu. Hjá SA varði Micheal Kobezda vel, Ingvar Þór og Leifur Finney voru sterkir, McCormick mikilvægur að vanda og nýi leikmaðurinn frá Danmörku, Anders Lindner, sýndi að hann er skæður sóknarmaður. ,,Það var sárt að tapa þessu. Við sóttum meira en við vorum afar óheppnir í sókninni. Nú þýðir nátt- úrlega ekkert annað en að mæta grimmir í næsta leik og jafna met- in,“ sagði Ingvar Þór Jónsson eftir leikinn. Enn einn nýr leikmaður var kom- inn til Bjarnarins, Finninn Jouni Tormanen. Hann er þó enginn ný- græðingur í íshokkíinu hér á landi því árin 1992–1995 bjó hann á Ak- ureyri og lék með SA og reyndar eitt tímabil með Birninum. ,,Þetta var mjög spennandi leikur og gam- an að vinna. Raunar er þetta í fyrsta sinn sem ég kynnist því að vinna leik á Akureyri með Birninum. Ég kom til landsins í gær og var þreytt- ur eftir flugið en ég vildi samt spila með. Við ætlum svo bara að halda áfram að vinna,“ sagði Tormanen. Hann hefur búið í Noregi undanfar- in ár en sagðist hafa saknað Íslands meira en Finnlands og var því hæst- ánægður með það að vera kominn hingað aftur. Björninn byrjar vel Stefán Þór Sæmundsson skrifar ÍSHOKKÍLIÐ Bjarnarins hrósaði sigri gegn deildarmeisturum Skautafélags Akureyrar í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Leik- urinn fór fram á Akureyri sl. laugardag og sigraði Björninn í fjör- ugum slag 4:3. Næsti leikur verður einnig háður á Akureyri en síðan eru tveir leikir á dagskrá í Reykjavík. Það lið sem vinnur þrjá leiki fagnar Íslandsmeistaratitlinum. Morgunblaðið/Kristján Leikmenn Bjarnarins fögnuðu innilega eftir sigur á Skautafélagi Akureyrar, 4:3. Liðin mætast aft- ur á Akureyri í kvöld kl. 18.40.  ANDRI Sigþórsson skoraði eitt marka Salzburg sem sigraði 2. deild- arliðið Braunau, 6:1, í æfingaleik um helgina. Andri hefur verið á skot- skónum með liði Salzburgar í æf- ingaleikjum að undanförnu og von- andi heldur hann uppteknum hætti um næstu helgi en þá leikur Salzb- urg fyrsta leik sinn eftir vetrarfríið. Andri og félagar taka á móti Admira Wacker.  BRYNJAR Björn Gunnarsson sneri sig á ökkla í leik Stoke gegn Rotherham og þarf að hvíla í nokkra daga. Vonast er til að Brynjar verði klár fyrir næstu helgi en þá mætir liðið Colchester. Stoke átti að mæta Port Vale í bikarkeppni neðrideilda- liða í kvöld en leiknum hefur verið frestað á ný vegna slæmra vallarskil- yrða hjá Port Vale.  GUÐJÓN Þórðarson knatt- spyrnustjóri Stoke vill styrkja lið sitt fyrir lokabaráttuna í 2. deildinni. Stoke hefur ekki fengið nema tvö stig út úr þremur síðustu leikjum og Guðjón segir nauðsynlegt að fá liðs- styrk. Hann átti fund með Gunnari Þór Gíslasyni stjórnarformanni Ís- lendingaliðsins í gær en fram til þessa hefur Gunnar ekki talið þörf á að styrkja liðið frekar.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn í vörn Ulm sem gerði jafntefli, 1:1, á útivelli við Saarbrücken í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu um helgina. Ulm er í 14. sæti deildarinn- ar.  GUNNLAUGUR Jónsson og félagar í Uerdingen unnu góðan úti- sigur á Fortuna Köln, 2:1, í þýsku 3. deildinni. Gunnlaugur lék allan leik- inn í vörn Uerdingen sem er í 7. sæti deildarinnar.  RAUFOSS, norska 1. deildarliðið sem Haraldur Ingólfsson og Krist- inn Hafliðason leika með, hefur komið mjög á óvart á knattspyrnu- móti sem nú stendur yfir í Egypta- landi. Raufoss vann egypsku meist- arana, Al Ahly, 3:0, og gerði jafntefli við rúmenska úrvalsdeildarliðið Arg- es, 1:1. Haraldur lagði upp eitt markanna gegn Al Ahly.  BRYNJÓLFUR Bjarnason skor- aði sína aðra þrennu í fyrstu tveimur leikjum ÍR í deildabikarnum um helgina en lið hans tapaði þá, 5:4, fyr- ir Keflavík. ÍR komst í 3:0 á fyrstu 17 mínútum leiksins og síðan í 4:1 í seinni hálfleik en Keflavík sneri blaðinu við og Þórarinn Kristjáns- son skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.  ATLI Viðar Björnsson, sóknar- maðurinn sem FH fékk frá Dalvík í vetur, skoraði þrennu á sunnudaginn þegar Hafnarfjarðarliðið vann stór- sigur á Stjörnunni, 6:1, í deildabik- arnum. Sigurður Jónsson skoraði einnig fyrsta mark sitt fyrir FH í leiknum. FÓLK GRÉTAR Rafn Steinsson, knattspyrnumaður frá Akra- nesi, er farinn til enska fyrstu- deildarliðsins Sheffield United og mun Grétar æfa með vara- og unglingaliði félagsins fram á föstudag. „Ég er spenntur og vonandi fæ ég möguleika til að leika með varaliðinu á miðviku- dag. Það er líklegast að ég leiki með ÍA næstu tvö árin þar sem ég þarf að öðlast meiri reynslu í úrvalsdeildinni hér heima áð- ur en ég fer að hugsa um at- vinnumennsku,“ sagði Grétar í samtali við Morgunblaðið. Grétar til reynslu hjá Sheff. Utd. ÓLAFUR Páll Snorrason, leikmaður enska 1. deild- arliðsins Bolton, hefur verið lánaður til skoska 2. deild- arliðsins Clydebank ásamt tveimur öðrum leikmönnum Bolton út tímabilið. Allir eru leikmennirnir 19 ára gamlir og hafa leikið með unglinga- og varaliði Bolton í vetur. Clydebank er í 6. sæti af tíu liðum í skosku 2. deild- inni, sjö stigum á eftir Stranraer sem er í öðru sæti. Ólafur Páll lánaður til Clydebank FÓLK  FATIH Terim, knattspyrnuþjálf- ari frá Tyrklandi, hætti í gær störf- um hjá Fiorentina á Ítalíu. Terim kvaðst hafa fengið nóg af Vittorio Cecchi Gori, forseta félagsins. Kornið sem fyllti mælinn var þegar Gori ruddist inn í búningsklefa liðs- ins eftir leik á laugardaginn og hrópaði ókvæðisorð að Terim.  THOMAS Strunz, fyrrum lands- liðsmaður Þjóðverja í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann væri hættur, 32 ára gamall. Strunz hætti hjá Bayern München í nóvember og við- ræður hans við félög í Englandi, Þýskalandi og á Spáni báru engan árangur. Strunz lék 41 landsleik fyr- ir Þýskaland.  STEFFEN Stiebler, fyrirliði þýska handknattleiksliðsins Magde- burg, liðs Alfreðs Gíslasonar og Ólafs Stefánssonar, hefur framlengt samning sinn við liðið til ársins 2004.  ANDREJ Lavrov, handknattleiks- markvörðurinn snjalli frá Rúss- landi, mun væntanlega verja mark Nettelstedt í Þýskalandi næsta vet- ur. Hann er laus undan samningi við Badel Zagreb í Króatíu í vor. Lavr- ov, sem er talinn besti markvörður heims, er á 39. aldursári en sýnir engin ellimerki.  KR-INGAR halda Bjarna Þor- steinssyni kveðjuhóf í KR-heimilinu kl. 20 í kvöld. Bjarni var á dögunum seldur til norska knattspyrnufélags- ins Molde en er staddur heima í stuttu fríi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.