Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 13
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 B 13 FÓLK  LÁRUS Orri Sigurðsson lék all- an tímann í vörn WBA sem sigraði Portsmouth, 2:0, í 1. deildinni. Þetta er í fyrsta skipti á leiktíðinni sem Lárus Orri er í byrjunarlið- inu, en hann gekkst undir erfiðan uppskurð á sl. keppnistímabili.  BJARKI Gunnlaugsson var í byrjunarliði Preston sem hafði betur gegn Sheffield Wednesday, 2:0. Bjarki átti þátt í öðru marki Preston en var svo skipt útaf á 54. mínútu leiksins.  HEIÐAR Helguson var skipt út- af í leikhléi þegar Watford gerði 2:2 jafntefli gegn Stockport.  ÍVAR Ingimarsson og Ólafur Gottskálksson léku báðir allan leikinn fyrir Brentford sem sigraði Notts County, 3:1, í 2. deildinni. Brentford er í 10. sæti deildarinn- ar og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina um laust sæti í 1. deildinni.  BJARNÓLFUR Lárusson lék allan leikinn fyrir Scunthorpe gegn Southend í 2. deildinni en lið- in skildu jöfn, 1:1. Scunthorpe er í 15. sæti deildarinnar.  SEXTÁN ár eru liðin síðan Arsenal fékk síðast á sig sex mörk í leik, eða síðan 1985 – þá tapaði Arsenal fyrir Everton á Goodison Park, 6:1.  STEVE McManaman leikmaður Real Madrid og Kieron Dyer hjá Newcastle hafa dregið sig út úr enska landsliðshópnum fyrir leik- inn gegn Spánverjum á miðviku- daginn vegna meiðsla. Þá haltraði Ray Parlour, miðjumaður Arsen- al, af velli gegn Manchester Unit- ed og hann verður því ekki með gegn Spánverjum.  FABIO Capello þjálfari Roma hefur látið hafa eftir sér að hann hafi mikinn áhuga á að taka við stjórn Manchester United. Capello segist vera mjög hrifinn af ensku knattspyrnunni og líki vel and- rúmsloftið sem þar ríkir.  HELGI Sigurðsson kom ekkert við sögu hjá Panathinaikos sem sigraði Paniliakos, 3:0, í grísku 1. deildinni.  ÞÓRÐUR Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Las Palmas sem tapaði fyrir Malaga, 2:1, í spænsku 1. deildinni um helgina. Ástæðan var að hann var á Englandi, að ræða við menn hjá Derby.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Waalwijk sem sigraði Fortuna, 1:0, í hol- lensku 1. deildinni. Jóhannes og félagar hans hafa komið á óvart á leiktíðinni en liðið er í sjötta sæti.  TONY Adams, fyrirliði Arsenal, gat ekki leikið með liðinu gegn Man. Utd. vegna meiðsla á baki. Adams, sem er 34 ára, skrifaði undir nýjan eins árs samning við Arsenal á laugardag. Hann hefur verið í átján ár hjá félaginu, fimm- tán ár sem fyrirliði.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var ánægður með hinn nýja samning Adams og von- ar hann að David Seaman og Lee Dixson, sem eru 37 ára, skrifi einnig undir nýja samninga.  EMMANUEL Petit, miðvallar- leikmaður hjá Barcelona, er ekki ánægður með dvölina á Spáni, þar sem hann á ekki fast sæti í liði Barcelona. Orðrómur hefur verið uppi um að hann vilji á ný fara til Arsenal. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, sló á þann orðróm um helgina, er hann sagði. „Petit er einn af bestu miðvall- arleikmönnum heims. Þar sem við höfum fengið Edu, getum við ekki bætt fleiri miðvallarspilurum í lið okkar.“  GRAHAM Rix tók við starfi knattspyrnustjóra Portsmouth á föstudaginn, eða sólarhring áður en liðið mætti WBA. Rix, sem gerði þriggja og hálfs árs samning, varð að játa sig sigraðan – lið hans tapaði fyrir WBA, 2:0. Roy Keane, fyrirliði United,gagnrýndi félaga sína harka- lega í blaðagrein í liðinni viku og sagði þar meðal annars að liðið hefði verið að leika langt undir getu að undanförnu og sérstaklega skaut Keane föstum skotum að sóknar- mönnum liðsins. Vafalaust hefur þessi gagnrýni fyrirliðans hrist upp í leikmönnum United því liðið lék án efa einn sinn besta leik í háa herrans tíð. Yorke með þrjú á 20 mínútum Liðsmenn United settu á svið því- líka skrautsýningu í fyrri hálfleik og leikmenn Arsenal vissu vart á sig veðrið stóð en fyrir leikinn höfðu þeir haft gott tak á meisturunum á Old Trafford og ekki tapað þar í fjór- um síðustu leikjum. Dwight Yorke fékk tækifæri í liði meistaranna að nýju og nýtti tæki- færið í botn. Yorke skoraði þrjú fyrstu mörkin fyrir sína menn á fyrstu 20 mínútum leiksins og lagði svo upp fjórða markið fyrir Roy Keane. Ole Gunnar Solskjær og varamaðurinn Teddy Sheringham skoruðu svo tvö síðustu mörkin. Eina mark Arsenal skoraði Thierry Henry og hann jafnaði reyndar met- in á 16. mínútu leiksins og var það í eina skiptið sem leikmenn Arsenal gátu brosað. Ekki búið segir Ferguson „Ég vill ekki gera mig að fífli með því að segja að titillinn sé í höfn hjá okkur. Úrslitin þýða að Arsenal get- ur ekki náð okkur en önnur lið geta það og við eigum eftir að mæta Liv- erpool og Leeds á útivelli. Þetta voru hreint ótrúleg úrslit enda hafa leikir á milli þessara liða jafnan ver- ið mjög tvísýnir. Ég er sérlega glað- ur fyrir hönd Yorkes. Tímabilið hef- ur ekki verið eins og hann óskaði sér en bæði hafa meiðsli og leikir hans fyrir sína þjóð orðið til þess að hann hefur þurft að vera mikið utan liðs- ins,“ sagði Ferguson. Kollegi hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, var ekki að vanda sínum mönnum kveðjurnar eftir leikinn. „Varnarleikur okkar var bara hreinn brandari. Við vorum að gefa leikmönnum United allt of mikinn tíma inni á vellinum og það fór hreinlega allt á versta veg fyrir okk- ur. Það er ekki komið fram í mars og United hefur þegar klárað þetta,“ sagði Wenger en lið hans saknaði greinilega varnartankanna Tony Adams og Martin Keown sem eru meiddir. Loks lá Tottenham heima Leeds fylgdi eftir glæsilegum sigri gegn Anderlecht í meistara- deildinni í síðustu viku með því að verða fyrsta liðið til að leggja Tott- enham að velli á White Hard Lane á þessari leiktíð. Eftir að Les Ferdin- and hafði náð forystunni fyrir heimamenn tryggðu Ian Harte og Lee Bowyer Leeds sigurinn. Þetta var fyrsti ósigur Tottenham í 10 leikjum og Leeds hefur ekki tapað síðustu sjö leikjum sínum. „Þetta var frábær vika. Fyrst sig- ur gegn Anderlecht og svo sannfær- andi sigur gegn Tottenham. Liðið lék vel og við áttum að skora fleiri mörk. Þetta var mjög þýðingarmikill sigur enda viljum við reyna að kom- ast í meistaradeildina,“ sagði David O’Leary, stjóri Leeds, eftir leikinn. Ipswich gerði út um leikinn gegn Everton á síðustu 8 mínútum leiks- ins. Eftir að Alex Nyarko, leikmanni Everton, var vikið af velli á 70. mín- útu færðu liðsmenn Ipswich sig upp á skaftið. Fyrliðinn Matt Holland braut ísinn á 82. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Alun Arm- strong við öðru marki. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Ipswich vegna meiðsla en þetta var fyrsti sigur Ipswich í sex leikjum. Langþráður sigur hjá City Manchester City vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 9. desember þeg- ar liðið lagði Newcastle á útivelli, 1:0. Stigin voru mjög mikilvæg fyrir City sem berst fyrir lífi sínu í deild- inni. Sigurmark skoraði Shaun Goeter eftir góðan undirbúning Kanchelkis. „Ég held að við björgum okkur frá falli enda tel ég að liðið sé allt of gott til að falla. Sigurinn var afar mik- ilvægur og frábært að vinna á þess- um velli sem City hefur ekki unnið á í 33 ár,“ sagði Joe Royle, stjóri City. Eitthvað virðist Middlesbrough vera að missa flugið og tap á heima- velli gegn Southampton kom í kjöl- far ósigurs gegn Wimbledon í bik- arkeppninni. Mark Draper skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu og frammistaða Southampton á leiktíð- inni hefur komið mönnum mjög á óvart. Terry Venables var að vonum óhress með ósigurinn enda mátti lið- ið alls ekki við þessum úrslitum. „Auðvitað setur þessi ósigur meiri pressa á okkur og ég hef sagt það áður að það geti farið svo að staða okkar í deildinni verði ekki trygg fyrr en í síðasta leik,“ sagði Ven- ables. Bradford nánast fallið Frank Lambard hélt upp á sæti í enska landsliðinu með því að skora bæði mörk West Ham í 2:1 sigri á Bradford. Ósigurinn þýðir að Brad- ford en komið með annan fótinn nið- ur í 1. deild. Arnar Gunnlaugsson fékk að spreyta sig síðustu þrjár mínúturn- ar í liði Leicester sem sigraði Sund- erland, 2:0. Dean Sturridge og Ade Akinbyi skoruðu mörkin. Sunder- land lék manni færri í 35. mínútur eftir að John Oster fékk reisupass- ann fyrir tvær ljótar tæklingar á mótherjum sínum. Sunderland hef- ur heldur betur misst flugið í und- anförnnum leikjum og þrjú stig eru uppskera liðsins í síðustu sex leikj- um. „Við erum enn í fjórða sætinu en við verðum það ekki mikið lengur með svona spilamennsku. Ég er mjög óhress með brottreksturinn og það var nógu erfitt að leika 11 á móti 11,“ sagði Peter Reid, knattspyrnu- stjóri Sunderland. Reuters Leikmenn Arsenal voru kjöldregnir MANCHESTER United á sigurinn vísan í ensku úrvalsdeildinni eftir glæsilegan 6:1 sigur gegn Arsenal á Old Trafford á sunnudag. Með sigrinum náðu „rauðu djöflarnir“ 16 stiga forskoti í deildinni og ekkert nema kraftaverk getur komið í veg fyrir að titillinn verði um kyrrt á Old Trafford þriðja árið í röð. Engu liði hefur tekist að vinna úrvalsdeildina, frá því hún var sett á laggirnar, þrjú tímabil í röð og sjöundi meistaratitill Manchester United á síðustu 9 árum er innan seilingar. Dwight Yorke fór á kostum á Old Trafford og skoraði þrjú mörk gegn Arsenal. Hér á hann í höggi við Igor Stepanovs, miðvörð Arsenal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.