Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 5
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 B 5 „LEIKMENN Sporting voru nokkuð grófir í vörninni og ég eins og aðrir leikmenn Hauka fengum að finna fyrir því,“ sagði Halldór Ingólfsson. Það sprakk fyrir við hægra auga hans undir lok leiksins þannig að það þurfti að búa um augabrúnina. Var engu líkara en Halldór hefði tek- ið þátt í hnefaleikum en ekki handknattleik. „Ég fékk nokkur högg. Það þýddi ekki að láta það slá sig út af laginu, heldur bíta á jaxlinn og halda áfram.“ Sprakk fyrir við hægra auga EFTIRLITSMAÐUR Handknatt- leikssambands Evrópu á leik Sport- ing og Hauka, Uwe Stenberg, fylgd- ist grannt með dómurum leiksins og ræddi við þá um gang leiksins í nokkur skipti sem gert var hlé á honum. Þegar flautað var til hálf- leiks talaði Stenberg hressilega yfir dómurunum, sem voru frá Kýpur. Var augljóst á látbragði Sten- bergs að hann var óhress með að þeir dæmdu ekki fót á leikmann Sporting sem stöðvaði knöttinn vís- vitandi með fætinum á síðustu sek- úndum fyrri hálfleiks, en í framhaldi skoruðu leikmenn Sporting níunda og síðasta mark sitt í hálfleik. Minnkuðu þeir þar með muninn í eitt mark, 10:9. Afskipti manna í heiðursstúku ÞAÐ vakti nokkra athygli að gestir sem voru í heiðursstúku vall- arins skiptu sér mjög af leik Sport- ing-liðsins í leiknum við Hauka. Voru þar ákveðnir menn sífellt að hrópa skipanir niður til þjálfara liðs- ins um það sem betur mætti fara að þeirra mati. Eftir því sem næst verður komist voru þarna á ferð stjórnarmenn í Sporting, sem voru alls ekki hressir með leik sinna manna lengst af leiknum. Eftirlitsmaður fylgd- ist með dómurunum Það var frábær andi innan liðsins,varnarleikinn leystum við stór- kostlega vel og Bjarni var frábær í markinu. Eftir þennan fyrri leik er ég því afar sáttur við stöðuna þótt vissu- lega hafi verið möguleikar á að gera enn betur með því að vinna. Við vorum eiginlega klaufar að vinna ekki. Það er okkur lærdómur fyrir síðari viðureignina á heimavelli. Til þess að komast áfram verður að leika tvo góða leiki. Úrslit í svona baráttu ráðast ekki í öðrum leiknum af tveimur, það er alveg á hreinu.“ Viggó segir að sínir menn verði að vanda sig mjög í síðari leiknum á heimavelli á sunnudaginn, hvergi megi slaka á og koma leik- mönnum Sporting á bragðið, þá sé voðinn vís. Viggó er afar ósáttur við frammistöðu dómaranna á lokakafl- anum; þegar leikmenn Hauka voru rétt byrjaðir í sókn gáfu dómararnir merki um að töf væri yfirvofandi. „Þá kom upp mikill órói í liðinu og einbeitingin minnkaði. Við það kom- ust leikmenn Sporting inn í leikinn á ný, keyrðu upp hraðann, enda þeirra helsta von. Staða þeirra var orðin slæm. Auk þess voru þeir heppnir á lokakaflanum.“ Viggó seg- ir að allt hafi gengið upp og ekkert í leik Sporting hafi komið á óvart. „Við vorum með allan leik Sporting teiknaðan á blað, þeir gerðu ekkert sem við áttum ekki von á. Fyrir vik- ið tókst okkur að verjast þeim á þann hátt sem lagt var upp með. Einnig var frammistaða Bjarna í markinu frábær, hann tók við þegar vörnin opnaðist og leikmenn Sport- ing fengu opin færi. Okkur tókst að brjóta helstu skyttu Sporting á bak aftur, hún skoraði ekki nema eitt mark. Vörnin skilaði sínu svo sannarlega, allar færslur og skiptingar tókust vel. Í síðari leiknum er nauðsynlegt að meira komi út úr hornamönnum mínum en að þessu sinni. Að öðru leyti verða aðrir leikmenn að leika eins vel og í dag til að okkur takist að komast í undanúrslit keppninnar. Síðast en ekki síst má ekki gleyma frábærum stuðningsmönn- um okkar. Þeir fóru hreinlega á kostum, þannig að ég á eftir að muna þeirra þátt í leiknum alla tíð. Þeir voru áttundi maðurinn í liði okkar.“ Viggó segir enn fremur að heimaleikurinn á sunnudaginn verði tíundi heimaleikur Hauka í Evrópu- keppninni á þessari leiktíð. „Við vit- um að það er ekkert sjálfgefið í Evr- ópukeppninni. Sporting hefur náð hagstæðum úrslitum á útivelli í þessari keppni. Framhaldið er undir okkur komið, vinnum við heima- vinnu okkar af skynsemi fram að næsta leik getum við komist áfram,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. Það var virkilega gaman að takaþátt í þessum leik og ég vona svo sannarlega að þessi úrslit vegi þungt í þeirri ætlan okkar að tryggja sæti í fjög- urra liða úrslitum keppninnar. Staða okkar er hægstæða og við verðum að nýta okkur heima- völlinn um næstu helgi.“ Halldór átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrri hálf- leik en óx heldur betur ásmegin er á leikinn leið, fór hann hreinlega á kost- um í síðari hálfleik, skoraði sex mörk og átti nokkrar línusendingar. „Við lögðum upp með að leika langar sókn- ir, gefa okkur tíma til þess að sækja. Mér tókst framan af ekki sem skyldi að einbeita mér að þessari ætlan okk- ar. Er á leið tókst mér betur upp, gaf mér tíma til þess að láta boltann vinna með okkur. Þá fór að ganga betur.“ Halldór segir að mikil reynsla sé fyrir hendi innan Haukaliðsins og því hafi menn ekki látið erfiðar aðstæður á stundum slá sig út af laginu,“ sagði Halldór. Getum vel við unað „Hernaðaráætlun okkar gekk full- komlega upp að mínu mati. Við vorum staðráðnir í að mæta vel einbeittir til leiks, vissir um að tækist að leika sterka vörn myndi markvarslan koma með. Þá væri möguleiki á að ná hag- stæðum úrslitum,“ sagði Óskar Ár- mannsson, leikstjórnandi Hauka. Þetta gekk allt saman eftir. Einnig lékum við agaðan sóknarleik sem skil- aði góðum árangri. Í heild tel ég okk- ur hafa leikið vel úr þeirri stöðu sem kom upp, þótt í lokin hafi óhagstæðir dómarar spillt sóknarleiknum og þar með möguleikanum á sigri.“ Óskar sagði það vera ákveðin vonbrigði að vinna ekki úr því sem komið var, en liðið var þremur mörkum yfir, 21:18, þegar á fjórðu mínútu var eftir. „En eftir á að hyggja getum við vel við un- að að mínu mati. Bjarni markvörður varði á tíðum vel, mikið í opnum fær- um, sem voru rakin marktækifæri.“ Lék Sporting-liðið eins og þið áttuð von á? „Já, það lék alveg eins og við reikn- uðum með. Við vorum búnir að fara vel yfir leik þess áður en á hólminn var komið. Það hafði eflaust áhrif á leik þess að Luis Gomes, örvhentur landsliðsmaður, var ekki með vegna meiðsla. Sporting lék 5+1-vörn eins og þess er siður, þar kom ekkert á óvart.“ Um síðari leikinn segir Óskar að varast beri að vera með of mikla bjartsýni þótt staðan sé hagstæð. „Nú er leikhlé, síðari viðureignin eftir og þar má ekki slá slöku við. Reynslan hefur kennt okkur það. Enginn vafi er hins vegar á að við mætum til síðari leiksins til þess að vinna,“ sagði Ósk- ar. Hann telur lið ABC Braga sem Haukar léku við í haust vera talsvert sterkara en lið Sporting. „Við eigum betri möguleika gegn Sporting á heimavelli en á móti Braga.“ „VIÐ erum sannarlega sáttir við jafnteflið en úr því sem komið var eru það viss vonbrigði að hafa ekki unnið, möguleikinn var svo sannarlega fyrir hendi,“ sagði fyrirliði Hauka, Halldór Ingólfsson, að leikslokum í Lissabon, aðspurður hvort ekki hefði verið óþarfi að missa leikinn við Sporting niður í jafntefli, 21:21. Eftir Ívar Benediktsson Vonbrigði að hafa ekki unnið Smápeningum rigndi yfir Bjarna BJARNI Frostason, markvörður Hauka, fékk heldur betur að finna fyrir óánægju stuðningsmanna Sporting þegar hann varði hvað best í fyrri hálfleik. Gripu þeir til þess að láta rigna smápeningum inn á völlinn og sumir þeirra hittu Bjarna. Auk þess hræktu nokkrir á bakið á honum. Varð að gera hlé á leiknum þegar mest gekk á til þess að hreinsa vítateiginn af smápeningum. Kom eftirlitsmaður Handknatt- leikssambands Evrópu, Uwe Stenberg, inn á leikvöllinn til þess að tína upp smápeninga og annað rusl sem áhorfendur létu frá sér fara. Bjarni sagði að meðal smápeninganna sem hefði verið kastað að honum hefði verið 200 eskúdos peningur, sem er nokkuð þyngri en 100 kr. peningurinn heima. Fyrir 200 eskúdos er m.a. hægt að fá tvo bolla af kaffi á veitingastað. Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason Aliaksandr Shamkuts skorar eitt af fimm mörkum sínum af línu. Þarf tvo góða leiki til þess að komast áfram „ÉG er mjög ánægður með frammistöðu minna manna að þessu sinni. Það má segja að það hafi gengið upp sem við lögðum upp með að gera í leiknum,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, glaðbeittur í leikslok í Lissabon síðdegis á laugardaginn. Ívar Benediktsson skrifar frá Lissabon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.