Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 8
KÖRFUKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ  BRÆÐURNIR Svavar og Hjalti Pálssynir, leikmenn Hamars, fóru beint í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik karla. Steinar Arason og Banda- ríkjamaðurinn Cedrick Holmes töfðu aðeins fagnaðarlætin í búningsher- bergi ÍR þar sem þeir fóru líkt og bræðurnir frá Hveragerði í lyfjapróf.  HALLDÓR Kristmannsson fyrir- liði ÍR lék í 14 mínútur í bikarúrslita- leiknum. Óvíst var hvort Halldór gæti leikið þar sem hann er tábrot- inn. Fyrirliðinn tók eitt skot í leikn- um og hitti úr því og tók jafnframt tvö fráköst.  AÐ loknum 1. leikhluta í karla- leiknum höfðu leikmenn nr. 8 í báð- um liðum fengið 3 villur og var það helmingur af heildarvillufjölda leiks- ins. Leikmennirnir sem um var að ræða voru þeir Ólafur J. Sigurðsson (ÍR) og Svavar Pálsson (Hamri).  GUNNLAUGUR Erlendsson leik- maður Hamars reyndi sig í tvígang fyrir utan þriggja stiga línuna á loka- kafla leiksins og heppnuðust báðar tilraunirnar. Gunnlaugur býr sem stendur á Sauðárkróki og æfir hann því ekki með liði Hamars að stað- aldri.  STUÐNINGSMENN liðanna klæddust að sjálfsögðu litum síns félags og voru stuðningsmenn ÍR í bláu en Hvergerðingar voru hvítir. ÍR-ingar voru í minnihluta á leiknum en voru vopnaðir löngum blöðrum sem þeir veifuðu í gríð og erg til að trufla leikmenn Hamars.  BÆÐI liðin notuðu 9 leikmenn í leiknum og aðeins Jónas G. Jónsson (Hamri) og Benedikt E. Pálsson (ÍR) fengu ekki að spreyta sig. Cedrick Holmes (ÍR) lék mest allra leik- manna eða í 39 mínútur og Chris Dade (Hamri) og Eiríkur Önundar- son léku í 37 mínútur. Björgvin Jóns- son (ÍR) kom aðeins við sögu í 3 mín- útur en hann varð bikarmeistari með liði Hauka árið 1996 þegar liðið lagði Skagamenn í úrslitaleik.  AÐ mörgu þarf að hyggja hjá for- svarsmönnum félaganna fjögurra sem léku til úrslita í karla- og kvennaflokki. Að kvennaleiknum loknum streymdi her manna út á gólf Laugardalshallarinnar og skipt var um megnið af auglýsingaspjöldum þeim sem sett höfðu verið upp fyrir kvennaleikinn.  KARLALIÐIN fengu styttri tíma til upphitunar og undirbúnigs en kvennaliðin og var hliðarsalur sem byggður var fyrir Heimsmeistara- mótið í handknattleik árið 1995 not- aður til upphitunar á meðan á kvennaleiknum stóð.  CHRIS Dade var sá leikmaður sem tapaði boltanum oftast í leiknum. Dade glutraði boltanum átta sinnum og þar af voru dæmd skref á Banda- ríkjamanninn í þrígang með stuttu millibili. Eiríkur Önundarson (ÍR) tapaði hann knettinum sjö sinnum í leiknum en Eiríkur gaf alls 11 stoð- sendingar í leiknum en Dade aðeins þrjár.  EIRÍKUR setti nýtt stoðsendinga- met í bikarúrslitaleik. Áður höfðu Jón Kr. Gíslason (1993) og Páll Kol- beinsson (1991) gefið 10 stoðsending- ar í bikarúrslitum. Jón Kr. lék með Keflavík í úrslitum gegn Snæfell og Páll lék með KR gegn Keflavík. Í öll skiptin hafa leikmennirnir sem sett hafa nýtt stoðsendingarmet verið í sigurliði.  EIRÍKUR og Dade voru iðnir við að stela boltanum af andstæðingn- um. Báðir leikmenn stálu boltanum fjórum sinnum í leiknum. Hamars- mennirnir Pétur Ingvarsson og Skarphéðinn Ingvason stálu þremur boltum hvor.  VÍTANÝTING Eiríks var fullkom- in en hann tók tíu vítaskot og hitti úr öllum. Félagi Eiríks, Cedrick Holm- es, misnotaði eitt vítaskot af alls tíu en enginn leikmaður fór eins oft á vítalínuna og Chris Dade tók 23 víta- skot í leiknum og misnotaði hann fimm vítaskot. FÓLK „Landsbyggðarliðin“ hafa aldrei sigrað KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ af höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum hafa ríka hefð í bikarúrslitaleikjum. Snæfell, Akranes, KFÍ frá Ísafirði og Hamar eru einu „landsbyggðarliðin“ sem leikið hafa til úrslita í bikarkeppninni. Snæfell lék til úrslita 1993 og tapaði fyrir Keflavík, ÍA tapaði fyrir Haukum árið 1996 í leik þar sem flestir muna eftir vandræðaganginum með ljósaútbúnaðinn í Laugardalshöllinni. Ísafjörður komst í úrslit árið 1998 og tapaði fyrir Grindavík og Hamar frá Hveragerði tapaði fyrir ÍR á laugardag. Athygli vekur að Snæfell, ÍA og Ísafjörður verða væntanlega öll í 1. deild á næsta keppnis- tímabili en Ísfirðingar eru þegar fallnir úr úrvalsdeild og ÍA rær lífróður til að halda sæti sínu í 1. deildinni. Einn af ungu strákunum í ÍR-liðinusem svo sannarlega hefur látið til sín taka í vetur er Hreggviður Magn- ússon. Hann hefur sýnt og sannað í leikjum ÍR á tímabilinu að þarna er mikið efni á ferð. Hreggviður er 19 ára gamall og einn af framtíðarmönnunum í íslenska landsliðinu en hann fékk sína eldskírn með landsliðinu fyrr í vetur. „Ég er hrikalega ánægður með Sjaldan liðið betur „Mér líður auðvitað vel á þessar stundu og hefur í raun sjaldan liðið bet ur,“ sagði Einar Ólafsson í samtali vi Morgunblaðið skömmu eftir að han hafði krýnt ÍR-inga sem bikarmeist ara. Það var ekki laust við að Einar vær klökkur þegar hann sá sína menn tak á móti bikarnum en Einar er af flestum nefndur faðir ÍR í körfuboltanum o þetta. Við erum búnir að leggja hart að okkur og það er yndislegt að sjá að við erum að uppskera. Ég held að gríð- arlega sterk liðsheild okkar hafi verið lykillinn að sigri ÍR í þessum leik auk þess sem við vorum að spila mjög góða vörn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ÍR er að vakna til lífsins og við ætlum að gera félagið að stórveldi aftur. Að vinna þennan titil gefur okkur mikið sjálfstraust og ekki síst er þetta mikil lyftistöng,“ sagði Hreggviður. Ætlum að gera ÍR að stórve Guðmundur Hilmarsson skrifar Úrslit leiksins hefðu í raun getaðfarið á hvorn veginn sem var. Öðru fremur sem gerði gæfumun- inn var að það voru margir að leggja í púkkinn hjá okkur á meðan einstaklings- framtakið réð meiru hjá Hamarsmönnum. Okkur tókst ekki að stöðva Chris Dade en hann þurfti að hafa verulega mikið fyrir hlutunum og var að taka mörg vond skot,“ sagði Jón Örn Guð- mundsson, þjálfari ÍR-inga, við Morgunblaðið eftir leikinn. Óraði þig fyrir því þegar þið lögðuð upp í haust að þið ættuð eft- ir að standa í þessum sporum? „Nei, í sjálfu sér ræddum við ekki um bikarkeppnina neitt sér- staklega. Okkar markmið var og er ennþá að komast í úrslitakeppnina og ég taldi þá og er enn sömu skoð- unar að ef við komumst þangað inn þó svo við verðum í áttunda sæti þá er það góður árangur fyrir okkur þar við við erum nýliðar í deildinni og með marga unga og óreynda leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref. Að vinna bikarinn er svakalega stór bónus sem ég er auðvitað mjög stoltur af.“ Það má segja að með þessum sigri hafi ÍR stigið yfir ákveðinn þröskuld en lengi hefur verið talað um liðið sem ungt og efnilegt? „Ég er alveg sammála því. Þessi titill getur orðið til þess að brjóta niður ákveðna múra þannig að ég er sannfærður um að þessi sigur er mjög stórt skref í þeirra þroska sögu sem körfuboltamenn. Ég er að vonast til að það verði vakning meðal gamalla ÍR-inga og að þeir mæti á völlinn og hjálpi okkur í starfinu. Þessi verk hafa verið á hendi mjög fárra og í raun og veru er kraftaverl hvað formaðurinn okkar hefur áorkað. Ég sá mörg gömul andlit í dag sem ég hef ekki séð árum saman og ég tók líka eftir því að þeir voru að hittast í fyrsta skipti í langan tíma. ÍR hefur ekki unnið marga sigra á vellinum hvort sem það hefur verið körfubolti, handbolti eða fótbolti en ég vona að með þessum titli verði breyting þar ár og ég tel að þessi sigur hafi ver- ið mjög góður fyrir íþróttalífið í Breiðholti.“ En hvernig vinnið þið úr þessu frændurnir núna þegar úrslitin liggja ljós fyrir? „Það verður ekkert vandamál. Við höfum unnið úr öðru eins og er- um góðir félagar áfram. Pétur kom til mín strax eftir leikinn og óskaði mér til hamingju og það voru engin illindi í honum.“ Jón Örn Guðmundsson, þjálfari ÍR Gott fyrir íþróttalífið í Breiðholti JÓN Örn Guðmundsson, þjálfari ÍR-inga, stóð uppi sem sigur- vegari í einvígi við frænda sinn, Pétur Ingvarsson, þjálfara og leikmann Hamars, en þeir eru systursynir og léku saman með Haukum fyrir nokkrum árum. Jón Örn tók við þjálfun ÍR fyrir þremur árum. Liðið var þá í 1. deild en undir hans stjórn vann liðið sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og vann svo bikarinn loks í fyrsta sinn í sjöttu tilraun. Guðmundur Hilmarsson skrifar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvergerðingum tókst ekki að hafa hemil á Bandaríkjamanninum Cedric Holmes sem fór mikinn í liði ÍR. Hér smeygir hann sér framhjá fjórum varnarmönnum Hamars án þess að Svavar Pálsson, Óli Barðdal Reynisson, Chris Dade eða Skarphéðinn Ingason komi vörnum við. U nokk stöðv ars. vörð í ÚRS upp af fj fjóru og s fagn liðið Sigur Elvar Þóról skrifa Halldór Kristmannsson, fyrirliði ÍR, tók við bikarnum veglega sem hið f son og Steinar Arason fögnuðu vel á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.