Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA 12 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Carsten Jancker bjargaðimeisturum Bayern München frá tapi gegn Köln í þýsku úrvals- deildinni í knattspyrnu um helg- ina. Jancker jafnaði metin með skalla á 65. mínútu eftir auka- spyrnu Mehmets Scholl en þetta var í sjötta sinn sem meisturunum tekst ekki að vinna leik strax eftir leik í meistaradeildinni. „Köln lék mjög vel og gerði okkur mjög erfitt fyrir. Við lékum illa í fyrri hálfleik en í þeim síðari var þetta betra. Við vorum beittari fram á við og sköpuðum okkur nokkur ágæt færi en tókst ekki að skora nema eitt mark. Miðað við gang leiksins þá held ég að þetta hafi verið réttlát úrslit,“ sagði Ottmar Hitzfeldt þjálfari Bæjara. Schalke og Dortmund, tvö af þeim liðum sem koma til með að veita Bayern keppni um titilinn, gerðu markalaust jafntefli í frekar til- þrifalitlum leik og úrslitin þýða að Bayern heldur tveggja stiga for- skoti á toppi deildarinnar. Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Herthu Berlin fengu frí um helgina en leik liðsins gegn Unter- haching var frestað vegna veðurs en ólympíuleikvangurinn í Berlín var á kafi í snjó. „Liðin báru allt of mikla virð- ingu hvort fyrir öðru og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa,“ sagði Huub Stevens, þjálfari Schalke. Jancker kom Bæjurum til bjargar STOKE City tapaði þremur dýr- mætum stigum í ensku 2. deild- inni á laugardaginn þegar liðið lá á útivelli fyrir Rotherham 2:1 en Rotherham er einn af keppinaut- um Stoke í toppbaráttu deild- arinnar. Þar með varð Stoke að játa sig sigrað eftir að hafa spil- að 15 leiki í röð án taps. Peter Thorne kom Stoke yfir á 53. mín- útu leiksins en leikmenn Stoke voru varla hættir að fagna mark- inu þegar Mark Robins, fyrrum leikmaður Manchester United, jafnaði metin fyrir Rotherham. Robins var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og þrátt fyrir þunga sókn Íslendingaliðsins síð- ustu 20 mínúturnar tókst því ekki að jafna metin. „Ég er mjög svekktur með varnarleikinn okkar, sérstaklega eftir að við skoruðum markið okkar. Menn voru enn að fagna markinu og voru ekki með hug- ann við leikinn,“ sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, eftir leikinn. Birkir Kristinsson, Bjarni Guð- jónsson og Ríkharður Daðason léku allan leikinn. Brynjar Björn Gunnarsson varð fyrir meiðslum á 51. mínútu og var borinn af leikvelli og Stefán Þór Þórðar- son kom inn á sem varamaður fyrir Toni Dorigo á 66. mínútu. Stoke er í sjötta sæti deildar- innar með 54 stig, Reading 57, Wigan 58, Rotherham 59, Walsall 60 og á toppnum er Millwall með 68 stig. Tvö efstu liðin fara beint upp í 1. deildina en liðin frá þrjú til sex berjast um þriðja lausa sætið sem í boði er. Stoke að gefa eftir Juventus er sex stigum á eftirRoma en Torinóliðið vann auð- veldan sigur á AC Milan, 3:0. Igor Tudor, Filippo Inzaghi og Zinedine Zidane skoruðu mörkin. Hernan Crespo, framherji Lazio, var á skotskónum þegar Lazio sigr- aði Verona í miklum markaleik, 5:3. Crespo skoraði þrennu fyrir Ítalíu- meistarana sem hafa ekki játað sig sigraða í baráttunni um titilinn. Hin tvö mörk Lazio skoruðu Tékkarnir Pavel Nedved og Karel Poporsky. Parma, sem eins og flest ítölsku liðin er úr leik á Evrópumótunum, tók Perugia í bakaríið og vann stór- sigur, 5:0. Marco Ferrante tryggði Inter sig- ur gegn Udinese á San Siró en hann skoraði sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Giuseppe Signori skoraði bæði mörk Bologna í 2:1 sigri gegn Napoli og þar með hefur þessi mikli marka- skorari skorað 100 mörk fyrir félagið. Carew með þrjú mörk Á Spáni gerðu meistarar Deport- ivo La Coruna og Evrópumeistarar Real Madrid, 2:2, í stórleik umferð- arinnar. Real Madrid fékk óskabyrj- un því strax á 6. mínútu varð varn- armaður Deportivo fyrir því óláni að skora í eigið mark og ekki leit vel út fyrir heimamenn þegar Luis Figo bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Djalminha minnkaði muninn strax á annarri mínútu eftir leikhléið og sex mínútum fyrir leikslok jafnaði varamaðurinn Diego Tristan metin og þar við sat. Norski landsliðsmiðherjinn John Carew stal senunni í grannaslag Val- encia og Villareal en þessi hávaxni leikmaður skoraði öll mörk sinna manna sem unnu leikinn, 3:1. Hollenski landsliðsmiðherjinn Pat- rick Kluivert skoraði tvö af mörkum Barcelona sem sigraði Real Socied- ad, 3:0. Þetta voru fyrstu mörk Kluiv- erts í tíu leikjum og Börsungar eru í fjórða sæti deildarinnar, níu stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid. Markaregn á Ítalíu LEIKMENN Roma, í sárum eftir að hafa verið slegnir út af Liver- pool í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu í síðustu viku, héldu uppteknum hætti í ítölsku 1. deildinni í fyrradag en Rómverj- ar lögðu Vicenza á útivelli, 2:0, og skoruðu Vincenzo Montello og Emerson mörkin á síðustu 20 mínútum leiksins. Vondu fréttirnar fyrir Rómverja voru þær að Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta haltraði meiddur af velli. Mikið var skor- að á Ítalíu en 31 mark leit dags- ins ljós í níu leikjum. Reuters Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane hjá Juventus fagnar hér marki sínu gegn AC Milan ásamt félögum sínum, Igor Tudor og Gianluca Zambrottai, 3:0. SEX ára bið Liverpool eftir titli er loks á enda en þetta sigursælasta lið ensku knattspyrnunnar tryggði sér í fyrradag sigur í ensku deildarbik- arkeppninni. Þetta var í sjötta sinn sem Liverpool vinnur þennan titil og það er oftar en nokkru öðru liði hefur tekist. Liverpool sigraði 1. deildarlið Birmingham í dramatískum úrslita- leik, sem fram fór á þúsaldarvell- inum í Wales, og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni en staðan eftir venjulegan leiktíma og framleng- ingu var jöfn, 1:1. Þegar liðin höfðu lokið við fimm spyrnur var staðan enn jöfn, 4:4, en markverðir liðanna vörðu eina spyrnu hvor. Í sjöttu um- ferðinni réðust úrslitin. Jamie Carr- agher skoraði örugglega úr sinni spyrnu fyrir Liverpool en Andrew Johnson lét Sander Westerweld verja frá sér. Liverpool á möguleika á að bæta tveimur öðrum bikurum í sitt stóra safn á þessari leiktíð en „rauði her- inn“ er komið í 8 liða úrslit í bæði ensku bikarkeppninni og UEFA- keppninni. Það stefndi allt í sigur Liverpool á venjulegum leiktíma. Robbie Fowler kom Liverpool í forystu á 30. mínútu með glæsilegu marki en á lokamínútunni jafnaði Darren Pursen metin fyrir Birmingham með marki úr vítaspyrnu. Bæði lið áttu góð færi í framlengingunni og minnstu munaði að Dietmar Haman skoraði en þrumuskot hans small í stönginni. „Þetta var frábær úrslitaleikur og ég verð að hrósa Birmingham fyrir góða frammistöðu. Það var erfitt að þurfa að fara út í framleng- ingu enda er þetta fjórði leikur okk- ar á tíu dögum en mínum mönnum til hróss sýndu þeir góðan karakter í framlengingunni,“ sagði Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liver- pool, glaður í bragði eftir leikinn. ReutersRobbie Fowler, fyrirliði Liverpool, með bikarinn. Fowler sagði að nýtt sigurtímabil Liverpool væri runnið upp. Sex ára bið Liverpool á enda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.