Alþýðublaðið - 24.11.1972, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.11.1972, Qupperneq 7
GETUR ALLENDE ÞRAUKAÐ? FYRSTA VINSTRI ST10RN I SUÐUH AMEBIKII Á í IIKLIIM ERFIÐLEIKUM BAK- SVID i Chilc situr aft viildum fyrsta stjúrn súsialista i Suftur- Amcriku. Sú stjúrn nýtur m.a. stuönini's Alþjúúasa mhands jafnaöarmanna. scm Alþýftu- flnkkurinn cr aftili afi, og forsætisráfthcrrann, Allendc, cr i flokki, scm cr i aiþjoöa- samhandinu. Itikisstjúrnin i Chile á i höf'i'i viö auöhrinj'a, scm um lani'an aldur hafa inergsogiA landiö oi; nýtt auölindir þcss i sína þánu. Kyrstu vcrk Alleiulc voru þvi aö reyna aö ná tanf'arhaldi á þess- um atvinnurekstri þannig aö hann nýttist i þágu landsmanna sjálfra. Allt frá þeirri stundu licfur stjúrnin i Chile átt i höggi viö þcssa auöhringa, scm viöa eiga hauka i horni, og hafa m.a. Iiaft mikil áhrif á allan frétta- flutning frá Chilc og afflutt mjög málstaö vinstri manna i landinu. Kyrir sköminu ákæröi hiun kunni bandariski blaöa- maöur Jack Anderson cinn þckktasla bandariska auöhring- inn fyrir samsæri gegn Chile- stjúrn og vöktu uppljústranirnar inikla athygli. Ilcr á islandi hafa fregnir frá Chilc, scm bori/.t hafa frá s u m u m v e s t r æ n u frcllastofanna, veriö mjög lilaöar af sjúnarmiöum auö- hringa og andstæöinga Allendes. Kr látiö lita svo út, scm hcr sc á feröinni hálfgerð kommúnistastjúrn, en stað- rcyndin cr sú, aö á mælikvaröa okkar Vestur-Kvrúpumanna er stjúrnin i Chile stjúrn þjúöernissinnaöra vinstri manna. cnda nýtur hún eins og fyrr segir stuönings Alþjoða- sambands jafnaöarmanna, sem styður ekki kommúniskar stjúrnir. (ircinin, scm hér cr hirt, er þýdd úr danska jafnaðar- mannablaöinu Aktuelt. cn i hcnni scgir sérfræðingur blaös- ins í málefnum Suður-Ameriku- rikjanna frá möguleikum Allcndcs til aö sitja út kjörtima- bil sitt viö þær crfiöu aöstæöur. Vegna hcfndaraögcröa Bandarikjastjúrnar og aögcröa auöhringanna rikir efnahagskreppa i Chile og vöruskortur er mikill. Langar biðraðir liafa mx nda/.t við verzlanir og lögreglan verður að gæta þess, aö allt fari þar friðsamlega fram. Ilinn 3. nóvember siðastliðinn voru tvö ár liðin frá þvi að sósial- istinn Salvador Allende var kjör- inn forseti Chile og til valda kom rikisstjórn, er taldi sig vera marxiska samsteypustjórn. Miklar vonir voru við hana bundnar, fyrstu sósiaiista- stjórnina i Suður-Ameriku. Óneitanlega hefur hún fram- kvæmt nokkuð af þvi, er hún lofaði að hrinda i framkvæmd, en almennt séð eru verkamennirnir og „lágstéttirnar” vonsviknar. Þær umbætur, sem menn höfðu vænzt, hafa ýmist aðeins verið framkvæmdar til hálfs eða hafa enn ekki komizt i framkvæmd. Vinstri-hægri snúningur. Rikisstjórn Allende hefur smám saman orðið hógvægari, en samt hefur henni ekki tekizt að dempa óhijóðin i andstöðu borgarastéttarinnar, yfirstéttar- innar og erlendra fyrirtækja. Þvert á móti virðist sem undan- látssemi Allende hafi æst þessa aðila upp og gert þá enn ákveðnari i að leggja stjórnina að velli. bær breytingar á rikis- stjórninni, sem nú fara fram, eru merki þessarar undanlátssemi. Andstaðaborgaraflokkanna, sem hefur um það bil tvo þriðju hluta þingmanna i tveim deildum Þjóð- þingisins (þar eru fulltrúadeild og öldungadeild), lagði um mánaða- mótin október-nóvember fram ákærur á hendur fjórum ráðherr- um I rikisstjórninni. Voru þeir sakaðir um að hafa brotið stjórnarskrána. Þessar ákærur munu hafa verið ræddar i fyrstu viku nóvember-mánaðar. Fyrr hafði andstöðunni tekizt að fá tvo innanrikisráðherra fjarlægða úr embætti með þvi að leggja fram slikar ákærur. Fyrra sinnið gerðist það i janúar á þessu ári, siðara sinnið i júli-mánuði siðast- liðnum. Að þessu sinni sá rikis- stjórnin við stjórnarandstöðunni með þvi, að rikisstjórnin öll baðst lausnar svo forsetinn hefði frjálsar hendur til breytinga á rikisstjórninni. Aður en til þessa kom höfðu atvinnurekendur i landinu farið i þriggja vikna „verkfall”. Eigendur vöru- bifreiða, langf erðabila og verzlana lögðu niður starfsemi sina. bað tiltæki olli viðtækri lömun i efnahagslifinu sem einkum kom fram i stórminnk- andi matvælabirgðum og öðrum nauðsynjum almennings i stór- borgunum. Á siðustu vikum var þvi mjög erfitt að útvega sér matvæli og aðrar nauðsynjar og var það þó nógu erfitt áður. Biðraðir sem til skamms tima höfðu aðeins verið á biðstöðvum strætisvagna voru nú hvarvetna. Auknar skuldir og lægra koparverð. Alvarlegasta efnahagshótunin, sem stjórn Allende, býr við kem- ur erlendis frá, nánar tiltekið frá Bandarikjunum. Rikisstjórn Bandarikjanna hefur stöðvað allar lánveitingar og alla þá styrki, sem veittir höfðu verið áður, á valdatima Frei forseta, og höfðu þá vaxið gifurlega. Leiddi það til þess, að skuldir Chile erlendis margfölduðust i valdatið hans, þannig, að i 6 ára forsetatíð fjórfölduðust erlendar skuldir Chile, og raunar vel það. Þegar Allende tók við völdum námu þvi skuldir landsins erlendis um 30 þúsund islenzkum krónum á hvern ibúa og mun það vera meiri skuldasöfnun pr. ibúa en tiðkast nokkurs staðar annarsstaðar i heiminum, að einu landi undan- skildu. Það eitt hefði þvi verið stjórn Allende nægilegt vandamál þótt ekki hefði það einnig komið til, að verðið á kopar, sem nemur 80% af útflutningsverzlun landsins hefur fallið árlega sem nemur 10—15% af gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar frá árinu 1970. Auðvitað er ljóst, að þjóðnýting hinna stóru bandarisku koparnámufyrir- tækja hefur komið illa við þau og Bandarikjastjórn. Hin venjulegu viðbrögð af hálfu þessara aðila hafa verið að framkalla litið en snöggt hernaðarlegt valdarán. Það gengur ekki i Chile nú, þvi að sósialistinn Salvador Allende gætir þess vandlega að brjóta ekki stjórnarskrána. Efnahagslegar þvingánir. Stöðvun lána og bann við notkun yfirdráttaheimilda sem og beiting viðskiptaþvingana af ýmsu tagi telst hins vegar vera mjög árangursrikar og „skikkan- legar” aðferðir. Málaferli þau, sem bandariska námufélagið Braden-Kennecott hóf við ýmsa evrópska dómstóla i október- mánuði siðastliðnum, hafa þegar reynzt vera óþægileg kopar- útflutningi Chilemanna, svo að ekki sé meira sagt. t Frakklandi og Hollandi hafa dómstólar neitað gildi hinnar chilönsku yfirtöku á erlendum námafyrirtækjum i Chile og Braden-Kennecott hefur tilkynnt, að það muni hefja mála- ferli af sama tilefni i fleiri lönd- um. Ástæðan fyrir þessum mála- ferlum er sú, að við þjóðnýtingu koparnámanna á siöasta ári fékk fyrirtækið engar skaðabætur þegar eignaupptakan fór fram og byggðist það á þvi, að chilensk stjórnvöld gátu lagt fram langan lista yfir svindl i bókhaldi fyrir- tækisins sem og sýnt fram á margs konar óreglu þar, er leitt hafði til þess, að rikissjóður hafði verið svikinn um hærri fjárhæðir en þær skaðabætur hefðu numið, er fyrirtækið hefði ella fengið, þ.e.a.s. 5—7 milljónir dollara. Efnahagur Chile er i dag lakari , en hann hefur verið allt frá þvi um miðjan sjötta áratuginn. Ofboðsleg óðaverðbólga, sem verður meiri en 120% á þessu ári \(22% á siðasta ári), hefur með öllu eytt þeim launahæfekunum, er áttu sér stað á siðasta ári. Og innflutningur matvara hefur meir en fjórfaldazt vegna framleiðslu- brests innanlands og erfiðleika i dreifingu þeirra. Herinn með i rikis- stjórnina. Margir velta þvi fyrir sér hvort sósialistinn Allende muni endast til að sitja allt kjörtimabilið. Sennilega heldur sósialistinn Allende það ekki út, en maðurinn Allende gerir það kannski, miðað við framhald þeirrar þróunar i átt til hófsemi, er farið hefur franí undanfarið. Um þessar mundir fara fram breytingar á rikis- stjórninni og eru þær miðaðar við þróun mála fram til marz—mánaðar næstkomandi, er fram fara kosningar til Þjóð- þingsins. Er búist við, að breytingar þessar muni beint eða óbeint hafa það i för með sér, að fulltrúar hersins komi inni stjórn- ina „til að tryggja heiðarlegar kosningar”, eins og sagt er. Hve lengi Allende situr svo að kosningunum loknum fer sannar- lega fyrst og fremst eftir úrslitum þeirra. Ef sameinaðri stjórnar- andstöðunni tekst að fá meiri- hluta, sem nemur tveimur þriðju, i báðum deildum þingsins, er möguleik' á að kjósa forsetann „eftir stjórnarskrárleiðinni”1 eins og það er kallað. Fari svo getur maður harmað það eða ekki, að það skuli vera staðfesting þess, að ekki tókst að komast lengra i átt til sósialismans eftir hinni lýðræðislegu og þingræðis- legu leið, en raun ber þá vitni. UNDANLÁTSSEMI VID HÆGRI ÖFLIN HEFUR ÆST ÞAU TIL ENN ÁKVEDNARI ANDSTÖÐU VID STIÖRNINA IUimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilj 64 rBUNAÐ/VRBANKINN Varanleg innlánsviðskipti opna leiðina til lánsviðskipta Annar stærsti viðskiptabanki á íslandi veitir alla innlenda bankaþjónustu: SPARI-INNLAN VELTMNNLÁN ÚTLÁN INNHEIMTA vixla og verðbréfa LAUNAREIKNINGAR GÍRÓ-ÞJÓNUSTA GEYMSLUHÓLF NÆTURHÓLF SPARIBAUKAR BUNAÐARBANKI ÍSLANDS 5 útibú i Reykjavik 12 afgreiðslur úti á landi BÆKUR TIL BLAÐSINS Gildran Bókaútgáfan Suðri hefur sent frá sér bókina „Gildran” eftir Desmond Bagley, i þýðingu Torfa Ólafssonar. Höfundurinn, Desmond Bag- ley er ekki með öllu óþekktur is- lenzkum lesendum. Fyrir nokkrum árum kom hann hing- að til lands til að kanna og skoða landið fyrir sögusvið i bók sinni, Út i óvissuna. Á bókarkápu hinnar nýju bókar segir m.a. Menn leggja fyrir sig slæpi af sömu ástæðu og menn ráðast i aðrar framkvæmdir, til þess að græða peninga. Og þegar menn komu fyrst auga á þá staðreynd, að hægt er að hafa peninga upp úr þvi að hjálpa mönnum til að strjúka úr fangelsum, kom nýr glæpur til sögunnar. „Gildran” fjallar um afburða vel skipu- lagðan bófaflokk sem hefursér- hæft sig i að hjálpa langvistar- föngum til að strjúka. Bókin er 272 siður og er prentuð i Prent- smiðjunni Hólar. 2 frá Vikurútgáfunni Vikurútgáfan hefur sent frá sér tvær bækur, „Hugsýnir Croisets” og „Endurminningar Friðriks Guðmundssonar”. Höfundur fyrri bókarinnar er Jack Harrison Pollack og segir hún frá kaupmanni, sem hafði störf sem byggðust á skyggni- gáfu hans. Starfaði hann fyrst með lögreglunni i Hollandi, þá i nokkrum öðrum Evrópulöndum og loks i Eandarikjunum. Greinir bókin frá ótrúlegum afrekum við að koma upp um þjófa og morðingja, finna börn, fullorðna menn, dýr og hluti sem týnst höfðu. Bókina þýddi Ævar R. Kvaran og er hún 180 siður. Endurm inninga r Friðriks Guðmundssonarkomu fyrst út i blaðinu Heimskringlu i Winni- peg á árunum 1930—34 og vöktu strax verðskuldaða athygli. Komu ekki nema fáein eintök hingað til tslands. Gils Guð- mundsson hefur búið hina nýju útgáfu til prentunar sem sniðin er eftir hinni fyrri. Er bókin i tveim bindum og komur hið sið- ara út á næsta ári, ásamt nafna- skrá. í eldlinunni „Harður málmkenndur hvell- ur... Forrester spennti vöðv- ana... Vél ýtunnar var komin i gang... Hann héit öryggisþræð- inum i annari hendi, en vindlin-' um i hinni og bar hann að þræð- inum... Fyrst smellur, svo markandi sprenging. Mold þeyttist upp. Stækur reykurinn vall og ólgaði... Jakkalaus varö- maðurinn lá á veginum. Tvö skot dundu jafnhliða...” Þessi spennandi frásögn er tekin úr nýrri bók sem Hörpuút- gáfan hefur sent frá sér. Nefnist hún „I eldlinunni" eftir Francis Clifford, áður hefur hann skrif- að metsölubækurnar: Njósnari á ystu nöf, Gildra njósnarans, Flótti i skjóli nætur og Njósnari i neyð og hafa þær allar komið út á islenzku. Búast má við að þessi bók verði ekki eftirbátur fyrri bóka hans, hvað spennu og ævintýr snertir. Bókin er 152 siður og þýðandi er Skúli Jensson. 4 bækur frá BOB . Út eru komnar hjá Bókafor- lagi Odds Björnssonar á Akur- eyri, fjórar bækur. Ljóðabók eftir Kristján fró Djúpalæk er hann nefnir „Þrilækir’”, „Á miðum og mýri”,skáldsaga eft- ir Rögnvald S. Möller, „tslands- lerð 1862” eftir C.W. Shephcrd og „Strákur á kúskinnsskóm”, barnabók eftir Gest Hannson. „Þrilækir” er elleftaljóðabók Kristjáns og skiptir hann bók- inni niður i þrjá flokka, fyrsta kallar hann Tjaldljóð, annan Glettur og loks Minni. Eru i bók- inni samtals 86 ljóð. ,,Á miðum og mýri ” er fyrsta bók Rögnvalds Möller. Er þetta ástriðuþrungin og ber- orð ástarsaga, sem segir frá ástum dugmikils, islenzks sjó- manns og saklausrar sveita- stúlku sem verður óstjórnlega ástfangin af honum. Eftir Itögn- vald hafa birzt greinar og kvæði i blöðum og timaritum. Ferðabók Shepherd kom út i London 1867. 1 formála bókar- innar segir, að megintilgangur ferðar hans til Islands hafi ver- ið að kanna Vestfirði og Vatna- jökul. Hér er á ferðinni óvenju forvitnileg ferðasaga, sem kem- ur nú út á islenzku i fyrsta sinn. Gaman er að fylgjast með hinu óvenjulega ferðalagi um landið og kynnast ástandi þjóðarinnar fyrir rúmri öld. Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum sneri bók- inni á islenzku. „Strákur á kúskinnsskóm” kom fyrst út árið 1958 og seldist þá upp á skömmum tíma. Bókin fékk afbragðsgóðar viðtökur. Bókin er 114 siður að stærð, prýdd myndum eftir Gáka Hannson. Gamlar og góöar Komnar eru út hjá Sögusafni heimilanna þrjár skáldsögur, „Kroppinbakur, „Úr fjötrum fortiðar" og „örlög ráðin. „Kroppinbakur” var um skeið cin vinsælasta skemmti- sagan, sem hér var völ á, og vafalaust mun hún á ný heilla hugi þeirra, sem unna spenn- andi og atburðarikum skemmti- sögum. Höfundur er Paul Féval. úr fjötrum fortiðar”er önnur bókin eftir Margrét Summer- ton, sem út kemur á islenzku. Höfundurinn er þekktur brezkur skáldsagnahöfundur og fara vinsældir hennar stöðugt vaxandi. Þýðandi er Ásgeir Ásgeirsson. „örlög ráða” kom fyrst út sem framhaldssaga i Heimilis- blaðinu fyrir strið, en siðan hef- ur hún verið þrisvar prentuð. Þetta er ein af hinum eftirsóttu og vinsælu gömlu sögum, sem allir hafa ósvikna ánægju að lesa. Bókin er 276 siður, prentuð i Prentsmiðjunni Hólar. Föstudagur 24. nóvember 1972 SU GOFUGA LIST SJÁLFSVARNAR! Hin göfuga list sjálfsvarnarinnar. Þannig nefna júdó-aðdáendur oft iþrótt sina. Og segja — með sanni — að hún sé fyrir alla, — unga sem gamla. Jrídó-iðkendur verða lika stundum að vera svolitið harðir af sér. Sérstaklega ef svo illa skyldi takast til, að hausarnir rækjust saman i fegurstu fléttunum. Það l'engu þessir litlu ensku drengir að reyna (sex og átta ára) er þeir æfðu leikni sina i ..pinu-fjaðurviktarklassanum” i hinni göfugu list sjálfsvarnarinnar. Það er ekki nóg að kjarkurinn sé harður. Hausarnir verða að vera harðir lika! Föstudagur 24. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.