Alþýðublaðið - 24.11.1972, Page 8

Alþýðublaðið - 24.11.1972, Page 8
Iþróttir 1 UUGARJSBlÚ MAÐUR ,,S\MTAK\NNA”.l Áhrifamikil og afar spennandi bandarisk sakamálamynd i litum um vandamál á svihi kynþátta- misréttis i Bandarikjunum. Myndin er byggð á sögu eítir Frederick Laurenee Green. Leik- stjóri: Hobert Alan Aurthur. Aðalhlutverk: Sidney Poilier, Joanna Shimkus og A1 Freeman. islcnzkur lcxti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. TÖHABÍá Simi Í1IS2 UÍKiUMORDINGINN (,,A Prolpssional (iun”) Mjög spennandi itölsk-amerisk kvikmynd um ol'beldi, peninga- græðgi, og ástriður. íslenzkur texti Leikstjóri: SEHGIO COHBUCCI Tónlisi: FNNIO MOHHICONE (Dollaramyndirnar) Aðalhlutverk: Franco Nero, Tony Musante, Jack Palance. Sýnd kl. .r>, 7, og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára STJÖRNUBÍQ si„,i is9j6 J lvoi' <‘r Jolin Kane (Brotlicr Jolni) islcn/.kur tcxti Spennandi og áhrifarik ný amerisk kvikmynd i litum með hinum vinsæla leikara Sidney Poitcr ásamt Beverly Todd, Will Geer. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 12 ára á&ÞJÓOLEIKHÚSIÐ Sjálfsíætt fólk sýning i kvöld kl. 20. Túskildingsóperan sýning laugardag kl. 20. Fáar sýningar cftir. Glókollur sýning sunnudag kl. 15. Siðasta sýning. Lýsistrata sýning sunnudag kl. 20. Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200. KÓPAVOGSBÍÓ Simi U9H5 Adam hét hann Frábær jazz-myml frá Trace- Mark Production. Leiksljóri Leo Penn. isl. texli. Aðalhlulverk: Sammy Davis jr., Louis Armstrong, Ossic Davis, Ciccly Tyson. Frank Sinatra jr., Pctcr Lawford. Endursýnd kl. 5.15 og 9. Kvenholli kúrekinn Bráðskcmmtileg, spennandi og djörf bandarisk litmynd með Charles Napier og Deborah Downey. Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 (iuðfaöirinn (Tlic Godl'atlicr) Alveg ný bandarisk litmynd sem slegið helur öll met i aðsókn frá upphafi kvikmynda. Aðalhlutverk: Mnrlo Brantlo Al l’acino .lamcs Caan Leikstjóri: Francis Ford Ci ppola Bönnuð innan 16 ára Islenzkur texti Sýnd kl. 5 og 8,30 Siöasti sýningardagur. Alhiigið scrstaklcga: 1 Myndin verður aðeins sýnd i Keykjavik. 2. Ekkert hlé. 3. Kvöldsýningar hefjast kl. 8.30. 4. Verð kr. 125.00 Fótatak i kvöld kl. 20.30. Næst siðasta sinn. Dómínó laugardag kl. 17.00. laugardag kl. 20.30. Siðustu sýn- ingar. Leíkhúsálfarnir sunnudag kl. 15.00. Kristníhald sunnudag kl. 20.30. 156. sýning, nýtt met i Iðnó. Átómstööin þriðjudag kl. 20.30. 45. sýning. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 16620. Hallgrímskirlqu (Guðbrandssfofu), opið virka daga nema laugardaga kl. 2—4 e. h., sími 17805, Blómaverzluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall- dóru Ólafsdótlur, Grettisg. 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og Biskupsstofu, Klapparstíg 27. 50 FULLTRUAR Á 50. ÁRSMNGINU 50. ársþing Ungmennasam- bands Kjalarnesþings, var haldið dagana 18. og 19. nóvem- ber i Félagsheimili Seltjarnar- ness. Um 50 fulltrúar sátu þingið auk gesta frá t.S.Í., UMFl og öðrum héraðssamböndum. A'dið gekkst'sambandið fyrir hátiðarsamkomu á sama stað. A laugardagskvöldið gekkst sambandið fyrir hátiðarsam- komu á sama stað. Voru þar samankomnir á þriðja hundrað félagar og gestc . Mættir voru flestir formenn UMSK frá upphafi, voru þeir allir heiðraðir/auk nokkurra annarra félaga, sem mikið hafa starfað að málum sambandsins. Skúli Þorsteinsson var gerður að heiðursfélaga UMFt. Jón M. Guðmundsson og Sigurður Skarphéðinsson hlutu starfs- merki UMFl. Ólafur Þórðarson og Gestur Guðmundsson hlutu gullmerki t.S.I. Við þetta tæki- færi var Guðbjörn Guðmunds- son fyrsti formaður UMSK gerður að heiðursformanni sambandsins. UMSK bárust margar rausnarlegar gjafir og árnaðar- óskir, en ýmsir forustu- menn heiðruðu sambandfð með nærveru sinni/svo sem Gisu Halldórsson, forseti t.S.t. Haf- steinn Þorvaldsson, formaður UMFl, Þorsteinn Einarssoni iþróttafulltrúi rikisins, Reynir Guðmundur Jónsson / fyrirliði Breiðabliks,var kjörinn iþrótta- maður ársins hjá UMSK. Eru allir sammála um að Guðmund- ur sé verðugur handhafi þessa eftirsótta titils. Karlsson.æskulýðsfulltrúi rikis- ins og fulltrúar annarra héraðs- sambanda. Einnig voru mættir fulltrúar flestra bæjar- og sveitarstjórna og sýslunefnda á sambandssvæðinu. Á skemmtuninni sá fólk úr fé- lögum UMSK fyrir skemmti- dagskrá, en hljómsveit lék fyrir dansi. Á sunnudag héldu þingstörf áfram og voru umræður fjörug- ar, mörg mál rædd og tillögur samþykktar. Akveðið var að ráða framkvæmdarstjóra i fullt starf. Nokkur verðlaun voru afhent á þinginu. Guðmudnur H. Jóns- son Breiðabliki, hlaut titilinn iþróttamaður ársins innan UMSK, Steinar Lúðviksson Breiðabliki, hlaut titilinn fé- lagsmálamaður ársins, Asbirni Sveinssyni Breiðabliki var af- hentur Afreksbikar Gests Guð- mundssonar fyrir sigur i þremur greinum á Héraðsmðti UMSK i frjálsum iþróttum. Helgi Hauksson hlaut Tug- þrautarbikar UMSK. t lok þingsins fóru fram kosn- ingar og var Sigurður Skarp- héðinsson kosinn formaður þriðja árið i röð. Ársþing KSÍ, það scm haldið var um siðustu helgi, var með daufara móti. Umræður um skýrslu stjórnar voru nokkuð fjörugar, enda bar skýrslan með sér þróttmikið starf og góðan hag. Upplýsti hinn ötuli gjaldkeri sam- bandsins, Friðjón Friðjónsson, tekjuafgang upp á rúmar 600 þúsundir, auk hálfrar milljónar sem lögð hafði verið i bygginga- sjóö. Fátt kom fram af merkum til- lögum á fundinum, og umræður um þær voru ekki alltaf málefna- legar. Komu ýmsir menn i ræðu- pontuna i þvi einu augnamiði, að þvi er virtist, að láta ljós sitt skina, burtséð hvaða vizku þeir höfðu fram að færa. Þannig voru ýmsar merkar til- lögur felldar eða þeim þá visað til milliþinganefnda. Þegar þingheimur var farinn að þreyt- Framhald á bls. 4 ÞJÓÐVERJAR KOMA EKKI Nú er nokkurn veginn fullljóst að vestur-þýzka landsliðið i hand- knattleik kemur ekki hingað til keppni um næstu mánaðarmót, eins og til stóð. Þjóðverjarnir keppa i Dan- mörku 28. nóvember, og var ætl- unin að þeir kæmu hingað i sömu ferð. En þcgar til kom, vildu þeir ekki bæta því ferðalagi á sig að svo stöddu. ÚTLITID ER SVART Hl/i SRMAHNI SEM STEHDUR Eftir hörmungarleik Vals og Fram, höfðu menn gert sér vonir um að leikur 1R og Ármanns yrði skemmtilegur á að horfa. En það var nú öðru nær. Leikurinn reyndist af sama gæðaflokki, þrautleiðinlegur og ekki fimm- eyringsvirði, hvað þá hann væri virði þeirra króna sem áhorfend- ur þurftu að punga út. Ef svo heldur áfram sem horfir, fara liðin með handknattleiks- iþróttinni i gröfina á stuttum tima. Hvaða menn vilja eiginlega kaupa sig inn á þær hörmungar sem boðið er upp á kvöld eftir kvöld? LEEDS ÚR LEIK Þrem leikjum er lokið i 8 liða li r s I i t u m deildarbikarsins cnska. Úrslit urðu þcssi: Arsenal-Norwich 0:3 Blaekpool-Wolves 1:1 Chelsea-Notts County 3:1 Þá var eftir einn leikur i 16 liða úrslitum, Liverpool vann l.eeds 1:0, og mætir næst Tottenham. tR-ingar léku afar illa i þessum leik, og þeir hefðu eflaust tapað fyrir öllum 1. deildarliðunum, nema Ármanni. Það verður að segjast eins og er, að þessa stund- ina er Ármann svo langt niðri, að ekkert nema fallið blasir við ef ekki verður breyting til batnaðar. En Ármann á enn eftir 12 leiki i mótinu, og þvi er varlegt að tala um fall á þessu stigi. IR fékk óskabyrjun, komst i 3:0 áður en Ármann komst á blað og Stórskyttan Agúst Svavarsson. um tima var staðan 5:1. Armann skoraði sitt fyrsta mark á 17. minútu, og segir það sina sögu. Geir (hinn umdeildi) Thorsteins- son var i miklu stuði i markinu hjá tR, enda voru skot Ármenn- inga ekki merkileg. Ármann tók tvo góða spretti i leiknum, i sitt hvorumhálfleiknum og hafði þá nær tekizt að jafna. En það tókst aldrei, og tR sigraði örugglega 17:12, og bætti við sig dýrmætum stigum. Geir var i sérflokki hjá tR, en þeir Brynjólfur og Vilhjálmur áttu einnig góðan leik. Hins vegar áttu þeir Gunnlaugur, Ágúst og Þórarinn afleitan dag, og þvæld- ust frekar fyrir en hitt. t liði Ármanns var Hörður Kristinsson helzt umtalsverður, enda er hann orðinn óragari við skotin en áður. Gunnar Kjartans- son þjálfari Ármanns hefur sann- arlega verk aö vinna. Mörk 1R: Vilhjálmur 5, Brynjólfur 5, Ágúst 3, Jóhannes 3, og Þórarinn eitt mark. Mörk Ármanns: Vilberg 3, Hörður 3, Jón Ástv. 2, Ragnar 2, Björn og Guðmundur eitt hvor. Föstudagur 24. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.