Vísir - 08.06.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1979, Blaðsíða 2
2 Hvernig list þér á verk- bannsaðgerðir Vinnu- veitenda? llafdis Jónsteinsdóttir i Skák- húsinu: Þetta þarf nú rækilegrar umhugsunar við og það er svo margt sem i þessu felst. En það er aldrei gott ef þarf að stöðva mikið. Kyjoltur ouósteinsson, kaup- maður: Það get ég ekki sagt. En þetta getur orðið alvarlegt mál og eitthvað verður að gera. Eggert Víking, leigubilstjóri: Mjög illa. Astandið er orðið slikt að það er öllu hægt að trúa og búast má við hverju sem er. Þóröur Einarsson frá isafiröi: Ég veit ekki, þetta er orðið ógeðslegt. Menn eru að tapa sér, enginn vill láta neitt. Annað hvort verður stjórnin að fara að stjórna eða þá hún verður rekin heim. Ægir Óiafsson, verslunarmaöur: Ég skal ekki segja. Það er þó ljóst að rikisstjórnin verður að fara að gripa i taumana. 1979 Landssamband islenskra frf- merkjasafnara stendur þessa daganna fyrirfrimerkjasýningu I Alftamýraskóla. A þessari sýningu eru sýnd ýmis áhuga- verð söfn islenskra, frimerkja sem eru f eigu fslenskra, danskra, sænskra og banda- riskra safnara og hafa sum þessara safna unniö til verö- launa á erlendum ffimerkja- sýningum. Visir ræddi i gær stuttlega viö Sigfús Gunnarsson, en hann er formaður sýningarnefndarinn- ar. Sigfús sagöi aö stjórn lands- sambandsins heföi fariö aö undirbúa sýninguna sfðasta haust. Þetta er þriðja sýning Landssambandsins en fyrsta sýningin var 1974 og sú seinni 1975. — Hvað sýna margir á þess- ari frimerkjasýningu? „Það sýna um 24 og eru sýn- ingargripirnir i 88 römmum. Þetta eru mestmegnis islensk frfmerki en þó finnast þarna 'í:''v ' t , ^ Unniö viö uppsetningu á frimerkjasýningunni 1 Alftamýrarskóla. Vfsismynd: G.V.A Frímerkjasýning opnuö í Álltamýraskóla: Sýna mðrg söfn sem hlotið hafa verðlaun erlend frimerki. En efnið er mjög fjölbreytt. Annars finnst mer isienskir safnarar einblina um of á islensk frimerki, þó svo að hægt sé að safna þeim á fjöl- breyttan hátt, þá leitar þetta alltaf i átt til nokkurar ein- hæfni”. Sigfús sagði að á sýningunni væri opið pósthús og væri þar i notkun sérstakur stimpill og verða einnig seld sérstök um- slög. Þá verður gefin út sérstök blokk i 500 tölusettum eintökum, en á henni er merki landsam- bandsins og þrihyrningurinn sem kom út vegna Alþingis- hátíðarinnar 1930. „Þing landssambandsins verður haldið á sunnudaginn”, sagði Sigfús. Og á laugardaginn verður Félag frimerkjasafnara með uppboð i skólanum i tengsl- um við sýninguna og hefst það klukkan þrjú. Á sýningunni verður sérstak- ur lukkupottur. Maður kaupir veiðileyfiogkastar siðan stöng i pottinn og verður þar af handa- hófi krækt einhverju á öngul- inn”. —SS— Umsjón: Katrln Pálsdóttir og Halldór Reynisson Húsljöld fyrlr sumarleyflö: TJALDAÐ TIL NOKKURRA NATTA Loksins er sumariö komið og fólk getur nú farið að ferðast um landiöán þessaðeiga það á hættu að það fenni á bólakaf — nema ef vera kynni uppi á reginfjöllum. í ferðalagið er nauðsynlegt að hafa með sér þak yfir höfuðið, ef ætlunin er að halda brott af mal- bikinu. Hústjöld eru hentug þegar fjölskyldan eröll á ferð og ætlunin er að dvelja um einhvern tima á stöðum þar sem nokkur aðstaða er fyrir feröamenn. Hins vegar henta þau siður ef ætlunin er að ferðast um óbyggðir og alls ekki ef um gönguferð er að ræða, því þau eru all-þung eða 10-30 kg. Hústjöld eru hins vegar hentug hvað það snertir að i þeim geta menn staðið uppréttir og athafna- rými er mun meira en i venjuleg- um tjöldum. Einnig eru þau án staga. Visir kannaöi verð og gerðir af hústjöldum sem til eru hér á markaöi. Tjaldbúðirh/f vorumeð allmargar tegundir, sú ódýrasta kostaöi 117.000 kr. Var þar um að ræða 4-5 manna tjald, 11 fermetra að innanmáli. Þá varhægt að fá 2 manna tjald á 152.000 kr. sem var 12 ftn. og 26 kg að þyngd. Dýrari tjöld var einnig að fá og var meira lagt i þau t.d. fleiri saum- ar, fleiri gluggar og súlur. 4 manna hústjald 18 fm og 40 kg. kostaöi 232.000 kr. og 5 manna, 21 fm og45kg. kostaöi 270.000kr. Oll voru þessi tjöld úr bómullarefni og inni i þeim var sérstakt svefn- tjald. Seglagerðin Ægir var einnig með nokkrar tegundir af hús- tjöldum. Það ódýrasta kostaði 51.000 kr. og var einfalt, þ.e. ekki með sérstökum himni. Það var 5 Hér má sjá veglegt hústjald, en slikt tjald hentar ágætlega I sumarfriinu ef ætlunin er að dvelja um tfma á sama staö, þar sem sæmileg aðstaöa er fyrir feröamenn. Visismynd ? fm 10 kg. og gert fyrir fjóra. 5 manna tjald, 13-14 fm kostaði 157.000kr. en þaö vóg 18 kg. Enn- fremur var hægt að fá 4 manna tjald, 10 fm sem kostaði 110.000 kr. og 4 manna, 13 fm tjald á 147.000 kr. Ef mönnum finnst hins vegar verið á hústjöldum vera of hátt þá er einnig hægt að fá þau leigð hjá Tjaldaleigunni við Umferða- miðstöðina og kostar leigan á einu 5 manna tjaldi 2.200 kr. yfir daginn. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.