Vísir - 08.06.1979, Síða 3
Föstudagur 8. júnl, 1979
3
Miklir erfioieikar saltfisklramleiOenda:
„Rikisstlörnin verður að
gripa inn í pessi mái”
„Undirstööuatvinnuvegirnir eru svo þrautpindir, aö þangaö er
ekkertaö sækja lengur”, sagöi Tómas Þorvaldsson, formaöur Sölu-
sambands Isl. fiskframleiöenda, 1 samtali viö VIsi, en S.l.F. hélt ár-
legan aöaifund sinn á Hótel Sögu I gær.
i upphafi fundarins var samþykkt tillaga frá Tómasi Þorvalds-
syni og fleirum, þess efnis aö kosin yröi á fundinum 5 manna nefnd
til aö gera tillögur um lausn þess stórkostlega vanda sem viö blasir,
vegna þeirra tafa sem hafa oröiö á afskipun saltfisksframleiöslu
upp I geröa sölusamninga, vegna farmannaverkfallsins.
Einnig skyldi nefnd þessi fara fram á fund meö forsætisráöherra
vegna þessa vanda.
Visir náöi i gær tali af nokkrum fundarmanna.
Tómas Þorvaldsson
formaður S.Í.F.
Blm.: Hvernig eru afkomu-
horfurnar hjá Isl. fiskfram-
leiðendum á þessu ári?
Tómas: „Viö erum á margan
hátt bjartsýnir, ekki sist vegna
þess að við höfum þegar gert
samninga um sölu á allri fram-
leiðslunni, allt fram á þennan
dag. En eins og ástandið er I
þjóöfélaginu er maður hreint
ekki bjartsýnn, þvi að togstreita
ýmissa hagsmunahópa sem
virðist vera árviss viðburður,
kemur I veg fyrir að hægt sé að
koma framleiðslunni á markað
á tilskildum tima. í ár er þetta
sérstaklega bagalegt vegna
þess aö nokkuð þokkalegir
samningar liggja fyrir um sölu
á allri framleiðslunni”.
Blm.: Hver yrðu viðbrögð
fiskframleiðenda við 3% grunn-
kaupshækkun?
Tómas: „Það liggur ljóst
fyrir að undirstöðuatvinnu-
vegirnir eru svo þrautpindir, að
þangað er ekkert að sækja leng-
ur”.
Blm.: Hvað ætlið þið að segja
á fundi með forsætisráðherra?
Tómas: „Þegar búið er að
reyna allar aðrar leiðir til
lausnar þeim vanda sem viö
blasir og þær engan árangur
borið, er ekki I annað hús að
venda en til rikisstjórnarinnar.
Hér er um að ræða samninga
upp á 18-19 milljarða króna,
þannig að mikið er I húfi”.
Blm.: Eru róttækar aögeröir
framundan?
Tómas: „Mikilvægast er að
aðgerðirnar verði raunsæjar og
að þjóðin standi sameinuö aö
þeim, ekki sundruð”.
Gísli Konráðsson,
framkvæmdastjóri tJt-
gerðarfélags Akureyr-
inga
Blm.: Hvaða áhrif hefur far-
mannaverkfallið haft á rekstur
Útgerðarfélags Akureyringa?
GIsii: „Við höfum komið til-
tölulega betur út úr þessu en
margir aðrir vegna þess að við
höfum haft aðgang aö nægilegu
geymslurými”.
Blm.: Hvernig verður afkom-
an Iheild hjá ykkur á yfirstand-
andi ári?
GIsli: „Eins og horfurnar eru
i dag lítur þetta illa út. Veiðitak-
markanirnar valda þvi að fram-
leiðsla okkar verður miklu
verðminni en ella. Ofan á það
bætast siðan hinar stórkostlegu
hækkanir á ollu en áð sjálf-
sögðu reiknum við með að það
vandamál verði leyst á kostnað
allrar þjóðarinnar. Rlkisstjórn-
in verður að gripa inn i þessi
máhbæði vinnudeilur og olíu-
verðið/ef ekki á að koma til
stöðvunar”.
Stefán Runólfsson,
framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar i
Vestmannaeyjum.
Blm.: Hvernig standið þið i
BensfnverDið á
flórða hundrað
kr. bráðum?
-Miðaö viö skráningu 1. júni
þyrfti verðá bensinlitra að vera
eitthvað á fjórða hundrað krónur,
sagði ArniLárussonhjá Skeljungi
I morgun. Ómögulegt væri aö gefa
upp nákvæmt verð, þvi að svo
margt kæmi inn i þetta, t.d. ætti
fjármálaráðuney tið inni
einhverjar krónur vegna
bensingjaldsins og fleira.
Nýveriö sendu oliufélögin
verðlagseftirlitinu bréf þess efnis
að heimild yrði gefin til að hækka
verð á ollu og bensini nú um
miðjan mánuðinn. Verð á
bensinlitra yrði þannig 280—290
kr.,er nú 256 kr.,og verð á gasollu
hækkaði úr 103 kr. I 120—130 kr.
hver litri. Þetta væru þó aðeins
áfangahækkanir þvi verð hækk-
aði stöðugt á Rotterdanúmark-
aðnum.
—F.J.
NÓQ TIL IRÍKINII
„Ég veit ekki betur en allir geti
fengið það brennivin sem þeir
vilja” sagði Ragnar Jónsson
skrifstofustjóri ATVR, aðspurður
um þaðhvortfarmannaverkfallið
væri farið að hafa áhrif á áfengis-
birgöirnar.
„Þaðer kannski uppseld ein og
ein tegund af rauðvlni, viskii,
vodka o.s.frv. en af flestu er nóg
til. Skortur i bráð? Ja, hvenær
endar verkfallið?”
—i.j.
wmmmmmmmmmmmBBmmmmammmmmmmBmmam
Tómas Þorvaldsson
Vestmannaeyjum með
geymslurými fyrir ykkar fram-
leiðslu?
Stefán: „Það lestaöi skip hjá
okkur i gær frystan fisk og
annað lestar I dag, þannig að
hvað það varðar erum við vel
settir. Saltfiskurinn okkar er
allur I kæligeymslum og liggur
þess vegna ekki undir skemmd-
GIsli Konráðsson
um, en að sjálfsögðu rýrnar
hann og fellur i gæðaflokkum”.
Blm.: Hvað er langt þangað
til saltfiskbirgðir almennt i
landinu fara að skemmast?
Stefán: „Þvi miður eru ekki
allir jafn vel búnir hvað
geymslurými varðar og við i
Vestmannaeyjum. Enda má
segja að gengi saltfiskverkun-
Stefán Runólfsson
arinnar á siöustu árum hafi ekki
verið svo glæsilegt að það hafi
boðið upp á fjárfestingar i kæli-
geymslubyggingum. En það er
alveg ljóst að ef svo heldur sem
horfir með verkföll og verkbönn
og öllu sem þvi fylgir, er þess
ekki langt aö biöa að neyðar-
ástand skapist viða um land”.
—P.M.
■I I
FJÖLVA i=!!=i ÚTGÁFA
Klapparstíg 16 Sími 2-66-59
ALLAN ÁRSINS HRING
Sú ánægjulega breyting hefur
oröið hjá útgáfu Fjölva, að
bókasala hefur greinilega auk-
ist verulega fyrri hluta ársins.
Þetta er árangur af viðleitni til
að breiða bókasöluna jafnar út
allan ársins hring. Fólki er bent
á að hyggja betur að bókakaup-
um og æða ekki einungis i þau i
hugsunarlausri skorpu aðeins
fyrir jólin, þegar auglýsinga-
stofurnar og sjónvarpið er búiö
að æra alla með ógeðslegu
skrumi og skrýpi. Hollara er að
flýta sér hægt, Ihuga rólega
gæði bóka á markaðnum og
gera sér grein fyrir gildi þeirra
til uppbyggingar og varanlegr-
ar ánægju.
Til undirbúnings þessari nýju
aðferð hefur Fjölvi unnið skipu-
lega að útgáfu undirstööurita á
víðu sviði. Loksins er svo komið
að Fjölvi getur boðiö fjölbreytt
úrval af vönduðum, fróðlegum
og skemmtilegum úrvalsritum.
Við kærum okkur ekki um æsi-
lega hraðsölu með skrumi og
skrýpum. Viö álltum hugtakið
„metsölubók” ógeðfellt. Þaö er
liöur i samsæri auglýsingastofa
og sjónvarps gegn almenningi.
Það sýnir brenglað og siðspillt
hugarfar gagnvart bókmennt-
um, enda fylgja þvi aö jafnaði
skrumkenndar falsanir. Við
höfum nýlega séö hryggilegt
dæmi um þetta hugarfar, þar
sem auglýsingastofa hefur fyrir
hönd guðsorðaútgáfu, tekið sér
fyrir hendur að gera krossfest-
ingu Krists að „metsölu-
skrumi”.
Fjölvi velur fremur þá leið aö
vanda bækurnar sem frekast er
unnt, koma upp úrvali bóka á
sem fjölbreyttustu þekkingar-
sviði. Við þurfum enga roksölu,
en með gæðum bókanna stefn-
um við beinlinis að þvl, að þær
verði ómissandi á hverju heim-
ili sem metur þekkingu og
menningu. Fjölvabækur verða
svo enginn ruslamatur, heldur
Ævisaga galdrakarlsins Du-
champs, undirstöðuverk i nú-
tlmalist.
svoiitlir dýrgripir á hverju
heimili til ánægju og álitsauka.
Og meö timanum munu þær
vaxa aö verðgildi. Þar mun
koma að þær munu seljast upp
og verða metnar til mikils fjár.
Til þess að geta haldið þessu
áfram er ósegjanlega mikilvægt
að almenningur dreifi kaupum á
Fjölvabókum allan ársins
hring. Þannig veröur rennt
stoðum undir framtiðarútgáfu
fjölda verka, sem nú eru á
prjónunum, 6. bindi Veraldar-
sögu um Valdabaráttu i Róm og
Sesar, Stór Nútimalistasaga,
Tónlistarsaga, stór Skipabók og
Bilabók. Kannski jafnvel
Stjörnufræði.
Það hefur átt drjúgan þátt I
aukningu bókasölu i vor, að fólk
hefur komist upp á að gefa
Fjölvabækur i fermingar- og
stúdentsgjafir. Aður gætti
þeirrar tilfinningar, að það væri
ekki nógu „fint” að gefa bækur
á þeim timamótum, gjafirnar
þyrftu að vera úr málmi, gleri
eða tuskum. En nú hefur komið I
ljós, aö sumar Fjölvabækurnar
eru greinilega metnar meira en
hverfulli1 hlutir og meðteknar
með áhuga og ánægju.
Besta dæmið um þetta eru
bækurnar I Listasafni Fjölva,
hver um sig sjálfstæð ævisaga
fremstu listamanna. Fjölvi
hefur haft spurnir af þvi, að
fólki hafi þótt sérlega mikið
varið I þær sem stúdentagjafir.
En þar gætir þó dálitils mis-
skilnings, sem rétt er að leið-
rétta. Fólk heldur aö eldri
meistararnir Leonardó, Rem-
brandt og Goya séu endilega
dýrmætari bækurnar. En það
mun reyna að þaö eru þvert á
móti siðari tima meistararnir,
sem eru meira metnir af ungu
fólki, svo sem Matisse og um-
fram allt Duchamp. Sú bók er ó-
missandi fyrir nútimafólk. Hún
segir ekki aðeins frá galdra-
karlinum Duchamp, heldur
Salvador Dall, dadaistunum,
súrrealistunum og rekur rætur
að nútima Popplist.
Fjölvi hefur oröið fyrir áfalli
I verkfalli. Bókin um Van Gogh,
hátindurinn i listasafninu hefur
stöðvast, legiö um borð i skipi I
Reykjavíkurhöfn, I mánuð.
Þetta eru mikil vonbrigði.
A næstunni eru væntanlegar i
Listasafninu ævisögur Cézann-
es, Pikassós og norska málar-
ans Edvards Munchs. Allar meö
stórfróölegri baráttusögu þess-
ara meistara. Allir brutust þeir
upp úr fátækt viö gifurlega örö-
ugleika. Sérstaklega verður
bókin um Munch stórkostlegt
listaverk meö hundruðum lit-
mynda. Þvi er þó ekki aö neita,
að framtiö bókaútgáfunnar er ó-
ráðin. Veröbólgan leggst með
miklum þunga á hana. Það er
sorti á framtiöarhimninum,
sem skýtur niður fegurstu vonir
á fluginu.
-......... AUGLYSING