Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Björnsson, augnlæknir í Reykjavík og fyrrver- andi prófessor við Há- skóla Íslands, lést á Landspítala Fossvogi í fyrradag. Hann var 84 ára. Björn var fæddur 9. febrúar 1917 í Urriða- koti í Garðahreppi. Hann tók stúdentspróf frá MR árið 1937 og lauk kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Ís- lands 1944. Guðmundur stundaði framhaldsnám í augnlækningum í Bandaríkjunum 1944–48 og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 1967 og fjallaði ritgerð hans um gláku á Íslandi. Hann starfaði sem augn- læknir í Reykjavík frá 1948 til 1989, var á augndeild Landa- kotsspítala frá 1969 og yfirlæknir þar árin 1972 til 1987. Guðmundur var einn aðalhvatamaður að stofnun Sjónstöðvar Ís- lands og var félagi í Vís- indafélagi Íslendinga og heiðursfélagi í Augn- læknafélagi Íslands. Hann ritaði fjölda greina á sérfræðisviði sínu og sat í ritstjórn tímarits norrænna augnlækna. Síðustu árin hafi Guðmundur skrifað sögu augnlækninga á Íslandi sem gef- in verður út á næstunni. Hann var handhafi íslensku fálkaorðunnar. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Benjamínsdóttir og eiga þau fimm börn. Andlát GUÐMUNDUR BJÖRNSSON FULLBÓKAÐ er í gistingu í skálum Ferðafélags Íslands á Hveravöllum í dag, skírdag og á morgun, föstudag- inn langa. Gistipláss er laust fyrir 35 til 40 manns á laugardag en á páska- dag og annan í páskum er ekkert bókað. Að sögn Hafsteins Eiríks- sonar veðurathugunarmanns á Hveravöllum má gera ráð fyrir tals- verðri umferð ferðafólks um Hvera- velli ef færð um Kjalveg leyfir. Eldsneytisbirgðir fyrir ferðamenn á Hveravöllum eru taldar nægja fram að næstu birgðasendingu í vor, en 8 þúsund lítrar af díselolíu eru eftir og um 17 þúsund lítrar af bens- íni. Á föstudaginn langa spáir Veð- urstofa Íslands fremur hægri norð- vestlægri átt á landinu, dálitlum éljum og vægu frosti norðanlands en annars léttskýjuðu veðri og 1 til 6 stiga hita. Frá páskadegi til þriðju- dags verður, samkvæmt spá, hæg- viðri, léttskýjað eða skýjað með köfl- um og hiti 1 til 6 stig að deginum, hlýjast sunnanlands en víða vægt næturfrost. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafsteinn Eiríksson veðurathugunarmaður afgreiðir bensín á Hveravöllum. Fullbókað á Hveravöllum á skírdag og föstudaginn langa segir í ályktuninni. „Kostnaður vegna vinnutaps stúdenta er um 550 milljónir króna ef einungis er miðað við að stúdentar fái lágmarksmán- aðarlaun í þann mánuð sem líklegt er að stúdentar verði af vinnu. Stjórn Stúdentaráðs skorar á menntamálaráðherra, æðsta yfir- mann menntamála á Íslandi, að láta til sín taka, enda eru hagsmunir á sjöunda þúsund stúdenta í húfi.“ Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs, segir vinnu- tapstöluna fengna með upplýsingum frá ASÍ um lægstu launataxta sem nú eru í gildi. Sé hins vegar miðað við tölur kjararannsóknarnefndar um meðallaun almenns verkafólks STJÓRN Stúdentaráðs óttast að ófremdarástand skapist innan Há- skóla Íslands ef það kemur til verk- falls háskólakennara í maí, að því er fram kemur í ályktun sem Stúdenta- ráð samþykkti í gær. Forystumenn Stúdentaráðs funduðu í gær með Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra og skoruðu á hann að beita sér fyrir farsælli lausn deilunnar. „Stjórn Stúdentaráðs óttast að ófremdarástand skapist innan Há- skóla Íslands komi til verkfalls kennara. Fjárhagslegur kostnaður verkfalls er gífurlegur. Stúdentar verða fyrir vinnutapi og seinkun á afgreiðslu námslána mun hækka vaxtakostnað sem er nægur fyrir,“ þá hljóði vinnutap stúdenta upp á 750 milljónir. Krefjast svara fyrir 24. apríl „Stúdentar hafa krafið háskólayf- irvöld um skýr svör um hvernig prófum verður háttað, komi til verk- falls. Eftir fyrsta fund samráðs- nefndar rektors, kennara og stúd- enta hefur glögglega komið í ljós að háskólayfirvöld geta engin slík svör veitt. Tæplega sjö þúsund stúdentar vita því ekki hvenær próf verða lögð fyrir verði verkfall að veruleika og 831 stúdent er að undirbúa útskrift. Hvorki er vitað hvort né hvenær út- skrift fer fram.“ Stúdentaráð hefur krafist þess að stúdentar fái svör frá skólayfirvöldum um hvernig prófum verði háttað fyrir 24. apríl. „Það er mjög alvarlegt fyrir stúd- enta að vera að fara út í prófatímabil sem enginn veit hvernig verður. Það ríkir algjör óvissa meðal nemenda enda yrði þetta í fyrsta skipti sem svona verkfall yrði að veruleika. Menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra verða að beita sér í deil- unni því þeir geta ekki horft á starf- semi stærstu menntastofnunar landsins lagða í rúst,“ sagði Þor- varður Tjörvi. Kostnaður vegna vinnutaps stúdenta yrði 550 milljónir SKIPULAGS- og byggingar- nefnd Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, en tilgangur breytingarinnar er að koma í veg fyrir að nektardansstöðum á svæðinu fjölgi og færa landnotkun svæðisins til samræmis við landnotkun Aðalskipulags Reykjavíkur. Borgarráð mun fjalla taka málið fyrir á næst- unni. Árni Þór Sigurðsson, for- maður skipulags- og bygging- arnefndar, sagði að sam- þykktin væri ekki afturvirk en nýir staðir yrðu bannaðir. Hins vegar gæti borgarráð ákveðið seinna að endurnýja ekki leyfi þeirra nektardans- staða sem þegar væru starf- ræktir. Unnið að nýju deiliskipulagi Að sögn Árna Þórs er mein- ingin að takmarka starfsemi nektardansstaða á öllu mið- borgarsvæðinu. Hann sagði að verið væri að vinna að nýju deiliskipulagi fyrir miðborg- arsvæðið utan Kvosarinnar og að ofangreindar takmarkanir yrðu inni í því skipulagi. Svæðið sem breytingin, sem samþykkt var í gær, nær til afmarkast af Reykjavíkurhöfn í norðri, Lækjargötu í austri, Tjörninni í suðri og Tjarnar- götu, Vonarstræti, Suðurgötu, Túngötu, lóðum vestan Aðal- strætis, Grófinni og Tryggva- götu í vestri. Engir nýir nekt- ardans- staðir í Kvosinni NÝR heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra verður valinn á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins seinni- partinn í dag í stað Ingibjargar Pálmadóttur sem óskað hefur eftir að láta af ráðherraembætti. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, mun leggja fram tillögu á fundinum um nýjan ráðherra. Líklegast er tal- ið að gerð verði tillaga um Jón Krist- jánsson, þingmann Austfirðinga og formann fjárlaganefndar. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Jón myndu hugleiða að taka við ráð- herraembættinu væri til hans leitað, en ákvörðun væri í höndum þing- flokksins. Jón sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið fyrr en að lokn- um þingflokksfundi. Halldór Ásgrímsson hefur verið erlendis en er væntanlegur heim í dag. Boðaður hefur verið ríkisráðs- fundur á Bessastöðum klukkan 11 á laugardag, þar sem Ingibjörgu verð- ur væntanlega veitt lausn frá emb- ætti og nýr ráðherra tekur við. Hvetja eindregið til þess að nýr ráðherra komi frá Reykjavík Þótt líklegast sé að Jón taki við ráðherraembættinu af Ingibjörgu er ljóst að framsóknarmenn í Reykja- vík leggja áherslu á að nýr heilbrigð- isráðherra komi frá Reykjavík, en þingmenn flokksins þar eru Ólafur Örn Haraldsson og Jónína Bjart- marz. Stjórn fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun þar sem hvatt er ein- dregið til þess að nýr ráðherra komi frá Reykjavík. Þar segir einnig að með nýjum lögum um kosningar og breyttri kjördæmaskipan hafi mik- ilvægi þess að styrkja stöðu og starf Framsóknarflokksins í Reykjavík aukist. Tvö af sex kjördæmum lands- ins verði í höfuðborginni og styrkur Framsóknarflokksins muni því að verulegu leyti ráðast af fylgi hans þar. „Þingmenn flokksins í Reykjavík eru báðir vel til þess fallnir að gegna ráðherraembætti og hafa til þess reynslu og þekkingu. Stjórn fulltrúa- ráðs framsóknarfélaganna í Reykja- vík bendir á að enginn ráðherra Framsóknarflokksins er úr Reykja- vík. Af sex ráðherrum eru nú fimm í kjördæmunum þremur utan höfuð- borgarsvæðisins. Það er því eðlileg krafa framsóknarmanna í Reykjavík að nýr ráðherra Framsóknarflokks- ins komi úr hópi þingmanna Reyk- víkinga. Yrði það mikil lyftistöng fyrir starf flokksins í höfuðborginni. Önnur niðurstaða væri hins vegar áhyggjuefni og myndi valda fram- sóknarmönnum í Reykjavík veru- legum vonbrigðum,“ segir í ályktun- inni. Þingflokkur Framsóknar velur nýjan ráðherra í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.