Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR finnst að það hafi verið komið aftan að mér. Hér hafa menn staðið í leynimakki á minn kostnað og á kostnað neytenda,“ segir Hannes Karlsson, deildarstjóri Nettó-versl- ananna, um úrskurð samkeppnisráðs um vinnubrögð fyrirtækjanna á grænmetismarkaði. Nettó rekur þrjár verslanir; eina á Akureyri, aðra í Reykjavík og þriðju á Akranesi. Hannes segir að Nettó sé með um 5% af matvörumarkaðinum. Hann segir að þó að rekstur þessara verslana gangi vel sé samkeppnis- staða þeirra að ýmsu leyti erfið og það komi hvergi betur fram en í verslun með grænmeti. „Það er nauðsynlegt að menn átti sig á að 90% af allri heildsölu með grænmeti eru á einni hendi. Sölu- félag garðyrkjumanna og fyrirtæki í eigu þess eru með 90% af grænmet- ismarkaðinum. Eina fyrirtækið á þessum markaði sem ekki er hluti af þessari samsteypu er Mata, en það fyrirtæki leggur hins vegar megin- áherslu á heildsölu með ávexti og er með mjög takmarkað framboð af grænmeti. Nettó á þess vegna aðeins einn kost, þ.e. að versla við Sölufélag- ið.“ Nettó með önnur kjör? Hannes sagði að sér dytti ekki hug að Nettó keypti grænmeti hjá Sölu- félaginu á sama verði og verslanir Baugs. „Við höfum rekið okkur á það aftur og aftur að það heildsöluverð sem Sölufélagið býður okkur er 25% lægra en það verð sem Hagkaups- búðirnar selja vöruna á til viðskipta- vina sinna. Við eigum hins vegar eftir að bæta okkar álagningu við vöruna og 14% virðisaukaskatti.“ Samkeppnisstofnun hefur óskað eftir upplýsingum frá smásöluversl- uninni um álagningu á grænmeti. Hannes sagði að Nettó hefði skilað inn ítarlegum upplýsingum um álagningu í versluninni til stofnunar- innar. Hann sagði að hún væri um 10–15% þegar búið væri að taka tillit til rýrnunar og flutningskostnaðar. Hann sagði að það segði sína sögu að þrátt fyrir þessa litlu álagningu hefði Nettó reynst erfitt að standast sam- anburð varðandi verðlagningu á grænmeti. Nettó boðin framlegðartrygging Hannes segist telja mjög líklegt að Sölufélagið og verslanir Baugs hafi gert með sér svokallaða framlegðar- samninga. Slíkir samningar feli í sér að Sölufélagið tryggi versluninni ákveðna framlegð óháð verði vörunn- ar. Til dæmis feli samningur um 35% framlegðartryggingu í sér að það verði alltaf 35% verðsins eftir hjá versluninni óháð því hvort varan kostar 100 kr. eða 150 kr. Hannes var spurður um hvaða gögn hann hefði í höndunum sem sönnuðu að slíkir samningar hefðu verið gerðir. „Ég hef auðvitað ekkert í höndun- um sem sannar þetta. Ég veit hins vegar að Sölufélagið hefur boðið mörgum verslunum framlegðar- tryggingu. Það hefur t.d. boðið Sam- landi [verslunarfyrirtæki KEA] slíka tryggingu.“ Hannes sagði að eftir að Sölufélag- ið fór að bjóða þessa framlegðar- samninga hefði verðið á grænmeti hækkað. Þessir samningar fælu í sér að það væri í reynd engin verðsam- keppni. Versluninni væri tryggð föst ágóðaþóknun. Í könnun á verði grænmetis sem Morgunblaðið gerði sl. mánudag kom fram að Bónus er með lægsta verðið. „Þegar horft er á þennan markað er ekki nægilegt að horfa eingöngu á verð í Bónusi. Það þarf líka að horfa á verðið í Nýkaupi sem er í eigu sömu aðila. Verð á grænmeti í Nýkaupi er mun hærra en í Bónusi. Halda menn að Bónus kaupi inn grænmeti hjá Sölufélaginu á öðru verði en Ný- kaup?“ Hannes sagðist að mörgu leyti vera ánægður með skýrslu Sam- keppnisstofnunar um grænmetis- markaðinn. „Það sem mér finnst hins vegar furðulegt er að það skuli vera hægt að fjalla um þetta mál án þess að minnast á Baug. Baugur stofnaði Ávaxtahúsið og Sölufélagið keypti helmings hlut í því á 50 milljónir. Þetta hefur komið fram opinberlega. Halda menn að það sé ekkert sam- starf á milli þessara eigenda? Það er raunar furðulegt að Sam- keppnisstofnun skuli hafa heimilað kaup Sölufélagsins á 50% hlut Baugs í Ávaxtahúsinu. Þetta er eins og að 90% af allri heildsölu á Íslandi væru í eigu sömu aðila og að síðan keypti smásöluaðilinn, sem er með 50% markaðarins, hlut í heildsölunni.“ Hannes sagði margt verkja furðu í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Til dæmis væri ótrúlegt að sjá að starfs- maður Sölufélagsins hefði í apríl 1998 haft samband við starfsmann Mötu og bannað fyrirtækinu að kaupa gúrkur, en þetta kæmi fram í gögn- um sem stofnunin hefði undir hönd- um. Bændur neita að selja Nettó grænmeti Hannes var spurður um hvers vegna hann reyndi ekki einfaldlega að kaupa grænmeti beint af bændum. Hann sagði að Nettó hefði reynt það en þeir væru mjög tregir til að selja. „Við getum tekið verslun með sveppi sem dæmi, en sem kunnugt er sér einn aðili um alla svepparækt á landinu. Hann selur tveimur aðilum, Sölufélaginu og Baugi. Ég hef óskað eftir að fá að kaupa af honum sveppi, en hann neitar að selja mér vöruna. Ég verð að fara til Sölufélagsins og kaupa sveppina þar. Mata hefur einnig óskað eftir að kaupa sveppi af framleiðandanum en hann neitaði að selja þeim vöruna. Mata kærði þetta til Samkeppnis- stofnunar og hún ályktaði að Mata skyldi snúa sér til Sölufélagsins með þeim rökum að ekki væri fullreynt að hægt væri að ná samningum við fyr- irtækið.“ Hannes sagði að á Norðurlandi væri starfandi garðyrkjubóndi og Nettó hefði ítrekað óskað eftir að kaupa af honum beint. Stundum hefðu náðst samningar en oftast þyrfti Nettó að snúa sér til Sölu- félagsins. Tómatarnir væru því fyrst sendir suður til Reykjavíkur og því næst væru þeir fluttir til baka í versl- un Nettó á Akureyri. Hannes sagði að garðyrkjubænd- ur hefðu sagt í samtölum við fjöl- miðla undanfarna daga að staða garðyrkjubænda væri erfið og verð til þeirra hefði ekki hækkað. Hann sagðist í ljósi þess furða sig á ályktun garðyrkjubænda frá 6. apríl sl. þar sem lýst er stuðningi við vinnubrögð Sölufélags garðyrkjumanna. Ef hag- ur þeirra hefði ekki verið að vænkast á síðustu árum hlytu þeir að vilja leita nýrra leiða. Hannes tók fram að Nettó væri ekki með neinn sölusamning við Sölufélag garðyrkjumanna. Hann sagði að tilkoma Nettó á matvöru- markaðinn í Reykjavík hefði komið óróa á markaðinn. Hann nefndi sem dæmi að þegar verslunin var opnuð 1998 hefði hún átt í miklum erfiðleik- um með að fá yfirleitt nokkurt græn- meti og legið hefði við að ekkert grænmeti hefði verið í búðinni dag- inn sem hún var opnuð. Það hefði verið greinilegt að grænmetisheild- salan hefði ekki vitað hvernig hún ætti bregðast við þessum nýja aðila. Hannes sagði að það kæmi fram í viðtali í Morgunblaðinu við Pálma Haraldsson, framkvæmdastjóra SFG, að hann væri í þeirri aðstöðu að þurfa að eiga viðskipti við aðeins tvo aðila á markaðinum, Baug og BÚR. Hannes sagði að þetta væri ekki rétt. BÚR væri eingöngu á þurrvöru- markaði og ætti engin viðskipti með grænmeti. Nóatún, Kaupfélag Suð- urnesja, Nettó og aðrar smásölu- verslanir sem keyptu þurrvöru af BÚR keyptu beint af Sölufélaginu og væru í samkeppni um verð. Deildarstjóri Nettó-verslananna gagnrýnir vinnubrögð á grænmetismarkaði SFG hefur boðið verslun- um framlegðartryggingu Deildarstjóri Nettó-verslananna segir að Sölufélag garðyrkjumanna hafi boðið Nettó og fleiri verslunum framlegðartrygg- ingu sem tryggi versluninni fasta söluþókn- un óháð heildsöluverðinu. Hann segir í samtali við Egil Ólafsson að hann telji mjög líklegt að verslanir Baugs séu með slíka framlegðartryggingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hannes Karlsson fullyrðir að Nettó þurfi að greiða hærra verð fyrir grænmeti hjá Sölufélagi garðyrkjumanna en Baugur. egol@mbl.is GÆSLUVARÐHALDI skal beitt varlega en því er fyrst og fremst ætl- að að koma í veg fyrir að grunaðir spilli sakargögnum, segir Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og stund- arkennari við lagadeild Háskóla Ís- lands. Hún segir að hæpið sé að úr- skurða menn í gæsluvarðhald á öðrum forsendum nema í þeim tilvik- um sem grunur leikur á að viðkom- andi hafi framið glæp sem mjög þungar refsingar liggja við. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að rúmlega þrítugur karlmað- ur hafi áreitt ung börn kynferðislega í stigagangi fjölbýlishúss í Breiðholti. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá 3.–9. apríl sl. Hann hefur ekki áður hlotið dóm vegna kynferðisbrots gegn börnum en hefur hefur hlotið stuttan fangelsisdóm fyrir kynferðis- brot. Egill Stephensen, saksóknari segir að embættið hafi ekki talið grundvöll fyrir því að krefjast lengra gæslu- varðhalds. Upphaflega var farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð vegna rannsóknarhagsmuna. Þegar gæslu- varðhaldið rann út var rannsókn langt komin og ekki talið að hún myndi spillast þótt maðurinn gengi laus. Tvær hliðar á jafnræðisreglunni Brynhildur segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál en segir að gæsluvarðhaldi hafi verið beitt var- lega enda full ástæða til. Maður sem situr í gæsluvarðhaldi hefur ekki ver- ið dæmdur fyrir glæp heldur er hann einungis grunaður. Hún segir Mann- réttindadómstól Evrópu hafa stað- fest að þessu úrræði skuli beitt var- lega. Aðspurð hvort hægt sé að setja lög sem heimila að menn sem grunaðir eru fyrir ákveðna tegund afbrota sæti frekar gæsluvarðhaldi en aðrir segir hún í raun ekkert því til fyrirstöðu. „Það eru tvær hliðar á jafnræðisregl- unni. Annars vegar sú að sams konar mál fái sams konar meðferð og að ólík mál fá ólíka meðferð. Það er ekki það sama að misnota börn kynferðislega eða stela úr búð,“ segir Brynhildur. Þá sé það umhugsunarefni hvort slíkt gæsluvarðhald myndi í raun breyta nokkru, það væri væntanlega alveg jafn slæmt að viðkomandi gengi laus áður en fangelsisvist hefst eða eftir að henni lýkur. Gæsluvarðhaldið myndi þar að auki dragast frá fang- elsisvistinni. Þá minnir hún á að reynslan hafi sýnt að fá kynferðisbrot eru kærð og að dómareynslan sýni að í enn færi tilfellum sé sakfellt. „Þá þurfum við að svara þeirri spurningu hvort það þjóni einhverjum tilgangi að úr- skurða menn í gæsluvarðhald þar til dómur fellur, sem nokkrar líkur eru á að verði ekki dæmdir sekir eða hljóti stutta fangelsisvist?“ Brynhildur G. Flóvenz lögfræðingur Gæsluvarðhaldi skal beitt varlega DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum í þá veru að notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar verði bönnuð. Í umferðarlögunum er ekki að finna ákvæði sem fjallar beinlínis um notkun farsíma við akstur en mælt svo fyrir að vegfarandi skuli „sýna til- itssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu“, eins og segir í 1. málsgrein 4. greinar laganna. Í frumvarpinu segir að þetta almenna ákvæði geti tekið til notkunar farsíma og muni áfram gilda að sínu leyti. „Notkun farsíma er augljós- lega til þess fallin að draga úr færni ökumanns til að stjórna bifreið og auka hættu í um- ferðinni. Þetta styðst við fjölda erlendra rannsókna. Af þess- um sökum hafa mörg ríki lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar og má meðal þeirra telja Danmörku, Noreg, Bretland, Belgíu, Grikkland, Ítalíu, Lúxemborg og Þýskaland. Hér er lagt til að fylgt verði fordæmi þessara þjóða,“ segir í athugasemd með frumvarpi dómsmálaráð- herra. Aðeins handfrjáls búnaður við akstur RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur gefið út ákæru á hend- ur tölvufyrirtæki fyrir að hafa í heimildarleysi afritað stýrikerfið Windows 98 og hugbúnaðinn Microsoft Office 97 inn á hart drif á tölvum sem seldar voru í verslunum fyrirtækisins. Maðurinn krafði viðskiptavinina ekki um sérstakt endurgjald vegna þessa. Þetta gerði hann hins vegar án leyfis frá Microsoft sem á höfundarétt að stýri- kerfinu og hugbúnaðnum. Hin meintu brot áttu sér stað fyrri hluta ársins 1999. Tölvufyrir- tæki kært fyr- ir brot á höf- undarlögum DÓMS- og kirkjumála- ráðherra skipaði í gær Bene- dikt Boga- son, skrif- stofustjóra í dómsmála- ráðuneyt- inu, héraðs- dómara án fasts sætis, en fyrsta starfsstöð verður Héraðsdómur Vestur- lands. Embættið er veitt frá og með 1. júlí. Aðrir umsækjendur um stöð- una voru Arnfríður Einarsdótt- ir skrifstofustjóri, Björn Bald- ursson héraðsdómslögmaður, Júlíus B. Georgsson, settur héraðsdómari, Margrét Vala Kristjánsdóttir lögfræðingur, Ragnheiður Bragadóttir, sett- ur héraðsdómari, og Þorgerður Erlendsdóttir, settur héraðs- dómari. Skipaður hér- aðsdómari án fasts sætis Benedikt Bogason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.