Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ S AMKEPPNISSTOFNUN komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sín- um að samráð milli fyrirtækjanna á ávaxta- og grænmetismarkaði hafi orsakað hækkun á verði vör- unnar í skjóli samráðsins. Ágrein- ingur milli Samkeppnisstofnunar og græn- metisheildsalanna snýst fyrst og fremst um réttmæti þessarar niðurstöðu Samkeppnis- stofnunar. Gögnin sem aflað hefur verið gefa til kynna að smásöluálagningin hafi verið aukin langt umfram heildsöluálagningu, eins og sýnt verður hér á nokkrum skýringarmynd- um. Smásöluálagning á grænmeti og ávöxt- um hefur farið mjög hratt hækkandi und- anfarin ár. Samkvæmt þeim gögnum sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, nemur álagningin yfirleitt 60% til 70% að meðaltali. Oft fer hún þó yfir 80% og í verstu tilvik- unum er hún langt yfir 100%. Önnur rannsókn ákveðin Nú hefur Samkeppnisstofnun ákveðið að efna til annarrar rannsóknar, þar sem farið verður ofan í saumana á samskiptum heild- sölu- og dreifingarfyrirtækja á grænmetis- markaðnum við smásöluna í landinu. Guð- mundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú væri sú athugun um það bil að hefjast. Að- spurður hvort hann teldi að sú athugun stofnunarinnar yrði viðamikil sagði Guð- mundur: „Ég þori nú ekki alveg að segja til um það. Við eigum nú þegar eitthvert efni, sem við ætlum að skoða nánar. En alla vega geri ég ekki ráð fyrir að sú athugun sem nú er að hefjast, verði jafn umfangsmikil og flókin og sú sem lá að baki ákvörðuninni sem tekin var í síðustu viku.“ Eins og kunnugt er hófst rannsókn Sam- keppnistofnunar á framleiðslu, innflutningi og dreifingu grænmetis og ávaxta með hús- leit í Bananasölunni hf., Banönum ehf., Sölu- félagi garðyrkjumanna svf. og Sölufélagi garðyrkjumanna ehf. hinn 24. september 1999. Rannsóknin hefur tekið 19 mánuði og í síðustu viku var niðurstaðan rækilega kynnt, m.a. að Samkeppnisráð ákvað að beita fyr- irtækin sem um ræðir háum fjársektum, samtals 105 milljónum króna. Sá dráttur sem varð á rannsókn Sam- keppnisstofnunar leiddi m.a. til þess að SFG fól lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni að rita stjórnsýslukæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála hinn 7. febrúar sl. Hér er ekki leikurinn gerður til þess að verja málstað eða hagmuni eins á kostnað annars, heldur að setja fram safn af upplýs- ingum í samhengi, þannig að lesendur megi átta sig á því hvernig verðmyndun á græn- metis- og ávaxtamarkaðnum er háttað í raun og veru. Aflað hefur verið gagna um innflutnings- verð, verð til framleiðenda, heildsöluverð og smálsöluálagningu á helstu tegundum græn- metis og ávaxta frá árinu 1995 til ársins 2000. Auk tölulegra gagna, taflna og línurita verður m.a. stuðst við athugasemdir og kröfugerð SFG og tengdra fyrirtækja vegna frumathugunar Samkeppnisstofnunar frá 29. ágúst sl. í rannsókn samkeppnisyfirvalda á grænmetis- og ávaxtamarkaðinum. Það plagg er dagsett þann 19. október 2000. SFG segir markaðsstyrk sinn mjög of áætlaðan Í athugasemdum SFG er því haldið fram að höfundar frumathugunar Samkeppnis- stofnunar hafi gert mikil mistök að því er varðar styrk hvers og eins dreifingarfyrir- tækis á markaðnum og sagt að niðurstaðan virðist byggjast á þeim grundvallar misskiln- ingi að allir ávextir og grænmeti sem seldir eru hér á landi fari í gegnum Ágæti, SFG og Mötu. Mikill hluti af heildarsölu grænmetis sé seldur beint af framleiðendum á markað, Bónus birgðir stundi einnig heildsölu með grænmeti og ávexti á hinum almenna mark- aði og Bónus birgðir selji bæði til verslana fyrir utan Baug og veitingastaða. Baugur standi því í beinni samkeppni við dreifing- arfyrirtækin á markaðnum. Þá kemur fram í frumathugun Samkeppn- isstofnunar að skýrsluhöfundar telja að markaðshlutdeild SFG miðað við heildarsölu á kartöflum er talin vera 18%, en SFG segir markaðshlutdeild sína vera 1,7%. Orðrétt segir í athugasemdum SFG: „Eins og sést hér að ofan er kartöflusala SFG ofáætluð í frumathugun Samkeppnisstofnuna um á ann- að þúsund prósenta. Í kafla 1.2. undir lið VII. sem ber heitið samráð er mikið lagt upp úr meintu samráði SFG og Ágætis með kart- öflur annars vegar og banana og flugvörur hins vegar. Þegar markaðshlutdeild SFG er skoðuð í réttu ljósi er ljóst að þær hugrenn- ingar sem fram koma í þeim kafla standast ekki. Þó SFG viti ekki markaðshlutdeild Ágætis í kartöflum leikur ekki vafi í huga forsvarsmanna SFG á að hún fer fjarri því að vera 56,3%, eins og fram kemur í frumathug- uninni. Nær lagi væri að áætla hana öðrum hvorum megin við 20%.“ Síðar segir: „Í rannsókn Samkepppnis- stofnunar hefur með öllu verið litið fram hjá stærstu kartöfluseljendum landsins. Af nið- urstöðu Samkeppnisstofnunar má ráða að jörðin hafi gleypt Jens Gíslason á Jaðri, Egil Jónsson á Seljavöllum, Karl Ólafsson í Háfi, Kartöflusölu Svalbarðseyrar, Fannar Ólafs- son í Háfi, Eirík á Sílastöðum og Guðna á Borg. Ótaldir eru þó enn allir búandakallar á Austfjörðum sem stunda kartöflurækt. Stað- reyndin er sú að eftirtaldir aðilar kaupa nær allar sínar kartöflur af ofangreindum aðilum: Baugur, KEA, Þín verslun ásamt mörgum fleiri aðilum.“ Í athugasemdunum gerir SFG grein fyrir því hver markaðshlutdeild félagsins er í hin- um ýmsu grænmetistegundum og ber þar mikið á milli frá því sem Samkeppnisstofnun telur vera. SFG segir að Samkeppnisstofnun ofáætli marksðshlutdeild sína frá einu pró- senti upp í 67%, mismunandi eftir tegundum. „Við slíkt verður ekki unað, einkum þar sem í frumathugun Samkeppnisstofnunar er mikið lagt upp úr markaðsstyrk SFG,“ segir þar orðrétt. Smásöluvísitalan hefur stigið meira en heildsöluvísitalan Þá er í athugasemdunum gerð grein fyrir þróun smásöluvísitölu og heildsöluvísitölu í hinum ýmsu grænmetistegundum frá því í janúar 1995 til septembermánaðar árið 2000. Í öllum tilvikum utan einu sýnist þróunin hafa verið sú að smásöluvísitalan hefur stigið umtalsvert meira en heildsöluvísitalan. Þetta styður þá fullyrðingu SFG að heildsöluálagn- ing hafi ekki hækkað á þessu tímabili. Einn hluti athugasemda og kröfugerðar SFG ber nafnið „Meint samráð SFG, Ágætis og Mötu“. Þar segir m.a.: „Í frumathugun Samkeppnisstofnunar um meint samráð á ávaxta- og grænmetismarkaðnum er m.a. komist að þeirri niðurstöðu í kafla VII. sem ber heitið meint samráð SFG, Ágætis og Mötu að dreifingarfyrirtæki á grænmetis- og ávaxtamarkaðnum hafi sammælst um ýmsar aðgerðir sem hefur verið ætlað að hækka verð eða hindra verðlækkanir á markaðn- um... Í þessu máli er ljóst að mat Samkeppn- isstofnunar er að samráð milli fyrirtækjanna á ávaxta og grænmetismarkaðnum hafi or- sakað hækkun á verði vörunnar í skjóli sam- ráðsins. Í frumathuguninni eru leiddar líkur að því hvernig verðþróunin endurspeglar hinar meintu ólögmætu aðgerðir fyrirtækj- anna á umræddum markaði. Varðandi verðþróunina þá stendur orðrétt í kafla frumathugunarinnar nr. 7.2.1: Til að varpa ljósi á verðþróunina á grænmeti og ávöxtum frá árinu 1993 var reynt að afla staðfestra upplýsinga hjá dreifingarfyrir- tækjunum um heildsöluverð varanna á um- ræddu tímabili. Gögnin frá fyrirtækjunum hafa reynst ófullkomin og ná þau ekki yfir nema hluta umrædds tímabils. Þá eru þau al- mennt ekki staðfest af löggiltum endurskoð- endum félaganna eins og samkeppnisstofnun hafði óskað eftir. Síðan kemur það í frum- athuguninni sem SFG telur að ónýti rann- sóknina: Því hefur verið brugðið á það ráð að Umsýslulaun heildsölufyrirtækjanna í grænmeti og ávöxtum eru yfirleitt 21% en smásöluálagningin er oft á bilinu 60% til 80%. Mörg dæmi þekkjast þó í stórmörkuðunum um meira en 100% álagningu Margt er skrýtið í kálhausnum Verðmyndun á ávaxta- og grænmetismarkaðnum hefur verið mikið hitamál, frá því að Samkeppn- isstofnun felldi úrskurð sinn í liðinni viku. Agnes Bragadóttir kynnti sér hvernig verðmyndunin er. Hvað fær framleiðandinn í sinn hlut, erlendi birg- irinn, heildsalinn, ríkissjóður og smásalinn? 4&    5(6 * #* * ($& * (*&  " #           6"&!27.&8 2 / 8, 2 9" :" , "/" 2  "8 & ;4! %&!"" 24"%& 0  ' "& 4!&<! 4"% )0 $ "&,=   4!4"!2! 4"% 2" & 0 $ - ("  % % +    #%'  :  "  3% + : ' MM$MMM VIÐ efnisöflun við undirbúning þessara skrifa var haft samband við nokkra garð- yrkjubændur þar sem til stóð að spyrja þá út í þróun verðmyndunar og þá stöðu sem upp er komin á grænmetismarkaðnum. Skemmst er frá því að segja að enginn sem rætt var við vildi koma fram undir nafni. Allir sem einn sögðu að þeir ætluðu ekki að koma sér út úr húsi hjá smásölunni. Þeir hefðu lífsviðurværi sitt af því að fram- leiðsla þeirra væri áfram í grænmetis- og kæliborðum stórmarkaðanna. Það mætti til sanns vegar færa að þeir væru í gíslingu smásalanna. Hér fer á eftir stutt tilvitnun í einn græn- metisbóndann: „Málið er einfaldlega það að maður þorir ekki að upplýsa um neitt, hvorki um verð til okkar, eða álagninguna, af hræðslu við að verða hent út úr þessum búðum. Ef styggð kemur að þessum stóru aðilum á markaðnum, Baugi og BÚR, get- ur maður bara fundið sér eitthvað annað að gera. Þeir eiginlega ákveða hvort mað- ur lifir eða drepst. Þeir hjá Sölufélaginu eru ekki að taka neitt meira fyrir þá þjónustu sem þeir veita okkur nú en þeir hafa gert. Það er satt sem Pálmi segir í Morgunblaðinu í dag (þriðju- dag) að álagning þeirra hjá SFG hefur far- ið lækkandi á undanförnum árum.“ Annar garðyrkjubóndinn sagði m.a.: „Ég hef nú nokkuð lengi verið garðyrkjubóndi og get því borið saman það sem var og það sem er. Það sem snýr kannski að okkur framleiðendunum helst, er þetta gamla baráttumál okkar í Sölufélaginu, eins kon- ar þumalputtaregla. Við vildum að bóndinn fengi um helming af smásöluverðinu í sinn hlut og hinir skiptu með sér hinum helm- ingnum. Nú hin síðari ár, náum við því nán- ast aldrei að fá helming af smásöluverðinu. Ég get nefnt þér sem dæmi að núna í febrú- armánuði fékk ég 167 krónur heim- skilaverð fyrir kílóið af agúrkum og dýrast kostar það nú 398 krónur kílóið út úr búð.“ Þriðji garðyrkjubóndinn sagði: „Ég get alveg trúað því, miðað við það verð sem við erum að fá, að smásöluálagningin sé á bilinu 60% til 80%. Við sitjum ekki við sama borð og aðrir í þessum efnum. Okkar vara, grænmeti og kartöflur, er vara sem er mjög hröð velta í, en bændurnir þurfa samt sem áður að lána hana í 65 daga. Neytand- inn borgar fyrir sína vöru ýmist með debet- korti eða kreditkorti og því berst greiðslan miklu fyrr til smásalans. Annaðhvort fær hann staðgreiðslu, eða þarf að bíða til næsta VISA-gjalddaga, sem getur að vísu verið einn mánuður. Við garðyrkjubændur erum því síður en svo sáttir við þá hörðu gagnrýni sem beinst hefur að okkur í þessu máli öllu.“ Í gíslingu smásalanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.