Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 33 Rússlandsferð í lok maí Ferðaskrifstofan Garðaríki auglýsir Rússlandsferð til þriggja borga 29. maí - 15. júní 2001. Flogið verður beint til Pétursborgar frá Kaupmannahöfn með SAS flugfélaginu, þar verður hin einstaka borg við Finnskaflóa "Feneyjar norðursins" skoðuð hátt og lágt, m.a. Hermitage listasafn keisaranna og minjar um hið hrikalega 900 daga umsátur nasista um Leningrad. Snæddur verður kvöldverður á hótel Astoríu þar sem Hitler ætlaði sér að fagna falli Leningrad árið 1941. Þaðan verður flogið (með Iljushin-86) alla leið til Sotsí við Svartahaf sem er þekktasti sumarleyfisstaður Rússa, flokksbroddar hvíldu sig þar áður og Pútin forseti heldur mkið upp á staðinn. Á hótelinu „Zhemcuzina“ fer fram kvikmyndahátíð (rússneksi „Óskarinn“) á sama tíma, þar að auki geta menn stundað sjó- og sólböð. Frá Svartahafi verður flogið til Moskvu og seinustu dögunum varið þar. Þann 12. júní halda Rússar uppá nýjan þjóðhátíðardag. Í höfuðborg Rússaveldis er margt að skoða: Kreml, Rauða torgið, grafhýsi Lenins, Novodevitsi (meyjar-) klaustrið, prúttmarkaðinn Izmailovo, auk þess sem leikhús- og tónleikamenning Rússa er með því besta sem þekkist. Siglt verður eftir Moskvuánni og farið til klausturborgarinnar Sergeiev Posad sem áður hér Zagorsk. Aðalfararstjóri, túlkur og skipuleggjandi á Íslandi er Haukur Hauksson, s: 554 066, 848 44 29, sendid fyrirspurnir á moskva@torg.is og skoðið www.austur.com F.h. Garðaríkis efh./Turagenstvo „Tri kita“ Moskva. - Haukur Hauksson - Leyfi rússneska Samgönguráðuneytisins VIKA bókarinnar er nú haldin í þriðja sinn í tengslum við Alþjóða- dag bókarinnar, 23. apríl. Tilgangur vikunnar er að hvetja til bóklestrar og umfjöllunar um bækur árið um kring. „Við viljum vekja athygli á því að hér eru ekki einungis gefnar út bækur fyrir jólin, en í tengslum við vikuna kynnum við 70 nýútkomnar bækur af ýmsu tagi. Þá viljum við efla umræðu um bækur utan við skarkala jólabókaflóðsins og bjóða bókaunnendum til veislu að vori til,“ segir Sigurður Svavarsson, formað- ur Félags íslenskra bókaútgefenda, sem stendur að hátíðinni í samstarfi við fjölmarga aðila á sviði bók- mennta-, kvikmynda- og fræðslu- starfsemi. Hátíðin í ár er sú umsvifamesta sem haldin hefur verið hingað til en helstu viðburðir hennar eru kvik- myndahátíð í Háskólabíói og ljóðahátíð á vegum Besta vinar ljóðsins. Auk þess munu fjölmargir aðilar standa fyrir ýmsum uppákom- um víða um land og nær dagskráin hámarki á Degi bókarinnar þar sem Matthías Johannessen ljóðskáld og fyrrverandi ritstjóri flytur ávarp. Sem dæmi um þær uppákomur sem verða á Viku bókarinnar er bók- menntadagskrá á Súfistanum, dag- skrá fyrir börn í Bókabúðinni Hlemmi og í Pennanum-Eymunds- syni á sumardaginn fyrsta og smá- sagnakvöld á vegum visir.is 18. apríl. „Þá má nefna skemmtilegar upp- ákomur utan höfuðborgarsvæðisins, sem nefnast Ljóð í lauginni og Perl- ur í pottunum. Þar mun sundlaug- argestum á Selfossi gefast kostur á að lesa (plöstuð) ljóð í lauginni, en í Hveragerði verður ljóðperlum kom- ið fyrir til aflestrar fyrir gesti í heitu pottunum,“ bendir Sigurður á. Í Þjóðarbókhlöðunni verður opn- uð sýning um þróun námsefnis á 20. öld, en hún stendur frá 17. apríl til 30. maí. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, stendur fyrir sýningunni og mun félagið efna til málþings sem ber yfirskriftina Námsefnisgerð í deiglu nýrra tíma. Ljóðinu verður gert hátt undir höfði á bókavikunni en sagt er frá ljóðhátíð bókavikunnar annars stað- ar í blaðinu. Þá hefur að venju verið gefin út sérstök bók í tengslum við vikuna, og að þessu sinni er ljóðið viðfangsefni hennar. Bókin, sem nefnist Líf í ljóðum, geymir kveð- skap 22 samtímaljóðskálda. Við- skiptavinir bókabúða, sem versla fyrir þúsund krónur eða meira, fá bókina að gjöf. „Leitað var til margra helstu ljóðskálda landsins, en höfundar ljóðanna í bókinni eru á aldrinum 20 til 80 ára og má því líta á bókina sem eins konar spegil á ástand ljóðlistarinnar við aldahvörf,“ segir Sigurður. Sögur á tjaldi Dagana 19. til 30. apríl stendur Filmundur, ásamt Kvikmyndasjóði og Háskólabíói, fyrir kvikmyndahá- tíðinni „Sögur á tjaldi“ í tengslum við Viku bókarinnar. Þar verða fjór- tán íslenskar kvikmyndir sem byggðar eru á íslenskum bókmennt- um sýndar í Háskólabíói. Bæði verð- ur um nýlegar myndir að ræða, s.s. Úngfrúin góða og húsið, Englar al- heimsins og 101 Reykjavík, jafnt sem sígildar myndir sem sjaldan sjást í kvikmyndahúsum. Má þar nefna 79 af stöðinni og Land og syni, sem gerðar eru eftir sögum Indriða G. Þorsteinssonar, Punktur, punkt- ur, komma, strik, sem gerð er eftir skáldsögu Péturs Gunnarssonar, og Útlagann, sem byggð er á Gísla sögu Súrssonar. „Hér gefst mönnum kjörið tækifæri að sjá gamlar og nýj- ar íslenskar kvikmyndir á tjaldi í kvikmyndahúsi,“ segir Guðni Elís- son, einn umsjónarmanna hátíðar- innar. Í lok kvikmyndahátíðarinnar, laugardaginn 28. apríl, verður haldið málþing um íslenskar bókmenntir og kvikmyndir í Háskólabíói. Þar munu sjö fræðimenn flytja erindi um átta íslenskar kvikmyndir, auk þess sem Einar Már Guðmundsson rithöfund- ur mun flytja opnunarerindi þings- ins. „Með kvikmyndahátíðinni og málþinginu í lok hennar er beint sjónum að því hvernig íslenskar kvikmyndir spegla bókmenntaarf- inn. Velgengni íslenskra kvikmynda- gerðarmanna á undanförnum árum hefur jafnframt sýnt að Íslendingar eru ekki lengur aðeins bókmennta- þjóð heldur einnig kvikmyndaþjóð. Frásagnarhefðin birtist nú jafnt í máli sem og myndum og því er tíma- bært að beina augum að flóknum tengslum bókmennta og kvikmynda, og þeim breytingum sem verða þeg- ar verk eru færð úr einum miðli yfir á annan,“ segir Guðni. Bókaáhugi mikill Sigurður Svavarsson bendir á að Vika bókarinnar sé að mörgu leyti orðinn fastur þáttur í menningarlíf- inu, en hún fari vaxandi að umfangi frá ári til árs. „Þátttaka í Viku bók- arinnar hefur verið góð og almenn- ingur hefur tekið vel í aðrar bók- menntahátíðir sem haldnar hafa verið undanfarið. Reyndar hefur umræða um bækur aldrei verið jafn mikil, eins og sást glöggt fyrir síð- ustu jól. Það er okkur sem störfum við bókaútgáfu eða komum að bók- menntum að öðru leyti því mikið kappsmál að halda þessum mikla áhuga við,“ segir Sigurður Svavars- son að lokum. Í dagskránni fyrir Viku bókarinn- ar er að finna nánari upplýsingar um þá fjölmörgu viðburði sem hátíðin felur í sér. Dagskrána má nálgast í bókabúðum en henni var auk þess dreift með Morgunblaðinu í gær. Vika bókarinnar haldin hátíðleg í þriðja sinn hérlendis dagana 17.–23. apríl næstkomandi Boðið til veislu að vori Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá kynningu á Viku bókarinnar (frá vinstri, fremri röð): Pétur Már Ólafsson, formaður nefndar um Viku bókarinnar, Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Guðni Elísson og Bryndís Jó- hannsdóttir, fulltrúar kvikmyndahátíðarinnar Sögur á tjaldi, og Eggert Þór Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Viku bókarinnar. ÞAÐ er þess virði að hlusta á Áskorunina eftir Brian Clark til að setja sig inn í hugarheim sjálfra okkar fyrir fimmtán árum. Áskor- unin (The Petition) er eitt tveggja verka höfundarins sem vöktu heims- athygli, en í heild liggja eftir hann yfir tuttugu leikrit og sjónvarps- þáttaraðir. Þekktasta verk Clarks er án efa Er þetta ekki mitt líf? (Whose Life Is It Anyway?) sem var leikið í Iðnó 1979 og 1980. Sýningin var í leikstjórn Maríu Kristjánsdótt- ur og Hjalti Rögnvaldsson sló eftir minnilega í gegn, en hlutverkið var hið veigamesta sem hann hafði leik- ið fram að þeim tíma. Í „Leikfélag Reykjavíkur – Aldarsaga“ eftir Þór- unni Valdimarsdóttur og Eggert Bernharðsson kemur fram að „fá er- lend leikrit kveiktu jafnmiklar um- ræður í þjóðlífinu á áttunda ára- tugnum“ og einmitt þetta leikrit. Ástæðan var umfjöllunarefnið, en leikritið fjallaði um mann sem var lamaður fyrir neðan háls og sem velti því fyrir sér hvort lífið væri þess virði að lifa því. Þetta efni er reyndar enn ofarlega á baugi, sbr. forsíðu Mbl. í gær, þar sem sagt var frá því að lög sem heimiluðu líkn- ardráp með ströngum skilyrðum hefðu verið samþykkt í Hollandi. Er þetta ekki mitt líf? var frum- sýnt í London 1978 og hefur verið sýnt vítt og breitt um heiminn síðan og er ekkert lát á sýningum. Það var sýnt á Broadway í New York 1979 og fékk nokkrar tilnefningar til Tony-verðlauna og breski leikarinn Tom Conti hlaut þau fyrir besta leikinn það árið. Næsta leikrit Clarks sem hlaut náð fyrir augum leikritavalsnefnda á breiða veginum var einleikur hans um Kipling (1984) en hann féll eftir tólf sýningar. Áskorunin var svo sett upp þar 1986, sama ár og leikritið var sýnt í breska þjóðleikhúsinu. Síðan þá hef- ur farið lítið fyrir verkum Brian Clark í höfuðleikhúsum í London og New York, nýtt verk eftir hann sem frumsýnt verður von bráðar, In Pursuit of Eve, er sýnt í smásal langt utan frægu leikhúsanna í West End. Það eru því fimmtán ár frá því leikritið Áskorunin var frumsýnt og á þessum fimmtán árum hefur póli- tískum viðmiðum í heiminum gjörv- öllum verið gersamlega snúið á haus. Það er ótrúlegt að hlusta á samræður persónanna í verkinu og rifja upp að fyrir fimmtán árum biðu allir í ofvæni eftir að kjarnorku- sprengjurnar féllu eða jafnvel að styrjöld brytist út milli Bandaríkja- manna og Rússa með skelfilegum afleiðingum fyrir Vestur-Evrópu og heimsbyggðina alla. En verkið er athyglisvert fyrir fleira en að það rifji upp gömul póli- tísk deilumál; það er líka mjög skemmtileg úttekt á uppgjöri milli hjóna sem hafa verið gift í hálfa öld. Það var því tilvalið að velja tvo af ástsælustu leikurum okkar af eldri kynslóðinni til að leika hlutverk hjónanna sir Edmund Milne upp- gjafahershöfðingja og konu hans lafði Elísabet Milne. Það er langt síðan hin aldna kempa Jón Sigur- björnsson mótaði nýja persónu á leiksviði hér í borg þó að hann sjáist enn annað slagið á hvíta tjaldinu. Margrét Guðmundsdóttir starfar enn hjá Þjóðleikhúsinu; hún lék t.d. mjög eftirminnilega í leikritinu um ástkonur Picassos sem sýningum er nýlokið á. Þau Jón blása gömlu hjónunum lífsandann í brjóst; Margrét sýnir vel viljastyrk konu sem vill leggja sitt af mörkum til þess að afkomendur hennar búi ekki við sömu ógn af stríði og afleiðing- um þess og hún hefur þurft að gera alla ævi; Jón kemur jafnvel til skila húmor sir Edmunds og harmi hans yfir óumflýjanlegum örlögum konu hans. Sigurður Skúlason gerir rétt í því að leyfa leikurunum að vera alls- ráðandi; hér er hljóðmyndin hvergi í aðalhlutverki heldur rjúfa raddir leikaranna einar kyrrðina. Orðalag Karls Emils Gunnarsson- ar er lipurt en ávallt vandað – ein- mitt svona væri hægt að ímynda sér að Bretar af hástétt myndu mæla ef þeir kynnu íslensku. Áhrif örfárra fúkyrða sem sögð eru í reiði eru því mun meiri þegar málfarið er svona uppskrúfað. Það er skemmtilegt fyrir þá sem ólust upp í hinu kalda stríði að fá tækifæri til að rifja upp liðna tíma, en sennilega hefði verið enn sterkari leikur hjá útvarpinu að flytja leik- ritið þegar umfjöllunarefni þess brann á mönnum. Það er gaman að velta fyrir sér af hverju það þyki tími til kominn að flytja verkið á ný- hafinni öld nýrra tækifæra; ef til vill er það til að minna á veröld sem var. Veröld sem var LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: Brian Clark. Þýðing: Karl Emil Gunnarsson. Leikstjórn og aðlögun fyrir útvarp: Sigurður Skúlason. Hljóðvinnsla: Björn Eysteinsson. Leikarar: Jón Sigurbjörnsson og Margrét Guðmundsdóttir. Flutt laugardag 7. apríl; endurtekið fimmtudag 12. apríl (skírdag). ÁSKORUNIN Sveinn Haraldsson Í TENGSLUM við útkomu bók- arinnar Líf í ljóðum verður efnt til ljóðahátíðar í í Reykjavík á Viku bókarinnar 17. til 23. apríl. Ljóða- vinafélagið Besti vinur ljóðsins sér um skipulagningu hátíðarinnar, en hún felur í sér þrjár upplestrardag- skrár þar sem 22 ljóskáld lesa eigin ljóð. Að sögn Hrafns Jökulssonar, sem stýrir Besta vini ljóðsins, tók félag- ið því verkefni að standa fyrir upp- lestrarröðinni fagnandi. „Mörg þessara skálda hafa komið fram á okkar vegum, og má fullyrða að upplestrarnir þrír, sem eru inn- byrðis ólíkir, verði allir mjög skemmtilegar,“ segir Hrafn. „Við báðum skáldin að hafa það í huga að tína til óbirt efni fyrir upplestra sína, og hafa þau brugðist mjög vel við því. Ég á því von á að mikill meirihluti þeirra ljóða sem verða lesin verði ný í hlustum ljóðaunn- enda.“ Besta vini ljóðsins var hrint af stað af ljóðáhugamönnum fyrir fimmtán árum og hefur félagið m.a. staðið fyrir skáldakvöldum, þar sem þjóðþekkt og minna þekkt skáld komu fram. Í gegnum árin hafa nokkur hundruð skáld komið fram á vegum félagsins. „Við höfum starfað í skorpum frá stofnun, en meginmarkmið þess er að skapa skilyrði til þess að góð ljóð geti not- ið sín. Ljóð eru samin til þess að hljóma og eru allt öðruvísi í flutn- ingi skáldsins en í hljóðlátum lestri,“ segir Hrafn og bendir á að félagið hyggist halda upp á fimm- tán ára afmæli sitt í tengslum við ljóðahátíðina. Hann segir að lofa megi alveg sérstakri stemmningu á upplestrunum á Viku bókarinnar. „Því vil ég nota tækifærið og brýna fyrir fólki að hlusta á ljóðskáld flytja nýjan og óbirtan skáldskap.“ Fyrsti upplesturinn verður hald- inn í Þjóðmenningarhúsinu 17. apr- íl kl. 20.30, en þar koma fram Sig- urður Pálsson, Þorsteinn frá Hamri, Vilborg Dagbjartsdóttir, Kristján Þórður Hrafnsson, Sig- urbjörg Þrastardóttir og Hjalti Rögnvaldsson sem les ljóð Kristjáns Karlssonar. Þá verður upplestur í Listasafni Reykjavíkur, Tryggva- götu, 19. apríl kl. 16 og lesa þar ljóð sín Ísak Harðarson, Bragi Ólafsson, Didda, Óskar Árni Óskarsson, Geir- laugur Magnússon og Elísabet Jök- ulsdóttir en Karl Guðmundsson les ljóð Jóhanns Hjálmarssonar. Síðasti upplesturinn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, 21. apríl kl. 16. Ljóð- skáldin sem þar koma fram eru Jón- as Þorbjarnarson, Hjálmar Jónsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Ágústína Jóns- dóttir, Sindri Freysson, Margrét Lóa Jónsdóttir og Sölvi Sigurðsson. Dagskráin er öllum opin og að- gangur ókeypis. Ljóðahátíð í Viku bókarinnar „Ljóð eru samin til þess að hljóma“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.