Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 35
!"
!" # $% "& "' ( $ )& ( *
+ '() # ", ( -- + " $
() "" .! "/
!" ($& $.! " # ,, ' ( *
"" 0 )&1 2"" &2&" %" ("
.",
ANNAN í páskum halda Kári Þor-
mar orgelleikari og Hlín Pétursdótt-
ir óperusöngkona tónleika í Fríkirkj-
unni, og hefjast þeir kl. 17. Tón-
leikarnir bera yfirskriftina Maríu-
músík og eru að mestu helgaðir
Maríubæninni og tónlist henni
tengdri. Á efnisskránni eru Ave
Maria eftir Joseph Rheinberger,
Camille Saint-Säens, César Frank
og Verdi, en einnig Maríukvæði eftir
Pál Ísólfsson og Atla Heimi Sveins-
son. „Um er að ræða útgáfur af Mar-
íubæninni sem ekki heyrast oft í
flutningi hér á landi, og eru eftir tón-
skáld frá svo ólíkum löndum sem
Ítalíu, Belgíu, Frakklandi, Þýska-
landi og Íslandi,“ segir Hlín Péturs-
dóttir. „Áður en ég kom hingað heim,
furðaði kunningi minn erlendis sig á
því að við hyggðumst flytja Ave
Maria, sem er kaþólsk bæn, í mót-
mælendatrúarlandi. Bænin virðist
hins vegar hafa ákveðin ítök í ís-
lenskri hefð, eins og sjá má á þeim
lögum sem íslensk tónskáld hafa
samið við hana,“ bætir Hlín við. Þá
munu þau Kári flytja verk eftir Gary
Dachlund samið við fjóra passíu-
sálma, og er þar um að ræða frum-
flutning á verkinu á Íslandi. Þá verð-
ur á efnisskránni tónverk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur.
Kári Þormar mun að lokum flytja
tvö orgelverk, stór og mikið verk eft-
ir César Franck og minna stykki eft-
ir Reinberger. Kári bendir á að efn-
isskráin í heild beri keim af
rómantíska tímabilinu, en tónlistin
nýtur sín ekki síst vel í flutningi á
orgeli Fríkirkjunnar. „Orgelið nýtur
nokkurrar sérstöðu hér á landi, en
það var smíðað í Þýskalandi árið
1926 samkvæmt rómantískri hefð.
Sú tegund orgela einkennist af
mjúkum og breiðum röddum, ólíkt
barokkorgelinu sem er mun skær-
ara. Páll Ísólfsson lét smíða orgelið
en í haust verður haldin orgelhátíð í
tilefni af 75 ára afmæli hljóðfæris-
ins,“ segir Kári Þormar.
Hlín Pétursdóttir stundaði nám í
söng hjá Sieglinde Kahmann í Tón-
listarskólanum í Reykjavík og við
óperudeild Tónlistarháskólans í
Hamborg. Hún hefur verið fastráðin
við leikhúsið í Kaiserslautern og
núna við Gärtnerplatztheater í
München, auk þess sem hún hefur
sungið ýmis gestahlutverk.
Kári Þormar lagði stund á orgel-
og kirkjutónlistarnám hjá Herði Ás-
kelssyni og síðar við Robert Schu-
mann-háskólann í Düsseldorf. Hann
hefur haldið fjölda tónleika, hér
heima og erlendis, bæði sem organ-
isti og kórstjóri. Kári er organisti við
Fríkirkjuna í Reykjavík.
Tónleikar í Fríkirkjunni á annan í páskum
Maríu-
bænin í
ólíkum
myndum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Kári Þormar orgelleikari og Hlín Pétursdóttir söngkona.
VERKEFNI Kórs Langholtskirkju í
dymbilviku er Jóhannesarpassían
BWV 245 eftir J. S. Bach og verða
tvennir tónleikar í Langholtskirkju
á morgun, föstudaginn langa, kl. 16
og kl. 20. Flytjendur eru, auk kórs-
ins, Ólöf Kolbrún Harðardóttir
sópran, Nanna María Cortes alt,
Þorbjörn Rúnarsson tenór, Eiríkur
Hreinn Helgason og Bergþór Páls-
son bassar og Kammersveit Lang-
holtskirkju. Konsertmeistari er
Júlíana Elín Kjartansdóttir.
„Frásögn Jóhannesarpassíunnar
hefst á skírdagskvöld, eftir síðustu
kvöldmáltíðina og rekur atburði
síðasta sólahrings í lífi Jesú og end-
ar með krossfestingunni og því er
líkami hans er lagður í gröfina,“
segir Jón Stefánsson stjórnandi.
„Frásögnin er undirstrikuð í tónlist
Bach, sem oft er nefndur fimmti
guðspjallamaðurinn. Með því að
fylgja textanum færist áheyrand-
inn svo nálægt sögusviðinu að frá-
sögnin lifnar við. Atburðarásin er
svo hröð að líkja mætti verkinu við
óperu, en síðast þegar kórinn flutti
verkið var það sviðsett.“
„Guðspjallamaðurinn, Þorbjörn
Rúnarsson, segir söguna og Jesús,
Bergþór Pálsson og Pílatus, Eirík-
ur Hreinn Helgason, talast við.
Kórinn er í hlutverki hermann-
anna sem koma í grasgarðinn, gyð-
inganna í höll Pílatusar, sem hrópa
„Ekki hann, heldur Barrabas!“,
mannfjöldans sem hrópar „Kross-
festu hann“, o.s.frv. Jafnframt flyt-
ur kórinn hugleiðingar um efnið í
formi upphafs- og niðurlagskórsins
og sálmalaga sem fléttað er inn í
frásögnina. Einsöngvararnir flytja
einnig hugleiðingar út frá text-
anum í aríum sínum,“ segir Jón.
Í mörgu hefur verið að snúast
hjá Jóni Stefánssyni stjórnanda
Langholtskirkju, enda hefur kóra-
starf kirkjunnar verið að eflast
með hverju árinu. „Það hafa verið
á dagskrá hjá mér fimm tónleikar,
fimm helgar í röð, með Kór Lang-
holtskirkju, Gradualekórnum og
Graduale nobili-kórnum. Sá síðast-
nefndi er kór stúlkna á aldrinum 17
til 25 ára og mun hann halda til
Danmerkur strax eftir páska og
tekur þátt í viðamikilli Íslend-
ingadagkrá á Sumardaginn fyrsta.
Megintilgangur fararinnar er þátt-
taka kórsins í Evrópukeppni æsku-
kóra í Kalundborg 20. - 22. apríl,
en kórinn var einn af 20 kórum sem
boðið var að taka þátt í keppninni.
Ljósmynd/Anna Fjóla Gísladóttir
Kór Langholtskirkju
Jóhannes-
arpassían í
Langholts-
kirkju
DAGANA 18. og 19. apríl verður
haldin í Norræna húsinu í New York
ráðstefna sem ber yfirskriftina
Scandinavia on Stage. Inntak ráð-
stefnunnar er að kynna norræna
samtímaleikritun fyrir bandarísku
leikhúsfólki og hafa verið valin 4-5
leikskáld frá hverju hinna fimm
Norðurlanda, Íslandi, Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem
munu kynna verk sín. Auk þess verð-
ur fluttur fyrirlestur um samtímaleik-
list í hverju landanna og leikhússtjór-
ar taka þátt í umræðum við
bandaríska starfsbræður sína.
Pétur Óskarsson, viðskiptafulltrúi
við aðalræðismannskrifstofu Íslands í
New York, hefur haft veg og vanda af
skipulagi ráðstefnunnar fyrir Íslands
hönd og að hans sögn hafa vel á annað
hundrað þátttakendur víðs vegar að
úr bandarísku leikhúslífi skráð sig til
þátttöku. „Viðbrögð hafa verið af-
skaplega góð eins og þátttakan ber
vitni um. Bandaríska leikhúsfólkið
hefur haft á orði að þarna gæfist gott
tækifæri til að kynnast norrænni
samtímaleikritun á tveimur dögum,
fluttir verða leiknir kaflar úr 20 leik-
ritum og síðan eru öll leikritin gefin út
í enskri þýðingu ásamt upplýsingum
um höfundana og aðra helstu höfunda
í hverju landi. Þetta er stærsta kynn-
ing á norrænni leikritun sem efnt hef-
ur verið til í Bandaríkjunum til
þessa.“
Íslensku höfundarnir sem kynna
verk sín eru Árni Ibsen, Hrafnhildur
Hagalín, Ólafur Haukur Símonarson,
Ólafur Jóhann Ólafsson og Þorvaldur
Þorsteinsson. Þá flytur Hávar Sigur-
jónsson leikhúsfræðingur erindi um
íslenska samtímaleiklist og Guðjón
Pedersen leikhússtjóri Borgarleik-
hússins tekur þátt í umræðum um
listræna stjórn norrænna leikhúsa.
Kynning á norrænni samtíma-
leikritun haldin í New York
Morgunblaðið/Einar Falur
Norræna húsið í New York.
SENDIHERRAHJÓNIN í París
héldu á dögunum kvöldverð til heið-
urs Régis Boyer, prófessor við
Sorbonne-háskóla, en hann fer á eft-
irlaun í lok þessa vormisseris. Meðal
gesta í boðinu voru Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og frú Rut Ing-
ólfsdóttir.
Boyer er Íslendingum að góðu
kunnur en hann var franskur
sendikennari á Íslandi um tveggja
ára skeið í kringum 1960 og hefur
varið fjörutíu árum ævi sinnar við að
koma íslenskum fræðum á framfæri í
Frakklandi. Þakkaði Sigríður
Snævarr sendiherra Boyer þetta
starf í ræðu sinni og sagði að hann
hefði „flutt Ísland nær Frakklandi“
og gert sitt til að þekking um íslenska
menningu er hluti af almennri
þekkingu Frakka á umheiminum.
Boyer kvaðst í þakkarræðu sinni
meðvitaður um það að hann hefði með
starfi sínu opnað dyr. „Ísland er nú
komið raunverulega inn í okkar heim,
það er nú orðið hluti af okkar menn-
ingararfi. Það eru ekki einungis sér-
fræðingar sem vita um „íslenska
kraftaverkið“ eins og ég kallaði það
fyrir tuttugu árum, þegar ég örvænti
um að geta fundið nokkra „skýringu“
á frumleika þjóðfélagsins, stjórnkerf-
isins og að sjálfsögðu bókmennta
„Sögueyjunnar“. Ég er stoltur af því
að geta sagt að það sé ykkur að þakka
að ævistarf mitt skuli vera svo auðugt
og frjósamt. Ég á nú nemendur og
lærisveina í öllum frönskumælandi
löndum og jafnvel á Íslandi og veit að
þeir munu halda þessu verki áfram.“
Sigríður Snævarr, Régis Boyer og Björn Bjarnason.
Régis Boyer heiðraður