Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 74
FÓLK Í FRÉTTUM
74 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kraftaverk á fjallinu
(Miracle on the Mountain)
D r a m a
Leikstjóri: Michael Switzer. Hand-
rit: Dan Levine. Aðalhlutverk:
Patty Duke, William Devane. (98
mín) Bandaríkin. Skífan. 2000.
0Öllum leyfð.
BANDARÍKJAMENN elska
sjónvarpsmyndir sem fjalla um
sanna atburði þar sem einhver (helst
bandarískur ríkis-
borgari) fram-
kvæmir nánast
ógerlegan hlut.
Kincaid-fjölskyld-
unnan lýtur vel út á
yfirborðinu en und-
ir niðri kraumar
ólga og ósættir.
Fjölskyldufaðirinn
Devine lítur föður-
hlutverkið alvarlegum augum en er
kannski ekkert alltof skilningsríkur
og skortir því virðingu barna sinna.
Þegar fjölskyldan flýgur saman á af-
skektan stað til að fagna brúðkaups-
afmæli foreldranna skellur á slag-
viðri og vélin nauðlendir. Nú þarf
fjölskyldan að tengjast sterkrari
böndum en nokkru sinni fyrr og
yngri dóttirin verður að sýna fram á
að hún hafi hlustað á föður sinn því
hún er beðin um að aðstoða við leit-
ina. Allt virðist svo þvingað í þessari
mynd og ekkert kemur á óvart, en
hún er ekkert slæm afþreying.
Ottó Geir Borg
MYNDBÖND
Frækin
björgun
♦ ♦ ♦
EMMA Bunton, barna-
kryddið úr Spice Girls,
hefur hafið sólóferil og það
með trompi. Fyrsta smá-
skífa hennar „What Took
You So Long“ leit dagsins
ljós í Bretlandi fyrir viku
og þegar nýr vinsældar-
listi var kynntur á sunnu-
dag kom í ljós að hún hafði
náð toppsætinu og er þar
með fjórða kryddið til að
afreka það. Einungis
snobbkryddinu, henni
Victoriu, á nú eftir að tak-
ast þetta æðsta markmið
allra breskra poppara.
Áður hafði Emma ljáð
Tin Tin Out rödd sína í
tökulaginu „What I Am“
en það missti af toppsæt-
inu.
Barnakryddið vex úr grasi
Emma virðist ætla
að spjara sig ein.
Hvar er Marlow?
(Where’s Marlow?)
G a m a n m y n d
Leikstjórn og handrit: Daniel Pyne.
Aðalhlutverk: Miguel Ferrer, John
Livingstone. (90 mín.) Bandaríkin
1999. Sam-myndbönd. Öllum leyfð.
UNDANFARIÐ hafa platheimild-
armyndir verið áberandi í kjölfar
góðs gengis stjórnmálasatíru Tims
Robins Bob Ro-
berts og þó sér í lagi
hrollvekjunnar un
nornina frá Blair.
Hvar er Marlow?
fjallar um tvo hug-
sjónarsama kvik-
myndagerðarmenn
sem eiga að baki of-
urlistræna mynd
um vatsveituna í
New York og hyggjast nú taka fyrir
alvöru einkaspæjara, afsprengi sjálfs
Marlows. Vandinn er sá að þeir völdu
trúlega ekki alveg rétta spæjarann
því þótt Joe Boone (Ferrer) dreymi
um að vera eins og Marlow er hann al-
gjör andstæða hins gamla nagla,
klaufskur, óöruggur, góðhjartaður og
yfir höfuð allt of mikið gæðablóð fyrir
hinn harða bransa.
Hvar er Marlow? er alveg prýðis
skemmtun. Mjög fyndin á köflum,
sérstaklega fyrir alvöru bíópælara því
leikstjórinn Pyne veltir á skemmti-
legan máta upp heimildarmynda-
forminu og því hvernig mögulegt er
að láta venjulegt fólk haga sér eðli-
lega með myndavél upp við nefið á
sér. Rúsínan í pylsuendanum er síðan
aldeilis frábær leikur Ferrer (Twin
Peaks).Svellkaldur en samt svo
brjóstumkennanlegur. Hvers vegna
er þessi kantleikari ekki brúkaður
meira. Hvar er Ferrer?
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Hvar er
Ferrer?