Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Félagsþjónusta í Englandi og Wales Metnaðarfull áætlun HÉR á landi var ísíðustu viku JohnBolton, en hann flutti fyrirlestur á vegum Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla Íslands og fjallaði í erindi sínu um úttektir í félagsþjónustu í Englandi og Wales. John Bolton er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Joint Reviews sem gerir úttekt á allri félagsþjón- ustu í Englandi og Wales. En hvernig skyldi þessum málum vera varið í þeim löndum? „Félagsmál heyra undir heilbrigðisráðuneyti í þessum löndum. Það ráðu- neyti hefur mjög metnað- arfulla áætlun og áform fyrir hönd félagsþjónustu og hvert sveitarfélag stefnir að því að uppfylla þau markmið.“ – Hvernig gengur að ná þeim markmiðum? „Í um 25% tilvika gengur mjög vel að uppfylla sett markmið en í þeim 75% tilvika sem eftir eru er reynt eftir mætti að taka fram- förum.“ – Hverjir eru helstu erfiðleik- arnir? „Erfiðlega gengur að fá bæði faglært og ófaglært starsfólk til þjónustunnar. Í öðru lagi er stundum um að ræða gamaldags viðhorf þar sem ekki er tekið til- lit til álits og þarfa einstaklings- ins á málefnum sínum. Forgangs- röðun félagsþjónustunnar hjá þessum sveitarfélögum er ekki sem skyldi og fjármagnið fer til annarra þátta.“ – Hvað er til ráða þegar svo háttar til? „Eitt af markmiðum ráðuneyt- isins er að fá fram betri sam- vinnu t.d. heilbrigðisgeirans, skólanna og lögreglunnar með félagsþjónustunni. Þetta er mik- ilvægur liður í að bæta þjón- ustuna.“ – Hvernig gengur að fá þessa aðila til samstarfs? „Þeir eru að byrja að koma til samstarfs og það er farið að skila einstaklingnum betri þjónustu hjá félagsþjónustunni. Dæmi um árangur samvinnunnar má sjá að óskum um stofnanavistun hefur farið fækkandi vegna þess að meira er gert af því að sinna fólki á heimilum með öflugri stuðn- ingsþjónustu.“ – Hvað er mesta vandamálið sem félagsþjónustan í Engalandi og Wales á við að stríða? „Stærsta vandamálið er að veita alhliða hjálp við þá sem eru verst staddir í þjóðfélaginu.“ – Hverjir eru það? „Það er ekki um að ræða neinn sérstakan hóp heldur þá sem eru fátækir og hafa auk þess sérstök vandamál vegna öldr- unar, fötlunar, eru ein- stæðir foreldrar og fleira í þeim dúr. Stofnun sú sem ég veiti forstöðu hefur það að meginmarkmiði að koma sveitarfélög- um í skilning um skyldur sínar gagnvart þessum hópum.“ – Hver hefur orðið þróunin í þessum málum innan félagsþjón- ustunnar? „Hámarksgæði þjónustunnar er orðið aðalmarkmið félagsþjón- ustunnar í Englandi og Wales. Með þessari nýju hugmynda- fræði gaf ráðuneytið sveitarfélög- unum ákveðnar aðferðir til þess að mæla gæði hjá sjálfum sér og setti jafnframt á stofn þetta ytra eftirlit sem fram fer hjá Joint Reviews og ég veiti forstöðu. Að mínu mati hafa þessi 75% sveit- arfélög sem ég áður ræddi um ekki náð þessu markmiði sem sett hafa verið og stofnun mín vinnur að því að ýta á eftir sveit- arstjórnunum að uppfylla þessi skilyrði sem félagsþjónustunni hefur verið sett. Við leiðbeinum jafnframt og stuðlum að því að dreifa þekkingu frá þeim stöðum sem vel hefur tekist til í þessum efnum til þeirra staða þar sem þörf er á úrbótum.“ – Hefur þú kynnt þér stöðu þessara mála hér á Íslandi? „Nei, en eftir að hafa komið hingað mun ég reyna að afla mér vitneskju um stöðuna og ég mun nýta mér í því skyni það sem ég hef heyrt og séð á námskeiðinu hjá Endurmenntunarstofnun HÍ, þar sem ég flutti fyrirlestur minn. Ég hef hins vegar fengið upplýsingar frá yfirmönnum félagsþjónustu í Svíþjóð og Dan- mörku og einnig frá Íslandi. Það fólk hefur sagt mér frá hvernig störfum í félagsþjónustu er hátt- að í þeirra heimalöndum.“ – Er það sem þú hefur heyrt um kerfin á Norðurlöndum ólíkt því sem þið eruð að vinna við í Englandi og í Wales? „Grundvallaratriðin í þjónust- unni eru svipuð, en útfærslur eru á ýmsan hátt mismunandi. En þetta norræna fólk hefur komið sérstaklega til okkar í Joint Re- views í þeim tilgangi að kynna sér úttektir og aðgerðir í framhaldi af því á okkar svæði.“ – Hvernig er félags- þjónustan í Skotlandi? „Í Skotlandi hafa þeir sitt eigið kerfi og stofnun sem ég veiti forstöðu hefur ekki eftirlit með þeim. Ég get því ekki sagt hvern- ig það er, en ég tel að þeirra eft- irlitshlutverk sé ekki eins viða- mikið og það sem við höfum í Englandi og Wales. Þessi mis- munur stafar af því að nú hafa Skotar sitt þing og þeir ákveða þar meðferð sinna mála. Skotar eru hreyknir af sjálfstæði sínu og vilja mjög gjarnan framkvæma hlutina samkvæmt eigin ákvörð- unum. John Bolton  John Bolton fæddist í Broms- grove í Englandi árið 1950. Hann lauk prófi frá Sevenoaks School í Kent og frá Hull University í félagsráðgjöf. Hann hefur starf- að lengst af við úttektir á opin- berum stofnunum og er nú yfir- maður Joint Reviews. Kona hans er Kim Bolton stjórnandi innan félagsþjónustunnar og eiga þau fimm börn samtals. Hámarksgæði markmið félagsþjón- ustu í Englandi og Wales Dansi, dansi, dúkkan mín. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur eðlilegt að mat á umhverfisáhrifum fari fram þegar bygging stórbygginga eins og versl- unarmiðstöðva er fyrirhuguð. Líkt og fram kom í sunnudags- blaði Morgunblaðsins hafa Danir sett lög um staðsetningu smásölu- verslana og verslunarmiðstöðva þar sem segir að meta verði umhverfis- áhrif ef byggja á verslun sem er stærri en þrjú þúsund fermetrar, en Smáralind og Kringlan eru hvor um sig um 63 þúsund fermetrar. Í Dan- mörku er ákvörðun um staðsetningu verslunarmiðstöðvar tekin þegar svæðisskipulag er unnið og um leið fer fram mat á umhverfisáhrifum. Íslensk lög gera ekki ráð fyrir slíku mati. „Mér finnst þetta mjög athyglis- vert og er raunar þeirrar skoðunar að við hefðum þurft að vera með hér á Íslandi miklu ákveðnari lög og reglur um þessa hluti en við höfum haft,“ sagði borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið og taldi það enga tilviljun að í öllum nágrannalöndum Íslands hefur ríkisvaldið sett lög um umhverfismat á slíkar verslunar- miðstöðvar og einnig hvað þurfi til að þær séu heimilaðar. „Mér finnst við hafa verið mjög andvaralaus gagnvart þessu því þetta eru fram- kvæmdir sem hafa geysileg áhrif á umhverfi sitt og byggðarþróun. Það skýtur skökku við að á meðan lítil mannvirki eins og ný gatnamót þurfa að fara í gegnum umhverf- ismat og allan þann feril, þá geta risið geysileg mannvirki eins og verslunarmiðstöðvar með öllum þeim áhrifum sem þeim fylgja án þess að þau komi nokkurn tímann til slíkrar skoðunar,“ sagði borgar- stjóri. Vantar mikið í íslenska löggjöf „Það eru til miklar skýrslur um byggðaþróun og byggðarmál eins og þau horfa við í hinum dreifðu byggð- um en það er aldrei fjallað um þétt- býlið og bæjarkjarnana og hvernig við viljum hafa þá og hvernig við sjáum fyrir okkur þróun og framtíð þeirra. Þar af leiðandi vantar mikið í íslenska löggjöf sem lýtur að þeim málum.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, tekur í sama streng og segir ástæðu til að stórar byggingar fari í umhverfismat. Bygging versl- unarmiðstöðvarinnar í Smáralind í Kópavogi fór ekki í umhverfismat þar sem um 20 ár eru frá því ákveðið var að svæðið yrði tekið undir versl- un og þjónustu að sögn bæjarstjóra, löngu fyrir tíma umræðu um um- hverfismat. „Allar samgönguæðar og annað slíkt hefur alltaf verið miðað við þessa þróun svo þetta var alltaf ætl- að undir verslun og aldrei neitt byggt nálægt svæðinu,“ sagði Sig- urður. Hann taldi þó fulla ástæðu til að setja byggingarsvæði framtíðar- innar í umhverfismat og sérstaklega ef byggja á inn í eldra byggingar- svæði. „Við alla skipulagningu er tekið tillit til allra mögulegra þátta í um- hverfinu, þannig að þó það hafi ekki heitið umhverfismat sem fór fram í Smáralindinni þá liggur það í hlut- arins eðli að nýjar stofnanir og byggingar eru alltaf metnar út frá umhverfi þeirra,“ sagði Sigurður og taldi að slíkt mat ætti eftir að færast í vöxt á næstu árum. Borgarstjóri um byggingu verslunarmiðstöðva Eðlilegt að fram fari umhverfismat STAÐAN í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands er orðin mjög spennandi þegar fjórar umferðir eru til loka mótsins. Fimm skák- menn eru jafnir og efstir með fjóra vinninga eftir að Björn Þorfinns- son, sem hafði leitt mótið, tapaði fyrir Sigurbirni Björnssyni í fimmtu umferð. Staða efstu manna er þessi: 1.-5. Björn Þorfinnsson, Sævar Bjarnason, Páll Agnar Þórarins- son, Sigurbjörn Björnsson og Ing- var Þór Jóhannesson 4 v. 6.-7. Ei- ríkur K. Björnsson og Sigurður Daði Sigfússon 3½ v. 8.-12. Lenka Ptacnikova, Róbert Harðarson, Guðmundur Kjartansson, Jón Árni Halldórsson og Rafn Jónsson 3 v. 13.-16. Baldur Möller, Halldór Garðarsson, Stefán Bergsson og Sigurður Páll Steindórsson 2½ v. Í opnum flokki er röð efstu manna þessi: 1. Hjalti Freyr Hall- dórsson 5 v. 2.-3. Hilmar Þor- steinsson og Birgir Berndsen 4 v. 4.-8. Páll Gunnarsson, Árni Jakob Ólafsson, Trausti Eiríksson, Örn Stefánsson og Arnar Sigurðsson 3 v. 9. Gylfi Davíðsson 2½ v. o.s.frv. Sjötta umferð á mótinu var tefld í gærkvöldi en síðustu þrjár um- ferðirnar verða tefldar föstudag til sunnudags og hefjast klukkan 14. Teflt er hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. Fimm efstir í áskorenda- flokki á Skákþingi Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.