Morgunblaðið - 24.05.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.05.2001, Qupperneq 6
6 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞESS er sérstaklega getið í báð- um skýrslum Samkeppnisstofnunar, að lítil bein tengsl séu í íslensku at- vinnulífi milli eignarhalds og þess valds sem fylgir því að stjórna fyr- irtæki. Stjórnendur eigi iðulega lít- inn eða engan hlut í þeim fyrirtækj- um sem þeir stjórna. Þrjár meginskýringar eru nefndar í í þessu sambandi. Í fyrsta lagi segir að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, sem sé mjög stór eigandi í íslensku atvinnulífi, skipi og ráði menn til að fara með þau völd sem eigninni fylgja. Önnur skýringin sé að svo- kallaður „þriðji geiri“, s.s. lífeyris- sjóðir, sjálfseignarstofnanir og félagasamtök, hafi mjög aukið hlut sinn í atvinnulífinu. Menn séu valdir til að sitja í stjórnum og stjórnunar- stöðum og fara með þau völd sem eignarhlutnum fylgir án tillits til eigin eignarhalds. Samkeppnis- stofnun segir að þriðja skýringin á því hvað lítil bein tengsl séu í ís- lensku atvinnulífi milli eignarhalds og þess valds sem fylgir því að stjórna fyrirtæki, sé sú að nær öll stærstu fyrirtæki landsins, önnur en þau opinberu, séu almenningshluta- félög. Þar sé oft langur vegur milli eignar og valds því eigendur hinna dreifðu og smáu hluta hirði ekki um að hafa áhrif í krafti eignarhalds. Tvær „blokkir“ Tvær „fyrirtækjablokkir“ voru mest áberandi í íslensku atvinnulífi á árinu 1993 og þær voru enn til stað- ar á árinu 1999. Báðar eru þessar „blokkir“ á sviði trygginga, olíu- verslunar, flutninga og ferðaþjón- ustu. Þetta eru annars vegar fyr- irtækin Burðarás, Eimskipafélag Íslands, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar og Skeljungur, en þessi „blokk“ hef- ur verið nefnd „kolkrabbinn.“ Hin blokkin samanstendur af Olíufélag- inu, Samskipum, Samvinnulífeyris- sjóðnum og Vátryggingafélagi Ís- lands. Þessi „blokk“ hefur verið nefnd „smokkfiskurinn“. Eigna- og stjórnunartengsl í „kolkrabbanum“ Innbyrðis eignarhald og eigna- tengsl Burðaráss, Eimskipafélags Íslands, Flugleiða, Sjóvár-Al- mennra og Skeljungs breyttist lítið milli áranna 1993 og 1999. Þessi fimm fyrirtæki eiga hluti í ýmsum fyrirtækjum á margvíslegum svið- um atvinnulífsins og varð nokkur fjölgun þar á milli áranna 1993 og 1999 eða úr 33 fyrirtækjum í 47. Í báðum skýrslum Samkeppnisstofn- unar eru þessi fyrirtæki listuð upp og eignarhluturinn í hverju þeirra tíundaður. Burðarás var 100% í eigu Eim- skipafélags Íslands 1999 eins og 1993. Sjóvá-Almennar var stærsti einstaki hluthafinn í Eimskipafélag- inu á árinu 1999 eins og á árinu 1993. Burðarás var næststærsti hluthafinn í Skeljungi bæði árið 1993 og 1999, næst á eftir The Shell Petroleum Company. Burðarás var á árinu 1999 einnig næststærsti ein- staki hluthafinn í Sjóvá-Almennum, næst á eftir Sjóvá-Almennum hf., en var í þriðja sæti 1993. Þá var Burð- arás stærsti hluthafinn í Flugleið- um, bæði 1993 og 1999. Nokkuð er um að stjórnendur Burðaráss, Eimskipafélagsins, Flugleiða, Sjóvár-Almennra og Skeljungs hafi verið í stjórnum fleiri en eins þessara félaga. Þannig var Benedikt Sveinsson stjórnarfor- maður Burðaráss, Eimskipafélags- ins og Sjóvár-Almennra á árinu 1999. Hann var jafnframt með- stjórnandi í stjórn Flugleiða auk þess sem hann sat í stjórnum félaga sem fyrirtækin áttu hlut í. Einungis vantaði að Benedikt sæti í stjórn Skeljungs, en þá hefði hann setið í stjórnum allra þeirra fimm fyrir- tækja sem teljast til þessarar „blokkar“. Hörður Sigurgestsson var for- stjóri Eimskipafélagsins, stjórnar- formaður Flugleiða og meðstjórn- andi í Skeljungi auk þess að sitja í stjórnum félaga sem fyrirtækin áttu hlut í. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, var meðstjórnandi í Eim- skipafélaginu og Sjóvá-Almennum og sat jafnframt í stjórnum félaga í eigu fyrirtækjanna fimm. Aðrir stjórnarmenn í fyrirtækj- unum fimm áttu flestir sæti í hinum ýmsu félögum sem voru í eigu fyr- irtækjahópsins. Eigna- og stjórnunartengsl í „smokkfisknum“ Margt er líkt með eignar- og stjórnunartengslum hinnar „blokk- arinnar“ í íslensku atvinnulífi, sem var til staðar bæði 1999 og 1993, í nokkuð breyttri mynd þó. Stjórn- endur Olíufélagsins, Samskipa, Samvinnulífeyrissjóðsins og Vá- tryggingafélags Íslands sátu margir í stjórnum fleiri en eins þessara fyr- irtækja svo og í stjórnum fyrirtækja sem þau áttu hlut í. Nokkur breyt- ing varð á samsetningu þeirra fyr- irtækja sem mynda „smokkfiskinn“ milli áranna 1993 og 1999. Árið 1993 voru Íslenskar sjávarafurðir í þess- ari „blokk“ en ekki árið 1999, og jafnframt var þar Samvinnusjóður Íslands, forveri Samvinnulífeyris- sjóðsins. Innbyrðis eignarhald og eignatengsl þessara fyrirtækja breyttist nokkuð milli áranna 1993 og 1999. Fyrirtækjasamsteypan átti alls hluti í 14 fyrirtækjum árið 1993 en í 32 fyrirtækjum árið 1999. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, jafnframt stjórnarfor- maður Samskipa og meðstjórnandi í Samvinnulífeyrissjóðnum og Vá- tryggingafélagi Íslands á árinu 1999. Hann sat auk þess í stjórnum félaga sem fyrirtækin áttu hlut í. Margeir Daníelsson, forstjóri Sam- vinnulífeyrissjóðsins, var með- stjórnandi í Olíufélaginu og í Vá- tryggingafélagi Íslands auk þess að sitja í stjórnum félaga sem fyrirtæk- in áttu hlut í. Ólafur Ólafsson, for- stjóri Samskipa, var meðstjórnandi í Olíufélaginu og sat jafnframt í stjórnum félaga í eigu fyrirtækj- anna fimm. Þá var Axel Gíslason, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, meðstjórnandi í stjórn Samskipa og sat einnig í stjórnum fyrirtækja í eigu fyrirtækjasamsteypunnar. Vísir var kominn að þeirri blokka- myndun í verslun og hátækniiðnaði, sem Samkeppnisstofnun segir í nýju skýrslunni um stjórnunar- og eigna- tengsl í íslensku atvinnulífi, að litið hafi dagsins ljós. Baugur varð til í framhaldi af samruna Hagkaups og Bónuss. Markaðshlutdeild Hagkaups og Bónuss á matvörumarkaði á árinu 1993 var um 33%. Baugur hefur nú rúmlega 60% markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu og ríflega helming á landsvísu. Þá teygir Baugur anga sína inn á ýmis svið verslunar. Eignarhaldsfélagið Gaumur hf., sem er að stærstum hluta í eigu þeirra feðga Jóhannesar Jónssonar, sem oftast er kenndur við Bónus, og Jóns Ásgeirs, var stærsti einstaki hluthafinn í Baugi með 32,20% hlut. Baugur átti hlut í alls 13 félögum á árinu 1999. Samþjöppun í upplýsingaiðnaði Hinar nýju „blokkirnar“ tvær í ís- lensku atvinnulífi, sem Samkeppn- isstofnun nefnir svo í nýju skýrsl- unni, eru í hátæknigeira, annars vegar á sviði margmiðlunar með ljósvakamiðlun sem burðarás, og hins vegar í upplýsingaiðnaði. Ekki er sérstök umfjöllun um „blokk“ á svið margmiðlunar í skýrslunni. Hins vegar kemur þar fram vísir að þeirri „blokkamyndun“ sem verið hefur að myndast í upplýsingaiðn- aðinum. Þannig voru á árinu 1999 sterk eignatengsl á milli þriggja af sex stærstu fyrirtækjunum á þessu sviði, þegar stærð er metin út frá veltu. Þetta eru fyrirtækin Tækni- val, Opin kerfi og Skýrr. Opin kerfi voru stærsti einstaki hluthafinn bæði í Tæknivali og Skýrr og Frosti Bergsson var stjórnarformaður allra fyrirtækjanna. Hann var jafn- framt næststærsti hluthafinn í Opn- um kerfum á eftir Þróunarfélagi Ís- lands. Töluverðar breytingar hafa orðið meðal fyrirtækja í upplýsingaiðnaði hér á landi frá árinu 1999 og hefur mikil samþjöppun komið til. Eignarhald ekki eins gagnsætt og skyldi Úr skýrslu Samkeppnisstofnunar má lesa fjölmargt meira um eigna- og stjórnunartengsl í íslensku at- vinnulífi en hér hefur verið nefnt. Stofnunin segir að fákeppni sé áber- andi, eitt til fjögur fyrirtæki séu iðu- lega leiðandi á mörkuðunum og að eignarhald sé ekki eins gagnsætt og skyldi. Fyrirtæki og eigendur þeirra, ekki síst þau sem séu innan „blokkanna“ hafi flutt eignarhluti til innlendra eignarhaldsfélaga sinna. Einnig hafi komið fram vísbending- ar um að íslenskir aðilar hafi stofnað eignarhaldsfélög erlendis sem eigi síðan hlut í íslenskum fyrirtækjum. Þessi eignarhaldsfélög séu utan lög- sögu íslenskra stjórnvalda og ýms- um annmörkum háð að afla upplýs- inga um eigendur þeirra. Langur vegur milli eignar og valds   !    " # ! $% &#  '  ( )  *+   !! ,  '-   !   .    / 0    / '  ,  / 1 # 23456 7486 9::4:6 7426 394:6 ;426 :4<6 8476 594;6 9::4:6 7:4:6 874:6 <<476 :486                ="   374:6 *+ % 234:6 >1 5:4:6     & ?9::4:6@ >1A    ?9::4:6@ >1-1  0 ?9::4:6@ 9::4:6 B   C:476 ;;436 1'D 8C4:6 E = ! $  C24:6 1 $  1 !  ' 53436 *   1 F  . '  G H!.   ?9::4:6@ ?;;4C6@?9::4:6@  =    1$  . *  !  ?9::4:6@    .  ?9::4:6@   -    !B.  284:6    2<436 794:6 9::4:6 9::4:6                       !  " " # $   59456 %&& '    $(           MERKI eru um að í íslensku at- vinnulífi séu „blokkir“ fyrirtækja, þar sem fyrirtæki í „blokk“ tengj- ast eigna- og stjórnunarlega, sam- kvæmt skýrslu Samkeppnisstofn- unar. Þar segir að stærstu fyrirtækin á sviði trygginga, ol- íuverslunar, flutninga og ferða- þjónustu tengist með gagnkvæmu eignarhaldi. Stjórnunartengsl þessara fyrirtækja séu einnig mikil þar sem sömu aðilar sitji í stjórn- um þeirra og veiti þeim forystu. Samkeppnisstofnun segir að framangreind lýsing um eigna- og stjórnunarleg tengsl fyrirtækja, sem á við um árið 1999, sé lík stöðunni í þessum efnum eins og hún hafi verið á árinu 1993, en stofnunin gaf út samsvarandi skýrslu um þetta efni á árinu 1994, byggða á gögnum frá árinu 1993. Samkvæmt nýju skýrslunni hafa nýjar „blokkir“ litið dagsins ljós. Þrjár þeirra séu mest áber- andi, ein á sviði verslunar en tvær í hátæknigeiranum. Önnur „blokk- in“ í hátæknigeiranum sé á sviði margmiðlunar með ljósvakafjöl- miðlun sem burðarás en hin sé í upplýsingaiðnaði þar sem sam- þjöppun aukist hröðum skrefum. Samkeppnisstofnun segir að mikil samþjöppun í upplýsingaiðnaði á stuttum tíma veki athygli og að á þeim markaði virðist gæta sömu tilhneigingar til fákeppni eins og víða annars staðar í íslensku at- vinnulífi. Ef litið er á einkageirann í ís- lensku atvinnulífi sérstaklega kemur fram í skýrslu Samkeppn- isstofnunar að fyrirtæki tengjast eignaböndum á ýmsa vegu og þau eiga oft fyrirtæki í skyldum rekstri. Þá eru valdatengsl í einka- geiranum margvísleg. Skýrslur Samkeppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi frá 1994 og 2001 eru eins uppbyggðar og efn- istök eru þau sömu. Því má sjá með samanburði á þeim hvaða breytingar hafa átt sér stað í þessum efnum milli áranna 1993 og 1999. Í nýju skýrslunni er hins vegar eðlilega ekki að finna grein- ingu á þeim hreyfingum í átt til „blokkamyndunar“ og samþjöpp- unar í íslensku atvinnulífi sem átt hafa sér stað eftir 1999. Eftir inngang og lýsingu á helstu niðurstöðum og efnistökum skiptast skýrslurnar í tvo meg- inkafla. Í fyrri kaflanum er at- vinnulífinu lýst eftir mörkuðum. Gerð er grein fyrir helstu eig- endum og stjórnendum í stærstu fyrirtækjunum á hverjum markaði fyrir sig. Fjöldi fyrirtækja á hverj- um markaði er tilgreindur og heildarvelta á markaðnum. Þá eru sýnd tengsl milli fyrirtækja sem eru á sama markaði. Í seinni meg- inkafla skýrslnanna er gengið skrefi lengra og sýnd eigna- og valdatengsl í atvinnulífinu milli fyr- irtækja á mismunandi mörkuðum. Nýjar blokkir hafa litið dagsins ljós Þrjár nýjar blokkir í íslensku atvinnulífi eru mest áberandi, ein á sviði verslunar og tvær í hátækni, samkvæmt nýrri skýrslu Samkeppnisstofn- unar um stjórnunar- og eignatengsl. Í NÝJU skýrslu samkeppnisstofnunar segir að vísir að blokkamyndun í versl- un og í upplýsingaiðnaði, sem mest hafi verið áberandi í íslensku atvinnu- lífi undanfarið, hafi verið kominn fram á árinu 1999. Eignarhald og eignatengsl Baugs í versluninni, annars vegar, og Opinna kerfa, Tæknivals og Skýrr í upplýsinga- iðnaðinum, hins vegar, sýni að svo hafi verið. Vísir að blokka- myndun 1999

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.