Morgunblaðið - 24.05.2001, Síða 18
18 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NETIÐ FYRSTI vísir að rafrænu kosningakerfi leit
dagsins ljós í kosningum um flugvöllinn í Vatns-
mýrinni í Reykjavík í vetur og er búist við að farið
verði að nota rafrænt kosningakerfi í alþingiskosn-
ingum annars vegar og borgar- og sveitarstjórn-
arkosningum hins vegar í auknum mæli á komandi
árum. eVote er rafrænt kosningakerfi sem Einar
Örn Ólafsson, Grétar Karl Guðmundsson og Stefán
Jökull Sigurðsson þróuðu fyrir fyrirtækið Tölvu-
braut, sem er annað af tveimur fyrirtækjum sem
varð hlutskarpast í samkeppni um rafrænt kosn-
ingakerfi á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
isins. Hitt fyrirtækið er EJS. Einar Örn segir að
forsvarsmenn Tölvubrautar hafi komið að máli við
sig og aðra í hópnum í vetur og úr hafi orðið að þeir
tóku að sér að hanna kerfið eftir að skólanefnd Há-
skólans í Reykjavík samþykkti verkefnið. „Við
fengum einnig Skýrr í lið með okkur sem útvegaði
okkur aðstöðu og verkefnisstjóra, sem var okkur
innan handar,“ segir Einar.
1.500 vinnustundir að baki
eVote er kosningakerfi í þremur hlutum. Í
fyrsta lagi er búið að hanna umsjónarkerfi sem
skilgreinir kosninguna, hvort sem hún er sveit-
arstjórnarkosning eða almenn kosning s.s. flug-
vallarkosning. Í öðru lagi heldur annað umsjón-
arkerfi utan um kjörskrá á meðan kjörfundur fer
fram, en þar geta umsjónarmenn fylgst með hverj-
ir mæta á kjörstað og afhent kjósendum rafrænt
kort með örgjörva, sem kjósandi notar til þess að
geta gera sér kleift að virkja atkvæðisrétt sinn, en
hann greiðir atkvæði sitt á snertiskjá í kjörklefa og
er það þriðji hluti kerfisins. Gert er ráð fyrir að
tekin verði ákvörðun í sumar um hvort kerfið
dóms- og kirkjumálaráðuneytið mun velja og halda
áfram að þróa.
Einar segir að hópurinn sé nokkuð ánægður
með eVote og bíði spenntur eftir því þegar það
verði sýnt fyrir starfsmönnum ráðuneytisins á
næstu mánuðum. „Við erum búnir að leggja mikla
vinnu í verkefnið, en 1.500 vinnustundir eru að baki
hjá okkur þremur samanlegt. Það var margt sem
við þurftum að hafa í huga þegar við unnum að
kerfinu og það má eiginlega segja að það hafi verið
í þróun fram á síðustu stundu, enda byrjuðum við
nánast með tvær hendur tómar. Kynningin á loka-
verkefninu gekk engu að síður vel, en við gerum
ráð fyrir að bæta kerfið enn frekar áður en það
verður kynnt fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu í vor.“
Skimað eftir vinum með Buddy Locator
Buddy Locator er viðbót við samskiptabúnaðinn
iPulse, sem var hannaður af OZ í samstarfi við
sænska fyrirtækið Ericsson. iPulse er ætlað að
einfalda rafræn samskipti milli tölvunotenda en
Buddy Locator-viðbótin gengur skrefi lengra og
gerir tölvunotanda kleift að fylgjast með þeim sem
skráðir eru í kerfið og nota GSM-síma. Til þess að
hafa uppi á GSM-notendum eru notaðar sendar í
símstöðvum sem senda skilaboð í tölvu þess sem
notar Buddy Locator. Búnaðurinn, sem Jason
Kristinn Ólafsson, Ólafur Helgi Rögnvaldsson og
Valtýr Gauti Gunnarsson þróuðu, er ekki sagður
vera allsherjar eftirlitskerfi heldur er hann ætl-
aður tölvunotendum til þess að leita að félögum
sínum. „Búnaðurinn virkar á þann hátt að iPulse er
tengt við svokallað MPS-kerfi frá Ericsson, en
þannig getur GSM-notandi gefið tölvunotanda með
iPulse-samskiptabúnaðinn leyfi til þess að stað-
setja sig. Við höfum notað ímynduð hverfi til þess
að reyna búnaðinn en hins vegar er Buddy Locator
ekki komið á það stig að við séum farnir að nota
raunveruleg gögn og ekki er búið að tengja bún-
aðinn við símstöð,“ segir Jason. Ólafur Helgi
Rögnvaldsson, sem vann einnig að verkefninu og
starfar í sumar hjá OZ, segir að í upphafi hafi verið
lagt upp með að Buddy Locator yrði nokkurs kon-
ar frumgerð að staðrænum búnaði fyrir iPulse og
líkur væru til þess að slíkum búnaði yrði bætt við
kerfið þegar fram liðu stundir. Hópurinn hlaut 9,5 í
einkunn fyrir verkefnið.
Með GSM-síma að vopni
Staðsetningarbundin þjónusta fyrir GSM-síma
hefur vaxið fiskur um hrygg en tvö lokaverkefni í
kerfisfræði tóku mið af slíkri þjónustu. Annað
verkefnið nefndist Mobile Warrior og er skil-
greindur sem bardagaleikur
milli tveggja eða fleiri GSM-
notenda. Leikurinn, sem var
þróaður af Atla Þór Hann-
essyni, Erlendi Hákon-
arsyni, Guðlaugi Gunn-
arssyni og Jóni Vigni
Guðnasyni, nýtir sér stað-
setningartækni og SMS-
skilaboð farsímanotenda. Í
leiknum, sem er sagður snið-
inn að þörfum yngri notenda
GSM, er tekið tillit til þess
hvar spilendur eru staddir
hverju sinni en einnig geta
þeir notað Netið. Atli Þór
segir að Mobile Warrior
byggist að hluta til á hug-
myndinni um hlutverkaleiki,
en í leiknum er hægt að velja
vopn og varnarhlutverk til
þess að berjast við aðra GSM-notendur, sem geta
staðsett sig hvar sem er innan símakerfisins. „Spil-
arinn öðlast meiri reynslu eftir því hversu oft hann
tekur þátt í leiknum og um leið aukast líkur hans á
að vinna bardaga. Jafnhliða velgengninni stækkar
sjóðurinn til þess að kaupa ný vopn og nýjar varnir
til áframhaldandi bardaga.“
Atli Þór segir að verkefnahópurinn hafi unnið að
hönnun leiksins og kerfinu utan um hann frá því í
nóvember. Spurður segir hann að forritunin hafi
gengið snurðulaust enda væri ekki mjög frábrugð-
ið að forrita staðsetningarbundinn leik fyrir far-
síma eða forrita venjulegan hugbúnað í tölvu.
Munurinn milli venjulegs hugbúnaðar og leiks hafi
aðallega falist í hönnunarferlinu. Spurður hvað
varð þess valdandi að hópurinn tók að sér að vinna
að staðsetningarbundum leik fyrir GSM-síma
sagði Atli að hópurinn hefði óskað eftir að taka að
sér verkefni fyrir Trackwell Software (Stefja) og
úr varð að hann bjó til leik sem þennan. „Track-
Well Software hafði ekki látið búa til leik áður en
við höfum fengi góð viðbrögð við honum frá fyr-
irtækinu. Þá skilst okkur að hann verði settur á
markað hér á landi síðar. Áður en að því kemur
þarf að vinna að nokkrum breytingum í honum og
við gerum ráð fyrir að sú vinna geti farið fram í
sumar,“ segir Atli Þór hróðugur en hópurinn fékk
10 í einkunn fyrir verkefnið. Hann mun starfa hjá
Trackwell í sumar.
TreasureHunte er staðsetningarleikur fyrir
GSM-síma, sem er unninn fyrir Trackwell Soft-
ware (Stefja), þar sem markmiðið er að finna falinn
hlut, fjársjóð með aðstoð SMS. Er leikurinn eink-
um ætlaður fyrirtækjum til þess að kynna vörur og
þjónustu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta
leiknum við á Vit-gagnakort GSM-notenda Símans
síðar á árinu. Alda Karen Svavarsdóttir, sem vann
verkefnið ásamt þeim Arnari Þórarinssyni, Bjarna
G. Jónssyni og Ægi Laufdal Traustasyni, segir að
fyrirtæki geti óskað eftir að búa til leik í Treas-
ureHunt-kerfinu og umsjónarmaður sjái um að
setja upp leik á svæði sem er fyrirfram ákveðið.
„Þátttakendur geta beðið um vísbendingar eða
sent inn leitarorð og fengið svör við þeim, leitarorð
geta verið götuheiti, kennileiti eða bara hvað sem
er,“ segir Alda sem nefnir að leikurinn sé ætlaður
öllum GSM-notendum. Hún benti á að starfsmenn
Trackwell Software hefðu
reynt leikinn og að tilraunin
hefði gengið vonum framar.
Miði á tónleika geymdur á
þjónustukorti
Gert er ráð fyrir að svoköll-
uð snjallkort, sem búa yfir ör-
gjörva, muni leysa segulrönd
greiðslukorta af hólmi á
næstu árum. Með snjall-
kortum verður hægt að inna
af hendi ýmsar smærri
greiðslur, svo sem í gjald-
mæla og sjálfsala, og til að
greiða ýmsan smávarning í
söluturnum. Hér á landi er
hafin undirbúningur að inn-
leiðingu snjallkorta og búist
við að öll greiðslukort verði
komin með örgjörva árið 2005.
SmartValue er verkefni sem byggist á hvernig
hægt er að útfæra greiðslumáta fyrir snjallkort á
Netinu. Hugmyndin felst í því að notandi slíks
þjónustukorts geti heimsótt vefsíður, keypt sér
vöru eða þjónustu og borgað hana af reikningi sem
er tengdur snjallkortinu. Um leið er hlaðið staf-
rænum kóða í kortið sem tryggir að notandi getur
notað þjónustuna eða sótt vöruna hvenær sem er,
hvort sem keyptur er aðgöngumiði á tónleika eða
geisladiskur á vefsíðu plötuverslunar. „Um leið og
notandi ákveður að nota þá þjónustu eða vöru sem
hann hefur greitt fyrir getur hann framvísað kort-
inu og orðið sér úti um vöruna eða þjónustuna,“
segir Kári Halldórsson einn af þremur nemendum
sem vann að SmartValue. Hinir sem einnig unnu
að verkefninu voru Arnar Freyr Björnsson og
Árni Björn Vigfússon. Kári segir að á þjón-
ustukortum sé einnig hægt að geyma ýmsar upp-
lýsingar, eins og til dæmis aðgang að tónleikum í
stað þess að geyma aðgöngumiða að þeim í margar
vikur. „Kerfið sem við unnum fyrir Góðar lausnir
er ekki komið það langt á veg að það verði notað til
að byrja með enda eru engar vefsíður á Netinu
sem veita slíka þjónustu. Við höfum hins vegar
sýnt fram á að svona lausn er framkvæmanleg og
kortin geta geymt slíkar upplýsingar.“
Morgunblaðið /Þorkell
Verkefni nemenda á lokaári í kerfisfræði við Háskóla Reykjavíkur voru af ýmsum toga að þessu sinni, allt frá rafrænu kosningakerfi til slagsmálaleiks fyrir notendur GSM-síma.
Fær í flestan sjó
Rafrænt kosningakerfi, leitarkerfi fyrir iPulse, staðsetningarháður farsímaleikur, bardaga-
leikur fyrir GSM og snjallkortavæðing eru meðal verkefna í kerfisfræði við Háskóla Reykjavíkur.
„ V i ð b y r j u ð u m á þ v í
a ð v i n n a g r u n n v i n n u
v i ð v e r k e f n i ð í j a n ú a r
o g s e t t u m k r a f t í þ a ð í
a p r í l . Þ a ð m á þ v í
s e g j a a ð v e r k e f n i ð
h a f i g e n g i ð v e l o g e k k -
e r t s é þ v í t i l f y r i r -
s t ö ð u a ð l e i k u r i n n
g e t i k o m i ð á m a r k a ð . “
ÁSTÆÐA þess að fyrirtækið ætl-
ar að innkalla kortin er sú að þau
hindra aðgang að símanúmerum og
SMS-skilaboðum
sem eru vistuð á
kortunum. Þá
hefur gallinn það
í för með sér að
farsímaáskrift
hætti að virka.
Kemur fram á
vefmiðli Financial
Times að gallinn
hafi aðeins fund-
ist í 30 kortum en
fyrirtækið vilji
ekki taka neina
áhættu og hafi því ákveðið að inn-
kalla fyrrnefndan fjölda korta.
Janne Vainio, aðstoðarforstjóri Son-
era, segir að þessi vandkvæði muni
ekki hafa áhrif á aðra þá möguleika
sem eru til staðar í farsímaþjónust-
unni og að ekki sé hægt að misnota
gölluð SIM-kort. Hún benti jafn-
framt á að það væri lítil hætta á að
viðskiptavinir í farsímaþjónustu
Sonera yrðu fyrir óþægindum en
fyrirtækið vildi ekki að þeir þyrftu
að verða fyrir neinum vandræðum.
Sonera bendir einnig á að vandinn sé
ekki frá fyrirtækinu kominn.
Sonera
innkallar
SIM-kort
Finnska fjarskiptafyrirtækið
hyggst láta innkalla um 360
þúsund kort hjá GSM-
viðskiptavinum sínum.
SIM-kort geymir
símanúmer og gögn i
farsímum.
◆
HEIMASÍÐA íslensku hönnunar-
stofunnar CAOZ hefur verið tilnefnd
til verðlauna á norrænu SIME-hátíð-
inni fyrir hönnun á Netinu. Á SIME
eru fyrirtæki á Norðurlöndum heiðr-
uð fyrir hönnun og framleiðslu á
gagnvirkri miðlun. CAOZ er meðal
tveggja annarra framleiðenda sem er
talið skara fram úr á sviði viðskipta og
upplýsinga á Norðurlöndunum.
CAOZ er eina íslenska fyrirtækið
sem er tilnefnt í ár.
Magnús Arason, hönnunarstjóri
CAOZ, segir það mikinn heiður fyrir
fyrirtækið að vera tilnefnt til verð-
launa á SIME-hátíðinni. Hann segir
að fyrirtækið sé rétt að slíta barns-
skónum en það sé greinilega á réttri
leið. Samúel H. Jónasson, tæknistjóri
CAOZ, er einnig ánægður með til-
nefninguna. Hann segir að vefsíðan
sé byggð upp í Flash og því farin
óhefðbundin leið í framsetningu efnis.
„Það hefur gætt ákveðinnar vantrúar
þegar kemur að vefsíðugerð sem
byggð er á Flash-tækni. Þetta var
djörf tilraun af okkar hálfu og því
gaman að uppskera árangur erfiðis-
ins.“
SIME-hátíðin var fyrst haldin árið
1996 og í ár eru m.a. DR Interactive
(Danmörk), Volvo (Svíþjóð), Gulu síð-
urnar (Svíþjóð) og Nokia (Finnlandi),
tilnefnd til verðlauna á hátíðinni.
CAOZ, sem er dótturfyrirtæki OZ.-
com, er stafræn hönnunar- og mark-
aðssetningarstofa sem leggur áherslu
á þjónustu á sviði breiðbands, staf-
ræns sjónvarps, margmiðlunar og
gagnvirkrar miðlunar. www.caoz.com
Heimasíða
CAOZ tilnefnd
til SIME-
verðlauna
CAOZ, dótturfyrirtæki OZ, er stafræn
hönnunar- og markaðssetningarstofa.