Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 C 19
NETIÐ ÞJÓNUSTAN er án endurgjalds,
var tekin í gagnið í kringum áramótin
og geta átta starfsmenn, sem sinna
símsvörun, tekið þátt í netspjalli við
netnotendur í einu. Einar Sigurðsson,
vefstjóri hjá Miðlun, sem rekur upp-
lýsingaþjónustu Gulu línunnar, segir
að búnaðurinn, sem er frá bandaríska
fyrirtækinu HumanClick, sé hýstur í
Bandaríkjunum, virki á þann veg að
þegar netnotandi hafi skrifað inn
beiðni til starfsfólks Gulu línunnar
hringi bjalla á borði þeirra og í kjöl-
farið sé fyrirspurninni svarað. Einar
segir að búnaðurinn hafi staðið fyrir
sínu og einnig sé starfsfólkið fljótt að
svara fyrirspurnum því í kerfinu séu
stöðluð svör sem hægt er að smella á
svo að þau birtist um leið og leit
stendur yfir. „Jafnframt er hægt að
senda notanda nýja vefsíðu með lista
yfir þau fyrirtæki, sem bjóða þá vöru
og þjónustu, sem hann leitar að.“ Ein-
ar segir að starfsfólkið hafi tekið því
vel að svara fyrirspurnum yfir Netið
og að viðskiptavinir Gulu línunnar séu
mjög hrifnir af þessari nýjung og eru
óhræddir að láta ánægju sína í ljós.
Sambærilegri þjónustu
ýtt úr vör í Svíþjóð og Póllandi
Spurður hvers vegna Miðlun hafi
ákveðið að bjóða upp á netspjall á vef-
síðu Gulu línunnar segir Einar, einn
starfsmaður fyrirtækisins, sem
þekkti til tæknilausna HumanClick,
hafi bent sér á þennan möguleika.
„Þjónusta sem þessi er talsvert notuð
erlendis og sem dæmi má nefna að
viðskiptavinir HumanClick eru nærri
800 þúsund talsins. Ef þessi þjónusta
gengur að óskum hér gerum við ráð
fyrir að netspjalli verði ýtt úr vör í
Svíþjóð og Pollandi, en þar hefur
þjónusta Gulu línunnar einnig verið
opnuð. Einar bendir jafnframt á að
netspjallið veki forvitni margra og
meðal annars hafi útlendingar nýtt
sér þjónustuna. „Sendiráð erlendis
hafa haft samband við okkur nokkr-
um sinnum og beðið okkur að leita að
upplýsingum um íslensk fyrirtæki
fyrir sig. Við gerum okkur einnig von-
ir um að ná til þeirra nokkur hundruð
þúsunda erlendra ferðamanna sem
sækja landið heim ár hvert.“
Metnaðarmál að veita endanlegt svar
Björn Jónsson, framkvæmdastjóri
Miðlunar, segir að Netið verði sífellt
stærri þáttur í starfsemi Gulu línunn-
ar og netspjallið gefi vefsíðu þess
mannlegt yfirbragð. Hann segir að
Gula línan, sem búi yfir 120 þúsund
leitarorðum, fái um þrjú þúsund fyr-
irspurnir að meðaltali dag hvern, þar
af berist aðeins 10 fyrirspurnir í
gegnum netspjallið á dag enn sem
komið er. „Netspjallið er hrein viðbót
við þá þjónustu sem Gula línan bíður
upp á enda er það metnaðarmál okkar
að veita viðskiptavinum okkar endan-
legt svar við þeim fyrirspurnum sem
berast til okkar. Ef við getum ekki
gefið svar fáum við uppgefið síma,
tölvupóstfang eða símbréf hjá við-
komandi viðskiptavini og leitum betur
að því sem hann óskar eftir. Þegar við
finnum svarið höfum við aftur samb-
and með símtali, í tölvupósti, með
símbréfi eða með SMS. Við viljum
veita viðskiptavinum okkar þá bestu
þjónustu sem völ er á hverju sinni því
leit að réttu svari er okkar metnað-
ur.“
Leitað að rétta svarinu í
netspjalli Gulu línunnar
Gula línan hefur opnað fyrir netspjall á heimasíðu sinni sem gerir
netnotendum, sem eru að leita að vörum og þjónustu, kleift að senda
fyrirspurnir til símaþjónustu fyrirtækisins.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
„Þá veistu svarið.“ Á vef Gulu línunnar er hægt að fá upplýsingar með netspjalli.
BANDARÍSKA tæknifyrirtækið Microsoft hefur ákveð-
ið að hefja sölu á Xbox-leikjavélinni 8. nóvember í
Norður-Ameríku. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að
tilkoma Xbox muni hafa mikil umskipti á tölvu-
leikjamarkaðnum, á sama hátt og sjónvarpsstöðin
MTV breytti nútímapopptónlist á sínum tíma.
Jafnhliða útgáfu á vélinni hefur Microsoft kynnt til
sögunnar leiki sem eiga að koma út um leið en það er
mat Microsoft að þeir muni draga úr skýrum mörkum
raunveruleika og ímyndunaraflsins. Meðal leikja sem koma út um leið og vélin eru „Odd-
world“, „Halo“, „Dead or Alive 3“, „NASCAR Heat“ og „Mad Dash“, svo dæmi séu tekin.
Microsoft kynnti útgáfudag vélarinnar á Electronic Entertainment-vörusýningunni, sem
er sögð stærsta tölvuleikjasýningin og haldin í Los Angeles. Þar kom fram að leikjafyr-
irtækið Sega ætli að búa til Xbox-útgáfu af íþróttaleiknum „Sega Sports 2K2“ og er með í
bígerð fleiri leiki fyrir Xbox, að því er fram kemur á netmiðlinum ZDNet. Einnig kom fram
að 27 fyrirtæki eru að vinna að tölvuleikjum sem krefjast breiðbandstengingar fyrir Xbox-
leikjavélina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fjárfesta í vélinni í Norður-Ameríku fyrir
rúmar 22 þúsund ísl. krónur, en vélinni er stefnt að sömu leikjaáhugamönnum og hafa
spilað PlayStation 2 frá Sony. Búast má við talsverðri samkeppni milli leikjaframleiðenda
um hylli neytenda því Nintendo ætlar einnig að senda frá sér Game Cube, sem er leikjavél
af sama meiði og PlayStation 2 og Xbox.
Associated Press
Líður að útgáfu
Xbox-leikjavélar
frá Microsoft
ll STUTT
● NÚ eru 10 ár liðin frá því að fyrsti vefþjónninn var tekinn í gagnið, en það
átti sér stað í CERN, Evrópsku kjarnorkurannsóknastöðinni í Lausanne í
Sviss. Vísindamennirnir Tim Berners-Lee og Robert Caillau áttu stóran hlut
að máli en þeir bjuggu til ýmiss konar samskiptaforrit og hugtök sem notuð
eru á Netinu í dag. Má þar nefna hugtök eins og url, http og html. Þá bjó Tim
Berners-Lee til fyrsta vafrann, en hann var fyrst notaður 17. maí árið 1991.
Tim Berners-Lee og Robert Caillau hafa hlotið ýmiss konar verðlaun fyrir frum-
kvöðulsstarf sitt. Áætlað er að 30 milljónir vefþjóna séu starfandi í dag, að
því er fram kemur í sænska netmiðlinum IDG.
Vefurinn er 10 ára
◆
◆
● Danska auglýsingastofan BBDO í Kaupmannahöfn hefur sagt starfs-
mönnum sínum að gera fimm tíma hlé á tölvupóstsnotkun í starfi, en það er
mat yfirmanna BBDO að tölvupóstsnotkun auki álag og dragi úr sköp-
unargleði starfsmanna. Haft er eftir Juliane Meulengracht, framkvæmda-
stjóra BBDO, að ákvörðun fyrirtækisins að gera hlé á tölvupóstsnotkun sé til-
raun til þess að efla sköpunar- og framkvæmdagleði meðal starfsmanna og
því verði gert hlé á tölvupóstsnotkun milli 10 og 15 dag hvern. Kemur fram í
grein Jyllands-Posten að tölvupóstssýsl geti tekið tíma, aukið álag og stjórn-
að starfsdegi fólks. Kemur einnig fram í greininni að samkvæmt könnun
bandaríska greiningarfyrirtækisins Gartner Group séu 34% tölvupósts starfs-
manna til einkanota en 27% póstsins séu sögð mikilvæg fyrir starfsfólk.
Hömlur á tölvupóstsnotkun