Morgunblaðið - 24.05.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 24.05.2001, Síða 22
22 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK                              ! "      " #  ! " $     %  &    '( )*+,-./0-12/33 4  5       36          7            8 !  9  (     : 5 4  ; #<$$6 =     #9 5 &   $ ; H VAÐ gerir Intell- ecta? Ég stofnaði Intell- ecta á haustmán- uðum í fyrra. Það er alveg ljóst að síbreytilegt við- skiptaumhverfi kallar á mjög virka stjórnun en þar þarf fyrst og fremst að sinna mannauðnum og rækta enda er það er mannauð- urinn sem skapar samkeppn- isforskot í dag. Intellecta er sjálf- stætt þekkingarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar, skipulags og rekstrar fyrirtækja og stofnana ásamt námskeiðahaldi. Ég hef það að markmiði að veita ráðgjöf sem er virðisaukandi og gagnleg fyrir viðskiptavininn. Ég tel mikilvægt að hafa góða yfirsýn í allri ráðgjöf og lít þannig á að mannauðs- og þekkingarstjórnun séu ná- tengdar greinar. Fræði- menn eru almennt sam- mála um það að fjölþætt hæfni starfs- manna og hátt hæfn- isstig sé það sem skap- ar samkeppnisforskot öðru fremur. Það er því lyk- ilatriði að stjórnendur sem og aðr- ir starfsmenn séu valdir með vönduðum vinnubrögðum. Hver eru helstu verkefnin? Ég hef komið að ýmsum verk- efnum og hef til að mynda að- stoðað fyrirtæki við mótun starfs- mannastefnu en það er verkefni sem krefst þess að skapa sam- hljóm meðal starfsmanna um þá stefnu sem vilji er fyrir að hafa í starfsmannamálum. Það þarf að leita eftir hugmyndum starfs- manna og á sama tíma þurfa stjórnendur að koma að stefnu- markandi hugmyndum og gildum sem þeir telja mikilvægt að fylgja. Önnur verkefni sem ég hef sinnt eru til dæmis ráðgjöf við upp- byggingu nýrra fyrirtækja, gerð skipurita, starfslýsing, verkaskipt- ing, launastrúktúr og bónusar, lausn ágreiningsmála á vinnustað og starfsmat. Síðast og ekki síst hef ég unnið ýmis verkefni fyrir fyrirtæki þar sem ég hef leitað eftir og unnið við að velja og meta kandídata til æðstu stjórn- unarstarfa og ýmissa sérfræði- starfa. Það er einu sinni þannig í okkar litla samfélagi að margir af bestu fagmönnunum innan fyr- irtækja og stofnana sækja ekki um störf. Góðir fagmenn sem áhuga hafa á því að skipta um störf eru oft ekki tilbúnir til að opinbera sig með svörun við at- vinnuauglýsingum. Það þarf oft að finna hæfustu kandídatana til mik- ilvægra embætta eftir öðrum leið- um en með auglýsingu. Þetta eru oft viðkvæm mál sem þarf að vinna af varkárni og í miklum trúnaði. Hver eru helstu áhugamálin? Við fjölskyldan höfum haft gam- an af því að ferðast og nánast far- ið utan á hverju ári. Við höfum í nokkur skipti farið á frönsku rí- víeruna en það er heillandi staður. Við bjuggum lengi í New York og nágrenni og það er alltaf jafn gaman að koma á þær slóðir. Ég á þó von á því að ferðast meira um Ísland í sumar og er stefnt að því að fara í gönguferð um Hornstrandir. Við höfum jafn- framt leikið tennis með kunn- ingjum í frístundum en ég náði nokkrum tökum á þeirri íþrótt þegar ég var við nám í Bandaríkj- unum. Það er mannauðurinn sem skapar forskot Þórður S. Óskarsson fæddist árið 1950. Hann lauk Ph.D.-prófi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Hofstra Uni- versity í New York árið 1984. Hann starfaði um árabil sem sérfræðingur og ráðgjafi hjá einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum í New York. Ár- ið 1992 varð Þórður framkvæmda- stjóri KPMG Sinnu ehf og 1997 var hann ráðinn framkvæmdastjóri starfsmanna- og stjórnunarsviðs Norðuráls hf. Í ársbyrjun 1999 tók hann síðan við stöðu framkvæmda- stjóra KPMG á Íslandi sem hann gegndi þar til Intellecta hóf starfsemi. Maki Þórðar er Hanna Dóra Birg- isdóttir og eiga þau tvö börn. SKÖTUSELURINN er ljótastur fiska og var kallaður kjaftagelgja hér áður fyrr. Mörgum finnst hins vegar enginn fiskur ljúffengari. Skötu- selurinn er, eins og svo margir aðrir fiskar, mjög hentugur á grillið en vafalítið hafa margir landsmenn nú dustað rykið af grillinu og hugsa sér gott til glóðarinnar. Í réttinn sem boðið er upp á í dag, og fenginn er af heimasíðu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins (www.rf.is), er kjörið að nota 500–800 grömm af skötusel en hann fæst í öllum helstu fiskbúðum og stórmörkuðum. Skötuselurinn er síðan borin fram með rósapiparsósu og soðnum kartöflum. Verði ykkur að góðu. Rósapiparsósa: 1 stór laukur 2 msk smjör 1 dós 200 g sýrður rjómi 36% 1 dl rjómi 3 msk chilisósa ½ msk soja 2 hvítlauksrif 2 msk rósapipar 2 msk dill, saxað Kryddblanda á skötusel: 1 msk sykur ½ tsk salt 3 msk rósapipar 2–3 dillkvistir olía til að pensla með Saxið lauk smátt og kraumið í smjöri. Blandið saman í skál sýrðum rjóma, rjóma, chilisósu, soju og pressuðum hvítlauk. Hellið blöndunni síðan í pönnuna og látið sjóða í 3–5 mín. Blandið muldum rósapipar og dilli saman við. Berið fram með glóðuðum skötusel og soðnum kart- öflum. Kryddblanda: Blandið saman sykri, salti og muldum rósapipar, saxið dillið og bætið út í. Látið skötuselinn í ílát, stráið kryddinu yfir og lokið. Látið bíða í 2–3 klst. Penslið með olíu áður en glóðað er. Glóðaður skötuselur með rósapiparsósu Teikning/Jón Baldur Hlíðberg UPPSKRIFTIN AÐFERÐIN S O Ð N I N G I N Stimpildælur Þrýsti- og magnstýrðar PV,PVT Stærðir: 14 — 100 cm3/sn. Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími 544 5600, fax 544 5301 Morgunblaðið/Þorkell Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.