Morgunblaðið - 03.07.2001, Page 2

Morgunblaðið - 03.07.2001, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir MIKIL umræða hefur veriðum tengingu lána Íbúða-lánasjóðs við brunabóta-mat í kjölfar þess að Fasteignamat ríkisins sendi lands- mönnum endurmetið fasteignamat og brunabótamat. Það skal undir- strikað að breytingar á brunabóta- mati taka ekki gildi fyrr en 15. sept- ember. Þar sem lán Íbúðalánasjóðs taka mið af brunabótamati, ef það er lægra en kaupverð eða kostn- aðarverð íbúðar, getur þessi breyting orðið til þess að í vissum tilfellum skerðist lán sjóðsins miðað við það sem nú er. Hins vegar hefur félagsmálaráð- herra lýst því yfir opinberlega að hann hyggist bregðast við þessum breytingum á brunabótamati áður en nýtt brunabótamat tekur gildi hinn 15. september. Ýmsar leiðir til Um ýmsar leiðir er að ræða. Ein leið er sú sem stjórn Íbúðalánasjóðs lagði til í vor, en Seðlabanki lagðist gegn á þeim tíma. Þess ber að geta að á þeim tíma lá endurmat brunabóta- mats og fasteignamats ekki fyrir. Tillaga stjórnarinnar fólst í því að áfram yrði miðað við 65-70% af kaup- verði íbúðar, en að lánsfjárhæðin yrði þó aldrei hærri en brunabótamat íbúðar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvernig brugðist verður við þessum breyttu aðstæðum, en til þess að Íbúðalánasjóður geti breytt sínum útlánareglum þarf að gera breyt- ingar á reglugerð um húsbréf og hús- bréfaviðskipti. Það er ekki úr vegi að draga fram þær reglur sem nú gilda um lánveit- ingar Íbúðalánasjóðs og fram koma í reglugerð um húsbréf og húsbréfa- viðskipti. Hið almenna ákvæði um skiptingu á fasteignaveðbréfi og húsbréfum hljóðar svo: Skipta má á fasteignaveðbréfi og húsbréfum fyrir fjárhæð sem nemur allt að 70% af matsverði notaðrar íbúðar, sbr. 29. gr., ef umsækjandi er að kaupa sína fyrstu íbúð, en annars allt að 65% af matsverði íbúðar, þó aldrei fyrir hærri fjárhæð en 8.000.000 kr. Ekki verður skipt á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf sem nemur lægri fjárhæð en 828.000 kr. Sambærileg ákvæði er um kaup eða byggingu nýrrar íbúðar, en þá er hámarkið 9.000.000 kr. Matsverð íbúðar Eins og fram kemur í reglugerð- arákvæðinu miðast skuldabréfaskipti Íbúðalánasjóðs við svokallað mats- verð íbúðar. Matsverð er skilgreint á ákveðinn hátt í reglugerðinni og kemur þar fram hvernig brunabóta- mat hefur áhrif á lánveitingar Íbúða- lánasjóðs. Matsverð íbúðar er skilgreint á eftirfarandi hátt í reglugerðinni: Matsverð notaðrar íbúðar er kaup- verð hennar en þó aldrei hærra en brunabótamat. Matsverð nýrrar íbúðar er samþykktur bygging- arkostnaður hennar, þó aldrei hærra en kaupverð eða brunabótamat. Matsverð notaðrar íbúðar vegna meiri háttar viðbyggingar, endur- bóta og endurnýjunar er brunabóta- mat hennar. Íbúðalánasjóði er heim- ilt að leiðrétta matsverð notaðrar íbúðar með tilliti til markaðsverðs íbúða eða færa það til núvirðis ef greiðslufyrirkomulag er óeðlilegt. Íbúðalánasjóði er heimilt að leiðrétta matsverð nýrra íbúða með tilliti til markaðsverðs, ef markaðsverð á við- komandi landsvæði hefur verið óeðli- lega lágt til lengri tíma og fyrir liggur að ekki er þörf fyrir frekari íbúð- arbyggingar og að íbúðir eru á lausu á viðkomandi svæði. Íbúðalánasjóði er heimilt að leið- rétta matsverð notaðrar íbúðar vegna meiri háttar viðbyggingar, endurbóta og endurnýjunar með til- liti til markaðsverðs. Íbúðalánasjóður og brunabótamat Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is Morgunblaðið/Golli SÉRA AuðurEir Vil-hjálmsdóttirog Þórður Örn Sigurðsson hófu sinn búskap á Braga- götu 29 í Reykjavík. Á þeim tíma var Auður Eir í Háskólanum en Þórður var menntaskólakennari. „Við byrjuðum að búa á Bragagöt- unni þegar Þórður kom heim frá námi,“ segir Auður Eir. „Við vorum þá svo sem búin að búa stundarkorn á Spáni og hálfan vetur í Edinborg. Þetta hefur líklega verið í kringum 1960 og það var feikilega erfitt að fá húsnæði. En loks buðust okkur tvær íbúðir, önnur gullfalleg í Norðurmýrinni og svo í litlu einkahúsi á Bragagötu 29. Mér leist strax afskaplega vel á húsið á Bragagötunni, þegar við komum að skoða það var verið að mála allar stof- ur hvítar og þetta var allt svo huggu- legt. Við ákváðum því að taka húsið á Bragagötunni, en sleppa Norðurmýr- aríbúðinni. Ég var líka sannfærð um að það yrði óskaplega gott að búa í eign Þórðar Brynjólfssonar og Önnu konu hans. Við áttum ekki neitt til neins, en það gerði ekkert til því þetta var svo lítið hús. Ég átti þó gamlan stól sem ég hafði yfirdekkt með gulubrúnu apaskinni, grænan sófa og skrifborð. Þórður átti forláta radíógrammafón, hann er til ennþá og er núna hjá einni dóttur minni. Ég minnist þess að við keyptum okkur ísskáp sem við höfðum inni í borðstofu því það var ekki pláss fyrir hann annars staðar. Á þessum tíma talaði ég mikið í síma við vinkonu mína, hana Gunnu Ásmundsdóttur leikkonu, og það var svo gott fyrir mig. Þetta voru löng samtöl á hverjum ein- asta degi. Síminn stóð uppi á ísskápn- um og það kom sér vel því þá gat ég kælt eyrað á honum því það sjóðhitn- aði við öll þessi löngu símtöl. Við Gunna hlæjum að þessu enn í dag.“ Auður Eir segir að það hafi verið gaman að búa á Bragagötunni á þess- um tíma. Þá voru búðir á hverju horni, svo sem fiskbúð og kjötbúð og mikið og skemmtilegt mannlíf. Vantar hvunndagsmenningu Séra Auður Eir starfrækir Kvennakirkjuna í Þingholtsstræti 17 í huggulegu húsnæði sem hún á sjálf, og þessi borgarhluti er henni greini- lega hugleikinn. Hún hefur einnig mjög ákveðnar skoðanir á uppbygg- ingu borgarinnar. „Ég held að það eigi ekki að þétta byggð heldur á að byggja hverfin upp sem þorp, eða sjálfstæðar einingar. Síðan á að efla miðbæinn fyrir þá sem vilja búa hér eða vinna og ekki síður fyrir hina sem vilja heimsækja miðbæinn sér til skemmtunar. Það vantar meiri dagumferð um miðbæ- inn og það þarf að laða fólkið t.d. upp í Grjótaþorpið og vestur í bæ. Í Hljómskálagarðinum mætti t.d. hafa kaffihús eða eitthvað sem laðar að huggulega dagumferð um miðbæ- inn. Til að svo megi verða þarf að fá fleiri verslanir þangað, svo sem mat- vöruverslanir með kjötborði. Það er bara vitleysa að það sé gamaldags og úrelt að vera með kjötborð. Það vant- ar fiskbúðir og grænmetismarkaði. Það á að vera allt í miðbænum. Einnig handverksfólk og listamenn. Borgarbókasafnið gæti líka laðað að dagumferð. Þetta mikla næturlíf, eins og núna er, er mjög slæmt. Það verður að kippa þessu í liðinn og hlýt- ur að vera til fullt af þekkingu í þess- ari borg til gera það.“ Auður Eir og Þórður fluttu í Kópa- voginn eftir nokkurra ára búsetu á Bragagötunni, og búa þar enn. „Það skiptir mig hins vegar miklu máli hvar ég bý,“ segir Auður Eir. „Það er prýðilegt að búa í Kópa- vogi, en í raun þykir mér best geta verið í nálægð við miðbæinn og það er gott að vera með vinnustaðinn hér í Þingholtsstrætinu. Ég held að það skipti miklu máli fyrir andlega vel- ferð fólks að það geti haft það fyr- irkomulag sem því hentar best.“ Fyrstaheimilið Kældi eyrað á ísskápnum Morgunblaðið/Billi Bárugata 29 Steinhús byggt 1925 Þórður Örn Sigurðsson Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Bragagata 29 hef- ur tekið miklum stakkaskiptum síðan Auður Eir og Þórður bjuggu þar. lauga@mbl.is Efnisyfirlit Agnar Gústafsson ................................ 23 Ás ......................................................... 28-29 Ásbyrgi ...................................................... 40 Berg ............................................................. 43 Bakki ........................................................... 25 Bifröst ........................................................... 11 Borgir ................................................. 32-33 Brynjólfur Jónsson ............................. 48 Búmenn ..................................................... 45 Eign.is ......................................................... 38 Eignaborg ................................................... 31 Eignamiðlun ..................................... 20-21 Eignaval ..................................................... 36 Fasteign.is .................................................... 3 Fasteignamarkaðurinn ........................ 19 Fasteignamiðlunin ................................... 9 Fasteignamiðstöðin .............................. 15 Fasteignasala Íslands ............................ 5 Fasteignasala Mosfellsbæjar .......... 20 Fasteignastofan ...................................... 14 Fasteignaþing ......................................... 39 Fjárfesting ................................................ 42 Fold ............................................................... 34 Foss ................................................................. 6 Frón ............................................................... 16 Garðatorg ................................... 25 og 44 Garður ........................................................ 45 Gimli ....................................... 25 og 30-31 H-gæði ........................................................ 25 Híbýli ............................................................. 15 Holt ............................................................... 37 Hóll ............................................................... 35 Hraunhamar ................................... 22-23 Húsakaup ..................................................... 7 Húsið ............................................................. 17 Húsvangur ................................................... 8 Höfði ............................................................ 47 Kjöreign ....................................................... 12 Lundur ...................................................... 4-5 Lyngvík ...................................................... 44 Miðborg ....................................................... 10 Óðal – Framtíðin .................................... 23 Skeifan ......................................................... 13 Smárinn ...................................................... 41 Stakfell ........................................................ 31 Valhöll ................................................ 24-25 Þingholt ....................................................... 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.