Morgunblaðið - 03.07.2001, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 C 29HeimiliFasteignir
SUÐURBRAUT - FRÁBÆRT ÚT-
SÝNI Vorum að fá í sölu fallega 92 fm 3ja
herbergja íbúð á góðum ÚTSÝNISSTAÐ.
FALLEG EIGN MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI. Verð
10,2 millj.
MIÐVANGUR - FRÁBÆRT ÚT-
SÝNI Falleg 88 fm 3ja herbergja íbúð á 2.
hæð í góðu nýlega viðgerðu og máluðu fjöl-
býli á frábærum ÚTSÝNISSTAÐ VIÐ HRAUN-
JAÐARINN. Suðursvalir. Gufubað og frysti-
geymsla. RÓLEGUR OG GÓÐUR STAÐUR.
Verð 10,4 millj.
ÖLDUTÚN - EFRI SÉRHÆÐ Falleg
73 fm 3ja herbergja efri hæð í tvíbýli, ásamt 38
fm bílskúr. Tilboð.
MARÍUBAKKI - RVÍK Góð 84 fm íbúð
á 1. hæð á góðum stað. Stutt í alla þjónustu,
barnvænt umhverfi. Verð 9,9 millj.
2JA HERB.
MIÐVANGUR - LYFTUHÚS Falleg
2ja herbergja íbúð á 2. hæð í LYFTUHÚSI með
HÚSVERÐI. SÉRINNG. af svölum. Nýlegt park-
et. FALLEGT ÚTSÝNI. Verð 7,5 millj. (3049)
SUÐURGATA - SÉRHÆÐ Mikið end-
urnýjuð 58 fm jarðhæð með sérinngangi. Ný-
legt gler og gluggar, hiti og rafmagn. Parket
á gólfum. Verð 7,3 millj.
ÁLFHOLT - FALLEG OG BJÖRT
Falleg 67 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð í góðu ný-
lega máluðu fjölbýli. Stórar suðursvalir.
Fallegt útsýni.
FAGRAHLÍÐ - NÝLEG OG
FALLEG 71 fm 2ja herbergja íbúð í nýlegu
fjölbýli á góðum stað. Opin og björt eign. Stór-
ar suð-austursvalir. Verð 9,2 millj.
HVERFISGATA - RVÍK Frábær og
mikið endurnýjuð 2ja herbegja 64 fm RIS-
ÍBÚÐ. Sjón er sögu ríkari. Verð 8,8 millj.
KLAPPARSTIGUR - RVÍK. Flott íbúð
í gamla stílnum á 2. hæð. Góð lofthæð, rósett-
ur í kverkum og ofnum, falleg gólfefni. Eignarlóð
í Skuggahverfinu. Verð 6,6 millj.
TJARNARBRAUT - LAUS STRAX
Falleg 75 fm 2ja til 3ja herbergja íbúð á jarð-
hæð í góðu fjórbýli á góðum stað við TJÖRN-
INA. LAUS STRAX. Verð 8,2 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
HVALEYRARBRAUT - GOTT BIL
Mjög gott fullbúið 60 fm bil með snyrtingu,
kaffiaðstöðu og fl. Verð 4,8 millj.
FORNUBÚÐIR - NÝLEGT OG
GOTT Vorum að fá gott 96 fm bil á þessum
FRÁBÆRA STAÐ við HÖFNINA. Neðri hæð er
einn salur og á efri hæð er eldhús, snyrting m.
sturtu og geymsla og stórt skrifstofa með út-
sýni yfir höfnina.
SKÚTAHRAUN - GOTT BIL Gott 60
fm bil með góðum innkeyrsludyrum. Lofthæð
upp í 4,60 m. Malbikað plan. GÓÐ STAÐSETN-
ING.
SUMARBÚSTAÐIR
BJARKARBRAUT 27 - GRÍMS-
NESI GLÆSILEGUR 50 fm súmarbústaður á
góðum stað í landi Bjarkar við Minni-Borg í
Grímsnesi. Bústaðurinn sem er S.G. hús
stendur á 7000 fm “EIGNARLÓГ Rafmagn,
vatn, “HITAVEITA”. Ca. 60 fm timburverönd
með HEITUM POTTI. Verð 6,5 millj.
LÆKJARFIT - GARÐABÆ -
LAUS STRAX Talsvert ENDURNÝJUÐ
62 fm SÉRHÆÐ með SÉRINNGANGI á
jarðhæð í góðu STENI-KLÆDDU húsi á
góðum og rólegum stað við LÆKINN. Verð
7,6 millj. LAUS STRAX
HERJÓLFSGATA - FALLEGT
ÚTSÝNI Falleg 68 fm NEÐRI SÉRHÆÐ í
góðu fjórbýli. Sérinngangur. Gott útsýni út
yfir sjóinn. Verð 8,2 millj.
Á
LÓÐINNI þar sem Ísa-
foldarhúsið stóð í Aust-
urstræti 8, var fyrst
byggt árið 1824 þegar
Clement C. Thoroddsen skraddari
reisti sér þar hús. Þá voru takmörk
lóðarinnar að norðan Langa „Forto-
ved“, að vestan garður G. Petersen,
að sunnan Austurvöllur og lóð Robb
og P.C. Knudtsson.
Húsið stóð við Austurstræti og
snéri framhlið þess að Austurvelli
með garði fyrir framan. Það var
grindarhús með tígulsteinum í hluta
grindarinnar, borðaklætt og tjargað
á þrjá vegu en suðurhliðin var mál-
uð. Skúrbygging var við norðurhlið
þess og kamar við austurgaflinn.
Í júlí 1831 kaupir Guðlaugur
Sívertsen kaupmaður eignina. Í júní
1834 er húsið selt á uppboði og kaup-
ir það Wejl & Gerson í Kaupmanna-
höfn.
Margrét Andrea Knudsen, ekkja
Lars Knudsens kaupmanns, verður
eigandi þess 1836, en þá var húsið í
daglegu talið kallað Skraddarahús.
En eftir að ekkjan eignaðist það var
það oftast nefnt Maddömuhús og
stundum Sýslumannshús eftir að
tengdasonur ekkjunnar, Þórður
Guðmundsson sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, fluttist
þangað, en hann átti þar heima í
nokkur ár.
Árið 1846 keypti J. J. Billenberg
skósmiður íbúðarhúsið og ári síðar
reisti hann á norðurhluta lóðarinnar
pakkhús 10 x 12 álnir að grunnfleti.
Hann seldi Toft beyki austurhluta
lóðarinnar árið 1855, sem þá var
kallaður eldhússgarðurinn. Toft
reisti sér þar hús sem síðar var núm-
er 10 við Austurstræti. Í október
1856 selur Billenberg O. Guðjónssen
eignina. Í maí árið 1860 er eignin
komin í eigu G. Lambersen sem fær
leyfi til að lengja íbúðarhúsið til
austurs og byggja við það skúr.
Nýtt hús 1886
Árið 1886 kaupir Björn Jónsson
ritstjóri eignina. Hann lét rífa húsið
og sama ár reisti hann annað hús á
lóðinni, sem enn stendur og hefur
verið flutt í Aðalstræti.
Á meðan húsið var í smíðum var
gerð á því brunavirðing. Samkvæmt
henni er það tvílyft grindarhús á
kjallara, borðaklætt með járn-
klæddu mansardþaki, 21 x 16 álnir
að grunnfleti. Þegar virðingin var
gerð var búið að fullgera neðri hæð-
ina.
Í henni voru fjögur herbergi þilj-
uð með borðum og með tvöföldum
loftum, öll máluð. Kjallari var undir
húsinu öllu, í honum voru átta her-
bergi og voru veggir múrsléttaðir.
Þegar þessi virðing var gerð var
hvorki búið að innrétta efri hæðina
né risið.
Í nóvember sama ár var húsið
næstum fullgert. Þá var það tekið
aftur til virðingar og segir þar að
kjallari og neðri hæð séu óbreytt frá
fyrri virðingu að öðru leyti en því, að
bætt hefur verið í kjallarann einum
innmúruðum vatnspotti, og á fyrstu
hæð þremur ofnum.
Uppi á lofti eru herbergin fullbú-
in, tvö af þeim eru með veggjapappír
og eitt þiljað með borðum; öll með
tvöföldum loftum og máluð. Fjórða
herbergið er þiljað og málað en með
einföldu lofti. Á þessari hæð er ein
eldavél og þrír ofnar til upphitunar.
Á efsta lofti eru fimm herbergi, þilj-
uð með einföldum loftum. Eitt her-
bergið er málað, hin ómáluð, þar eru
tveir ofnar til upphitunar.
Fjölskylda Björns Jónssonar bjó
á efri hæðinni og þaklyfti hins nýja
húss og á neðri hæðinni var Ísafold-
arprentsmiðja sem stofnuð var 1877.
Björn Jónsson fæddist í Djúpadal
í Gufudalssveit 8. október 1846. Son-
ur Jóns Jónssonar bónda þar og
konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá
Látrum.
Björn Jónsson varð stúdent frá
Reykjavíkurskóla 1869. Hann fór ut-
an 1871 og stundaði nám í lögum við
Háskólann í Kaupmannahöfn. Björn
stofnaði vikublaðið Ísafold árið 1874
og var ritstjóri þess til ársins 1909.
Hann lagði mikla rækt við íslenska
tungu og var skörulegur ræðumað-
ur.
Kona hans var Elísabet, dóttir
séra Sveins Níelssonar á Staðarstað.
Börn þeirra voru: Guðrún, Sigríður,
Sveinn fyrsti forseti landsins og
Ólafur, sem tók við ritstjórn Ísafold-
ar af föður sínum. Eftir Björn Jóns-
son liggur mikið af rituðu máli bæði
þýddu og frumsömdu. Einnig Ís-
lensk stafsetningarorðabók og
dönsk orðabók.
Fyrsta tölublað Ísafoldar kom út
9. september 1874 og var prentað í
prentsmiðju Einars Þórðarsonar
sem áður var Landsprentsmiðjan. Á
fyrstu árum blaðsins virðist það hafa
verið á hálfgerðum hrakólum; fyrst í
Túngötu 1, síðan á Túngötu 2 eða
þar til húsið í Austurstræti 8 var
byggt.
Einar seldi prentsmiðjuna ásamt
bókum og öðru sem henni tilheyrðu
Birni Jónssyni ritstjóra sem samein-
aði hana Ísafoldarprentsmiðju.
Upphaf þessarar prentsmiðju var
prentsmiðja Jóns Arasonar biskups
á Hólum en prentsmiðjan hafði víða
verið sett niður og má þar nefna
Breiðabólstað í Vesturhópi, Núpa-
fell, Skálholt, Hlíðarenda í Fljótshlíð
og nokkra staði í Borgarfirði. Síðast
áður en prentsmiðjan var flutt til
Reykjavíkur, var hún í Viðey.
Langur ferill
Á þessum langa ferli prentsmiðj-
unnar sem spannar yfir 425 ár var
hún smám saman endurnýjuð.
Prentsmiðjan hafði eignast hrað-
pressu þegar hún sameinaðist Ísa-
foldarprentsmiðju, sem var þó á
engan hátt eins hraðvirk og pressa
sú sem Ísafoldarprentsmiðja hafði
keypt frá Englandi.
Árið 1894 lét Björn rífa geymslu-
húsið á lóðinni og byggði annað í
staðinn, 19 x 9 álnir að grunnfleti og
var hluti þess notaður fyrir geymslu,
hinn undir fjós og hlöðu. Vísaði vest-
urgafl þess að Vallarstræti og voru
kýrnar reknar um sundið sem var á
milli fjóssins og íbúðarhússins og
var það nefnt Beljusund.
Um 1939 var þetta pláss tekið
undir bókband. 1896 var geymslu-
húsið lengt til norðurs jafnlangt hús-
hliðinni. Þau skilyrði voru sett að
hækka eldvarnarvegg á milli
geymsluhússins og næsta húss við
svo að hann næði 6 þumlunga upp
fyrir þak geymsluhússins. Í þessari
viðbyggingu var afgreiðsla og bók-
band.
Árið 1906 var byggður prentvéla-
skúr, 21 x 7 álnir að grunnfleti aust-
an við húsið. Skúrinn náði jafn langt
í norður og aðalhúsið. Þau skilyrði
voru sett að ef færa þyrfti íbúðar-
húsið innar vegna breikkunnar á
Austurstræti skyldi skúrinn færður
jafn langt inn og það. Árið 1919 voru
blaðaafgreiðslan og skrifstofur til
húsa í þessari byggingu og 1959 var
þar verslun. Prentvélaskúr var
byggður úr steinsteypu Austurvall-
armegin við húsið árið 1919.
Ísafoldarprentsmiðja var raflýst
árið 1899. Vél sem gekk fyrir olíu
framleiddi rafmagnið og sá ná-
granninn, Eyjólfur Þorkelsson, úr-
smiður, um framkvæmdina. Eyjólf-
ur leiddi einnig rafmagn frá vél
þessari í úrsmíðavinnustofu sína í
Austurstræti 6.
Þegar Björn Jónsson varð ráð-
herra flutti hann úr húsinu og seldi
það Ólafi syni sínum, sem sá um út-
gáfu Ísafoldar allt til dánardags 10.
júní 1919.
Ólafur Björnsson var einn af
stofnendum Morgunblaðsins 1913
og var blaðið prentað í Ísafoldar-
prentsmiðju. Afgreiðsla blaðsins var
þar og einnig skrifstofur þar til
Morgunblaðshöllin í Aðalstræti 6
var byggð. Ísafoldaprentsmiðja var
rekin í húsinu til ársins 1942 en þá
fluttist hún í Þingholtsstræti 5.
Í gegnum tíðina hefur verið ýmiss
konar rekstur í þessu húsi og skúra-
byggingunum við það. Um árabil var
þar bókabúð Ísafoldar og var versl-
unin á tveimur hæðum. Bækur á ís-
lensku voru niðri ásamt ritföngum
en á efri hæðinni voru seldar erlend-
ar bækur. Í þessu plássi var síðast
verslun með íslenskan ullarfatnað
en ýmiss konar starfsemi var þar í
millitíðinni.
Seinna flutti Bókabúð Ísafoldar í
viðbygginguna austan við húsið og
þá var gengt inn frá Vallarstræti í
gegnum verslunina og út í Austur-
stræti. Um árabil var í húsinu skó-
verslun. Árið 1962 var verslunar-
gluggum á götuhæð breytt.
Í viðbyggingunni Vallarstrætis-
megin var til margra ára rekið nota-
legt kaffihús „Nýja - kökuhúsið.“ Í
nokkur ár var verslað með antík-
muni á götuhæð hússins og á síðustu
tímum hússins á upphaflega staðn-
um var skartgripa- og gjafavöru-
Gamla Ísafoldarhúsið, sem áður stóð við Austurstræti, var flutt að Aðalstræti 12 og er eitt fallegasta hús borgarinnar.
Trégrind hússins, sem tekin var í sundur fjöl fyrir fjöl og hver þeirra merkt. Síð-
an var grindin sett upp aftur nákvæmlega eins á nýja staðnum, Aðalstræti 12.
Ljósm./Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Þessi mynd af Ísafoldarhúsinu við Austurstræti 8 var tekin á síðustu öld.
Ísafold-
arhúsið
Í Ísafoldarhúsinu hóf
Morgunblaðið göngu sína
og það er talið vera
fyrsta raflýsta húsið á
landinu. Freyja Jóns-
dóttir rifjar upp sögu
hússins.
SJÁ SÍÐU 31