Morgunblaðið - 17.07.2001, Page 8

Morgunblaðið - 17.07.2001, Page 8
LANDSMÓTIÐ Á EGILSSTÖÐUM 8 B ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓREY Edda Elísdóttir var ánægð með tvær tilraunir sínar við nýtt Íslandsmet í stangarstökki en að sama skapi dálítið vonsvikin yfir að hafa ekki náð því. „Ég nálgast metið, ég var nær núna en á meistaramótinu um síð- ustu helgi. Ég held ég hafi verið vel yfir í fyrsta stökkinu, en dreif ekki nóg inn í stöngina og hefði þurft að keyra aðeins betur í lok- in. Ég er bjartsýn á að þetta fari að koma – mér finnst orðið stutt í metið,“ sagði Þórey Edda. Spurð hvort hún sæi fyrir sér fimm metranaþegar hún færi að sofa á kvöldin, sagði hún svo ekki vera: „Ég sé nú ekki svo langt ennþá. Maður setur sér eitt mark- mið í einu og reynir að ná því. Það var virkilega gaman að keppa hérna. Það var dálítið kalt þegar það fór að rigna, en allar aðstæður eru fínar og það var virkilega gaman að hafa alla þessa áhorf- endur sem hjálpuðu mikið,“ sagði Þórey Edda sem hélt af landi brott á mánudagsmorguninn ásamt Völu. Þær keppa í vikunni í Stokk- hólmi, síðan í Lundúnum og koma því næst heim. Hér gera þær stuttan stans því daginn eftir fara þær til Kanada á heimsmeist- aramótið í byrjun ágúst. Keppnin hófst á hádegi á sunnu-daginn og um morguninn hafði verið ágætt veður og áhorfendur fjölmenntu í brekkuna við Vil- hjálmsvöll. Talið er að þegar mest var, við stangarstökkskeppnina, hafi verið um 5.000 manns að fylgj- ast með. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tólf kom hellirigning og kliður fór um brekkuna. En þetta var aðeins skúr og fljótlega stytti upp. Stúlkurnar fimm, Þórey Edda og Vala, bandarísku stúlkurnar Melissa Müller og Kellie Shuttle auk Hönnu Miu Persons frá Svíþjóð fengu ágætis veður. Þegar Vala fór út á brautina í fyrsta sinn var tekið vel á móti henni og sólin kom fram úr skýjunum um stundarsakir. Vala fór yfir 4,01 metra og það gerðu stúlkurnar allar. Næst var hækkað í 4,21 og fyrst var sænska stúlkan sem gerði þarna atlögu að sænska metinu. Hún felldi í þrígang eins og Müller og Vala þannig að Shuttel og Þórey Edda voru tvær eftir og stöngin sett í 4,31. Þórey Edda fór yfir 4,21 í fyrstu til- raun en Shuttel í annarri þannig að Þórey Edda var með forystu. Báðar fóru þær yfir 4,31 í þriðju og síðustu tilraun og nú var hækkað í 4,51, reynt skyldi við Íslandsmetið. Fyrsta tilraun Þóreyjar Eddu var fín, hún var vel yfir ránni en náði ekki að koma sér frá henni áður en hún lagði af stð niður úr háloftun- um. Önnur tilraun hennar mistókst en í þeirri þriðju var hún hársbreidd frá því að setja met, en það tókst ekki og hún verður að bíða enn um sinn. Miðað við tilraunir hennar við metið er alveg ljóst að metið fellur fyrr en síðar. ENN verður einhver bið á því að Íslandsmet Völu Flosadóttur í stangarstökki, 4,50 metrar síðan á Ólympíuleikunum í Sydney, verði slegið. Þórey Edda Elísdóttir gerði harða hríð að því á síðasta degi landsmóts UMFÍ á Egilsstöðum, var mjög nærri því að fara yfir 4,51 metra í tvígang, en metið hélt. Íslandsmetið hélt velli Morgunblaðið/Þorkell Þórey Edda Elísdóttir slappar af áður en hún stekkur, en sænska stúlkan Hanna Mia Person er tilbúin að stökkva. Þórey Edda Elísdóttir nálgast Íslandsmet Völu í stangarstökki Það er orðið stutt í metið Morgunblaðið/Þorkell Þórey Edda reynir við Íslandsmetið, en felldi naumlega. Ég keppti fyrst á Hvanneyri ogsigraði þar í þremur hlaupa- greinum og komst í úrslit í lang- stökki þar sem ég endaði í þriðja sæti. Annars var fyrsta mótið mitt drengja- meistaramótið 1942, þá buðu KR-ingar mér og Tómasi Árnasyni að taka þátt. Mótið var haldið í Reykjavík og ég man að ég fór akandi suður og það tók tvo daga en ég held að Tómas hafi far- ið með skipi, en við urðum sam- ferða austur að mótinu loknu. Ég náði að sigra í 100 metra hlaupinu en þarna kepptu margir góðir pilt- ar, upprennandi stjörnur í íþrótt- inni hér á landi. Við Tómas fórum austur með fimm meistarastig, ég vann í 100, 400 og langstökki og Tómas í spjótkasti og stangar- stökki auk þess sem hann komst í úrslit í kúlu og kringlu, náði meðal annars að sigra Jón Sigurðsson. Þetta var mikil frægðarför okkar Austfirðinganna og ég náði að setja Íslandsmet drengja í 400 metrun- um og kempan Finnbjörn Torfason varð að sætta sig við annað sætið. Ég keppti á næstu fjórum lands- mótum og endaði á Akureyri 1955 með því að keppa í 4x100 metra boðhlaupi með Vilhjálmi Reynis- syni, Guðmundi Hallgrímssyni og Rafni Sigurðssyni. Við settum landsmótsmet í greininni og mér skilst að það hafi staðið ansi lengi.“ Þrátt fyrir að aðstæður hafi breyst mikið til hins betra þá hlaupa menn 100 metrana ekki mikið bet- ur en Guttormur gerði á sínum tíma og hann hefði farið langt með að sigra í 100 metrunum í ár miðað við hans besta tíma. „Aðstæðurnar hafa breyst mikið. Við kepptum venjulega á grasvelli og oft var þetta hálfgerður mosi sem við hlupum á, það var bara í Reykjavík sem við komumst á mal- arbrautir. Aðstaðan hér á Egils- stöðum er sérlega glæsileg og allt umhverfið er svo fallegt að þetta á sér enga hliðstæðu hér á landi. Íþróttamennirnir standa sig ágætlega en mér finnst ansi mikil lægð í frjálsíþróttum hér á landi. Raunar virðist þetta ganga dálítið í bylgjum og það er gaman að fylgj- ast með vaskri sveit frá Skagafirði, þar virðast frjálsíþróttir vera í blóma. Ég vil helst kenna fjölmiðl- unum um hvernig komið er fyrir íþróttinni því þeir gera henni allt of lítil skil. Máttur fjölmiðla er mikill og hann er vandmeðfarinn og þetta á við á miklu fleiri sviðum en íþróttum,“ sagði Guttormur sem var síðan rokinn til að veita verð- laun fyrir 100 metra hlaup karla. „Ég sagði piltunum að þeir yrðu að standa sig vel, annars fengju þeir engin verðlaun,“ sagði hlauparinn gamalkunni og hafði greinilega gaman af, enda fylgist hann vel með þrátt fyrir að 46 ár séu liðin síðan hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Guttormur Þormar heiðursgestur Morgunblaðið/Þorkell Guttormur Þormar, heiðurs- gestur landsmóts UMFÍ. GUTTORMUR Þormar frá Geitagerði í Fljótsdal var heiðursgestur landsmótsins, en hann er 78 ára gamall og keppti á árum áður í frjálsum íþróttum þar sem stjarna hans skein skærast í hlaupum þótt hann væri vel liðtækur í langstökki og þrístökki. Guttormur keppti á fimm landsmótum, varð stigahæsti einstaklingurinn á sínu fyrsta móti, á Hvanneyri 1943 en þar sigraði hann í 100, 200 og 400 metra hlaupi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.