Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir BORDEAUX-vín hafa veriðmikið í fréttum undanfariðvegna ótrúlegra verð-hækkana. Það vill því gjarnan gleymast að nær öll fram- leiðsla þessa þekktasta vínfram- leiðsluhéraðs Frakklands er á við- ráðanlegu verði. Ekki spillir það heldur fyrir ánægjunni að sumir af bestu fram- leiðendum héraðsins eru farnir að einbeita sér að venjulegum vínum ekki síður en ofurvínum. Eitt stærsta nafnið í vínheiminum í Bordeaux er Jean-Michel Cazes, sem nýlega dróg sig í hlé sem stjórnandi víndeildar AXA- samsteypunnar. Hann heldur þó áfram um taumana á fjöl- skyldubúgarðinum Lynch Bages og nokkrum öðrum af þekktustu vínhúsum héraðsins. Lynch-nafnið notar hann einnig á línuna Michel Lynch sem kom fyrst á markað á síðasta áratug. Michel Lynch var borgarstjóri Pauillac á tímum frönsku bylting- arinnar og hann varð ansi stórtækur í vínrækt hér- aðsins og hann byggði upp orðstír Bages- víngerðarhússins. Það er einmitt vín- gerðarliðið frá Lynch Bages sem sér um framleiðsluna á þessu víni og gefur það ansi mikið fyrir vín sem kostar einungis 990 krónur í reynslusölu. Vissulega ekki bolti en fyrir peninginn alveg geysilega gott. Ég smakkaði nýlega þá tvo árganga sem nú eru á mark- aðnum: Michel Lynch Bordeaux Rouge 1998 ilmar af sedrus- viði (vindlakassa) og mildri eik. Dökkur berjaávöxtur í munni, ljúft með mildu vindlatóbaki og súkkulaði. Ljúffengt vín og mjög góð kaup. 1997-árgangurinn nokkuð ólíkur, þrosk- aður og reykmikill, blýantur í nefi og dökkur ávöxtur. Í munni vel bal- anserað og vandað. Tvö þýsk hvítvín eru nú í reynslusölu. Moselland Classic Riesling Spätlese 1999 hefur ágætan Ries- ling-karakter, grænn ilmur, nokkuð sætt í munni með áberandi möndlubragði. Louis Guntrum Schäurebe Kabinett 1998 er selt í bleikri flösku en er í raun hvítvín. Ilmur af berjasafa og rifsberjum. Allsætt og nokkuð bragð- mikið. Steingrímur Sigurgeirsson Michel Lynch Sá sem borðar fisk og kjöthann frændur sína étur…En gott er að borða gul-ræturnar, grófa brauðiðsteinseljuna o.s.frv… kyrjaði Lilli klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. „Úti er alltaf að snjóa, ekki gráta elskan mín þó þig vanti vítamín, ávexti eigum við nóga, melónur og vínber fín“ er annar texti margfrægur orðinn þar sem hollusta grænmetis og ávaxta er ítrekuð á skemmtilegan hátt. Hvorki er ætlunin að predika hér um frændsemi manna og að- skiljanlegra dýra né að það sé sið- laust eða ógeðfellt að leggja sér þau til munns, síður en svo. Þessi pistill er hins vegar helgaður ávöxtum að öllu kjöti og fiski ólöst- uðu. Það verður að játa að ávextir og grænmeti hafa einhvern veginn mun ljóðrænna gildi en kjötmeti og bera af sér nautnafyllri þokka. Ýmis ávaxta- eða grænmetisheiti eru t.d. notuð yfir hinn elskaða eða elskuðu í ýmsum tungumálum og nokkur dæmi um það eru: hin enska „peach“ (ferskja), hin ís- lenska rúsína og hið ítalska „la mia fragolina“ (litla jarðarberið mitt). Ítalirnir sækja reyndar slík gælu- nöfn einnig mikið í dýraríkið sbr: „la mia gazzella“ (gasellan mín), „il mio cucciolo“ (hvolpurinn minn) og „la mia coccinella“ (maríubjallan mín). Það er gaman að velta fyrir sér hvort hin einu og sönnu Adam og Eva hafi haft slík ávaxta-, græn- metis-, eða dýragælunöfn um hvort annað. Líklegra einhvern veginn að þau hafi þá verið úr jurtaríkinu finnst manni. Í Gamla testament- inu er þó ekki kveðið á um, hvers konar ávextir uxu á skilningstrénu en listamenn seinni tíma hafa gjarnan séð fyrir sér epli, þennan rauða, freistandi, safaríka ávöxt… Vel er því hægt að gera því skóna að undir seiðmagni freistingarinn- ar hefðu þau Adam og Eva vel get- að hugsað eitthvað svipað og Erica Jong í eftirfarandi smáljóði: því ávaxtabragðið er draumur tungunnar og roði eplisins ástríða augans. Í öðru ljóði lýsir Erica samruna tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni. Sú lýsing gæti jafnframt átt prýðilega við Adam og Evu í ald- ingarðinum: Bless, veifaði hann, á leið inn í eplið, álfkonuna rauðu. Hold hennar dökknar leiki of lengi um það loft og hún opnaði fullkomnar kinnarnar til að bjóða honum inn. Hún tók við honum. Garðurinn hringsnerist Í mjúkri holdslikju hennar. Bless. Eftir þetta ástríðuþrungna ljóð vindum við okkur yfir í ávaxtasalöt af ýmsum toga. ÁVAXTASALAT MEÐ GÚRKU Að mati undirritaðrar eiga eftir- réttir að vera léttir og frískandi. Of saðsamir eftirréttir geta eyði- lagt heilu matarboðin; öll orka gestanna fer þá í að melta, og þeir sitja sljóir til augnanna og geta fregnað af fáu. Þetta salat er létt í maga og sáraeinfalt í undirbúningi. Uppskriftin er handa fjórum. 200 g gúrka 2 epli 2 appelsínur 2 msk jarðarberjasulta Þvoið gúrkuna, skerið hana í tvennt eftir endilöngu, síðan í litla bita, gjarnan dálítið óreglulega. Afhýðið ávextina og skerið í litla bita. Blandið gúrku og ávöxtum saman í skál, hrærið sultuna var- lega saman við og kælið salatið áð- ur en það er borið fram. MELÓNUSALAT MEÐ MYNTU OG KAMPAVÍNI Þetta hentar bæði sem ljúffengur og svalandi „fordrykkur“ og er þá sett meira af víni en minna af ávöxtum í melónuhelmingana, eða sem frískandi eftirréttur. Fyrir 4: 2 cantaloupemelónur 1 búnt fersk mynta 4 tsk sykur þurrt kampavín Skerið melónurnar í tvennt og skafið melónukjötið innan úr berk- inum með sérstakri melónuskeið þannig að úr verði litlar kúlur. Komið kúlunum fyrir í melónu- helmingunum og stráið sykri yfir. Merjið myntulauf (magn eftir smekk) í mortéli og blandið saman við melónukúlurnar. Berið fram. Hellið kampavíni ofan í melónu- helmingana (magn eftir smekk) fyrir framan gestina (það er mun áhrifameira). Þegar menn eru orðnir mettir af nautakjöti eins og oft gerist á grill- andi sumardögum þessa lands er fátt eins frískandi fyrir bragðlauk- ana og hvetjandi fyrir blóðrásina og ferskt ávaxtasalat, t.d. á borð við það sem hér fer á eftir. Upp- skriftin er fyrir fjóra, undirbún- ingstími er u.þ.b. 15 mín. Gætið þess aðeins að hráefnið sé vel kælt áður en þið hefjist handa. FERSKT ÁVAXTASALAT 4 bananar 2 appelsínur 3 msk romm (má sleppa) 3 dósir af hreinni jógúrt u.þ.b. 6 msk strásykur Afhýðið ávextina, sneiðið niður bananana og skerið appelsínurnar í litla bita. Hellið rommlögginni yfir. Setjið jógúrtina og sykurinn í salatskál, gjarnan glerskál og hrærið hressilega í. Setjið ávaxta- bitana saman við og berið fram. TUTTI FRUTTI ÁVAXTASALAT Þetta krúttlega nafn „tutti frutti“ er ítalska og þýðir „allir ávextir“. Það er notað sem heiti á salötum eða ís sem er búinn til úr mörgum ávaxtategundum. Hér á undan voru hugmyndir að ávaxtasalötum, en möguleikarnir við að setja sam- an hressandi ávaxtasalat eru óþrjótandi og um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. T.d. má bita eða sneiða niður app- elsínur, greipaldin og banana, og skreyta salatið með rúsínum. Ekki spillir að bragðbæta salatið með ögn af pastís. Einnig má blanda saman bönunum, eplum, greipald- ini og skreyta með söxuðum val- hnetum. Verði ykkur að góðu! Álfheiður Hanna. Létt í lund með létt í maga Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir STÓRHÖFÐA 21 sími 545 5500 RÝMINGARS ALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.