Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 B 5 Wiesbaden eins og falinn konfektmoli Gestir geta gælt við bragð- laukana  RÍKISSTJÓRN Malasíu er sökuð um að leyna upplýsingum um hættulega loftmengun þar í landi, til þess að fæla ekki ferðamenn frá, að því er kemur fram í breska blaðinu Sunday Times. Nýlega var mengun það mikil á Kuala Lumpur-svæðinu að loka þurfti skólum og koma í veg fyrir leiki barna utan dyra. Yfirvöld hafa samt sem áður ekki gefið upp hve mikil mengunin er en viðurkenna að þau óttist af- leiðingarnar sem væru hugsanega þær sömu og árið 1997, þegar þykk þoka varð til þess m.a. að ferðamönnum fækkaði og tapið varð tæpir tuttugu milljarðar íslenskra króna. Loftmengun mikil í Malasíu „ALGENGAST er að íslenskir ferðamenn í útlöndum fái mat- areitrun þegar þeir borða tilbúinn mat sem keyptur er af götusölum, en öruggast er að borða á einka- heimilum,“ segir Helgi Guðbergs- son yfirlæknir Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. Hann segir mestu hættuna á að fólk fái nið- urgang vegna matarsýkingar í þróunarlöndunum, þar sem vatns- veitur og fráveitur geti verið ófull- komnar, erfiðleikar verið með hráefni og ekki nægt hreinlæti til staðar, t.d. í Mið-Ameríku, á sum- um svæðum S-Ameríku, þróunar- löndum Afríku, Mið-Austurlönd- um og S-Asíu. „Annars getur fólk verið óheppið alls staðar, ég man til dæmis eftir íþróttaliði sem fór í keppnisferð til Tyrklands og hafði fengið nákvæmar leiðbeiningar um hvernig ætti að passa sig á matarsjúkdómum aður en farið var af stað. Í Tyrklandi gekk allt vel en síðan var millilent í London þar sem farið var á skyndibitastað og eftir það urðu margir veikir.“ Sprauta vatni í vatnsmelónur til að þyngja þær Ferðafólk ætti að varast hrátt kjöt, hráan skelfisk, ógeril- sneyddar mjólkurvörur og hrátt grænmeti á veitingahúsum að sögn Helga. „Yfirleitt er í lagi að borða ferska ávexti sem maður þarf að afhýða en sums staðar er vatni sprautað inn í vatnsmelónur til að þyngja þær og þannig geta skaðlegir gerlar borist inn í ávöxt- inn.“ Hann segir ís sem keyptur er af götusölum geta verið vara- saman en einnig geti gerlar verið í ísmolum sem settir eru út í drykki. „Ég ráðlegg fólki að halda sig við innlendan mat á hverjum stað, soðinn og steiktan og drekka drykki sem keyptir eru í lokuðum ílátum. Sé það gert sleppur fólk yfirleitt við að fá í magann á ferða- lagi. Að mati Helga er skynsam- leg hegðun gagnvart mat og hreinlæti í fríinu lykilatriði til að forðast matarsjúkdóma. „En fólk má samt ekki vera of hrætt við þá, hluti af góðu fríi er auðvitað að kynnast matarmenningunni í hverju landi.“ Ferðafólk fær oftast í magann af skyndibitamat Reuters Hluti af góðu fríi er að kynnast matarmenningunni í hverju landi.  Á www.cdc.gov er að finna ítarlegar upplýsingar fyrir ferðafólk um matar- sjúkdóma.  AF ÖLLUM heimsins stöðum er nú í bígerð, að koma upp risastóru skíðasvæði í stórborginni Mumbai (Bombay) á Indlandi, í lok þessa árs, að því er segir í Sunday Times. Mumbai er þekkt fyrir allt annað en snjókomu og kulda, en fyrirtæki frá Dubai lætur það ekki aftra sér, um fimm milljörðum króna skal eytt í byggingu vetrarmiðstöðvar sem þekja á um 9.000 fermetra. Sannkölluð alpastemmning mun ríkja, með gervisnjó og gerviskýjum á himni, auk ísskautasvæðis og ísborgar þar sem getur m.a. að líta skúlptúra úr ís, af Eiffel-turni og Stóra Ben. Á skíðum í Mumbai FERÐAVENJUR Íslendingaeru að breytast, ferðirnar eru fleiri og styttri, og ferðir sem sameina borg og strönd sækja í sig veðrið. „Þriggja vikna sólar- landaferðirnar sem voru alltaf al- gengastar hafa styst niður í tveggja vikna ferðir en einnig er mjög algengt að fólk fari í viku- langar sólarlandaferðir sem þekktist ekki fyrir nokkrum ár- um,“ segir Auður Björnsdóttir framleiðslustjóri Samvinnuferða/ Landsýnar. „Þá kjósa margir að fara í stutta sólarlandaferð á sumrin og síðan í borgarferð á öðrum tíma ársins.“ Hún segir fólk frekar tilbúið til að fara í ferðir með skömmum fyrirvara en áður var. Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða tekur í sama streng og segir um 60% sólarlandafara kjósa tveggja vikna ferðir. „Þetta er greinileg þróun sem verður skýrari með hverju árinu.“ Auk- inn áhugi er einnig á ferðum sem sameina borg og strönd, að sögn Andra. „Vinsælt er að fara í tveggja vikna ferðir til Barcelona þar sem 4-5 dögum er eytt í borg- inni og síðan slappað af á strönd- inni á eftir.“ Hann segir barna- fólkið þó mikið til halda sig við ströndina, enda þægilegt að vera með börn á slíkum stöðum, það fari þá frekar í dagsferðir til borganna. Fólk vill fjölbreyttari ferðir Páll Þór Ármann markaðs- stjóri Úrvals-Útsýnar segir mynstrið greinilega hafa breyst. „Til dæmis heyra fjögurra vikna sólarlandaferðirnar sem voru talsvert algengar fyrir nokkrum árum til undantekninga núna.“ Vinsælt er að fara í tveggja vikna ferð í sólina á sumrin og síðan skjótast í borgarferð eða stutta sérferð á fjarlægar slóðir á vet- urna. „Aukið framboð ferða og lækkað verð er líklega ástæðan fyrir því að fólk fer oftar. Það kýs fjölbreyttari ferðir og vill sjá og læra meira en áður, en virðist vera minna fyrir að flatmaga í sól- inni vikum saman.“ Íslendingar í styttri sólarlanda- ferðir en áður Morgunblaðið/Ómar Áhugi Íslendinga á að flatmaga í sól vikum saman virðist hafa minnkað. MÓSAÍKGERÐ fyrir mæðgur og legókubbanámskeið fyrir feðga verða meðal viðburða á fjölskyldu- og listahátíðinni Listasumar á Súðavík sem haldin verður dagana 9.-12. ágúst. Súðavíkurhreppur, Sumarbyggð í Súðavík og FÍH standa að hátíðinni sem haldin er í þriðja sinn, en markmið hennar í upphafi var að styrkja ímynd Súðavíkur eftir snjóflóðin 1995, að sögn Soffíu Vagnsdóttur, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar. Jazztónleikar, sveitaball og fjölskyldukaffi Meðal viðburða á dagskránni eru jazztónleikar Jóhönnu Vigdís- ar Arnardóttur, leik- og söngkonu, varðeldur og sveitaball á laugar- dagskvöldið og tónlistarmessa og fjölskyldukaffi á sunnudeginum. Hún segir nóg af tjaldstæðum á svæðinu og ýmiss konar afþrey- ingu í boði fyrir ferðamenn, eins og t.d. siglingu um Jökulfirði. „Súðavík er dálít- ið svipuð ferða- mannastöðunum á Spáni, íbúafjöldinn eykst um helming yfir sumartímann,“ segir Soffía. Eftir snjóflóðið, var reist þorp á nýjum stað en gamla þorpið fékk að halda sér og kallast nú Sumar- byggð. Þau hús eru nú notuð sem sumarhús enda að- eins íbúðarhæf yfir sumartímann. „Sum húsanna voru seld til ein- staklinga og félagasamtaka en hreppurinn á einnig hluta húsanna og eru þau leigð út til ferðamanna til lengri eða skemmri tíma.“ Fjölbreytt dagskrá í Súðavík Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Húsin í gamla þorpinu á Súðavík eru nú notuð sem sumarhús.  Upplýsingar um útleigu húsanna má fá í síma 456- 4986 eða með því að senda tölvupóst á sum- arbyggd@suðavik.is.  ÞEIR sem fljúga til Ástralíu, Nýja-Sjálands eða Indlands eiga það á hættu að verða úðaðir með skordýraeitri þegar þeir bíða þess að ganga frá borði eftir lendingu til að tryggja að skordýr berist ekki til landanna, að því er kemur fram í tímaritinu Traveller. Skordýraeitrið sem notað er hefur verið bannað í Bandaríkjunum og er sagt sérlega hættu- legt fyrir ungbörn. Oft er efninu úðað þegar vélarnar eru tómar, en oft kemur fyrir að flugfreyjur og flugþjónar verða að úða eitrinu í gegnum loftræstikerfi vélanna á meðan farþegarnir eru enn um borð. Þá eru farþeg- arnir varaðir við og þeim bent á að halda fyrir vit sér til að verjast eitrinu. Þó að eitrið sem um ræðir sé bannað í Bandaríkj- unum er það ennþá leyft af Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni og því sjá ástralskir ráðamenn ekkert því til fyrirstöðu að nota efnið og telja ólík- legt að notkun þess verði hætt. Skordýraeitri úðað á flugfarþega  DANSKA matvælaeftirlitið hefur vakið athygli á að hreinlæti á sumum veitingastöðum í Tívolí, skemmtigarðinum vinsæla í Kaupmannahöfn, sé ábótavant. Gríðarlegt magn af humri og kjúklingi var fjarlægt frá veitinga- og kaffistaðnum Classal- ens þar sem hann lyktaði illa, samkvæmt frétt á aftenposten.dk. Fleiri veitingastaðir hafa hlotið ákúrur og því þykir ljóst að eftirmálar verða for- ráðamönnum skemmtigarðsins erfiðir. Vondur matur í Tívolí mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.