Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. GSM- símakort með dönsku símanúmeri. Á heimasíðu má velja sumarhús og orlofsíbúðir, panta bílaleigubíl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. Sími 456 3745 Netfang fylkirag@snerpa.is . Heimasíða www.fylkir.is . NÁTTÚRAN KALLAR! W IESBADEN, höfuðborg sambandsríkisins Hessen í Þýskalandi, er lítil borg að mati heimamanna. Einkum þó samanborið við ná- grannaborgina Frankfurt, miðstöð fjármála og viðskipta í Þýskalandi, en borgir eins og Bonn, Köln og Darm- stadt eru ekki langt undan. Wiesbad- en er systurborg Mainz og skilur Rínarfljótið borgirnar tvær að. Það er með þessar tvær borgir eins og fleiri systur að nokkur rígur einkenn- ir samband þeirra þrátt fyrir mikla samvinnu, m.a. í samgöngum og orkudreifingu. Wiesbaden eignar sér um 270 þúsund íbúa, (fjöldi sem lætur kunnuglega í eyrum Íslendinga) og lætur lítið yfir sér í samanburði við volduga nágranna. En borgin kemur á óvart og óhætt er að mæla með stuttum heimsóknum þangað. Hvort sem landinn er á leiðinni í stutta borgarheimsókn út fyrir landstein- ana eða á ferð um sveitir og vínrækt- arhéruð Þýskalands. Eflaust eru margir sem kjósa að dvelja í Frankfurt vegna stærðar hennar og mikilvægis í við- skiptalífinu en óhætt er að mæla með Wiesbaden sem er eins og falinn konfektmoli í miðju Rínarhéraði (Rhein- Main). Borgin er nógu stór til að þar er fjölmargt að skoða. Þar eru fjölbreyttar verslanir og fjörugt næturlíf en að sama skapi er Wiesbaden nógu lítil til að hægt sé að skoða sögulegar byggingar, heita brunna, heilsulindir og rómantíska garða á tveimur jafnfljótum. Auk þess segja kunnugir að gestir þurfi ekki að vera jafnvarir um sig á kvöld- og næturröltinu í Wiesbaden og í Frankfurt eða öðrum stærri borgum Evrópu, þar sé glæpatíðni mun lægri. Gæluborg þýsks aðals Það sem gerir Wiesbaden svo heillandi og raun ber vitni er sú staðreynd að hún hefur löngum verið gæluborg þýsks aðals, ef til vill ekki svo mikið í dag og fyrir um það bil 100 árum. Og þó, borgin hefur enn orð á sér að laða til sín þotuliðið, alla vega fólk sem á eitthvað meira en skipti- mynt í vasanum. Þess vegna hefur verið mikið lagt í útlit borgarinnar í gegnum tíðina, í byggingarlist, garða og viðhald gamalla bygginga. Í borginni eru 26 allt að 67° heitar lindir (hljómar einnig kunnuglega!) en það var einmitt jarðhitinn sem fyrst gerði veg Wiesbaden mikinn. Lækningamáttur lindanna, gegn m.a. gigt og ýmsum líkamsmeinum, dró ríka fólkið til hennar. Rómverjar voru fyrstir til að nýta sér lækninga- mátt lindanna svo vitað sé en það var fyrst upp úr miðbiki 19. aldarinnar að efra lag þjóðfélagsins tók að fara í sérstakar heilsubótarferðir til Wiesbaden. Vilhjálmur II Prúss- landskeisari heimsótti borgina reglu- lega til að nýta sér heitt lindarvatnið til heilsubótar og bætti það svo um munaði orðspor borgarinnar fyrir evrópskt aristókratí á þeim tíma. Það eru ekki eingöngu heilsulind- irnar sem drógu til sín hina betur efn- uðu og þá sem gjarnan vildu vera það. Spilavítið í Wiesbaden hefur löngum verið þekkt út um allan heim fyrir glæsileik sem að fullu jafnast á við aðrar stofnanir af sama tagi suður í Mónakó. Vísir að spilavítinu var fyrst settur á laggirnar árið 1810 og það varð fljótt leikstaður hinna ríku. Spilavítið í Wiesbaden getur gortað af gestum eins og Richard Wagner og Fjodor Dostojevski og fleirum sem verða ekki taldir upp hér. Spilavítið er staðsett í glæsilegri byggingu, Heilsulindinni (Kurhaus), sem byggð var árið 1907 og hýsti eitt sinn heilsu- lind mikla og er því í daglegu tali kall- að Spielbank im Kurhaus, „Spilavítið í heilsulindinni“. Um 1.000 veitingastaðir Þeir sem heimsækja borgina geta valið úr tæplega 1000 veitingastöðum í borginni og í nærliggjandi sveitum við bakka Rínarfljóts. Þetta mikla úr- val veitingastaða er ekki síst að þakka hvítvíns- og matarmenningu svæðisins sem hefur þrifist í krafti þeirra fjölmögu gesta sem Wies- baden hefur hýst. Að auki státar borgin af óperu, balletsýningum og fjölda tónlistar- og myndlistarvið- burða ár hvert. Wiesbaden liggur í miðri Rínar- sveit (Rheingau) og gestir borgarinn- ar ættu ekki að láta fram hjá sér fara að skoða vínræktarhéruðin við bakka Rínarfljóts sem er lífæð þessa svæð- is. Fljótið flæðir frá vestri til austurs í Rínarsveit og frjósamir bakkar þess snúa beint á móti suðri á stóru svæði; sem er meginforsendan fyrir miklum gæðum þeirra vínberja sem ræktuð eru á svæðinu og svo hefur verið um aldir. Hvítvínsframleiðslan einkenn- ist af djúpri virðingu fyrir viðfangs- efninu, allt að því trúarlegri nálgun sem byggist á aldalöngum hefðum. Staðbundinn brandari segir að vín- bændur svæðisins fæðist með annan fótinn styttri en hinn til að auðvelda þeim vinnuna á hæðóttum víngörðum Rínarbakka. Fyrir gesti Wiesbaden eru stuttar vínsmökkunarferðir við bakka Rínarfljóts ógleymanleg upp- lifun. Í Rínarhéraði eru að auki fjöldamörg falleg þorp og litlir bæir sem eru þess virði að heimsækja, bæ- ir sem virðast hafa staðnað í tíma og eiga lítið sammerkt með stærstu borgum Þýskalands. Wiesbaden er eins og falinn konfektmoli í miðju Rínarhéraði Borg evrópsks aðals í nútíð og fortíð Morgunblaðið/Dóra Magnúsdóttir Ríkisleikhúsið í Hessen en Wiesbaden er höfuðborg samnefnds sambandsríkis. Stytta af Schiller prýðir flötina framan við leikhúsið. Wiesbaden er þekkt fyrir heilsulindir og spilavítið þar í borg þykir einkar glæsilegt. Dóra Magnúsdóttir segir að þar séu líka yfir þúsund veit- ingastaðir og gestir ættu því að geta gælt við bragðlaukana meðan þar er dvalið.  Netfang fyrir þá sem vilja vita meira: http://english.wiesbaden.de/ touristinfo/ Markaðskirkjan í miðbæ Wiesbaden sem byggð var 1852 til 1862.  Dæmi um verð: Tveggja tíma ferð kostar 3.000 krónur fyrir manninn. Dagsferð fyrir hópa kostar 7.800 krónur fyrir manninn. Innifalið í verði eru leiðsögn, hlífðarfatnaður, hjálmur og reið- stígvél. Í dagsferðum og lengri ferðum er matur einnig innifalinn og akstur fyrir hópa að hesta- leigunni. Sumstaðar þarf að bóka tíma fyrirfram en rétt er að at- huga hvort aldurstakmark gildi, en algengt er að miðað sé við níu ára aldur ef um byrjendur er að ræða. Ófrískar konur fá ekki leigða hesta hjá hestaleigunni sem rætt var við. Hvað kostar að leigja hest?„ÚTIVERAN, félagsskapurinn og sam-spil milli hests og manns er það skemmtilegasta við sportið,“ segir Ólöf Guðmundsdóttir, gjaldkeri hesta- mannafélagsins Fáks, en hún hefur stundað hestamennsku í yfir þrjátíu ár. Aðspurð segir hún hálendið einna skemmtilegasta svæðið þegar fara á í hestaferð. „Mínar uppáhalds reiðleiðir eru Fjallabaksleiðir syðri og nyrðri. Þá eru auðvitað einnig mjög skemmti- legar leiðir á láglendi, eins og t.d. Þjórs- árbakkar, Löngufjörur á Snæfellsnesi og Þingvallasvæðið.“ Ólöf segir að algengt sé að hesta- ferðir félagsins geti verið allt frá 2-3 dögum upp í viku eða jafnvel lengur. „Séu ferðirnar langar þarf að skipu- leggja slíka ferð tímanlega svo allt gangi upp. Oftast eru farnir slóðar sem ekki er hægt að fara um nema ríðandi eða gangandi.“ Hún segir að þegar fara eigi í hestaferð sé mikilvægast að vera á hesti sem hæfir viðkomandi. „Reiðmaður verður að geta valdið hestinum. Þá er hjálmur ómissandi og auðvitað reiðtygin en síðan á fólk ein- faldlega að klæða sig eftir veðri. Gott er að vera í fatnaði sem truflar ekki hestinn en föt sem skrjáfar mikið í, geta valdið því að hann fælist.“ Hestamennska er mikið fjölskyldu- sport sem allir geta stundað að sögn Ólafar. „Mjög algengt er að öll fjöl- skyldan taki þátt og oft er það þannig að ef einn fjölskyldumeðlimur byrjar þá koma hinir fljótlega á eftir.“ Hún segir börn allt niður í 5-6 ára geta farið á hestbak. „Oftast eru þau þá í fylgd með foreldrum sínum eða þá í reiðskólum sem eru starfandi yfir sumartímann.“ Skemmtilegast á hálendinu Hefur stundað hestamennsku í yfir þrjátíu ár                            '  (  (' )   Krakkar eru að byrja í hestamennsku með foreldrum sínum 5-6 ára gömul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.