Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar BMW X5 hefur vissulega útlit jepp- ans og þótt hann sé sagður jeppi, t.a.m. á innflutningsskjölum, myndu harðkjarna jeppamenn seint fallast á að skilgreina þennan bíl sem slíkan. Þessi 4,67 metra langi, fimm manna bíll, er ekki á sjálfstæðri grind og fjórhjóladrifið er sítengt og án milli- kassa. BMW hefur enda lýst því yfir að ekki stóð til að bæta við í þá flóru þegar framleiðslu bílsins var hrundið af stað. Þótt X5 hafi vissulega upp á margt meira að bjóða en fjórhjóla- drifnir fólksbílar, t.a.m. meiri utan- vegagetu og meiri veghæð, þá líður honum samt best á malbikinu og þar á hann heima. Líklega hefur enn ekki verið fram- leiddur „jeppi“ með meiri fólksbíla- eiginleika en X5 Sport, (þótt ekki verði komist hjá því í þessu sambandi að minna á nýja Ford Escape jepp- linginn, sem státar af undraskemmti- legum aksturseiginleikum, sem og Lexus RX 300). Mjúk og áreynslulaus hröðun X5 Sport er með stífari fjöðrun en staðalgerðin og á 19 tommu álfelgum í stað 18. Þetta er bíll sem er mun nær því að vera sportbíll en nokkru sinni jeppi, en þó ekki. Vélin er línusexa, þriggja lítra og skilar að hámarki 231 hestafli. Hún er með svokölluðum double-Vanos bún- aði sem er sjálfvirkur og breytilegur opnunarbúnaður fyrir inntaksventla sem stjórnast af inngjöf og vélar- snúningi. Búnaðurinn gerir að verk- um að meira afl fæst út úr vélinni á mun lægri snúningi en vænta má og í því sambandi segja tölurnar 300 Nm við 3.500 snúninga sína sögu. Þetta finnst líka strax í akstri. Gangurinn er mjúkur og vélin hljóðlát en hún er alltaf tilbúin með afl þegar beðið er um það. Hröðunin er 8,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km og hámarkshrað- inn takmarkaður við 202 km. Við vélina er tengdur fimm þrepa steptronic-gírkassi og gefur öku- manni val um fulla sjálfskiptingu eða handskiptingu án kúplingar. Tæknistafróf BMW Að utan virkar bíllinn eins og BMW 5 á sterum – hinar einu og sönnu BMW-línur leyna sér hvergi en þær fara þessari gerð bíls líka vel – ekki síst í Sport-útgáfunni á 19 tommu hjólunum. Stórar diska- bremsur að framan og aftan og með kælingu tryggja öfluga og nákvæma hemlun. Þessi bíll er líka hlaðinn tæknibúnaði frá fólksbílalínunni. Þarna er t.a.m. átt við ABS, ADB-X, ASC-X, CBC, DBC, DSC og HDC og von að menn staldri við. DSC-kerfið skynjar hættuna á því að bíllinn skrensi og gefur honum stöðugleika á augabragði með stjórnun á fjöðrun- arbúnaðinn. ADB-X starfar með DSC-kerfinu og beinir hámarksafli til allra hjóla við hvaða vegaðstæður sem er. HDC var fyrst kynnt í Free- lander og er kerfi sem dregur sjálf- krafa úr hraða bílsins og heldur hon- um í um 8 km/klst þegar honum er ekið niður bratta brekku. ASC-X er spólvörn, CBC er hemlunarstýribún- aður sem kemur í veg fyrir að bíllinn yfirstýri þegar hemlað er í beygjum. DBC-kerfið eykur hemlunarátakið við neyðarhemlun. Allur þessi bún- aður er til þess fallinn að auka öryggi þeirra sem ferðast í bílnum og ann- arra í umferðinni. Yfir sjö milljónir Prófunarbíllinn er klæddur þykku gæðaleðri og mælaborðið er jafn- framt skreytt með burstuðu áli. Þeir stjórnrofar sem mest eru notaðir í þjóðvegaakstri eru í stýrinu sjálfu, þ.e. hraðastillir og stýrihnappar fyrir hljómtæki. Miðstöðin er tvívirk og með stafrænni hitastillingu. Fram- sæti eru með rafstýrðri fjölstillingu og minni og aðdráttur og veltingur á stýri eru rafstýrð. Milli framsætanna er stór geymslustokkur, tvískiptur, og stórir vasar eru í hurðum. Sex líknarbelgir eru staðalbúnaður, þ.e. 2 púðar í mælaborði, tveir hliðarpúðar og tveir höfuðpúðar, og svo er hægt að panta hliðarpúða sem aukabúnað fyrir farþega í aftursætum. Það er auðvelt að gleyma einhverju í upp- talningunni en þessi bíll hefur nánast upp á allt að bjóða sem einum bíleig- anda getur hugnast. Dýrlegheitin kosta líka sitt. Próf- unarbíllinn, sem er í Sport-útfærslu eins og fyrr segir, og m.a. með sól- lúgu, kostar yfir 7 milljónir króna. Grunngerðin, ef hægt er að tala um slíkt um beinskipta bílinn, kostar 5.850.000 krónur og sjálfskiptur er hann kominn upp í 6.140.000 krónur. Bíllinn fæst líka með 4,4 lítra, V8 vél, 286 hestafla, og kostar hann frá 7.680.000 krónum með steptronic- sjálfskiptingunni. X5 – draumur á hjólum Morgunblaðið/Jim Smart BMW X5 Sport er á 19 tommu álfelgum og kostar rúmar 7 milljónir kr. gugu@mbl.is Mikið pláss og ríkulegur búnaður er aðall BMW X5. Rafstýrður aðdráttur og velting er í stýri ásamt ýmsum stjórnrofum. Efri hluti hlerans opnast fyrst og einfalt er að opna neðri hlutann. REYNSLUAKSTUR BMW X5 Sport Vél: 2.979 rsm., sex strokkar, 231 hestafl, 300 Nm tog. Lengd: 4.667 mm. Breidd: 2.180 mm. (með speglum). Farangursrými: 465– 1.590 lítrar. Eigin þyngd: 2.090 kg. Eyðsla: 12,9 l í blönduðum akstri. Verð: 7,1 milljón kr. Umboð: B&L. BMW X5 3.0 Sport Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.