Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 B 11 bílar REKSTRARKOSTNAÐUR bif- reiða hefur hækkað umtalsvert frá því í janúar á þessu ári, að því er fram kemur í útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á rekstrarkostnaði bifreiða í júlí. Ástæðurnar eru hækkun á eldsneyt- isverði sem hefur orðið á þessum tíma og sömuleiðis hafa nýir bílar hækkað í verði. Fram kemur að það er tæpum 100 þúsund kr. dýrara að eiga og reka bíl sem kostar 2.150.000 kr. og er ekið 30.000 km. á ári. Miðað við bíl sem kostar 1.130.000 kr. og er ekið 15.000 km. á ári hefur kostn- aðurinn aukist um tæpar 45 þúsund kr. Heildarkostnaður við að eiga og reka bíl sem kostar 1.130.000 kr. og er ekið 15.000 km. á ári er, sam- kvæmt útreikningum FÍB, 566.431 kr. á ári. Þessi kostnaður er hins vegar 1.159.029 kr. sé tekið dæmi af bíl sem kostar 2.150.000 kr. og er ek- ið 30.000 km. á ári. Í útreikningi FÍB er tekið tillit til fimm kostnaðarþátta. Í kostnaði vegna notkunar felst bensínkostnað- ur miðað við lítraverð upp á 102,90 kr./ltr., viðhald og viðgerðir og hjól- barðar. Þetta er stærsti einstaki kostnaðarþátturinn. Þá er tekið tillit til trygginga, skatta og skoðunar- gjalda, bílastæðakostnaðar, þrifa og félagsgjalds til FÍB. Næststærsti kostnaðarþátturinn er verðrýrnun en hann reiknast vera 12,5–15,5% á ári. Í liðnum fjármagnskostnaður er reiknað með 7% vaxtakostnaði.  1&  1& 1 1& 1 1& 2 & 131  1&  1& 1 1& 1 4 & 42 & 131 56/7689:;9 <;  1&  1& 1 1& 1 1 & !2 & 131 56/7689:;9 <; 56/7689:;9 <;   )  &  '  & & 5=>? @   /  & " &           &   A & &  (3 =$= &)>$ &   /%5 @ 3&& A ' A 7'  ' 3&& A 7  = ,&  %%).$-, $%+.)%, $&.&,, $($.%*, *(.+-$ 1  ! "  #$ %& ' (& ) * & +&(.%', $%+.*,, %$.-,, $)*.$*, ',.),& ## 1 !  %**.%$* $(-.%,, $&.&,, $-$.%*, '&.)-$ #1  (().)+, $+(.,,, %$.-,, %%(.)*, )).&,$ ! 1 4  +$'.&-* $(+.-,, $&.&,, %'-.)*, $,+.('& 4 1!   *((.-), $(+.',, %$.-,, +++.%*, $$*.*,& 1 !1!  Tæpar 1,2 millj. að eiga og reka 2,1 millj. kr. bíl á ári Rekstrarkostnaður bifreiða samkvæmt útreikningum FÍB FÁTT hefur vakið meiri eftirtekt síðustu ár en endurreisn tékkneska bílaframleiðandans Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda þrjár gerðir af Felicia, alls 172 þúsund bíla það ár. Í fyrra framleiddi Skoda 435 þúsund bíla af tveimur gerðum, Fabia og Octavia, í alls fimm gerð- um yfirbygginga. Tekjurnar voru jafnvirði 500 milljónum evra 1991 en í fyrra 3,7 milljarðar evra. Árið 1991 flutti Skoda út 26% bílafram- leiðslunnar til 30 landa. Í fyrra flutti Skoda út 82% framleiðslunnar til 72 landa. Stóru tímamótin 1991 voru kaup VW á 30% hlut í Skoda af tékk- neska ríkinu, sem á þeim tíma þótti til marks um einurð tékknesku þjóðar- innar að taka upp vest- rænt markaðshagkerfi í stað áætlunarbúskapar í anda Sovétríkjanna. Í maí í fyrra eignaðist VW síðan afganginn í fyrir- tækinu og hefur samtals fjárfest fyrir næstum 2,6 milljarða evra í Skoda. Vratislav Kulhanek, formaður framkvæmda- stjórnar Skoda, segir að endurreisn fyrirtækisins hafi gerst í þremur þrep- um. Fyrst voru fram- leiðslu- og gæðamál tekin til gagngerar endurskoð- unar og síðan hófst ný sókn í framleiðslumálum með nýrri Octavia sem lauk síðan með Fabia. Þriðja þrepið er nú hafið en það er kynning á flagg- skipinu Montreux, sem fær reyndar nýtt nafn þegar bíllinn kemur á markað innan tíðar. Kulhanek segir að kjörorð Skoda verði hámarksgæði á hagstæðu verði. Uppgang- ur Skoda Flaggskip Skoda, Montreux. Skoda Fabia sem tók við af Felicia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.