Morgunblaðið - 29.07.2001, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 B 9
Bova Futura, 58 manna rúta frá Hollandi sem SBK hafa keypt.
SBK hf., SérleyfisbílarKeflavíkur, flutti innfyrstu rútuna af gerðinni
BOVA sl. vor. Þetta er hollensk
framleiðsla og fyrsti bíll sinnar
tegundar á Íslandi. BOVA er
vel þekkt merki í Evrópu og
hefur verið í framleiðslu í 17 ár
en saga fyrirtækisins nær allt
aftur til ársins 1871.
BOVA framleiðir um 600 nýj-
ar rútur á ári og flytur út 90%
af þeim. Stærsti markaðurinn
er Þýskaland, þar sem BOVA
er með mesta sölu innfluttra
rúta í landinu. Nálægt 200
BOVA-rútur eru árlega seldar
til Þýskalands.
Bíllinn sem SBK hf. er ný-
lega búinn að fá er af gerðinni
BOVA Futura FHD 13-370 og
er 58 farþega bíll. Hann er 12,7
metrar á lengd. Hann er með
DAF 11,6 lítra vél sem uppfyllir
Euro 2-mengunarstuðulinn.
Vélin er sex strokka, 364 hest-
öfl og togið er 1.500 Nm við
1.500 snúninga á mínútu. Hann
er með ZF 6S 1.600 gírkassa,
ARS-hraðatakmarkara, loft-
púða, hraðastilli, síma, mynd-
bandstæki með tveimur lita-
skjám, rafdrifna spegla, ísskáp,
stillanleg sæti með hliðarfærslu
og fleira.
Bíllinn eyðir um 29 lítrum á
hverja 100 km með þessari vél.
Einnig er hann fáanlegur með
300–400 hestafla DAF-vélum og
mismunandi gerðum skiptinga.
Einar Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri SBK, segir að
kostirnir við þennan bíl séu þeir
helstir að hér sé á ferðinni 58
sæta bíll á sama þungaskatti og
50–54 sæta bílar. Einnig sé
hann mjög rúmgóður og þægi-
legt pláss á milli sæta sem kem-
ur til af því að hann er 70 cm
lengri en sambærilegir bílar. Þá
er hann mjög léttur, eða um 12
tonn tómur, og heildarþyngd er
um 18 tonn. Einar segir að olíu-
eyðslan sé lítil, eða um 29 lítrar.
Einar segir að ekki verði
opnaðar söluskrifstofur hér á
landi heldur muni SBK hafa
milligöngu við verksmiðjurnar.
Einnig er fyrirhugað að fara í
heimsókn í verksmiðjurnar í
haust og kynna þá framleiðslu
sem þar fer fram.
Bíllinn er með góðar
geymslur sem eru um 13 rúm-
metrar. Einar segir að bíllinn
hafi verið í framleiðslu í 17 ár
og því talsverð reynsla komin á
framleiðsluna og segir hann
einfaldan í notkun og viðhaldi
og með lága bilanatíðni. Bíll
eins og SBK hefur fengið kost-
ar um 18,8 milljónir kr. Síðast
en ekki síst hefur þessi bíll ver-
ið í framleiðslu í 17 ár, mjög
einfaldur í notkun og viðhaldi
og hefur ótrúlega lága bilana-
tíðni.
Bíllinn kostar 18,8 milljónir
kr. fyrir utan flutning og virð-
isaukaskatt.
SBK taka við
umboði fyrir
BOVA-rútur
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
OPNAÐAR voru fjórar nýjar verslanir Bíla-
nausts á landsbyggðinni á síðasta ári og 16. júlí
síðastliðinn var opnuð ný verslun á Bíldshöfða 12.
Nýja verslunin er í 550 fermetra húsnæði.
Áformað er að opna vörubifreiðadeild í nýju
versluninni í haust.
Á sama tíma og nýja verslunin verður opnuð á
Bíldshöfða 12 var verslunum Bílanausts lokað á
Bíldshöfða 14 og í Skeifunni 2. Fermetrarými
verslana Bílanausts á höfuðborgarsvæðinu hefur
samt sem áður aukist töluvert. Verslanir Bíla-
nausts á höfuðborgarsvæðinu eru nú þrjár tals-
ins. Í Borgartúni 26 er um 1.000 fermetra versl-
unarrými. Aðrar verslanir Bílanausts á
höfuðborgarsvæðinu eru á Bæjarhrauni 6 í Hafn-
arfirði og Bíldshöfða 12.
Ný verslun Bílanausts opnuð
VÆNTANLEGUR jeppi Porsche, sem kallast
Cayenne, var nýlega prófaður á Nürburgring-
brautinni í Þýskalandi. Við prófunina varð það
óhapp að eitt hjól fór undan bílnum. Verið var að
prófa bílinn sem er með V8 vél og fjórhjóladrifi, í
kröppum beygjum þegar eitt hjólið fór undan hon-
um. Við það tækifæri náðist þessi mynd af bílnum
en Porsche hefur haldið mikilli leynd yfir Cayenne.
Sjá má á myndinni skína í fjöðrunarkerfi bílsins sem
er loftpúðafjöðrun, sem gerir ökumanni kleift að
velja veghæð eftir aðstæðum hverju sinni.
Þrjú hjól undir bílnum…
NÝR Renault Espace-
fjölnotabíll verður frum-
kynntur á bílasýningunni í
Genf í mars á næsta ári.
Þessar njósnamyndir
náðust af bílnum þegar
verið var að prófa hann á
dögunum. Þetta er
fimmta kynslóð bílsins og
ljóst er að hönnuðir Re-
nault hallast að rennilegri
línum en almennt tíðkast
um fjölnotabíla. Við hönn-
unina var lögð áhersla á
að ökumaður hefði sem
mest útsýni og af þeim sökum eru
gluggapóstar hafðir eins efnisrýrir
og unnt er. Bíllinn verður með
sama kortalyklinum og nýja Lag-
unan en að auki hlaðinn alls kyns
öðrum tæknibúnaði. Hann verður
t.a.m. með regnskynjara sem setur
rúðuþurrkur í gang sjálfkrafa, bíll-
inn kveikir sjálfur aðalljósin þegar
birtu tekur að bregða, eins og t.d. í
göngum, búnaður í dekkjunum
skynjar ef of lítill loftþrýstingur er í
þeim og einnig verður bíllinn með
fjarlægðarskynjara sem aðstoðar
ökumann við að leggja bílnum í
þröng stæði. Engin hand-
bremsusveif er inni í bílnum enda
er Espace fyrsti fjöldaframleiddi
bíllinn í heimi með rafeindastýrðri
handbremsu. Bíllinn er smíðaður á
sama undirvagni og Laguna og
væntanlegur Avantime, sem þýðir
að hann er stífari og öruggari en
áður. Yfirbyggingin er nú öll úr stáli
en var áður að hluta til úr plasti.
Þetta þýðir að bíllinn verður þyngri
en Renault mætir því með nýjum
vélum, þ.e. tveggja lítra bensínvél
með forþjöppu sem skilar 165
hestöflum, en að auki 3,5 lítra V6-
vél, 235 hestafla. Þá verður hann
boðinn með 2,2 lítra og nýrri 3,0
lítra V6-dísilvélum, 145 og 180
hestafla.
Nýr Espace kemur á markað næsta sumar.
Nýr Espace – hlaðinn tækni
Harley og Porsche leggja saman
Harley-Davidson með Porsche-vél.
MÓTORHJÓLAFRAMLEIÐANDINN Harley-
Davidson hefur náð samningum við Porsche um
framleiðslu á vélum í nýtt V-Rod-mótorhjól. Vél-
in er 115 hestafla og á hún að geta skilað 225
km hámarkshraða. Vélin er 1.130 rúmsentimetr-
ar að slagrými og er vökvakæld. Hún er byggð á
keppnishjóli Harley-Davidson í Bandaríkjunum,
en hefur verið endurhönnuð fyrir almenna notk-
un. V-Rod-hjólið kemur á markað í Evrópu í
haust.
ÁÆTLANIR Saab gera ráð fyrir að sala í Banda-
ríkjunum á næstu fimm árum tvöfaldist í kjölfar
kynningar á fimm nýjum bílum þar. Salan á síðasta
ári var tæpir 40 þúsund bílar en áætlanir gera ráð
fyrir sölu á 70-80 þúsund bílum. Mesta sala Saab í
Bandaríkjunum var árið 1986 þegar vinsælt var hjá
ungum og efnuðum bílkaupendum að kaupa Saab.
Saab í Bandaríkjunum
BMW X5 –
Draumur á hjólum
Honum líður
best á malbik-
inu og þar á
hann heima.
TÆPLEGA 45% samdráttur er í sölu nýrra bíla fyrstu sjö mánuði árs-
ins, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Skráningarstofunni. Á það ber þó
að líta að tveir virkir dagar eru eftir af mánuðinum. Alls hafa selst
5.062 bílar það sem af er árinu sem er 4.104 bílum minni sala en í
fyrra.
!"#
+,-,.+
!
!
!
!!
!
"""
/0
1
$%&'
())
(*$
+(,
%-*
%*-
%+)
$-%
$)'
$),
$')
$*'
$%%
$,&
)'
*',
1
!1