Morgunblaðið - 29.07.2001, Page 15

Morgunblaðið - 29.07.2001, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 B 15 bíó MAÐURINN á bak við Scary Movie, ogScary Movie 2, sem er að hefja göngusína hérlendis, er Keenan Ivory Wayans, vígalegur Bandaríkjamaður og höfuð Way- ans-fjölskyldunnar. Hún telur fimm bræður, sem allir hafa notið velgengni í kvikmyndum og sjónvarpi. Keenan er fjölhæfur kvikmynda- gerðarmaður; handritshöfundur, framleið- andi, leikari og leikstjóri. Menntaður frá Tuskagee-stofnuninni og vakti fyrst athygli sem uppistandari og brandarasmiður fyrir ekki ómerkari mann en Eddie Murphy. Aðaltromp Wayans-bræðra er nokkuð óvænt kímnigáfa, hún dylst undir frekar hrikalegum skráp, a.m.k. vildi maður ógjarn- an mæta þeim í kirkjugarðinum í skammdeg- inu. Keenan sló hressilega í gegn ’88, (þá þrí- tugur), með Í́m Gonna Git You, Sucka, líflegri skopstælingu á „svartamark- aðsmyndum“ áttunda áratugarins. Lék aðal- hlutverkið, leikstýrði, skrifaði handritið og framleiddi, vann sömu hlutina og við gerð Scary Movie-myndanna. Þá var hann heilinn á bak við virta en skammlífa sjónvarpsþætti hjá Fox, sem heita In Living Color. Þeir reyndust ekki aðeins lyftistöng fyrir þá Way- ans-bræður alla, heldur ekki síður hinn mjólkurhvíta æringja, Jim Carrey, sem fékk sitt fyrsta tækifæri hjá spaugaranum Keenan. Sem leikara minnast hans vafalaust margir úr Most Wanted (’97), Glimmer Man (’96) og grín-hasarmyndinni A Low Down Dirty Shame (’94). Bakgrunnur Damons er keimlíkur Keenans stóra bróður. Kom sér á framfæri í uppi- standi og átti síðar góð ár í grínþáttunum Saturday Night Live og In Living Colors, með bræðrum sínum og Carrey. Fyrsta kvik- myndahlutverkið var í Beverly Hills Cop, þá leikstýrði hann Mó Money (’92), og fór með aðalhlutverkið, ásamt Marlon bróður sínum. Þá lék hann aðalhlutverkið í gamanmyndinni Major Payne (’95). Kim Wayans hefur m.a. leikið í gamanmyndunum Flonderin (’94), A Low Down Dirty Shame, Talkin About Sex og Hollywood Shuffle. Shawn hefur að mestu leyti haldið sig í skjóli bræðra sinna í Scary Movie-myndunum báðum, Dońt Be a Menace to South Central ... (’96) og I’m Gonna Git You Sucka. Marlon er yngstur og sumir segja hæfi- leikaríkastur í þessari fyndnustu fjölskyldu kvikmyndanna. Fæddur 1972, í New York og útskrifaðist frá The School of Performing Arts áður en hann stundaði nám í kvik- myndagerð og listfræði við Howard- háskólann. Keenan varð fyrstur til að gefa honum tækifæri í I’m Gonna Git You Sucka og síðar í hinum frábæru sjónvarpsþáttum, In Living Color. Hann er miklum gaman- leikhæfileikum gæddur og hefur verið á stöð- ugri uppsiglingu. Lék aðalhlutverkið í gam- anmyndinni MóMoney, ásamt Damon, og kom í gang sjónvarpsþáttunum The Wayans Brothers (’95) með Shawn. Marlon hélt áfram að bæta á sig skraut- fjöðrum síðari hluta 10. áratugarins. Gerðist leikstjóri og handritshöfundur meðfram kvik- mynda- og sjónvarpsleik. Sá um alla hand- ritsgerð og leik í skopstælingunum Dońt Be a Menace (to South Central While Drinking Your Juice in the Hood) og margnefndum myndum kenndum við Scary Movie. Fékk fína dóma fyrir ærslaleik í Senseless (’98), sem annars þótti þunn í roðinu, en fannst tími kominn til að reyna fyrir sér í alvarlegri hlutverkum. Hann sýnir sterkan, hádrama- tískan leik sem eiturlyfjafíkill á hraðferð til glötunar og vinur Jareds Leto, í hinni rómuðu Requiem for a Dream (’00). Sló síðan á létt- ari strengi er hann, í félagi við Shawn, stjórn- aði afhendingu MTV tónlistarmyndbanda- verðlaunanna í fyrra. Þeir Wayans-bræður allir Sæbjörm Valdimarsson Svipmynd WAYANS-BRÆÐUR, tveir þeirra hér með meðlimum NSYNC, eru tvímælalaust fyndnustu bræður í kvik- myndaborginni. Útlitslega myndu þeir ekki síður sóma sér vel í götugengi, en völdu, til allrar guðslukku, skemmtanaiðnaðinn. Þeir hafa sýnt ótrúlega samheldni og orðið áberandi í kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerð. Duttu síðan í lukkupottinn með skopstælingunni Scary Movie, sem rakaði inn peningum á síðasta ári, og nú eru að hefjast sýningar á SM 2 hér í höfuðborg- inni. Bræðrabandið þarf því ekki að óttast fjárskort í framtíðinni. KVIKMYNDAVERIÐfullnægir í dag þörfumhvaða myndframleiðslusem er og þess vegnahefur það auðveldað Tékkum að byggja upp þjónustuiðn- að við auglýsingar, kvik- og sjón- varpsmyndir sem skiluðu þjóðinni í fyrra tekjum sem áætlaðar eru um 200 milljónir dollara. Auk þess að gera myndir fyrir inn- lendan markað vex hlutur erlendrar framleiðslu jafnt og þétt. Í fyrra voru sjö stórmyndir frá Bandaríkjunum framleiddar í Barr- andov auk auglýsinga og sjónvarps- mynda. „Framleiðsla fyrir vestræn fyrirtæki hefur þrefaldast á tveimur árum og tekjurnar af þessum mynd- um námu í fyrra 18 milljónum banda- ríkjadala á móti 8 milljónum 1996,“ segir framkvæmdastjóri kvikmynda- versins, Radomir Docekal. Það sem helst laðar erlenda fram- leiðendur til Prag er lágur kostnaður við starfsmannahald og tengda þjón- ustu ýmiskonar. Nýlega lauk tökum á stórmyndinni Hart’s War sem skartar m.a. stór- stjörnunni Bruce Willis. „Ég fékk handritið í hendur þremur vikum eft- ir að ég skoðaði Barrandov,“ segir framleiðandi myndarinnar, David Ladd. „Ég seldi MGM myndina á þeim forsendum að ég gæti gert hana fyrir pening sem samsvarar tveimur ostborgurum og einni kók.“ Þetta er að sjálfsögðu djarflega mælt, en full- yrða má að kostnaður við framleiðsl- una sé þriðjungur af því sem hann væri í Bandaríkjunum. Eini kostnað- arliðurinn sem ekki breyttist var þóknunin til stjörnunnar, en þúsund- ir aukaleikara, auk tækniliðs og þjón- ustufólks, þiggja verulega lægri laun en greiða þyrfti á Vesturlöndum, t.d. í Þýskalandi, þar sem til stóð að framleiða Hart’s War. En fleira kemur til en peningar. Tékkar hafa áratuga reynslu í kvik- myndagerð og geta því boðið upp á samskonar þjónustu og í Hollywood. „Tækni- og samstarfsfólk okkar í Prag hefur reynst stórkostlega. Sér- staklega má hrósa tæknibrellufólk- inu, myndatökugenginu og áhættu- leikurunum,“ segir David Ladd, sem er í skýjunum að nýloknum tökum myndar sinnar, og bætir við að um- hverfi og góðir tökustaðir hafi einnig hjálpað til. David Kappers, sem hefur nýlokið gerð sjónvarpsþátta um líf Önnu Frank, hrósar einnig tækni- og töku- liði. Í hans tilfelli lét hann byggja bæði útrýmingarbúðir og líkan af hluta Amsterdam með síkjum og öllu tilheyrandi. Við gerð myndarinnar From Hell, sem er spennumynd um „Kobba kviðristi“ og skartar stjörnunni Johnny Depp, var byggt líkan af 19. aldar London. Universal-kvikmyndaverið hefur einnig lokið gerð spennumyndarinn- ar The Bourne Identity sem tekin var í Prag og París. Framleiðandinn, Pat Crowley, segir kostnaðinn við tökudag í Prag vera 100 þúsund doll- ara en 250 þúsund í París. Hann sér framtíðina þannig að Tékkland gegni sama hlutverki í Evrópu og Kanada gerir fyrir Bandaríkin. Allt frá því að Milos Forman tók upp mynd sína Amadeus um miðjan níunda áratuginn, þar sem hann not- aði Prag til að taka Vínarsenurnar, hafa fjölmargir aðrir fylgt í kjölfarið. Prag dregur því að sér framleiðslu mynda frá Evrópu, sérstaklega frá Bretlandi, sem horfir á eftir tónlistarmyndbanda- og auglýsinga- framleiðslu sinni suðureftir. Til að svara sívaxandi eftirspurn kvikmyndamarkaðarins hafa þjón- ustu- og tæknifyrirtæki sprottið upp eins og gorkúlur. Eitt þessara fyrirtækja er Stilking Film, sem er í Barrandov-verinu. Stofnandi þess er 25 ára stjórnmála- fræðingur, Matthew Stillman, sem kom í heimsókn til Prag árið 1993 og greip gæsina. „Ég var á réttum stað á réttum tíma,“ svarar hann af lítil- læti. Hann lagði til fyrirtækisins fimm hundruð dollara og ritvél. Á síðasta ári velti firmað 43 milljónum dollara og hafði 80 manns í fastri vinnu og 500 manns í tímabundnum verkefn- um. Tékkneska fyrirtækið Flimka sér- hæfir sig í áhættuleikurum. Þar starfa 60 manns og eigandinn, Lad- islav Lahoda, segir erlend fyrirtæki þekkja þá af gæðum og áreiðanleika. Þeir tóku þátt í gerð fjögurra er- lendra mynda í fyrra og meðal mynda sem þeir hafa unnið við eru Titanic, Gladiator og Saving Private Ryan. Michal Patek, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Segma, sem útvegar aukaleikara, segir algjöra spreng- ingu hafa orðið á síðustu þremur ár- um. Ásóknin í að framleiða myndir í Tékklandi er sívaxandi og velta fyr- irtækis hans hefur tvöfaldast á tíma- bilinu. Stærsta verkefnið til þessa var Hart’s War, þar sem hann útveg- aði 2.500 manns í fjöldasenurnar. Í Prag starfa 60 myndframleiðslu- fyrirtæki og þekking þeirra og tækni eykst með hverri mynd. Bob Rickerd, sem rekur auglýs- ingaframleiðslufyrirtækið Flying Colour í London, opnaði útibú í Prag fyrir þremur árum. Hann segir bylt- inguna liggja í fjárfestingum á tæknibúnaði, sem fyrirtæki á borð við hans hafa lagt út í, og fullyrðir að tékkneskur auglýsinga- og kvik- myndaiðnaður sé með því besta sem gerist. Hann segir tékkneska leik- stjóra og auglýsingasmiði hafa yfir meiri hugmyndaauðgi að ráða en til að mynda kollegar þeirra í London. Annar ávinningur erlendra kvik- myndaframleiðanda er hversu Prag er vingjarnleg í garð þeirra. Stjörn- urnar geta gengið að mestu óáreittar um bæinn og yfirvöld sýna iðnaðin- um skilning, þrátt fyrir að hafa á eng- an hátt komið að uppbyggingu hans. Michal Stillman var til að mynda að vinna að gerð myndar í litlu þorpi í nágrenni flugvallar og hafði sam- band við flugturninn sem bægði um- ferð frá svæðinu í nokkra klukkutíma til að auðvelda þeim vinnu sína. Og við gerð myndarinnar Borne Identity var hluta Prag lokað og hann þakinn gervisnjó. „Ef yfirvöld eru vöruð við og þeim gefinn fyrirvari á tökum er nánast hægt að mynda hvar sem er,“ segir Stillman. En á meðan iðnaðurinn þenst út í Prag dregst hann að sama skapi saman annars staðar. Philip Waley, sem er framleiðandi Flying Colours, segir önnur Evrópu- lönd ekki geta keppt við Prag að svo stöddu. „Önnur lönd eiga eftir að finna fyrir samdrættinum vegna þessa,“ segir hann. Lundúnabúinn Mike Cunningham frá McCann Ericson-auglýsingastof- unni segir uppgangs Prag í þessum geira þegar farið að gæta í samdrætti í London. „Það er líklegt að Bretar muni á komandi árum leggja út í bar- áttu til að endurheimta stöðu sína,“ segir hann. Hvað sem því líður er fátt sem bendir til þess að Prag-ævintýrið endi á næstunni. Kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki munu um ófyr- irséða framtíð halda áfram að dæla peningum inn í landið og stjörnur á borð við Anthony Hopkins, Bruce Willis, Anjelicu Huston og Wesley Snipes munu við tökur mynda sinna áfram gleðja Pragbúa með heim- sóknum sínum. FYRIR 70 árum ákvað byggingameistarinn Havel, sem var faðir Vaclavs Havels forseta, að byggja kvikmyndaver ásamt bróður sínum, sem var kvikmyndaframleiðandi. Útkoman var Barrandov, sem allar götur síðan hefur verið þungamiðja tékkneskrar kvikmyndaframleiðslu, segir Jón Benjamín Einarsson. Prag – hin nýja „Hollywood“ Evrópu Reuters Bruce Willis við tökur í kvikmyndaborginni Prag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.